Morgunblaðið - 30.10.1997, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 30.10.1997, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR RAGNHEIÐUR SIG URGEIRSDÓTTIR VILHJÁLMUR SIG URÐSSON + Ragnheiður Sig- urgeirsdóttir fæddist á Eyrar- landi í Eyjafjarðar- sveit 5. desember 1927. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 24. október síðast- liðinn. Vilhjálmur Sigurðsson fæddist á Neðri-Dálksstöð- um, Svalbarðs- strönd, S-Þingeyj- arsýslu, 16. mars 1926. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 16. ágúst 1993. For- eldrar Ragnheiðar voru Sigurgeir Sig- fússon og Sigríður Einarsdóttir. Foreldrar Vilhjálms voru Sig- urður Vilhjálmsson og Sigur- laug Jónsdóttir. Börn: Sigurður (látinn); Alfhildur, maki Jón Trausti Björnsson; Friðgeir, maki Svala Iris Svavarsdóttir; Sigríður, maki Ingvar Þórodds- son. Útför Ragnheiðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kveðja til afa og ömmu. Smá upp- rifjun á góðum dögum og minning- um. Til þeirra var gott að koma og leita með stór mál og smá. Sum heyrðu undir ömmu og önnur til- heyrðu afa. Fyrir þeim vorum við barnabömin jöfn, hver og einn tekin eins og hann var. Þau óskuðu einsk- is frekar en að við stæðum okkur vel í skóla og þau fylgdust vel með. Erfítt verður að sjá af föstum hefð- um, svo sem laufabrauðsgerðinni í Þingvallastræti í byijun aðventu sem næst 5. des., afmæli ömmu, með sömu gömlu jólalögunum og hangi- kjöti í lok dags. Einnig eru góðar minningar tengdar þvf þegar við komum öll saman seint á aðfanga- dagskvöld í tertur og kakó. Ófáar nætumar fengum við að gista. Þá kenndi amma okkur að spila og lífið og tilveran rædd við afa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ævar, Ragnar Ingi, Eva Rut, Sandra Sif, Þóroddur og Ragnheiður Vilma. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að að- eins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ Ur Spámanninum. Elsku frænka. Við systurnar kveðjum þig með sorg í hjarta. Við gerum okkur þó grein fyrir því að svefninn langi hefur fært þér líkn meina þinna og þá hvíld sem þú þurftir á að halda. Minninguna um þig geymum við í hjörtum okkar um ókomna framtíð. Hafðu þökk fyrir allt og allt kæra frænka. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt sjáðu sóleyjarvönd geymdu hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt, vertu gott bam og hljótt meðan yfir er húm situr engill við rúm sofðu vært, sofðu rótt eigðu sælustu nótt. (Þýð. Jón Sigurðsson frá Kaldaðamesi) Guð geymi þig, þínar frænkur, Lára Dóra og Margrét. Nú er Ragnheiður líka dáin svona örstutt á eftir honum Villa, það gerð- ist of snemma því hún naut lífsins á sinn hátt, reyndar best í fámenni og með sínu fólki. Minningarnar streyma að. Ragnheiður og Villi í Þingvalla- stræti á jóladag, allir komnir, súkk- ulaði í rósóttu og gylltu bollunum. Ragnheiður og Villi á Eyrarlandi kartöfluupptekt úr fjölskyldugarð- inum, veisla á eftir. Villi í stólnum sínum í stofunni í Þingvallastrætinu, Ragnheiður á labbinu fram í eldhús að sækja kaffi og súkkulaðirúsínur. Þarna var gott að koma, og við nutum góðra stunda saman, en svo dimmdi í lofti, Villi fékk krabbamein og dó sökum þess 16. ágúst 1993. Það voru erfið veikindi þeim báðum, því hann var lengi veikur og þjáðist mikið. Blessuð sé minning hans. Ragnheiður kvaddi þennan heim, og okkur sem eftir lifum, á föstudags- kvöldið var, eftir blessunarlega stutt stríð, en töluvert langvarandi veik- indi og lélega heilsu. Oftast þurfti þó að geta sér-til um líðan hennar því hún var dálítið óábyggileg, þessi vina um eigin heilsu. Eitt vissi hún samt alveg uppá hár, það var