Morgunblaðið - 30.10.1997, Page 21

Morgunblaðið - 30.10.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTOBER 1997 21 ERLENT i i i ► i ) ) ) ) ) ) í I í j > Dregið úr áhrifum áróðurs- meistara London. The Daily Telegraph. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur fyrirskipað upp- stokkun í upplýsingaþjónustu rík- issljórnarinnar til að tryggja að aðferðir áróðurmeistara ríkis- stjórnarinnar sem komu honum til valda, grafi ekki undan stjórninni. Að sögn blaðafull- trúa hans hefur forsætisráð- herrann áhyggj- ur af því að „slúður“ ónefndra heim- ildarmanna í ráðuneytum kunni að beina athyglinni frá þeim skilaboðum sem sljórnin vilji koma á framfæri. Áhyggjur Blairs endurspeglast í yfirlýsingu Robins Butler, ritara stjórnarinnar, sem lýsti áhyggj- um sínum vegna þess að upplýs- ingafulltrúar sem starfað hefðu lengi á vegum sljórnarinnar, hefðu verið látnir víkja. Hvatti Butler til þess að fengnir yrðu til starfa „hlutlausir" upplýsinga- fulltrúar. Butler neitar því að ríkisstjórn- in hafi komið áróðursmeisturum sínum fyrir í ráðuneytum en leggur áherslu á mikilvægi þess að hafa á sinum snærum upplýs- ingafulltrúa sem megi treysta. UNIVER ITP KOS n mpw M Reuters 0| N ámsmenn mótmæla í Kosovo UM 3.000 námsmenn af albönsk- um ættum efndu til mótmæla í Pristina, höfuðstað Kosovo-hér- aðs í Serbíu, í gær til að krefjast þess að kennt yrði á albönsku í skólum héraðsins. Vopnaðir lög- reglumenn voru á varðbergi vegna mótmælafundarins en reyndu ekki að hindra hann. Námsmenn hættu mótmælunum án þess að til átaka kæmi þegar yfirmaður lögreglusveitanna fyr- irskipaði þeim það. Talsmenn tjái sig opinberlega Knis.i>ii/r\ Blair er afar annt um að upp- lýsingaþjónustu stjórnarinnar takist að endurvinna það traust sem margir telja liana hafa glat- að. Hyggst forsætisráðherrann taka að mestu fyrir áhrif áróð- ursmeistara Verkamannafiokks- ins með því að koma á fót hópi talsmanna sem hafa leyfi til að tjá sig opinberlega um stefnu stjórnarinnar. Þá vill Blair að þeir embættismenn, sem hinir pólitísku ráðgjafar stjórnarinnar ruddu úr veginum við stjórnar- skiptin, axli aukna ábyrgð. Blaðafulltrúi Blairs segir hann hafa áhyggjur af því að blaða- greinar, byggðar á ónafngreind- um heimildarmönnum, grafi und- an valdi hans. Á hverjum degi lesi forsætisráðherrann greinar í blöðum um sig og stjórn sína, sem eigi ekki við nein rök að styðjast. Það sem Blair þykir verst er að enginn virðist lengur leggja trún- að á mál talsmanna hans þegar þeir reyna að bera til baka fréttir sem skaða ríkisstjórnina. Því leggur hann áherslu á að starfsemi upplýsingafulltrúa stjórnarinnar verði miðstýrt svo að enginn vafi leiki á því hvaðan upplýsingar komi og að þær séu áreiðanlegar. ALLT UM AUGLÝSINGAR OG AUGLÝSINGASTOFUR Á HEIMASlÐU SÍA, SAMBANDS (SLENSKRA AUGLÝSINGASTOFA www.sia.is HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.