Morgunblaðið - 30.10.1997, Side 51

Morgunblaðið - 30.10.1997, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 51 i I ( i < BRÉF TIL BLAÐSIIMS Áskorun til íslenskra stjórn valda og alþingismanna Frá Ástþórí Magnússyni: ALÞJÓÐLEGA átakinu um bann við jarðsprengjum (ICBL) og aðalstjórn- anda átaksins, Jody Wiiliams, voru 10. október sl. veitt friðarverðlaun Nóbels 1997 fyrir að samhæfa al- þjóðlegt átak til að eyða jarðsprengj- um. ICBL er samstarf meira en eitt þúsund félagasamtaka í meira en 60 þjóðlöndum. Friðarverðlaunin eru veitt til ICBL og aðalstjórnanda átaksins, Jody Williams, frá Víetnam Veterans of America Foundation. Þó svo að þetta sé mikilvæg við- urkenning og áfangi í samstarfinu um bann við jarðsprengjum, er það mikla starf að banna og eyða jarð- sprengjum rétt að byija. Búist er við að meira en eitt hundrað ríkis- stjómir skrifi undir samninginn í Ottawa, Kanada 3-4 desember nk., en nokkrar af helstu hergagnafram- leiðsluþjóðunum styðja ekki bannið enn sem komið er. „Þá sem ekki skrifa undir samn- inginn ætti að smána á alþjóðlegum vettvangi," sagði Jody Williams, „og þeim sem halda áfram að nota jarð- sprengjur ætti að útskúfa frá alþjóð- legu samfélagi. Staðfesting Nóbels- stofnunarinnar á mikilvægi þessa átaks ætti að gera öllum ljóst að ríkisstjórnir sem neita að undirrita bannið við jarðsprengjum í desember eru útlagar í mannlegu samfélagi." Þær ríkisstjórnir er hafa ekki viljað lýsa yfir stuðningi við bannið eru: Bandaríkin, Rússland, Kína, Indland og Pakistan. Þeir sem hafa ekki tek- ið afstöðu eru Japan og Ástralía. í dag eru meira en 100 milljón jarðsprengjur grafnar í jörðu í meira en 60 þjóðlöndum. 26.000 manns verða fyrir jarðsprengjum á hveiju ári, nær allt saklausir og óbreyttir borgarar sem látast eða eru gerðir að öryrkjum eftir að stríðsátökum á viðkomandi svæði er lokið. ICBL hefur unnið í nánu sam- starfi við Alþjóðlega Rauða Krossinn og ríkisstjórnir Kanada, Austurríkis, Mexíkó, Belgíu, Suður-Afríku og Noregs. „Nóbelsverðlaunin eru einn- ig viðurkenning á því að samstarfið um bann við jarðsprengjum boðar nýja tíma í alþjóðlegum stjórnmál- um, þar sem meðalstór og lítil ríki taka forystuna í baráttumálum al- mennings fyrir mannúð og mann- réttindamálum í samvinnu við óháð félagasamtök," sagði Jody Williams. „A margan hátt er starf okkar rétt byrjað," sagði Jody Williams. ICBL hefur lagt drög að aðgerðum til að bannið gangi hratt yfir, og hreinsun á jarðsprengjusvæðum og aðstoð við fórnarlömb verði stórauk- in. Samhliða fundi ríkisstjórna í Ottawa 3-4 desember nk. mun fjöidi fulltrúa frá aðildarfélögum ICBL halda ráðstefnu. Meðal aðalfram- sögumanna er Ástþór Magnússon fyrir hönd Friðar 2000 sem mun í erindi sínu kynna tillögu að sér- stakri stofnun sem sjái um hreinsun jarðsprengjusvæða með samvinnu frjálsra samtaka og þeirra ríkis- stjórna er styðja bannið. Stofnunin starfi í samvinnu við hin ýmsu varn- armálaráðuneyti, hersveitir og her- gagnaframleiðendur er leggi til fjár- magn, mannafla og tæki með hlið- sjón af sögu þessara aðila við fram- leiðslu, dreifingu og notkun jarð- sprengja auk núverandi umsvifa í hernaði. Fyrr á árinu sótti Friður 2000 um aðstöðuna í Reykholti í Borgarfirði fyrir rannsóknarstofnun og háskóla þar sem m.a. yrði ij'allað nýjar leiðir til friðar í heiminum. Friður 2000 skorar nú á íslensk stjórnvöld og alþingismenn að styðja átakið gegn jarðsprengjum á eftir- farandi