hvern- ig fólkinu hennar leið, og hvað það hafðist að, hún hafði allan heimsins tíma til að ræða um það. Það er nú einusinni þannig að þegar einhver er mikið veikur og allir sjá hvert stefnir, er vonast eftir dálitlu kraftaverki jafnvel þó fólk trúi ekki á kraftaverk. Hugsunin er, auðvitað deyjum við öll það er leiðin okkar allra, og fyrir þá sem þjást er það gott, en farðu bara ekki strax, ekki núna, bíddu aðeins, einhvern- tíma seinna þegar við sem lifum áfram erum sátt og tilbúin fyrir missinn, en við verðum það aldrei, því sorgin, söknuðurinn og minning- arnar taka okkur heljartökum um sinn. En sól sest og sól rís jafnt í sorgum og gleði. En hvað sem öðru líður er einn kletturinn í hafi lífsins okkar horfinn á braut, hann var svo stór, en samt svo ógnarsmár fyrir öðrum en þeim sem voru og lifðu með henni. Ragnheiður var ekki aðsópsmikil glæsikona. Hún var fíngerð, kyrrlát og tryggur mannvinur. Þrátt fyrir breytt fjölskyldutengsl okkar breytt- ist viðmót hennar í minn garð ekki neitt. Hún var söm og jöfn eins og alltaf, ég var heillin, hafði enda ver- ið það í þijátíu ár, það var engin ástæða til að breyta því, hún var ekki kona breytinganna. Ég var vel- komin eins og alltaf hafði verið, hún dæmdi ekki fólk og var öðrum lág- værari í nærveru sálar. Hún vissi af meðfæddu hyggjuviti að það var ekki í hennar verkahring. Ég ætla ekki að hæla Ragnheiði meira, því svo vel þekkti ég hana að hún hefði bannað mér að skrifa ef ég hefði spurt hana álits, en nú er hún ekki til skrafs og ráðagerða svo ég hika ekki við að óhlýðnast henni pínulítið. Það var nefnilega þannig með hana að ef við komumst að því að henni líkaði ekki eitthvað, var tekið tillit til þess, sú virðing var borin fyrir henni og hennar áliti. Ég ætla að lokum að þakka henni samfylgdina og fyrir það hvernig hún var við okkur öll, hvað hún kenndi okkur með framkomu sinni við aðra. Ég segi því við hana, Villa, börnin þeirra og fjölskyldur og aðra sem misstu: Guð og allir englarnir veri með ykkur öllum. Sólveig Adamsdóttir. + Sigríður Eyja Pétursdóttir fæddist í Reykjavík hinn 22. desember, 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 23. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Eyjólfína Helga Sigurðardóttir, f. 30. júlí 1896, og Guðjón Pétur Jó- hannsson, vélstjóri, f. 30. júní 1897. Systkini Sigríðar eru Guðrún Alda, f. 16.10.1919, Sæmunda Guðný, f. 8.11. 1923, og Sigurður, f. 8.5. 1925. Sigríður Eyja giftist Guð- mundi Kristjánssyni, prentara, f. 17.7. 1910, hinn 1. júní 1941. Hann lést 26.12. 1946. Börn Sigríðar og Guðmundar eru Elsku amma mín. Mig langar með nokkrum fátæk- legum orðum að minnast þín. Þegar fínna á orð til að kveðja fer hugur- inn á fleygiferð og um hugann streyma minningar um allar þær góðu stundir sem við systkinin áttum hjá ykkur afa á Eiríksgötu. Að fá köku og Sinalco var toppurinn á til- verunni. Og jólaboðin sem þið hélduð árlega eins og ykkur einum var lag- ið, bæði á kafí í eldhúsinu svo að allir fengju nú nóg. Þá var sko aldr- ei neitt til sparað og oft ansi glatt á hjalla þegar öll systkinabörnin komu saman. Það hefur lengi verið mér ofarlega í huga ef ég hefði verið beðinn að lýsa hvernig kona amma mín var, að hún dreif sig í það, rúmlega sex- tug, að læra að keyra bíl og brunaði hún um allt eins og unglingur. Já, þvílík kjamorkukona var hún sem þurfti heilmikið að hafa fyrir lífinu og taldi það ekki eftir sér. Það er mér kannski sérstaklega minnisstætt að þegar ég kom með Guðbjart Inga Sigurður, f. 1.2. 