Morgunblaðið - 30.10.1997, Síða 26

Morgunblaðið - 30.10.1997, Síða 26
26 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 LISTIR •......... a MORGUNBLAÐIÐ HAMLET, mynd Kenneths Branaghs, er opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar. Kvikmynda- hátíð hefst í dag KVIKMYNDAHÁTÍÐ í Reykjavík hefst í dag, 30. október, og lýkur 9. nóvember. Á hátíðinni verða sýnd- ar þrjátíu og fjórar myndir. Fimm franskar, þrjár danskar, tvær ástr- alskar, og ein rússnesk en stærstur hluti myndanna kemur frá Banda- ríkjunum og Bretlandi. Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 1978 og er elsta kvikmyndhátíð á Norð- urlöndum. Hátíðin verður opnuð með mynd Kenneths Branaghs, Hamlet, kl. 18 í Regnboganum. Fyrir utan Ham- let verða sýndar þrjár aðrar mynd- ir byggðar á verkum Shakespeares á hátíðinni, Þrettándakvöld, Óþelló, og í leit að Ríkharði. Einn stærsti viðburður hátíðar- innar í ár er sýning á dönsku myndinni „Riget 11“ (Lansinn II) eftir Lars von Trier laugardaginn 1. nóvember kl. 17. Sýningin á Lansanum II tekur fjóra og hálfa klukkustund, og verður boðið upp á veitingar að dönskum hætti. Miðar á sýninguna kosta eitt þúsund krónur og er forsala aðgöngumiða hafin í verslun Máls og menningar við Laugaveg og í Regnboganum. Leikarinn Henning Jensen, sem leikur Bob, stjórnanda sjúkrahúss- ins í Lansanum, verður viðstaddur sýninguna. Aðrir væntanlegir gest- ir hátíðarinnar eru danski leik- stjórinn Nicolas Winding Refn og ieikarinn Kim Bodnia en þeir ætla að fylgja myndinni „Pusher“ úr hlaði. Einnig kemur ástralski leik- stjórinn Monica Pellizzari en mynd hennar „Fistful of Flies“ verður sýnd á hátíðinni. ♦ ♦♦ (5)millifs: Tjarnarbíó I TJARNARBÍÓI kl. 20.30 verður danssýning þar sem fram koma sex dansskólar og stúdíó með fjöl- breytta dagskrá með klassísku-, djass- og módernívafi. Leiðbein- andi er Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Þeir skólar/stúdíó sem koma fram eru: Verkstæðið, Kramhúsið, List- dansskóli íslands, Nýi klassíski skólinn, Dansskóli Jóns Péturs og Köru, Jazzballettskóli Báru. Kakóbarinn Geysir Á kakóbarnum Geysi í Hinu hús- inu kl. 12 verður Fjölbrautaskólinn í Breiðholti með listakvöld. Urslitin í myndlistarmaraþoninu verða kynnt laugardaginn 1. nóvem- ber klukkan 16. Veitt verða verð- laun fyrir 1., 2. og 3. sæti. Hrollvekjandi sápuópera á sjúkrahúsi Danski leikstjórinn Morten Arnfred gerði dönsku framhaldsmyndina Lansann 2 í samvinnu við Lars von Trier en hún er sýnd á Kvikmyndahátíð Reykjavíkur. Hann segir Arnaldi Indriðasyni frá mynd- inni, samstarfínu við von Trier og fleiru. Kemur fram í samtalinu að þriðji og síðasti hluti Lansans verði tilbúinn um árið 2000. EINS og mörgum er kunnugt veitir danski leikstjórinn Lars von Trier, sem nú síð- ast sendi frá sér sápuóperuhroll- vekjuna Lansann 2, en hún er á dagskrá Kvikmyndahátíðar Reykjavíkur, ekki viðtöl, hreyfir sig helst ekki frá heimili sínu og þjáist af margskonar fælni. Hann er einn eftirtektarverðasti kvik- myndaleikstjóri Norðurlanda í dag ef ekki allrar Evrópu og því er mikill akkur að því að fá hans nýjasta verk, Lansann 2 eða „Riget 2“, hingað á kvikmyndahátíð þótt hann sjálfur sé ekki fáanlegur eitt né neitt. Lansinn 2 gerist, líkt og fyrri myndin, á stóru sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn og hefst þar sem frá var horfið í fyrsta hlutanum. Með aðalhlutverkin fara sem fyrr marg- ir helstu leikarar Danaveldis, Ghita Nörby, Kirsten Rolffes, Holger Juul Hansen og sænski leikarinn Emst Hugo Jaregard. Einstaka nýjar persónur koma við sögu í öðrum hlutanum en annars er flest með sama hætti og áður á Ríkis- spítalanum í Kaupmannahöfn. Vinnur með leikurunum ég ræð því sjálfur hvað ég geri. Þetta er mitt val. Við erum mjög ólíkar persónur en við vinnum mjög vel saman. Ef við hefðum gert þættina í hvor í sínu lagi, hann tvo