Morgunblaðið - 30.10.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 30.10.1997, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Áhrif vísitöluhækkunar á Wall Street V erðbr éfamark- aðir heimsins rétta úr kútnum VIÐSKIPTI í kauphöllum heimsins glæddust í gær, daginn eftir að methrun hafði orðið á gengi hluta- bréfa í inörgum þeirra. Kauphöllin á Wall Street í New York var fyrst til að rétta aftur úr kútnum eftir niðursveifluna í kringum helgina en í fyrradag var sett nýtt met í fjölda seldra hlutabréfa þar á einum degi. Á evrópskum mörkuðum rauk verðið á skuldabréfum upp í gær, í kjölfar 4,7% hækkunar banda- rísku Dow Jones-verðbréfavísi- tölunnar. Þessi hækkun skilaði sér líka í hækkun gengis í mörgum asískum hlutabréfum. Strax eftir opnun Wall Street- markaðarins eftir hádegið í gær að vestur-evrópskum tíma hækkaði brezka FTSE 100-vísitalan um 2,1% og þýzka DAX-vísitalan um heil 6,3%. Franska CAC-40-vísital- an hækkaði um 4,6%. Á fyrstu klukkustundunum eftir opnun Wall Street hækkaði Dow Jones-vísital- an um 100 stig. Evrópsku markaðirnir tóku einn- ig mið af uppsveiflu á Asíumörkuð- um. Hang Seng-vísitalan í Hong Kong hækkaði um nærri 19% í gær, úr 1.705,41 stigi í 10.765,30. Japanska Nikkei-vísitalan hækkaði þó ekki meira en um 3,3%. Viðbúnir frekari óstöðugleika Nokkrir kauphallarspekingar og verðbréfasalar sögðu að uppsveifl- an eftir hrunið í fyrradag gæti þýtt að þar hefði botninum verið náð í nýjustu niðursveiflunni á mörkuðunum. Aðrir vöruðu aftur á móti við því að hinar öfgafullu sveiflur undanfarinna daga væru líklegar til að valda viðvarandi óvissu í verð- bréfaviðskiptum um töluverðan tíma. Á Wall Street, stærsta fjármála- markaði heims, voru verðbréfasalar viðbúnir frekari óstöðugleika. „Ég spái því að það dragi duglega af viðskiptum dagsins í dag (...) vandamálum okkar er ekki lokið enn,“ sagði ónefndur verðbréfasali á Wall Street. Reuters VERÐBRÉFASALI í kauphöll Hong Kong gleðst yflr hækkun á verði hlutabréfa þar í gær, eftir hremmingar undanfarinna daga. Stríðshijáðir íbúar Líberíu setja traust sitt á byltingarforingjann Charles Taylor Charles Taylor ÁRUM saman var Charles Taylor afgreiddur með því að hann gæti aldrei unnið kosningar og því hefði hann gripið til vopna ásamt mönn- um sínum. En nú nýverið gengu 700 þúsund Líb- eríumenn að kjörborðinu til að kjósa forseta og Taylor hlaut þar um 600 þús- und atkvæði eða um 74%. Sá frambjóðandi sem næstur kom, Ellen Johnson-Sirleaf, fékk 10% og tólf aðrir skiptu með sér afganginum. í nýjasta hefti The New African segir að margir hafi kennt Taylor um þær hörmungar sem líberíska þjóðin gekk í gegnum árum saman. Að sönnu steypti hann og menn hans af stóli Samuel Doe 1989, spillt- um og grimmum forseta og bardagar geisuðu um allt landið næstu ár með skelfilegum afleiðingum. Þegar leið á árið 1992 var mestöll Líbería á valdi Taylors að undan- skilinni höfuðborginni Monróvíu. Bandaríkja- stjórn latti Taylor til að ráðast inn í höfuðborgina og að margra mati varð sú ákvörðun hans að fara að þeim ráðum til að lengja enn skelfíngar- ástandið í Líberíu. Segir Bandaríkjamenn hafa svikið sig Taylor segir nú að hann hafi síðan verið svikinn. Bandarískir full- trúar hafi fullvissað hann um að þeir mundu þrýsta á Samu- el Doe að víkja. Hann segist allan tímann fram að því hafa verið í nánu sambandi við Bandaríkja- menn og látið þá vita um allar áætlanir uppreisnarmannanna sem hann fór fyrir. Þegar Bandaríkja- menn hafi sagt að það mundi hafa alvarlegar afleiðingar ef hann tæki höfuðborgina hafi hann ákveðið að Loksins frið- ur í Líberíu Fyrir nokkrum árum var ófremdarástandið í Afríkuríkinu Líberíu nær daglega í heims- fréttum. Minna hefur farið fyrir frásögnum af því að þar voru nýlega haldnar forseta- kosningar, skrifar Jóhanna Krístjónsdóttir. ÞÚSUNDIR stuðningsmanna Charles Taylors í baráttuham fyrir forsetakosningarnar fara að ráðum þeirra og því hafi þeir setið um borgina en ekki farið lengra. Sendiboði Bandaríkjastjórnar, Herman Cohen, hafí komið til fund- ar við sig og hvatt sig til að lýsa yfir vopnahléi gegn því að