1942, endurskoð- andi, kvæntur As- laugu Benedikts- dóttur, leikskóla- kennara, og Sigríð- ur Birna, verslunar- kona, f. 30. mars 1944 gift Guðbjarti Vilhelmssyni versl- unarstjóra. Börn Sigurðar og Ás- laugar eru Guð- mundur, Benedikt, Eyþór og Margrét. Börn Sigríðar Birnu og Guðbjarts eru Vilhelm, Guðmundur og Eydís. Sigríður giftist Kristjáni Agnari Ólafssyni, f. 24.12.1922, árið 1956. Hann lést 12. 2.1996. Útför Sigríðar Eyju fer fram frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. nýfæddan, þá sagði hún við mig að þama væri lítill ljúflingur á ferð sem myndi lýsa mér veginn og standa með mér, sama á hveiju gengi. Æ amma mín, hvað ég á eftir að sakna þess að kíkja í kaffi til þín á Eiríksgötuna og rökræða lífið _og til- vemna fram og til baka. Ég vil kveðja þig með þá von í bijósti að nú séuð þið afí saman á ný. Guð geymi þig, elsku amma. Þín Eydís Erna. Elskuleg vinkona okkar, Sigriður Eyja Pétursdóttir, er látin. Við vorum ung og óreynd með nokkurra mánaða gamalt barn þegar við fluttumst til Reykjavíkur til að stofna þar heimili árið 1952. Það var í mörg horn að líta, háskólanám, koma sér fyrir á nýjum stað og að- lagast nýju umhverfi. Þegar þannig stendur á er mikilvægt að eiga gott athvarf. Það athvarf fengum við hjá Sigríði, sem þá var ung ekkja með tvö börn en hún var gift Guðmundi Kristjánssyni prentsmiðjustjóra föð- urbróður Birgis. Hún tók á móti okkur opnum örmum og þannig hef- ur hún reynst okkur alla tíð. Mikil samgangur myndaðist á milli heimil- anna enda stutt á milli í þá daga. Ótal ferðir voru farnar með barna- vagna og kerrur á Bergþórugötuna til að spjalla saman og fá sér kaffi og sat Sigríður þá oft við sokkavið- gerðarvélina en með henni skapaði hún sér heimavinnu til að geta verið með börnum sínum. Það var mikið gæfuspor sem Sig- ríður steig þegar hún nokkrum árum seinna kynntist seinni manni sínum Agnari Ólafssyni. Við fjögur bund- umst miklum vináttuböndum og höf- um fylgst að í gegnum lífíð æ síðan. Við spiluðum reglulega brids í mörg ár, áttum fasta miða í leikhúsinu og veiðiferðirnar í Sogið í gegnum árin eru ógleymanlegar. Sigga og Agnar voru ætíð til staðar þegar á þurfti að halda og börnum okkar fímm reyndust þau ávallt vel. Það var eitthvert hlýlegt, bjart og jafnframt tignarlegt yfírbragð yfír þeim hjónum og því notalegt að vera í návist þeirra. Eftir að Agnar lést á síðasta ári hrakaði heilsu Sigríðar ört. Margs er að minnast og fyrir margt að þakka nú að leiðarlokum, vináttu sem aldrei bar skugga á, umhyggjusemi og hlýju einstakrar konu. Elsku Birna, Sigurður og fjöl- skyldur, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Sig- ríðar Eyju Pétursdóttur. Birgir J. Jóhannsson og Ásdís Jónasdóttir. Löng og stundum ströng vegferð einnar konu er á enda. Lífsgöngu tengdamóður minnar er lokið. Sig- ríður Eyja fæddist í Reykjavík einn stysta dag ársins 1921. Sólargangur er stuttur í desember og stundum hef ég velt fyrir mér hvort ekki hafí verið of lítil birta í lífí hennar yfirleitt. Sigríður var kornung þegar faðir hennar yfírgaf fjölskyldu sína og hafði lítil eða engin afskipti af börnum sínum eftir það. Ég skynj- aði alltaf mikla beiskju og sorg hjá tengdamóður minni vegna þessa og er sannfærð um að afskiptaleysi föð- ur hennar setti mark sitt á sálarlíf hennar og skaphöfn. Þegar Helga, móðir Sigríðar, stóð uppi ein með börnin fjögur, fluttu foreldrar henn- ar, Guðbjörg og Sigurður, ásamt bróður Helgu, Eiði, á heimilið. í faðmi þessarar stóru fjölskyldu ólst Sigríður upp og aldrei heyrði ég hana minnast æskuáranna nema með gleði. Samband systkinanna var líka gott alla tíð og naut Sigríður ástríkis systra sinna og bróður síð- ustu mánuðina. Ekki naut Sigríður langrar skólagöngu en var prýðilega gefin bæði til munns