Morgunblaðið - 30.10.1997, Side 49

Morgunblaðið - 30.10.1997, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 49 FRÉTTIR Forseti Heimssam- bands KFUK í heimsókn FORSETI Heimssambands KFUK, Anita Anderson, sækir ísland heim þessa dagana. Markmið heimsókn- arinnar er að styrkja tengsl við KFUK félög og konur hér. A laug- ardag er boðið til opins fundardags KFUK á íslandi í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Dagskráin hefst með skráningu kl. 9.30 og stendur til kl. 15. Anita And- erson flytur erindi um starf KFUK víða um heim. Síðan verða málin rædd í hópum. Fundurinn er opinn öllum konum sem áhuga hafa á að kynna sér starf KFUK. Anita flytur einnig ávarp á almennri samkomu við Holtaveg kl. 17 á sunnudag. Aðildarfélög Heimssambands KFUK starfa í 92 löndum heims og 25 milljónir kvenna tilheyra hreyf- ingunni. Markmið þeirra er að leiða ungar konur til trúar á Jesú Krist, veita þeim samfélag, uppörva þær og styrkja. Rannsóknir í ferðaþjónustu FÉLA.G háskólamenntaðra ferða- málafræðinga (FHF) stendur á morgun, föstudag, og laugardag fyr- ir ráðstefnu í Þjóðarbókhlöðunni í samvinnu_ við Rannsóknarþjónustu Háskóla íslands og Ferðamálasam- tök íslands. Þetta er sjötta norræna ráðstefnan um rannsóknir í ferða- þjónustu en hún er nú í fyrsta sinn haldin á Islandi. Þijú aðalerindi verða á ráðstefn- unni. Þau halda Ágúst_ Ingþórsson, Rannsóknarþjónustu HÍ, um „Uni- versity Communities and Tourism", Gordon Adams, deildarstjóri áætl- ana- og þróunarsviðs hjá Ferðamála- ráði Skotlands, um „The growing Importance of the Environment for European Tourism“ og Georg Kam- fjord frá Norska viðskiptaháskólan- um í Ósló um „Tourism distribution into the next Century, New Opport- unities for small Players". Auk aðalerindanna verða 28 styttri erindi um markaðssetningu, náttúru og umhverfi, áætlanir og skipulag og menningu. Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki. Kvikmynda- iðnaður á íslandi FRAMLEIÐENDAFÉLAGIÐ og Fé- lag kvikmyndagerðarmanna boða til opins fundar í Komhlöðunni fímmtu- daginn 30. október kl. 21. Agúst Einarsson, alþingismaður, flytur erindi sem nefnist Kvikmynda- iðnaður á íslandi - Staða og úrbæt- ur, þar sem koma m.a. fram nýjar upplýsingar byggðar á nýrri úttekt og tillögur um breytingar á skatta- löggjöf til eflingar kvikmyndaiðnaði. Ahugafólk um kvikmyndagerð er velkomið meðan húsrúm leyfir. Söfnun til styrktar Hallbirni STARFSFÓLK íslenska útvarpsfé- lagsins gengst fyrir söfnun til styrkt- ar Hallbirni Hjartarsyni fímmtudag- inn 30. október. „Eins og kunnugt er varð Hall- björn fyrir miklu tjóni þegar eidur kom upp í Kántríbæ á Skagaströnd nú á dögunum. Plötusafn hans er illa farið og ljóst er að það mun kosta umtalsverða fjármuni að byggja aftur upp þessa kántrímiðstöð íslands," segir í fréttatilkynningu frá íslenska útvarpsfélaginu. Jafnframt segir: „Stefnt er að því að útvega Hallbirni nýtt safn kántrí- platna og verður tekið á móti plötum frá almenningi í afgreiðslu íslenska útvarpsfélagsins frá kl. 9-19 á fimmtudag." Ekki verið að efla starf- semi sjómannaskólanna Haustfundur garðyrkju- bænda HAUSTFUNDUR Sambands garð- yrkjubænda verður haldinn föstu- daginn 31. október kl. 11 á Hótel Islandi. Undanfarin ár hefur Samband garðyrkjubænda haldið árlegan haustfund þar sem tekin hafa verið fyrir þau mál sem brenna mest á garðyrkjunni á hveijum