og ég tvo, hefði útkoman orðið önnur. Gæði þáttanna spretta úr samstarfi okkar tveggja." - Hvemig er að vinna með Lars von Trier? Engin sýndarfælni „Lars þjáist af allri þessari fælni. Það jákvæða er að hann brúkar fælnina í myndirnar sínar. Neikvæða hliðin er sú að hún gerir honum erfitt fyrir. Hann getur ekki ferðast. Hann getur ekki farið inn á sjúkrahús. Hann þolir ekki að sjá blóð, þolir enga hæð, vill vera á jörðinni. Þess vegna var Lars að- eins með okkur í anda þegar við gerðum margar senurnar i Lans- anum og „Breaking the Waves“. Hann er mjög viðkvæmur maður og hugarheimur hans brothættur og því er að mörgu leyti erfitt fyrir hann að vera leikstjóri. Hann er að vinna með fælni sína og hún er engin sýndarfælni. Hún er mjög raunveruleg. Stundum hefur hann aðeins verið í tíu mínútur á töku- Lars von Trier er ekki einn um að leikstýra myndinni, sem er næstum því fimm tímar að lengd eða sem samsvarar fjómm þáttum í sjónvarpi. Með honum vann danski leikstjórinn Morten Am- fred og hann veitir viðtöl og ferðast og þjáist ekki af neinni fælni. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti hann fyrir skemmstu í Noregi og kom þar fram að samstarfíð á milli hans og von Triers hófst fyrir ein- um fjórum eða fimm árum. „Hann var beðinn um að gera auglýsingu fyrir franskt tryggingarfyrirtæki," segir Morten Arnfred, „sem var mjög flókin tæknilega og í henni komu fram margir karakterar og hann bað mig að hjálpa sér með leikarana á meðan hann sæi um tæknihliðina. Síðar þegar ég heyrði að hann ætlaði að gera Lansann, fyrsta hlutann, sagði ég við vini mína að hann þyrfti að hafa góðan leikstjóra með sér í verkið_________ og var auðvitað ekki að hugsa um sjálfan mig í það hlutverk. Ég var staddur í Los Angeles _____ þegar hann hringdi í mig — og bauð mér starfið, sem aðallega fólst í því að vinna með leikurun- um. Það hefur ekki verið aðal Lars hingað til. Síðar bað hann mig að gera það sama þegar hann gerði „Breaking the Waves“ og loks Lansann 2. Auðvitað spurði ég sjálfan mig: Hvers vegna að vinna með Lars? Hann tekur allan heið- urinn. Ég veit það og stundum læt ég það hafa áhrif á mig. En ég var í raun aldrei í vafa. Ég gæti hafnað boði um að vinna með honum svo Spítalalífið lýsir þjóðfélagi í hnotskurn stað þegar hann segist ekki þola við lengur og ég verði að taka við.“ - En er ekki fælnin og þetta að veita ekki viðtöl og koma ekki fram aðeins partur af markaðssetning- unni á Lars von Trier? „Þegar þú vinnur með persónu- leika eins og Lars og við hann bæt- ast hverskonar fóbíur getur það vel litið út eins og tilbúningur. En vegna þess að ég þekki hann vel get ég fullyrt að það er ekkert fals við það sem Lars gengur í gegnum. Þetta er mjög erfitt fyrir hann. Stundum þarf hann að snúa við heim aftur á leið í vinnuna. Hann er kannski kominn kílómetra frá heimili sínu þegar hann verður að keyi’a út í kant og þar situr hann í bílnum í klukkustund og snýi’ svo aftur heim. Þetta gerir enginn sér til gamans.“ Sápuópera og gamanmynd ________ - En að Lansanum 2. Hvernig mundir þú sjálf- ur lýsa fyrirbærinu? „Þetta er íyrst og fremst sápuópera og gamanmynd og inniheld- ur margar ólíkar sögur m.a. draugasögu. En með spítalalífinu er líka verið að lýsa þjóðfélaginu í hnotskum og valdabaráttunni inn- an þess, átökum á milli góðs og ills, milli þess sem þú hefur stjórn á og hefur enga stjórn á, vísindahyggju og andlegs lífs. Allir í Lansanum eiga sér leyndarmál og vilja fá eitt- hvað fyrir ekkert. Sá eini sem ekki er þannig vaxinn er gamla, skyggna konan sem Kirsten Rolf- fes leikur. Hún er sú eina sem er KIRSTEN Rolffes í hlutverki skyggnu konunnar á Ríkisspítalanum í J Kaupmannahöfn í framhaldsmyndinni Lansanum 2. LARS von Trier á tali við leikarana í „Breaking the Waves“ en myndin er úr heimildarmynd um Ieikstjórann. hrein og heiðarleg ásamt parinu sem