Morgunblaðið - 30.10.1997, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 30.10.1997, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 19 NEYTENDUR Ljósmynd/Sigríður Ólafsdóttir Astralskur sjávarréttur Veitingahús við sjávarsíðuna í austanverðri --y ■ 1 ...- — — " ---- Astralíu hafa þennan sjávarrétt oft á boðstólum. Sigríður Olafsdóttir, sem býr í Melbourne, kynnti sér matreiðsluna. RÉTTURINN er veryulega borinn fram á stóru fati fyrir tvo eða fleiri. Hann getur verið svolítið mismun- andi frá einum stað til annars en í höfuðdráttum er alltaf hafður steiktur fiskur og franskar kartöfl- ur öðrum megin á fatinu en salat, ávextir og kaldur skelfiskur, svo sem ostrur, rækjur og „bugs“ hin- um megin. „Bug“ er skelfiskur skyldur humri en flatari og breiðari. Hann veiðist við strendur Astralíu og Indónesíu. í heitum sjó við strend- ur Queenslands er hann á stærð við mannshönd og kallast Moreton Bay Bug. Sunnar, í kaldari sjó, er hann miklu minni og nefnist Bal- main Bug eftir hafnarhverfi í Sydney. Notið stórt flatt fat. Skiptið til helminga með vegg úr álpappír, 6-8 sentímetra háum. Búið til beð öðrum megin úr salatblöðum, agúrkusneiðum, rauðri og grænni papriku. Notið ekki tómata. Leggið síðan kaldan skelfisk þar ofan á. Ef erfitt reynist að fá ostrur eða „bugs“ á Islandi má nota rækjur, krækling og glóðaðan humar, kældan. Inn á milli eru svo settir ávextir svo sem sítrónubátar, melónubitar, jarðarber, kívísneiðar og avókadóbátar. Munið að úða sítrónusafa yfir avókadó svo hann dökkni ekki. Hinn hlutinn, heiti hlutinn, er þakinn frönskum kartöflum. Þar á er svo raðað steiktum fiski, sem velt hefur verið upp úr eggjum og raspi. Ýmsan flakaðan fisk má nota svo sem ýsu og rauðsprettu. Flök regnbogasilungs eru líka sérlega góð og hæfilega þykk. Kryddað eft- ir smekk. Borið fram meðan heita hliðin er heit og kalda hliðin köld. Astralskt Chardonnay og Gvendar- brunnavatn eiga vel við. NYTT GÓif- hreinsi- vél NYLEGA hóf Pfaff hf. sölu á Vapori gólfhreinsivélum. Vélamar eru hannaðar í þeim tilgangi að bylta eldri aðferðum við umhirðu gólfa. Vélin breytir hreinu krana- vatni í 100° heita gufu. í fréttatilkynningu frá Pfaff hf. segir að rannsóknir hafi leitt í ljós að gólfhreinsivélin geti útrýmt stórum hluta rykmaura með gufunni en engin sápuefni eru notuð við hreinsunina. Vapori gólf- hreinsivélin er hönnuð fyrir allar tegundir gólfefna en ef gólffletir hafa verið bón- aðir er hætta á að gufan leysi upp bón. Ekki er hentugt að nota hreinsi- vélina ut- andyra í frosti. Baunir og annað heilsu- fæði lækka um 25% Á MORGUN, fostudag, hefur Hag- kaup sölu á heilsuvörum frá fyrir- tækinu Gott fæði. Um er að ræða 1 45-50 tegundir af baunum, korni og öðrum heilsuvörum. Á næstu mánuð- um fjölgar síðan vöruflokkunum í 70. Að sögn Viktors Kiernan hjá Hag- kaupi verða heilsuvörurnar nú seldar i Hagkaupi á að meðaltali 25% lægra verði en fram til þessa. Varan kemur Ií glærum pokum og verður að finna upplýsingar á þeim um meðferð hráefnisins. Þá stendur til að pökkunum fylgi af og til heilsuuppskriftir svo viðskiptavinir átti sig betur á möguleikum sem baunir og kom gefa til matreiðslu. ÚR VERINU JÓN Ingvarsson, formaður stjómar SH, ræðir við tvo af starfsmönnum söluskrifstofu SH í Moskvu, þá Hauk Hauksson og Sergei Popov. SH stefnir að tíföldun fisksölu til Rússlands SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna opnar formlega nýja sölu- skrifstofu í Moskvu í Rússlandi í dag. Starfsemi þar er hafin fyrir nokkru og veitir Páll Gíslason, verkfræðingur, skrifstofunni for- stöðu, en alls eru starfsmenn þar fjórir. Jón Ingvarsson, formaður stjómar SH, segir það mjög mikil- vægt fyrir SH að vera með skrif- stofu á þessum stóra markaði, sem á séu 280 milijónir manns. Kaup- geta í Rússlandi fari vaxandi og miklir möguleikar séu á fisksölu þar. „Við stefnum að því að selja um 9.000 tonn af fiskafurðum í Rússlandi á þessu ári, sem er meira en tífóldun frá