Morgunblaðið - 30.10.1997, Side 39

Morgunblaðið - 30.10.1997, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ + Páll Skjóldal, smíðameistari, fæddist á Ytra-Gili í Eyjafirði 7. desember 1916. Hann lést 20. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Krislján Páls- son Skjóldal frá Möðrufelli í Eyja- firði, málari og bóndi á Ytra-Gili, f. 4. maí 1882, d. 15. des. 1960. Kona hans var Kristín Gunnarsdóttir frá Eyri í Skötu- firði, N-ísafjarðarsýslu, f. 28. sept. 1892, d. 3. apríl 1968. Systkini Páls voru Ragnar, f. 1914; Gunnar Páll, f. 1919, d. 1920; Guðný, f. 1922; Dýrleif, f. 1924; Gunnar, f. 1925; Har- aldur, f. 1928; Óttar, f. 1932, og Ingimar, f. 1937. Föðurfor- eldrar Páls voru Páll Hall- grímsson, bóndi á Möðrufelli í Eyjafirði, og Guðný Kristjáns- dóttir, húsfreyja. Móðurfor- eldrar Páls voru Gunnar Sig- urðsson, síðast starfsmaður hjá Skúla Thoroddsen á Bessastöð- um, og Anna Kristín Haralds- dóttir, húsfreyja. Anna lést ung frá stórum barnahópi. Kona Páls er Margrét Kristins- dóttir, f. 20. janúar 1911, frá Gejrhild- argörðum í Öxnad- al. Foreldrar henn- ar voru María Sig- urðardóttir og Kristinn Magnús- son bóndi. Páll og Margrét eignuðust þrjú börn, þar af tvo syni sem þau misstu nýfædda. Dóttir þeirra er Halla leik- skólastarfsmaður á Akureyri, f. 14. apríl 1950. Maður hennar er Tómas Bergmann, f. 24. mars 1945, leiðbeinandi þroskaheftra. Þau eignuðust þrjú börn: Margrét Bergmann þroskaþjálfi, f. 1. des. 1968, maki hennar er Ólafur Torfa- son, háskólanemi. Sonur þeirra er Tómas, f. 25. apríl 1992. Sigrún Bergmann, f. 14. apríl 1972, d. 20. júlí 1976. Kristján Bergmann, nemi, f. 16. janúar 1979. Útför Páls fór fram frá Ak- ureyrarkirkju 28. október. PALL SKJÓLDAL Gunnar húsa- Hann elsku besti afi Páll er dá- inn. Það er svo sárt að missa þann sem manni þykir svo óendanlega vænt um. Þó veit ég að hann afí hefði ekki kært sig um að verða veikur og ósjálfbjarga. Hann var stoltur og duglegur maður sem vildi bjarga sér sjálfur. Afí Páll og amma Margrét hafa alla tíð skipað svo stóran sess í mínu lífi og á milli okkar hefur ríkt ást og vinátta. Þær voru ófáar góðu stundirnar sem við áttum saman í litla húsinu þeirra í Víðimýrinni. Þar sátum við og spjölluðum um heima og geima og amma bar fram kökur og gos. Eg á svo margar fallegar minningar um afa Pál. Eg gleymi aldrei sunnu- dagsmorgnunum þegar ég var yngri og hann kom að ná í mig. Þá setti hann mig fyrir framan sig á þversl- ána á hjólinu sínu og hjólaði með mig upp í fjárhús til hans Dalla til að sýna mér kindurnar og gefa þeim brauð. Á eftir hjóluðum við svo niður í Víðimýri þar sem amma Margrét beið með sunnudagssteik- ina og að sjálfsögðu fengum við svo ís í eftirmat. Eða þegar afi fór með okkur Gunnu vinkonu í útilegu fram í Eyjafjörð af því að okkur langaði svo mikið til að fá að sofa í tjaldi. Á unglingsárunum dró ég svo á eftir mér stóran vinkvennahóp heim til þeirra og þá var oft glatt á hjalla í litla húsinu, alltaf vorum við vin- konurnar velkomnar enda amma og afi mjög gestrisin. Eftir eina slíka heimsókn frá okkur stöllunum hafði amma gefið Hildi vinkonu minni svo mikið af kökum og fín- eríi að hún gubbaði á