Morgunblaðið - 30.10.1997, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Verulega hefur
dregið úr umsvifum
ríkisins, segir Friðrik
Sophusson í þessari
lokagrein af þremur,
og vaxandi skilningur
er á gildi markaðs-
lausna í stað ríkisfor-
sjár á öllum sviðum.
ast á næsta ári og er óhætt að fuil-
yrða að aldrei hafí jafnmiklu fjár-
magni verið varið til vegamála á
íslandi og fyrirhugað er að gera á
næsta ári.
ÁFRAMHALD-
ANDI hagvöxtur og
meiri umsvif í efna-
hagslífinu skila sér í
auknum tekjum ríkis-
sjóðs. Miðað við eldri
uppgjörsaðferð ríkis-
sjóðs (greiðslugrunn)
er áætlað að heildar-
tekjur ríkissjóðs á árinu
1998 verði tæplega 7
milljörðum hærri en
árið 1997. Hærri tekjur
má einkum rekja til
aukinna veltuskatta,
tekjuskatts fyrirtækja
og tekna af sölu eigna.
Á móti vegur þegar
lögfest lækkun á tekju-
skattshlutfalli einstaklinga um 1,9%
um næstu áramót og áhrif lækkunar
um 1,1% á árinu 1997 sem koma
fram að hluta á greiðslugrunni árs-
ins 1998. Þrátt fyrir aukin umsvif
í efnahagslífinu er áætlað að tekjur
ríkissjóðs lækki umtalsvert sem hlut-
fall af landsframleiðslu. Sú lækkun
verður um 0,6% frá fyrra ári, en það
svarar til rúmlega 3 milljarða króna
og hana má nær alfarið rekja til
fyrrnefndrar lækkunar á tekjuskatti
einstaklinga.
Útgjaldahlutfallið
lækkar
Hlutfall útgjalda af landsfram-
leiðslu lækkar einnig umtalsvert á
næsta ári eða um 1,6%.
Lækkunin skýrist að
talsverðu leyti af minni
vaxtagreiðslum, auk
minni viðhalds- og
stofnkostnaðar. Önnur
útgjöld haldast óbreytt
milli ára þegar á heild-
ina er litið. Af einstök-
um málaflokkum má
nefna að útgjöld til
heilbrigðis- og trygg-
ingamála aukast nokk-
uð að raungildi. Hjúkr-
unarrýmum fjölgar
umtalsvert og aðstaða
til heilsugæslu batnar
verulega. Framlag til
málefna fatlaðra
hækkar einnig verulega. Sambýlum
fjölgar og aðhlynning við einhverfa
og geðfatlaða er efld. Áfram er
haldið að koma í framkvæmd
ákvæðum nýrra laga um framhalds-
skóla og unnið er að gerð þjónustu-
samninga við skóla á framhalds-
og háskólastigi. Allt þetta krefst
þess að sett séu skýr markmið og
verkefnum sé raðað eftir mikil-
vægi. Ríkisstjórnin leggur áherslu
á að treysta stoðir velferðar- og
menntamála nú þegar betur horfir
í þjóðarbúskapnum. Þrátt fyrir að
fjárfestingar ríkisins dragist saman
í heild, eins og eðlilegt er miðað
við ríkjandi efnahagsástæður, halda
útgjöld til vegamála áfram að auk-
Umsvif ríkisins
minnka
Þegar horft er til baka kemur í
ljós að verulega hefur dregið úr
umsvifum ríkisins. Eins og fram
kemur á meðfylgjandi mynd hefur
hlutfall útgjalda af landsframleiðslu
farið lækkandi frá árinu 1991. Þeg-
ar leiðrétt er fyrir áhrifum af flutn-
ingi grunnskólans til sveitarfélaga
árið 1997 nemur lækkunin engu
að síður nálægt 172% af lands-
framleiðslu. Tekjur ríkissjóðs eru
mun næmari fýrir áhrifum sveiflna
í efnahagslífinu en gjöld. Þegar vel
árar hækkar hlutfallið alla jafna,
en lækkar þegar illa árar. Hins
vegar er ljóst að sú lækkun tekju-
skatts einstaklinga sem þegar hefur
verið lögfest mun skila sér í lægra
skatthlutfalli af Iandsframleiðslu
þegar upp er staðið. Þannig hafa
umsvif ríkisins minnkað á undan-
fömum árum hvort sem miðað er
við tekjur eða útgjöld.