séð yrði til þess að Doe hyrfí umsvifalaust á braut. Þetta hafi síðan verið svik- ið. Taylor segir að hefði hann feng- ið grænt ljós á töku Monróvíu - rétt eins og Bandaríkjamenn leyfðu Kabila að taka Kinshasa í Zaire í fyrra - hefði tekist að útkljá málið fyrr og þjóðin hefði ekki gengið í gegnum enn fleiri ár af stríði og hörmungum. Þá hefðu Líberíumenn fyrir löngu ver- ið búnir að jafna sig og uppbygg- ingin væri hafin í stað þess að nú sé allt í rúst og endurbyggingin hljóti því að krefjast óskaplegra krafta. Með kjöri Taylors lýsir þjóðin yfir friðarvilja En með sigrinum í langþráðum kosningum er fólkið í Líberíu að segja hátt og snjallt að það vilji frið og frið umfram allt. Taylor telur að þjóðir heims ættu að Ijá þeim lið og þá meinar hann ugg- laust einkum og sér í lagi Banda- rikjamenn. Sumir fréttaskýrendur sögðu að Taylor hefði unnið vegna þess hann hafí haft sex ára forskot á aðra frambjóðendur. Það er að sönnu rétt að flokkur hans, Föðurlands- vinaflokkurinn, hafði verið stofnað- ur fyrir fimm árum og átti sér ákafa fylgis- menn. Aðrir frambjóðendur höfðu ekki nema nokkra mánuði til að undirbúa sig. Svo það má væntan- lega líta svo á að áður- nefndir sérfræðingar um líberísk málefni hafi nokkuð fyrir sér. En mörgum fínnst líka að Taylor hafi sýnt tölu- verða stjómkænsku og þor því hann hefur þegar gert ýmsa andstæðinga sína að ráðherram. Og sömuleiðis hefur hann skipað tvær mikilvægar nefndir, aðra um mann- réttindi og hina sem á að vinna að sáttum inn- anlands. En vitaskuld stendur hann andspænis óskap- lega miklu verki sem sumum þætti ef til vill allt að því óyfirstígan- legt. Það bíður hans ekki aðeins að reisa landið úr rústum í bókstaflegum skilningi og sætta þjóðina innbyrðis. Hann seg- ir að endurreisn efnahagslífsins verði forgangsverkefni og hann hefur þegar tekið bandaríkjadollara upp á ný sem mynt í landinu vegna sterkrar stöðu hans. Hann telur að það muni vekja traust fjárfesta og útlendinga á landinu og er ekki vanþörf á. Reuters Buzek kynnir ráðherra- lista NÝ RÍKISSTJÓRN Póllands var í burðarliðnum í gær, þeg- ar Jerzy Buzek, forsætisráð- herraefni kosningabandalags Samstöðu, AWS, kynnti Aleksander Kwasniewski for- seta ráðherralista samsteypu- stjórnar AWS og Frelsis- bandalagsins. Gert er ráð fyr- ir að hin nýja stjórn taki form- lega við embætti í vikulokin. Segja Tyrki nota napalm TALSMENN eins helzta flokks Kúrda, Föðurlands- bandalags Kúrdistans, héldu því fram í yfirlýsingu sem barst Reuters í gær, að tyrk- neski herinn hefði notað nap- almsprengjur í loftárásum á bækistöðvar Kúrda í Norður- írak, síðast í fyrradag. Morð í Alsír SKÆRULIÐAR öfgafullra múslima í Alsír skáru sex landbúnaðarstarfsmenn á háls, myrtu veitingamann og drápu tvo stjórnarhermenn í aðskildum árásum síðustu þijá daga, samkvæmt frásögn als- írskra dagblaða. UNITA refsað BÚIZT var við því í gær að öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna samþykkti refsiaðgerðir gegn UNITA-hreyfingunni sem er við völd í Angola. Fel- ast aðgerðimar í flug- og ferðabanni á aðila hreyfingar- innar og að skrifstofum henn- ar erlendis verði lokað. Refsi- aðgerðimar voru fyrst ákveðnar 28. ágúst sl., en gildistöku þeirra var frestað svo UNITA gæfist færi á að uppfylla ákvæði friðarsamn- inga frá 1994, sem bundu enda á langvinnt borgarastríð í landinu. Samkynhneigð pör fá blessun BISKUPAR dönsku þjóðkirkj- unnar samþykktu á fundi í fyrradag að samkynhneigð pör í Danmörku skyldu eiga kost á því að fá blessun lagða yfir skráða sambúð sína með guðsþjónustu, en þau gætu ekki farið fram á eiginlega kirkjulega vígslu. Vopnahlé 1 stað friðar? FRIÐURINN sem leiðtogar vélhjólagengjanna Hells Ang- els og Bandidos innsigluðu með handabandi í beinni sjón- varpsútsendingu danska sjón- varpsins fyrir mátiuði virðist ekki ætla að reynast annað en tímabundið vopnahlé. Á sama tíma og friðarviðræður stóðu yfir milli gengjanna hafa nú hinar skandinavísku deildir Bandidos gengið í bandalag með kanadíska genginu Rock Machine, svarn- asta óvini Hells Angels.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.