tíma. Að þessu sinni verða til umfjöllunar mennta- og tilraunamál Garðyrkju- skóla ríkisins að Reykjum auk þess sem Jan Hassing, framkvæmdastjóri dönsku garðyrkjusamtakanna DEG kemur sérstaklega til fundarins til að ræða um rekstrarskilyrði danskrar garðyrkju m.a. með tilliti til GATT. Gróska með ky nningar fundi GRÓSKA, samtök jafnaðarmanna og félagshyggjufólks heldur dagana 30. október til 4. nóvember 18 fundi á jafnmörgum stöðum. Samhliða fundaherferðinni verður haldinn miðstjórnarfundur samtak- anna en þar verður til umræðu Hin opna bók Grósku sem inniheldur stefnu samtakanna. Fimmtudaginn 30. október verða haldnir fundir í Sjómannastofunni Vör, Grindavík, kl. 17 og í Ásbergi, Hafnargötu 26, Keflavík, kl. 20.30. Á föstudaginn 31. október verða fundir á Hótel Barbro, Akranesi, kl. 12, Hyrnunni, Borgarnesi, kl. 17 og í Verkalýðsheimilinu Stykkishólmi kl. 21. Föstudagsfyr- irlestur Líf- fræðistofnunar NÆSTI föstudagsfyrirlestur Líf- fræðistofnunar verður 31. október í húsakynnum Líffræðistofnunar að Grensásvegi 12 í stofu G-6. Erindið hefst kl. 12:20 og ber heitið Ensím úr hitaþolnum bakteríum. í erindinu verða kynntar niður- stöður einangrana, raðgreininga og ofurtjáningar afurða gena úr hita- kæru bakteríunni Rhodothermus. Brottfluttir Hólmarar hittast FYRRVERANDI Stykkishólmsbúar er búa á Reykjavíkursvæðinu ætla að hittast og skemmta sér í Félags- heimili Fóstbræðra v/Langholtsveg 109-111 laugardaginn 8. nóvember frá kl. 21.30. í tilkynningu segir að vonast sé til að fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að stofna félag brottfluttra Hólmara mæti. Málstofa um rætur hagkerfa ÞRÁINN Eggertsson prófessor held- ur fyrirlestur á málstofu Samvinnu- háskólans fimmtudaginn 30. október nk. Nefnir hann fyrirlestur sinn „Kerfishagfræði og rætur hag- kerfa“. Málstofan fer fram í Hátíðarsal Samvinnuháskólans á Bifröst og hefst kl. 15.30. Eru allir boðnir vel- komnir. Aðalfundur LAUFS AÐALFUNDUR Laufs verður haldinn fimmtudaginn 30. október kl. 20 að Laugavegi 26, gengið inn Grettisgötumegin. Á dagskrá verða venjuleg aðal- fundarstörf. ■ AÐALFUNDUR Samstarfs- hóps um vefjagigt og þreytu verð- ur haldinn í húsakynnum Gigtarfé- lags íslands, Ármúla 5,2. hæð, laug- ardaginn 1. nóvember kl. 14. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða önnur mál rædd. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kennarafé- lagi Vélskóla Islands: „Menntamálaráðuneytið hefur gert tillögu um flutning Stýrimanna- skólans í Reykjavík og Vélskóla ís- lands úr Sjómannaskólanum í verk- smiðjuhúsnæði að Höfðabakka 9 í Reykjavík. Sjómannaskólahúsið hef- ur lengi sett svip sinn á höfuðborg- ina. Það var tekið í notkun fyrir rúmum fimmtíu árum og er vitnis- burður um skilning þáverandi ráða- manna þjóðarinnar á því að íslend- ingar byggja afkomu sína og vel- megun á sjávarútvegi og siglingum. Ljóst er að önnur sjónarmið hafa verið uppi hjá þeim sem gert hafa tillögu um slíka ósvinnu til ráðherra menntamála. Þessi tillaga hefur þegar mætt mikilli andstöðu og verið mótmælt af ýmsum aðilum sem málið er skylt. Kennarafélag Vélskóla íslands vill hér taka undir þau mótmæli og benda á nokkur atriði: 1. Það er ekki verið að flytja skól- ana í hentugra húsnæði og tilgangur- inn er ekki að efla starfsemi þeirra. Sjómannaskólamir eiga einungis að fara úr Sjómannaskólahúsinu til að rýma fyrir annarri