því, sem selt var hér í fýrra,“ segir Jón Ingvars- son. Skilar hærra verði heim „Þetta hefur farið hægt af stað, en við erum bjartsýnir á að ná markmiðum okkar,“ segir Páll Gíslason. „Við finnum mikinn mun á því að vera í beinum daglegum tengslum við kaupendur og teljum að það muni skila sér í betri þjón- ustu við þá og í hærra verði til fisk- framleiðenda heima á Islandi. Við seljum nú mest af sfld eins og er, en loðna er einnig snar þáttur í söl- unni. Einnig koma inn tegundir eins og rækja og gulllax," segir Páll. Söluskrifstofa SH í Moskvu opnuð formlega í dag „Við höfum um áratuga skeið átt mjög mikil og góð samskipti við Rússland og fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna. Á árunum 1953 til 1990 seldi Sölumiðstöðin um 600.000 tonn af fiskafurðum á þennan markað og hann reyndist íslenzkum framleiðendum oft vera góður. Síðan féllu þessi viðskipti niður með falli kommúnismans hér, en með vaxandi kaupgetu almenn- ings og frjálsum markaðsbúskap teljum við að hér séu umtalsverðir möguleikar," segir Jón Ingvarsson. Margar fisktegundir koma til greina „Þetta er mjög stór markaður og við væntum góðs af því starfi, sem hér verður unnið. Við gerum ráð fyrir því að starfsemin og útflutn- ingur hingað til Rússlands þróist eðlilega, en margar fisktegundir geta komið til greina. Þegar á þessu ári er markið að selja um 9.000 tonn af ýmsum afurðum. Hér er stór markaður, vaxandi kaup- geta og Rússar borða mikinn fisk,“ segir Jón Ingvarsson. Rússar hafa lengi verið meðal helztu fiskveiðiþjóða heims, en síð- ustu árin hefur heldur hallað und- an fæti og þörf fyrir innflutning á ýmsu fiskmeti hefur aukizt. Mikil samkeppni Samkeppni í sölu á fiskafurðum til Rússlands er þegar orðin mikil og má þar nefna frændþjóðir okkar Dani, Færeyinga og Norðmenn. Fyrir upplausn Sovétríkjanna var mest selt af karfa inn á þennan markað, en eftir að viðskipti hófiist að nýju, hefur mest verið selt af frystri loðnu og sfld, en rækjusala í Rússlandi fer vaxandi. Fyrstu 10 mánuði ársins hefur SH selt 6.816 tonn af sjávarafurðum til Rúss- lands, tæplega 5.000 tonn af heilfrystri loðnu, rúmlega 1.700 tonn af sfld, 227 tonn af gulllaxi, 57 tonn af karfa og lítils háttar af þorski. Á sama tíma í fyrra hafði SH aðeins selt Rússum 734 tonn af loðnu. í tilefni formlegrar opnunar söluskrifstofunnar verður haldin móttaka á veitingastað í Moskvu og segir Páll Gíslason að þar sé vænzt fjölda góðra viðskiptavina SH. í móttökunni verða meðal ann- arra Gunnar Gunnarsson, sendi- herra íslands í Moskvu, Jón Ing- varsson, formaður stjórnar SH og Friðrik Pálsson, forstjóri SH. Minna fryst og saltað en í fyrra Lítill gangur í sfldinni enn sem komið er BÚIÐ er að frysta um 6.000 tonn af sfld á átta stöðum á Austurlandi og þar af mest hjá Tanga á Vopnafirði. Er þetta eitthvað minna en í fyrra og er það sama uppi á teningnum í sölt- uninni enda má segja, að síldarver- tíðin fyrir austan hafi ekki komist al- mennilega í gang enn sem komið er. Mikið fryst á Vopnafirði Af þessum 6.000 tonnum hefur Tangi fryst um 1.700 og er þá búið að frysta í nýja húsinu um 5.000 tonn frá áramótum af síld og loðnu. Fer frysta sfldin öll á Rússland en hjá Tanga hefur aðeins lítillega verið saltað fram að þessu. Sunnuberg GK landaði þar í fyrradag 320 tonnum og Víkurberg GK 220 tonnum í gær. Sfldin hefur verið að fást úti fyrir Borgarfirði eystra og er því ekki nema tveggja til þriggja tíma stím inn á Vopnafjörð. 700 tonn fryst í Neskaupstað Hjá Síldarvinnslunni á Neskaup- stað er búið að frysta um 700 tonn af sfld, sem er verulega minna en í fyrra, en hjá Borgey á Höfn er ffyst- ingin komin í 1.300 til 1.400 tonn. Fer hún aðallega á Rússland og Pól- land og lítillega á Frakkland og er eingöngu um að ræða flök á tvö síð- astnefndu löndin. Hjá Borgey er bú- ið að salta nokkuð á sjötta þúsund tonn af síld og er það eitthvað minna en á sama tíma fyrir ári. Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.