Vaxandi skilningur er á gildi
markaðslausna í stað ríkisforsjár á
öllum sviðum. Vegna þessara
breyttu viðhorfa til hlutverks ríkis-
ins gefst okkur færi á að einfalda
ríkisreksturinn og hætta að vasast
í starfsemi sem einkafyrirtæki geta
stundað. Þess í stað ber stjórnvöld-
um að leggja áherslu á að stuðla
að stöðugu efnahagsumhverfi,
aukinni samkeppni og traustu vel-
ferðarþjóðfélagi. Að því marki hef-
ur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar
unnið.
Höfundur er fjármálaráðherra.
minnka
Friðrik
Sophusson
Félagsþjónusta sveitarfé-
laga og félagsleg ráðgjöf
FYRIR skömmu
birtist í Morgunblaðinu
grein eftir fram-
kvæmdastjóra Styrkt-
arfélags krabbameins-
sjúkra bama. Þar voru
lagðar fram margar
spumingar um nauð-
synlega þjónustu við
sjúklinga og fjölskyldur
þeirra og var þeim öll-
um svarað neitandi.
Undirrituð tekur undir
með framkvæmdastjór-
anum að margt má
bæta á þessum vett-
vangi og ljóst að lang-
veik böm og aðstand-
endur þeirra þurfa á
meiri aðstoð að halda en nú er í boði.
Ingibjörg
Broddadóttir
félagsleg
sviði. Með félagslegri
ráðgjöf er m.a. átt við
ráðgjöf á sviði upp-
eldismála, fjármála og
húsnæðismála. Mark-
mið ráðgjafarinnar er
að veita Ieiðbeiningar
um félagsleg réttindi
annars vegar og stuðn-
ing vegna félagslegs
og persónulegs vanda
hins vegar. Uppeldis-
leg ráðgjöf til foreldra
við skilnað og leiðbein-
ingar varðandi vistun-
armál aldraðra em
dæmi um félagslega
ráðgjöf sem veitt er í
sveitarfélagi. Þá tekur
ráðgjöf til úrlausna þar
Greinarhöfundur komst m.a. að
þeirri niðurstöðu að langveik börn,
og aðstandendur þeirra, ættu ekki
rétt á félagslegri þjónustu. Rétt er
að vekja athygli á því að sveitarfé-
lögunum ber að veita margþætta
félagsþjónustu, m.a. fjárhagsaðstoð
og félagslega heimaþjónustu. Á sl.
vori var gerð breyting á lögum um
félagsþjónustu sveitarfélaga og er
sveitarfélögunum nú skylt að veita
íbúunum félagslega ráðgjöf. Fram
að þeim tíma var einungis kveðið á
um að þau skyldu leitast við að
veita þessa þjónustu, en nú er skýrt
kveðið á um skyldu þeirra á þessu
sem alvarleg veikindi herja á fjöl-
skyldur, ekki síst þar sem böm em.
Alvarleg veikindi hafa oftast í för
með sér mikla röskun á fjölskyldu-
lífi. Hér er ekki einungis átt við
áfallið við sjúkdómsgreininguna
heldur einnig hinar margþættu og
alvarlegu afleiðingar, sem oft fylgja
í kjölfarið. Þær geta verið fjárhags-
legar, sálrænar og félagslegar. Fé-
lagsleg ráðgjöf sveitarfélaga leysir
vissulega ekki allan þennan vanda.
Þrátt fyrir það er rétt að fólk viti
að það getur leitað aðstoðar hjá
sveitarfélaginu sem ber skylda til
að hafa á sínum snærum ráðgjöf
Öll stærstu sveitar-
félög landsins, segir
Ingibjörg Brodda-
dóttir, hafa á að skipa
sérhæfðu starfsliði
sem veitir félagslega
ráðgjöf.
og stuðning vegna ýmissa félags-
legra erfiðleika.