hátt: 1. Með opinberum stuðningi við tillögur Friðar 2000 um sérstaka stofnun er sjái um hreinsun jarð- sprengjusvæða og samstarf við sam- tökin um þetta mál. 2. Með því að leggja til aðstöðu hér á íslandi undir starfsemi hinnar nýju stofnunar. Oskað er eftir viðræðum við Is- lenska ráðamenn um þetta mál á næstu dögum þar sem erindi Friðar 2000 sem verður flutt á ráðstefn- unni í Ottawa er í undirbúningi, og framsagan gæti mótast af jákvæðri eða neikvæðri stefnu íslenskra stjórnvalda til málsins. ÁSTÞÓR MAGNÚSSON, Alþjóðastofnunin Friður 2000. Gefum nagladekkjunum frí Frá Hróbjarti Erni Guðmundssyni: ER EKKI orðið tímabært að lands- menn eða a.m.k. höfuðborgarbúar gefi nagladekkjunum frí. Þvílíkt rugl myndu einhveijir segja en áður en við afgreiðum málið með þessum orðum skulum við aðeins skoða kosti og ókosti þess að nota nagladekkin. Kostir nagladekkjanna eru litlir umfram venjuleg vetrardekk og enn minni ef þau eru borin saman við harðkornadekk sem er það nýjasta á markaðnum. Harðkornadekk voru reynd af SVR á ákveðnum leiðum og voru niðurstöðurnar þær að þau væru sambærileg við nagladekk en höfðu það þó fram yfir þau að hliðar- skrið var minna skv. umfjöllun á Rás 2 síðastliðinn vetur. Nagladekk- in eru einnig varasöm skv. Umferð- arráði vegna þess að þau hafa mjög lítið grip á blautum götum en það eru einmitt þær aðstæður sem al- gengastar eru á höfuðborgarsvæð- inu. Ekki bætir úr skák þegar not- endur nagladekkja eru búnir að plægja upp skurði eftir endilöngum götunum sem vatn safnast svo í. Þetta skapar ekki aðeins hættu í umferðinni á veturna heldur skapar gífurlegan kostnað og hættu á sumrin vegna fræsinga með tilheyr- andi lokunum gatna sem verður til þess að stór hluti gatnakerfisins er ófær á sumrin. Verst er þó að vita til þess að margir bileigendur bijóta lög með því að aka á nagladekkjun- um langt fram á sumarið eða allt árið og ekki virðist vera mannskap- ur hjá iögreglunni til að sinna þessu máli. Væri ekki ráð að fá stöðu- mælaverði til að sinna því að sekta þessa menn þannig að trassarnir eigi erfitt um vik ef þeir vilja leggja í gjaldskyld bílastæði á sumrin. Annar ókostur við nagladekkin er sá að þau rífa upp blöndu af tjöru og salti úr malbikinu sem sest svo á rúður og lakk bíla, þannig að út- sýni minnkar og ryðmyndun verður mun hraðari auk þess sem þessu fylgir mengun. Ef einhver efast enn um að vert sé að gefa nagladekkjun- um frí má benda á að í Morgunblað- inu þann 7. janúar síðastliðinn er grein á forsíðu um það að Norð- menn hyggist banna nagladekk í fjórum stærstu borgum landsins. Forsendurnar voru sagðar þær að nagladekk valdi mengun auk þess sem snjódekk séu orðin svo góð að ástæðulaust sé að negla þau. HRÓBJARTUR ÖRN GUÐMUNDSSON, áhugamaður um bætta umferðarmenningu, Grandavegi 36, Reykjavík. Enn 1 egg ég til... Frá EIsu B. Valsdóttur: í MORGUNBLAÐINU hinn 17. október sl. beindi Bergþóra Sigurð- ardóttir til mín nokkrum spurning- um í tilefni af pistlaflutningi mínum í morgunútvarpi Rásar tvö. Ég ætla að reyna að svara þeim í stuttu máli. Eftir því sem ég get best skilið er það aðallega tvennt sem vefst fyrir bréfritara. I fyrsta lagi: Af hveiju vil ég lækka skatta? Og í öðru lagi: Af hveiju vil ég láta selja Ríkisútvarpið? Af hverju lægri skatta? í kynslóðareikningum, sem ný- lega voru kynntir, kemur fram að hver nýr íslendingur sem fæðist mun þurfa að bera þyngri skatt- byrðar en við sem lifum