starfssemi. SÝNING verður opnuð á frí- merkjum, póstkortum, minnis- peningum o.fl. frá fyrrum Sov- étríkjum, í dag, fimmtudag kl. 18, í Sýningarsal MÍR, Vatns- stíg 10. Sýningarefnið er að megin- hluta til fengið úr miklu safni Guðbjörns Ingvarssonar mál- arameistara af frímerkjum frá Rússlandi og Sovétríkjunum. Guðbjörn, sem nú er kominn hátt á níræðisaldur (f. 1908), hefur safnað frímerkjum lengi 2. Sjómannaskólahúsið var byggt af mikilli framsýni og stórhug yfir sjómannamenntunina í landinu. Þeirrar framsýni verður nú ekki vart í áformum um að flytja skólana í óhentugt verksmiðjuhúsnæði sem af tilviljun hefur rekið á fjörur ríkisins. 3. Væru ráðamenn að hugsa um hag sjómannamenntunar hefði verið staðið öðruvísi að málum: Þá hefði þessu fallega húsi verið haldið betur við og því sýndur meiri sómi. Einnig væri þá meira fé varið til starfsemi skólanna, þannig að þeir gætu sinnt sínu hlutverki sem best, þ.e. að búa Sovésk frímerki á sýningu MIR og lagt sérstaka áherslu á söfn- un rússneskra og sovéskra frí- merkja og póstumslaga. Auk frímerkja Guðbjörns Ingvarssonar eru á sýningunni sýnishorn af sovéskum minnis- peningum og barmmerkjum, póstkort sem gefin voru út í Moskvu 1934 í tilefni björgun- ungt fólk undir vinnu við hátækni- búnað í nútíma skipakosti. 4. Það hefur verið talað með lítils- virðingu um að tilfinningar megi ekki spila inn í ákvörðun af þessu tagi. Kennarar skólans bera hlýjan hug til Sjómannaskólahússins og þess búnaðar sem þeir hafa tekið þátt í að byggja upp, oft af vanefn- um. Við lítum svo á að Sjómanna- skólahúsið, sem kennslustaður fyrir sjómenn, sé hluti af sögu þjóðarinn- ar og fastur punktur í tilveru henn- ar. Og það má spyija: Hvað er saga þjóðar án tilfinninga? ar áhafnar rannsóknarskipsins Tsjéljúskins, og sitthvað fleira. Sýningin verður opin fram eftir kvöldi á fimmtudag en síðan á föstudaginn, 31. októ- ber, kl. 16-22, laugardag og sunnudag kl. 14-18, en þá lýk- ur henni. Aðgangur er ókeypis. Frímerkjasýningin tengist dagskrárliðum sem efnt verð- ur til í félagsheimili MÍR í til- efni 80 ára afmælis Október- byltingarinnar í Rússlandi 1917. TILKYNNING UM ÚTBOÐ MARKAÐSVERÐBRÉFA JÖKULL HF. HLUTAFJÁRÚTBOÐ Heildarnafnverð nýs hlutafjár: Kr. 100.000.000.- Sölugengi: 4,95 til forkaupsréttarhafa en getur eftir það breyst eftir markaðsaðstæðum. Sölutímabil: Til forkaupsréttarhafa frá 31. október til 14. nóvember 1997. Almenn sala hefst 17. nóv. og stendur til 28. nóvember 1997 verði eitthvað óselt að forkaupsréttartimabili loknu. Greiðsla hlutafjár: Greiðsluseðlar verða sendir áskrifendum jafn- skjótt og yfirferð áksriftarblaða er lokið og er gjalddagi þeirra hinn 28. nóvember 1997. Umsjón með útboði og skráningu: Landsbréf hf., Suðurlandsbraut 24, 108 Rvk. og Strandgötu 1, 600 Akureyri. Skráning: Áður útgefin hlutabréf Jökuls hf. eru skráð á Verðbréfaþinpi Islands. Jafnframt sölu hluta- bréfanna er sott um skráningu þeirra á Verðbréfaþingi íslands. Skráningarlýsing liggur frammi á skrifstofu Jökuls hf. og hjá Landsbréfum hf. í Reykjavík og á Akureyri. j» Jökull hf. fll LANDSBREF HF. J{ fH t t' Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 535 2000, bréfsími 535 2001, Strandgötu 24, 600 Akureyri, sími 460 6060, bréfsími 460 6050, landsbref.is. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILI AÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.