Öll stærstu sveitarfélög landsins
hafa á að skipa sérhæfðu starfsliði
sem veitir félagslega ráðgjöf. Hins
vegar er óhjákvæmilegt að benda á
að víða um land er þessi þjónusta
ekki sem skyldi. Á það einkum við
fámennustu sveitarfélögin. Reyndar
hafa þau á nokkmm svæðum samein-
ast um félagsþjónustuna. Þau sem
sameinast hafa um hana em fjár-
hagslega betur í stakk búin til að
ráða sérhæft starfslið, sem gæti enn-
fremur sinnt bamavemdarstarfi og
jafnvel þjónustu við fatlaða. Ein af
forsendum þess að sveitarfélag standi
undir nafni er að það geti veitt viðun-
andi félagsþjónustu og bamavemd.
Höfundur er deildarstjóri í
félagsmálaráðuneytinu.
Látið sjómönn-
um Sjómanna-
skólann eftir
NÚ ERU uppi áform
um að flytja Stýri-
mannaskólann og Vél-
skólann úr húsi Sjó-
mannaskólans við Há-
teigsveg og innrétta
fyrir þessa skóla hús-
næði við Höfðabakka.
Núverandi húsakostur
Sjómannaskólans yrði
lagður undir nýjan
Kennara- og uppeldis-
háskóla.
Þótt ég sé hlynntur
þessum nýja skóla
sætti ég mig ekki við
að hann leggi undir sig
Sjómannaskólann.
Þær hugmyndir
mæta mikilli andstöðu
fulltrúa þeirra skóla sem á að flytja
brott - og raunar meginhluta sjó-
mannastéttarinnar. Eðlilega er þessi
andstaða að miklu leyti tilfinninga-
leg.
Ríkisstjóri Islands, Sveinn Björns-
son, vígði hið nýja hús Sjómanna-
skólans á sjómannadaginn 1944, 4.
júní, tæpum hálfum mánuði fyrir
stofnum lýðveldisins. Við það tæki-
færi mælti hann meðal annars: „Það
eru, fremur öðrum, íslenskir sjómenn
sem hafa aflað þess fjár sem gerir
ríkinu kleift að reisa þessa myndar-
Ráðamenn þjóðarinnar
—
eiga, segir Ornólfur
Thorlacíus, að virða
eindregnar kröfur sjó-
mannastéttarinnar í
þessu máli.
legu byggingu. Og enginn ágrein-
ingur mun vera um það að íslenska
sjómannstéttin hefur til hennar unn-
ið einnig á annan hátt. Með tápi sínu
og dugnaði í sífelldri glímu við Ægi
hefur hún sýnt og sannað að hún
er verðug slíkrar menntastofnunar.
Eg geri ráð fyrir því að það eigi
eftir að hlýja mörgum sjómanni um
hjartaræturnar - og okkur hinum
líka - er stefnt er heilu í höfn í
höfuðborg Islands, að sjá háborg
íslensku sjómannastéttarinnar
gnæfa við himin á þessum stað. Og
í dimmu veðri verður hér í húsinu
sá viti er vísar hverju skipi rétta
leið er það leitar hér hafnar.“
Tilfinningarök tekin gild
Um svipað leyti og Sjómannaskól-
inn var að rísa við Háteigsveg var
rætt um að flytja í nýtt húsnæði
annan virtan skóla, Menntaskólann
í Reykjavík. Skólahúsið við Lækjar-
götu, sera varð um þessar mundir
hundrað ára, var um margt ófull-
nægjandi til skólahalds að kröfum
tímans, auk þess sem húsið þarfnað-
ist verulegs og dýrs viðhalds. Köld
skynsemisrök mæltu þess vegna með
því að skólinn yrði fluttur í nýtt og
hentugra húsnæði og gamla húsinu
valið annað hlutverk. Nýjum skóla,
sem leysa átti hina öldnu mennta-
stofnun við Lækjargötu af hólmi, var
valinn staður nærri mótum Hamra-
hlíðar og Háuhlíðar, byggingin
teiknuð og hafist handa við að grafa
fyrir grunni hennar 1953.
Strax og farið var að ræða um
að flytja Menntaskólann í Reykjavík
úr gamla húsinu í nýtt húsnæði hóf-
ust mótmæli, bæði frá kennurum
skólans og nemendum hans, eldri
og yngri. Meðal mótmælenda voru
hæstaréttardómarar, prófessorar og
aðrir æðstu embættismenn þjóðar-
innar. Þeir gátu ekki sætt sig við
það að rofin væri aldargömul saga
æðri menntunar í þessu glæsta og
sögufræga húsi sem hafði hýst Al-
þingi um skeið og þjóðfundinn 1851.