í dag. Af hveiju? Vegna þess að við höfum safnað svo miklum skuldum ríkis- sjóðs með því að eyða um efni fram, að við erum þegar búin að veðsetja framtíð barnanna okkar. Auðvitað er það mjög huggulegt að láta rík- ið bjóða okkur upp á „ókeypis" menntun og heilbrigðisþjónustu en það er of dýru verði keypt þegar næstu kynslóðir þurfa að borga reikninginn. Slík eigingirni er ekki bara óréttlát, heldur siðlaus. Þar að auki leiða aukin ríkisútgjöld ekki sjálfkrafa til betri skóla og bætts heilbrigðiskerfis, nema síður sé. Við höfum búið til svokallað velferðarkerfi úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Þessu kerfí hefur ekki aðeins mistekist að rækja það hlutverk sitt, að nota skattana okkar til að hjálpa þeim sem í raun eru bágstaddir, heldur er skattpíning kerfisins að sliga efnahag þjóðarinnar. Lægri skattar og nýjar leiðir til að veita nauðsyn- lega þjónustu eru því ekki aðeins tímabærar, heldur nauðsynlegar. Af hverju að selja Ríkisútvarpið? Það er ekki hlutverk hins opin- bera að reka fyrirtæki. Þó ríkis- fyrirtæki séu gömul og gróin og við berum mörg hlýjar tilfinningar til sumra þeirra, þá eru þær tilfinn- ingar betur sýndar í verki með því að losa viðkomandi fyrirtæki úr sinnuleysi ríkiseignar og kaupa hlutabréf í þeim. Þannig má hafa bein áhrif á rekstur þessara fyrir- tækja í stað þess að horfa upp á þau veita stöðugt verri þjónustu fyrir sífellt hærra verð. Þeir sem halda að með því að fela einkaaðil- um rekstur Ríkisútvarpsins verði það „lagt í eyði“, sýna Ríkisútvarp- inu og fjölmörgum hlustendum þess ótrúlega lítilsvirðingu. Þessi hlust- endahópur mun að sjálfsögðu leita þangað sem þörfum hans er full- nægt, hér eftir sem hingað til. Miðað við þá grósku sem nýfengið frelsi til útvarpsreksturs hefur þeg- ar leitt til, eru vafalaust margir tilbúnir að keppa á jafnréttisgrund- velli við einkavætt RÚV um hlust- endur þess. Það er jafn fáránlegt að ríkið eigi útvarpsstöð eins og að ríkið eigi dagblað eða bókaút- gáfu. Nokkur orð um frelsi Að lokum nokkur orð um frelsi. Orðið frelsi er að verða skammar- yrði í munni þeirra sem vilja mið- stýringu og skertan rétt fólks til að ráða lífi sínu sjálft. Gleymum því ekki að án frelsis glatar maður- inn frumkvæði sínu og sköpunar- gáfu, en það eru einmitt þeir eigin- leikar sem hvetja mannkynið sífellt til dáða. Frelsi er einnig forsenda allrar raunverulegrar samhjálpar. Það er engin gæska fólgin í að veita fé til „góðra“ mála ef veitand- inn á ekki féð sjálfur og spurði eigendurna ekki álits á gjöfinni. Frelsið er því okkar dýrmætasta eign og þess virði að standa um það dyggan vörð. Að lokum þakka ég góðar kveðjur Bergþóru - og legg til að Ríkisútvarpið verði selt. ELSA B. VALSDÓTTIR, læknir og pistlahöfundur á Rás 2. VÖKVABUNAÐUR IVINNUVÉLAR VÖKVAMÓT0RAR Út er komið upplýsingarit um starf og stefnu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ritið liggurframmi um allt land, á bensínstöðvum, pósthúsum, bæjar- og s ve ita rstj ó rn a rs krif stof u m; í ráðuneytum, verslunum og víðar. Einnig er hægt að fá ritið sent í pósti ef hringt er í síma 560 9000. Allurtexti upplýsingaritsins er á vefsíðu Stjórnarráðsins: http://www.stjr.is Ríkisstjórn fslands DÆLUR PVG GAMSVARANDI STJ0RNL0KAR 0G FJARSTYRINGAR GÍRAR 0G BREMSUR GOTT VERÐ - GÓÐ ÞJÓNUSTA = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 562 4260

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.