stéttina þegar við vorum á leiðinni út, við höfum nú oft hlegið að þessu saman. Eftir að við vinkonurnar eltumst og fór- um að fækka komum okkar tók Kristján bróðir minn og hans vina- hópur við. Seinna eftir að ég eignað- ist Tómas litla sameinuðumst við afi og amma í einlægri aðdáun á barnabarninu þeirra. Afi kallaði hann þann ljóshærða og það voru ófá skiptin sem sá litli plataði gamla manninn með sér upp á loft að smíða. Mátti þá varla á milli sjá hvor hafði meira gaman af og útkoman varð yfirleitt nýtt „vopn“. Þrátt fyrir að afi væri veik- ur í fótum síðustu ár og hökti við staf lét hann sig ekki muna um að leggja á sig bæjarferð til að kaupa nýjar hvellhettur í byssu sem hann hafði keypt handa Tómasi svo hann hefði nú eitthvað til að leika sér að í Víðimýrinni. Þegar afi varð veikur hafði hann ekki áhyggjur af sjálfum «ér heldur ömmu Margréti, sem honum þótti svo óskaplega vænt um. Hann sagði við mig að þetta gæti nú ekki endað nema á einn veg með hann sjálfan og að það endaði sjálfsagt með því að amma stæði ein eftir og þar reyndist hann sannspár. Elsku afi, við í fjölskyld- unni munum gæta ömmu Margrétar eftir fremsta megni. Ég trúi því að þið amma og við hin í fjölskyldunni hittumst seinna fyrir hinumegin. Takk fyrir allt. Þín dótturdóttir, Margrét Kæri föðurbróðir! Mig langar í örfáum orðum að minnast þín og þeirra skemmtilegu stunda sem við áttum saman. Það er svo sem ekkert skrítið að þær minningar séu mikið bundnar við æskuár mín, vegna þess að bam- elska þín var alveg einstök. Á hátíð- arstundum heyri ég oft mannvits- brekkur mætar, mæla úr landsins ræðustólum: „Við verðum nú að gera eitthvað fyrir börnin okkar.“ Þegar slíkt er mælt eru „bömin okkar“ ekki bara synir og dætur þess er mælir, heldur öll landsins böm. Gallinn er sá að yfirleitt hafa ræðurnar verið látnar duga; at- hafnir hafa ekki fylgt óskum og loforðum. Þú fórst hins vegar öðm- vísi að hlutunum; slepptir tækifær- unum að halda ræður um hvað gera ætti gott fyrir börnin, en lést þess í stað verkin tala. Alla tíð hefurðu nefnilega gert sitthvað fyr- ir „landsins börn,“ og hirtir þá hvorki um ætterni þeirra né þjóðfé- lagsstöðu. Eitt lítið jarteikn um þetta er að á heimili ykkar Möggu voru tvær dyrabjöllur, ein fyrir þá sem voru komnir yfir 1,20, og önnur öllu neðar á dyrastafnum fyrir litlu gestina ykkar. Og í áranna rás urðu litlu gestirnir ansi margir því Palli og Magga voru alltaf tilbúin að hlusta á sögurnar okkar og gleðja okkur á margan hátt. Þegar systir mín var lítil smíðaðir þú jóla- tré handa henni. Uppistaðan í því var gömul regnhlíf. Þessi gjöf varð henni mjög kær. Ég sem aðrir strákar sem þekktu þig nutum allt- af aðgangs að smíðaviði hjá þér, og gilti þá einu hvort maður hafði í hyggju að smíða boga eða bíl, eða jafnvel fleka til að sigla á vit fjar- lægra ævintýra. Mér hefur verið sagt að þú hafir stundum verið brennustjóri þegar krakkarnir í Mýrarhverfinu hlóðu áramótakesti MINNINGAR sína og að stundum hafi krakkarn- ir í götunni komið í afmælið þitt. Og þegar litlu gestirnir kvöddu Víðimýri 7 laumaði hún Magga þín oft ávexti eða köku í lítinn lófa og kvaddi með hlýjum orðum. Einn hápunktur samveru okkar