sér um uppvaskið á spítalan- um. Það er hægt að setja allt í myndina sem maður vill og það fylgir henni engin notendahandbók enda held ég að hún sé auðskilin." Myndatakan í Lansanum fór í taugarnar á mörgum og sami stíll er á framhaldinu, handstýrð myndavél er á sífelldri hreyfingu milli leikaranna. Hver er tilgangur- inn? „Tilgangurinn er margskonar. I fyrsta lagi veitir þessi tegund myndatöku leikaranum eins mikið frelsi og hægt er að hafa við upp- tökur. Þetta er stíll og starfsaðferð sem hentar leikurum sérstaklega vel. Þeir þurfa ekki að hugsa um ljós eða merkingar á gólfum þar sem þeir eiga að stoppa eða stöðu myndavélarinnar. Þeir þurfa að- eins að hugsa um leikinn og aðra leikara í kringum sig. Venjulega eru myndirnar skornar í búta en í þessu tilviki er það ónauðsynlegt. Við sköpum umhverfi fyrir leikar- ana þar sem þeir geta gert allt sem þá lystir. Myndatökustíllinn hefur það í för með sér að leikararnir eru alltaf mjög þreyttir, þeir vita aldrei hvort þeir eni í mynd eða ekki, þeir geta aldrei slappað af. Þannig þreytast þeir auðveldlega en þeir finna líka til frelsisins og eru áfjáð- ir að hefja störf aftur næsta dag. Það ríkti mjög góður andi í hópn- um og það var skemmtilegt að vinna við myndina, bæði með þeim sem voru fyrir framan myndavél- arnar og þeim sem voru fyrir aftan. Við gátum tekið allt upp í______ átta mínútur á dag. Það var mjög ögrandi. Við vildum losna við hið hefð- undna tungutak kvik- myndamálsins til þess að komast að kjama góðrar sögu og gera jafnframt tilraunir með kvik- myndamálið. Venjulega á klipping- in að vera ósýnileg en við vildum að hún sæist vegna þess að hún er partur af hrynjandi myndarinnar. Samvinna leiks og klippingar er hjartslátturinn í myndinni." - En dregur myndatakan ekki athyglina of mikið að sér, er hún ekki of áberandi, er ekki of mikið áreiti fólgið í sjálfri myndatökunni? „Ég held að áhorfandinn hugsi Leikur og klipping eru hjartslátturinn ekki um það þegar hann hefur meðtekið tóninn í sögunni. Stund- um getum við vakið hann og ögrað með verulega illskeyttum klipping- um en ég held ekki að það hafi áhrif á söguna sjálfa. Þegar þú finnur lykilinn að henni getur þú notið hennar eins og hverrar ann- an-ar sögu. Við sögðum í upphafi að sápan gæti verið meðhöndluð á marga ólíka vegu. Hún gæti verið „slap-stiek“ en önnur leið væri að skapa raunsannar persónur sem áhorfendur hafa trú á og setja þær í spaugilegt umhverfi. Þannig verð- ur Lansinn kómedía, öðruvísi ekki.“ - Hver er helsti munurinn á Lansanum 1 og Lansanum 2? „I fyrsta hlutanum var áherslan lögð á draugasöguna en í þessum öðrum hluta er áherslan á hið gróteska, hið ljóta. Einnig er kannski meiri húmor í þessum öðr- um hluta. Lansinn 2 er mjög eðli- legt framhald og markmiðið með Lansanum 3 er að ná enn lengra. Ég veit ekki hvað númer þrjú verð- ur um en það er lokahluti sögunnar og verður líklega tilbúinn í lok árs 1999 eða jafnvel ekki fyn- en árið 2000. Það líða þrjú ár á milli mynd- anna.“ - Spaugilegasta persónan í Lansanum 1 og 2 er Svíinn sem vinnur í Kaupmannahöfn og hatast út í Dani og allt sem danskt er. „Hann er mjög athyglisverð per- sóna. Leikarinn, Ernst Hugo Járegárd, lék fyrir Lars í myndinni Evrópu. Lars hefur líkað við andlit _________hans. Hann virðist vera ákaflega vondur maður og þeir vildu skapa per- sónu sem væri lýsandi _________fyrir samband Svía og Dana. Svíar hafa alltaf talið sig hafna yfir Dani. Svíar hafa iðnaðinn. Danir hafa ekkert. Lars vildi skopast að því og flytja Sví- ann, sem ekki getur búið lengur í landi sínu vegna fortíðarvanda- mála, til Danmerkur og þegar hann kemur til Danmerkur lætur hann eins og hann sé eitthvað sérstakur. Við í Danmörku elskum þennan egóista. Ég held að Ernst Hugo sé vinsælli í Danmörku en í Svíjojóð. Hann er hetja.“ 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.