og handa. Tvítug giftist hún Guðmundi Kristjánssyni prentara og eignuðust þau tvö börn, Sigurð og Sigríði Birnu. Hamingjusól þeirra var skammvinn því að um jólin árið 1946, þegar börnin voru tveggja og fjögurra ára, lést Guðmundur sviplega. Ekki þarf að orðlengja þann harm, sem kveðinn var að ungri konunni og börnunum báðum. Til þess að framfleyta litlu fjöl- skyldunni tók Sigríður að sér sokka- viðgerðir og gat á þann hátt unnið heima og jafnframt verið með börn- unum. Seinna vann hún við af- greiðslustörf, m.a. í Hattabúð Soffíu Pálma og í fyrstu Hagkaupsversl- uninni. Síðustu ár starfsævi sinnar vann hún á röntgendeild Landspít- alans og undi þar vel hag sínum. Árið 1956 giftist Sigríður seinni manni sínum, Kristjáni Agnari Ól- afssyni. Fáum árum seinna kom ég fyrst inn á heimili þeirra og virtist þá sem þau væru enn í tilhugalífinu. Eftir á að hyggja - held ég að það hafi varað ævi þeirra alla. Heilsu Sigríðar var nokkuð farið að hraka þegar Agnar veiktist fyrir nokkrum árum og eftir að hann lést í febrúar 1996, þvarr lífslöngun hennar að mestu. Og enn nálgast skammdegið - að kvöldi 23. október s.l. slokkn- aði veikur lífslogi Sigríðar tengda- móður minnar. Hún fagnaði hvíld- inni, vegmóð orðin og nokkuð mædd. Ég kveð Sigríði tengdamóður mína með virðingu og óska henni guðs blessunar í landi ljóss og friðar. Áslaug Ben. Við viljum með örfáum fátækleg- um orðum minnast Sigríðar Eyju Pétursdóttur. Hún var hlý og elskuleg kona sem ávallt ljómaði þegar hún hitti okkur. Við munum ekki öðru vísi eftir okkur en að Sigga hafí ver- ið einhvers staðar ekki langt frá. Hún og Agnar voru miklir vinir foreldra okkar og þegar horft er til baka er það einhvers konar þægileg tilfínning í hjartanu að hafa orðið vitni að þró- un slíkrar vináttu í gegnum árin. Við þökkum fyrir að hafa kynnst góðri konu á lífsleiðinni og vottum Birnu, Sigurði og fjölskyldum inni- lega samúð okkar. Guð blessi minn- ingu góðrar konu. Guðrún, Jónas, Inga, Sigrún og Haukur Birgisbörn. Hún amma mín Sigríður hélt með Manchester United í ensku knatt- spyrnunni. Þetta rifjast nú upp fyrir mér, við fráfall hennar, því mér þótti alltaf merkilegt að gamla konan skyldi hafa áhuga á fótbolta. Spurði þó aldrei af hvetju, og kemst senni- lega ekki að því fyrr en síðar. Ég minnist ömmu minnar sem konunnar sem títt sat við sitt eldhúsborð, lagði kapal og vann mig svo í Olsen Olsen þegar ég kom í heimsókn. Ætíð nokkuð brosmild, þó grunnt væri á þann harða skráp, sem mjög svo réð skapferli hennar. Sem gjarnt er um lítil börn, eiga þau sér nokkra fasta punkta í tilverunni, heimili meðal annars, og svo ömmu og afa. Heim- ili ömmu var einn þeirra staða sem stundum var hægt að kalla sinn, og ósjaldan þræluðust litlu barnabörnin úr Langholtinu með hægri eða vinstri hringleið niður á torg og þaðan á fæti upp á Eiríksgötu. Eftir mjólkurglas og köku, stundum kleinu, þá keyrði afi okkur heim. Þótti þetta nokkurt ferðalag. Svo komu jólin og þá spilaði frú Sigríður stórt hlutverk. Mæting klukkan sex á jóladag, nákvæmlega, svo langt aftur sem munað verður. Þar til síð- ustu ár, að veikindi hömluðu. Heldur fjaraði nú hratt undan þér, amma mín, þegar afi hvarf á braut og lífs- löngunin minnkaði. Nokkrum sinn- um deildum við um heilsusemi reyk- inga og sýnist mér nú, að mín rök hafí verið þínum skynsamlegri. Vona ég nú, hvar sem þú ert niðurkomin, að aðstæður verði þér aðrar og betri en í heimi hér. Þú berð öfum mínum kveðju mína og segðu Agnari að hann skuldi mér ævisöguna merki- legu, sem með honum hvarf. Benedikt Sigurðsson. SIGRÍÐUR EYJA PÉTURSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.