voru göngurnar á haustin. Þá fékkstu stundum það erfiða hlut- verk að verkstýra mér og Kristjáni frænda okkar, en þá vorum við bara stútungsstrákar. Við örkuðum með þér upp í fjall, og reyndum árangurslaust að sýnast jafn skref- langir og þú og systursynir þínir, Eiríkur og Garðar á Ytra-Gili, sem við litum upp til. í þessum ferðum sagðir þú okkur sögur af hinu og þessu í sveitinni þinni; uppvexti og náttúrufari, á milli þess sem við frændur mauluðum Tópasið þitt og flugumst á. Páll ólst upp á Ytra-Gili í stórum systkinahópi. Bamaskólinn hans var farskóli í aðeins fjóra vetur. Sá skóli byijaði um 10 ára aldurinn og þá gekk Palli stundum með elstu systk- inum sínum um tveggja kílómetra leið út í bæinn Hvamm hvern virkan dag í hálfan mánuð, en þar hafði farkennarinn aðsetur. Að hálfum mánuði liðnum setti kennarinn krökkunum fyrir, og hvarf síðan á braut í einn mánuð. Þegar Palli var svo orðinn vel fullorðinn gekk hann í Iðnskólann á Akureyri og var þar aldursforsetinn í nemendahópnum. Frá Iðnskólanum lauk hann tré- smíðanámi og gerði smíðar að sínu ævistarfi. Palli sagði mér að einna mest hafi hann kviðið fyrir dönskun- áminu í Iðnskólanum. Danska hafði nefnilega ekki verið námsefni í far- skólanum, og einu kynni Palla af dönskunni fram að iðnskólanáminu hafði verið lestur á Andrési Önd fyrir Höllu dóttur hans, auk þess sem móðir hans Kristín átti það til að brúka dönsk orð, eins og tíska var sums staðar fyrr á öldinni. Þrátt fyrir lítinn undirbúning hafði Palli þó betur í glímunni við dönskuna. Mér finnst bæði athyglisvert og lofsvert að fólk sem fær svo nauma barnaskólagöngu sem þessa hafi náð að vaxa og dafna í því flókna nútímaþjóðfélagi sem við búum í í dag, og að því hafi tekist að skila til komandi kynslóða vönduðu og miklu ævistarfi. í þínu tilviki hefur sennilega hjálpað til að þú, rétt eins og systkini þín, þurftuð að hafa fyrir hlutunum, því snemma voruð þið leidd til verka á búi for- eldra ykkar, og þurftuð stundum að axla skyldur og ábyrgð sem að öðru jöfnu hefði verið ætluð full- orðnum. Þessi staðreynd endur- speglast í þeirri ósérhlífni, iðjusemi og nægjusemi sem mér hefur alltaf þótt einkenna systkinahópinn frá Ytra-Gili. Foreldrar þínir treystu líka börnunum sínum til ýmissa verka. Til dæmis leyfðu þau þér og föður mínum að fara í reiðtúr austur í Vaglaskóg þegar þið voruð innan við fermingu. Þessi ferð tók tvo daga og þið gistuð í hlöðu á leiðinni. Aldrei höfðuð þið séð skóg, hvað þá svona feikilega stóran, og óttuðust þið talsvert að hestarnir slyppu frá ykkur og týndust í hon- um. Sáuð þið því þann kost vænst- an að staldra þar stutt við. Þessi ferð ykkar vakti nokkra undrun og gerðu einhveijir athugasemdir við að foreldrar þínir skyldu leyfa ykk- ur þetta. Einnig munuð þið bræð- urnir hafa farið sjálfir til ijúpna þegar á unga aldri. Faðir minn keypti byssu fyrir fermingarpen- ingana sina og þú fórst mikið með honum til veiða þegar um ferm- ingu. Þessar veiðar voru engar sportveiðar, heldur markviss vinna við að færa björg í bú. Haraldur bróðir þinn hefur ef til vill smitast af þessum veiðiævintýrum ykkar, en hann á að baki langan og merki- legan feril sem refa- og