Þessi mótmæli, sem að
sjálfsögðu voru að
mestu leyti tilfinninga-
legs eðlis, urðu til þess
að hætt var 1954 við
flutning Menntaskólans
í Reykjavík og fyllt. upp
í húsgrunninn við
Öskjuhlíð. Nýbygging
til kennslu í náttúru-
fræðum við Mennta-
skólann í Reykjavík var
tekin í notkun 1964 og
fleiri hús í miðbænum
hafa síðan verið tekin á
leigu eða keypt handa
skólanum, auk þess
sem gamla skólahúsinu
hefur verið haldið
sómasamlega við og
það endurbætt.
Fyrir rúmu ári hélt Menntaskólinn
í Reykjavík hátíðlegt 150 ára af-
mæli skólahalds í húsinu við Lækjar-
götu. Hygg ég að fáir hafi á þeim
tímamótum harmað það að hætt var
við að flytja skólann þaðan, þótt flest
hagræn rök hafi á sínum tíma mælt
mót dýru viðhaidi og endurbótum á
skólahúsinu frá 1846 og viðbótar-
húsum á mjög dýrum lóðum.
Jón og séra Jón?
Flestir þeir sem mótmæltu því að
skólahald yrði lagt af við Lækjar-
götu, svo og þeir sem ákváðu að
mark skyldi tekið á mótmælunum,
voru embættismenn og/eða alþing-
ismenn. Nú mótmæla aðrir þegnar
þjóðfélagsins því, með mjög áþekk-
um rökum, að veglegt skólahús sem
reist var fyrir hálfri öld til að mennta
sjómenn verði tekið undir annað og
sjómannafræðslan flutt um set. Geta
ráðamenn leitt þessi rök hjá sér?
Við sækjum flestum þjóðum meira
af tekjum okkar í sjávarfang og
hyllum sjómenn okkar réttilega á
hátíðastundum.
Hér er raunar ekki aðeins um til-
finningar að ræða. Ólíkt því sem við
átti um Menntaskólann í Reykjavík
virðist mér að enginn fjárhagslegur
ávinningur yrði af því að flytja sjó-
mannamenntunina upp á Höfða-
bakka og breyta Sjómannaskólanum
í hluta af uppeldisháskóla. Varla
getur verið dýrara að innrétta húsið
við Höfðabakka undir uppeldishá-
skóla en sjómannaskóla. Ekki verður
komist hjá verulegu viðhaldi og end-
urbótum á gamla sjómannaskóla-
húsinu, hvert sem framtíðarhlutverk
þess verður. En mér virðist augljóst
að ódýrara verði að koma bygging-
unni í sómasamlegt lag ef þar á sem
fyrr að vera menntasetur sjómanna
heldur en ef húsið á að rúma skóla-
starf af gerólíku tagi. Benda má á
það að í Stýrimannaskólanum og
Vélskólanum eru ýmis tæki, mörg
fyrirferðarmikil og krefjast sérinn-
réttaðs rýmis. Þessi húsaskipan
nýttist varla óbreytt ef nýr skóli
flyttist í húsnæðið.
Háskóli íslands er með starfsemi
víða í höfuðborginni, enda tengjast
deildir hans lítt um mannahald.
Deildir uppeldisháskólans þurfa ekki
heldur að vera á sömu torfunni og
móðurskólinn, Kennaraháskólinn við
Stakkahlíð. Raunar verður ein deild
skólans, íþróttakennaraskólinn, að
Laugarvatni, svo engin goðgá ætti
að vera að koma öðrum deildum
fyrir við Höfðabakka.
Ég leyfi mér að mælast til þess
við ráðamenn þjóðarinnar að þeir
taki á eindregnum kröfum sjó-
mannastéttarinnar í þessu máli á
sama hátt og fyrirrennarar þeirra
brugðust við sams konar óskum
embættismanna fyrir hálfri öld. Lát-
ið sjómönnum Sjómannaskólann eft-
ir.
Höfundur er fyrrv.
rektor Menntaskólans
við Hamrahlíð.
Örnólfur
Thorlacíus