minka- skytta. Palli minn, ég hitti þig tvisvar eftir að þú komst til Reykjavíkur að leita þér lækninga við þeim krabbameinum sem hrjáðu þig. Alltaf varstu sæll í sinni þegar við hittumst, sagðir sögur úr gömlu sveitinni þinni og fórst með lausa- vísur eftir sveitunga þína, en þú FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 39 barmaðir þér aldrei. í Hávamálum, þeirri perlu víkingabókmenntanna sem fjalla um hvernig skynsamlegt er að lifa lífinu og umgangast ná- ungann segir meðal annars að maður eigi að vera glaður og reifur til hinstu stundar. Þegar ég kvaddi þig tæpum sólarhring áður en þú lést, sagði ég við þig að skilnaði: „Veistu, mér hefur alltaf þótt nokk- uð til þess koma að í föðurætt minni eru engir vælukjóar.“ Þú glottir að þessari athugasemd minni, sagðir ekki neitt en kinkað- ir kolli. Þetta var það síðasta sem okkur fór í milli. Ég, foreldrar mínir, systir og fjölskyldur okkar þökkum þér inni- lega samveruna. Þeir sem þekkja þig vita að þú munt lifa áfram í smíðisgripunum þinum og ekki síst öllu því góða sem þú gerðir fyrir „börnin okkar“. Við færum líka Möggu þinni og Höllu og fjöl- skyldu, okkar innilegustu samúðar- kveðjur Ragnar S. Ragnarsson. Tengdafaðir minn, þúsundþjala- smiðurinn Páll Skjóldal, lést þann 20. október síðastliðinn. Ég vil þakka honum í örfáum orðum þau 30 ógleymanlegu ár sem við þekkt- umst. Páll var fæddur að Ytra-Gili í Eyjafirði 7. desember 1916. Hann ólst þar upp hjá foreldrum sínum ásamt sjö systkinum. Árið 1953 flytur Páll ásamt konu sinni, Mar- gréti, og dóttur þeirra, Höllu, í Víðimýri 7 á Akureyri. Grunninn að húsinu gróf hann sjálfur með skóflu eina að vopni og steypuna hrærði hann á gólfinu. Fyrir rúm- um tuttugu árum keyptum við Halla fokhelda íbúð. Páll átti stærstan hlut í uppbyggingu henn- ar. Hann hlóð veggina, grófpúss- aði, einangraði og lagði flísar og parket. Þetta gerði hann að vinnu- tíma sínum loknum, um helgar og á kvöldin. Alltaf var Páll í góðu skapi og virtist njóta vinnunnar enda var hann duglegasti maður sem ég hef kynnst. Páll starfaði i rúm tuttugu ár sem smiður á Gefj- un og er mér minnisstætt þegar dætur okkar hjóna sátu á girðingu í Kringlumýrinni að bíða eftir því að afi kæmi heim úr vinnu á hjól- inu sínu. Þá var fastur liður að Páll gaf þeim afganginn úr kaffi- brúsanum sínum og svo fékk hund- urinn úr Löngumýrinni jólaköku- bita úr brauðboxinu hans. Áhuga- mál Páls voru mörg, fjölskyldan, smáfuglarnir sem hann fylgdist grannt með, frímerkjasöfnun og ræktun grænmetis í garðinum svo eitthvað sé nefnt. Páll plantaði trjám að Ytra-Gili og plönturnar í sveitinni þekkti hann flestar. Einn- ig ræktaði hann kartöflur hjá Páli og konu hans, Önnu, í Reykhúsum og ánægðastur var hann ef hann gat gefið hluta af uppskerunni. Ættfræðin og Eyjafjarðarsveitin áttu líka hug hans allan og ræddu þau Margrét oft um sveitunga sína með virðingu. Margréti, tengdamóður minni, votta ég innilega samúð mína. Að lokum vil ég þakka læknum og hjúkrunarfólki á deild 11E á Land- spítalanum fyrir frábæra umönnun í veikindum víkingsins Páls Skjól- dals, eins og einn læknirinn komst að orði. Megi guð vera með þeim í baráttunni við vágestinn mikla. Tómas Bergmann. AÐALHEIÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR JENSEN + Aðalheiður Friðriksdóttir fæddist í __ Miðvík, Aðalvík, N-ísafjarð- arsýslu, 14. desem- ber 1907. Hún lést á Sjúkrahúsi Suður- nesja 21. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Keflavíkur- kirkju 29. október. Elsku Heiða frænka. Örfá kveðjuorð til þín frá bömum og tengda- bömum Laugu systur. Þú varst alltaf sérstök frænka, hafðir skapfestu, glaðlyndi og um- hyggjusemi til að bera. Umhyggju- semi þín kom fljótt í Ijós gagnvart okkur. Því meðan við bjuggum í Aðalvíkinni, var það stórviðburður og gleðistund þegar sendingar komu frá Heiðu frænku. í þessum sendingum kom alltaf einhver flík handa hveijum og einum, sem vakti gleði og þakklæti sem aldrei gleym- ist. Þannig var hugulsemi hennar við fjölskyldu okkar. Þær systur mamma og Heiða voru alltaf mjög nánar, og kærleiks- ríkt samband þeirra á milli, sem alltaf hélst. Heiða ólst upp á Ystabæ að Látrum í Aðalvík ásamt systkin- um sínum. Þarna áttu þau sína glöðu æskudaga, með ýmsum uppá- tækjum og gleðileikjum, en þar var líka mikið unnið og snemma þurftu börnin að leita sér vinnu annars staðar. Þegar þau systkinin komu saman voru oft rifjaðar upp góðar stundir frá æskuheimilinu Ystabæ, en þar var oft glatt á hjalla, mikið sungið og gert að gamni sínu. Um tuttugu árum eftir að allir voru fluttir frá Aðalvík, byggði stór- fjölskyldan okkar hús á sama stað og gamli Ystibærinn stóð. Nýi Ysti- bærinn var byggður 1972 og ári seinna fór hópur úr fjölskyldunni til að gista í bænum í fyrsta sinn, í þeim hópi voru þrjár elstu systurnar. Það var mjög gaman að hlusta á þær rifja upp gamla daga og heyra þær segja frá ýmsum atburðum, smáum og stórum sem gerðust í þeirra uppvexti, en þá var þessi staður smá þorp, svo mikið hafði breyst frá því þá. Heiða fór að heiman snemma til að vinna fyrir sér, fyrst til ísa- fjarðar og síðan til Ákureyrar. Þar kynnt- ist hún manni sínum Fred Jensen. Þau byijuðu sinn búskap á Akur- eyri og eignuðust fjögur böm, en fyrir átti Heiða eina dóttur. Barns- faðir hennar fórst með fiskibáti frá ísafirði, áður en dóttirin fæddist. Hún Heiða okkar gekk ekki í gegn- um lífið áfallalaust. Þau hjón urðu fyrir því að missa dóttur sína unga og síðar misstu þau son. Fyrir nokkrum árum missti Heiða eigin- mann sinn í umferðarslysi. Heiða var sterk kona með trú á lífið og mikinn kjark. Hún var held- ur ekki sú sem talaði mikið um áföll sín, hún hafði þau fyrir sig. Heiða átti góða fjölskyldu sem var henni mjög kær og hún bar mikla umhyggju fyrir. Seinna þegar þær systur voru báðar fluttar suður, Heiða til Kefla- víkur en móðir okkar til Reykjavík- ur, var auðveldara að hittast og heimsóttu þær hvor aðra oft og gistu. Oft var margt um manninn hjá forldrum okkar, og urðu góð kynni með okkur og Heiðu frænku. Þar var oft spilað á spil, sungið og hlegið, en Heiðu tókst oftar en ekki að smita alla með sínum gleðihlátri. Elsku Heiða. Við viljum þakka þér allar góðu stundirnar sem við öll áttum saman á ýmsum tímum. Þessar góðu minningar viljum við geyma. Guð blessi fjölskyldu Heiðu. Börn Hermanns og Laugu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.