Morgunblaðið - 30.10.1997, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 30.10.1997, Qupperneq 64
Fyrstir meö HP Vectra PC HEWLETT PACKARD Sjáðu meira á www.hp.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1, 103 REYKJAVW, SÍMI569 UOO, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ&MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tíðin hag- stæð til úti- vinnu UM ÞESSAR mundir er verið að leggja grunninn að Náttúrufræði- húsi Háskóla íslands í Vatnsmýr- inni í Reykjavík. Maggi Jónsson arkitekt sagði að verkið væri ekki langt komið, en gengi samkvæmt áætlun. Nú væri verið að steypa undirstöður og leiðsluganga undir gólfi. Verktakinn hefði góðan tíma og tíðin væri mjög góð fyrir steypuvinnu. Brynjólfur Sigurðsson, prófess- or og formaður bygginganefndar Háskólans, sagði að nú væri verið að vinna að öðrum áfanga verks- ins og hafist hefði verið handa í ágúst. Þessi áfangi ætti að kosta 537 milljónir króna og lyti að upp- steypu húss og frágangi að utan. Þessum áfanga ætti að Ijúka 1. mars árið 2000. Sala SH á físki til Rúss- lands hefur margfaldast SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hefur margfaldað útflutn- ing sinn á sjávarafurðum til Rússlands á þessu ári. Fyrstu 10 mánuði ársins nemur þessi út- flutningur tæpum 7.000 tonnum, en á sama tíma í fyrra hafði SH aðeins selt Rússum rúmlega 700 tonn af loðnu. Stefnt er að sölu 9.000 tonna af sjávarafurðum á þessum markaði fyrir árslok. SH opnar formlega nýja sölu- skrifstofu í Moskvu í dag að við- stöddum fjölmörgum gestum, meðal annarra sendiherra Is- lands í Moskvu, Gunnari Gunn- arssyni. Jón Ingvarsson, formað- ur stjórnar SH, segir að Sölu- miðstöðin vænti mikils af starf- Flutt út til Rússlands r\C f janúar til október Tonnaf 1996 1997 Þorski 0 2 Karfa 0 57 Síld 0 1.713 Loðnu 734 4.818 Gulllaxi 0 227 SAMTALS 734 6.816 semi söluskrifstofunnar. „Hér er stór markaður, vaxandi kaup- geta og Rússar borða mikið af fiski,“ segir Jón Ingvarsson. Seldu áður 600.000 tonn Frá því Sölumiðstöðin hóf að selja fisk til Rússlands og lýð- velda Sovétríkjanna gömlu nem- ur salan alls um 600.000 tonnum. Með upplausn Sovétríkjanna ár- ið 1990 féllu þau viðskipti alveg niður, en eru nú að komast á skrið á ný. Forstöðumaður hinnar nýju söluskrifstofu í Moskvu er Páll Gíslason. ■ Stefnt að/19 Morgunblaðið/Kristinn Frumvarp um starf- semi lífeyrissjóða Dagsektir hlíti sjóðir ekki kröfum í DRÖGUM að frumvarpi um starf- semi lífeyrissjóða er gert ráð fyrir að lögfest verði að munur á eignum og skuldbindingum lífeyrissjóða megi ekki vera meiri en 10% og munurinn má ekki hafa verið meúi en 5% í 5 ár samfleytt. Ekki upp- fylla allir starfandi lífeyrissjóðir þetta ákvæði í dag. Gert er ráð fyrir að ef munur á eignum og skuldbindingum sjóð- anna er umfram þessi mörk verði stjórnir þeirra að gera breytingar á samþykktum þeirra. Þær geta falið í sér skerðingu réttinda, auknar ið- gjaldagreiðslur eða sameiningu sjóða. Ef eign sjóðanna er umfram þessi mörk ber stjórnum sjóðanna einnig að bregðast við, væntanlega með því að auka réttindin. Samkvæmt frumvarpinu fær bankaeftirlit Seðlabankans heimild- ir til að setja lífeyrissjóði skilyi-ði ef það telur að hann brjóti lögin og til að beita dagsektum ef lífeyrissjóður hlítir ekki kröfum þess. ■ Felur í sér/33 ..-..♦♦♦------ Bandarískt fyrirtæki vili samstarf við P&S Þjónusta um gervihnetti FULLTRÚI bandarísks fyrirtækis ræddi nýlega við samgönguráðu- neyti og Póst og síma. Fyrirtækið hyggst bjóða breiðbandsþjónustu um allan heim um gervihnetti. Pétur Reimarsson, stjórnarfor- maður Pósts og síma hf., segir þetta kerfi geta orðið áhugaverðan kost til að tengja saman stórfyrirtæki. ■ Teledesic/Bl Sameining sveitarfélaga víða á döfínni næstu mánuði Kosningar næsta vor herða heldur á Tveir hnúfubakar spilltu loðnutúr KOSIÐ verður um sameiningu sveitarfélaga á fimm stöðum á land- inu í næsta mánuði en það sem af er árinu' hefur sameining verið sam- þykkt á fjórum stöðum. Víðast hvar er um að ræða nokkuð mikla sam- einingu. I Austur-Skaftafellssýslu og Vestur-Húnavatnssýslu verður kosið um sameiningu allra sveitar- félaga sýslunnar og í Skagafjarðar- sýslu verður kosið um sameiningu allra sveitarfélaga að einu undan- skildu. ^ Unnar Stefánsson, ritstjóri Sveit- arstjómarmála, segir að sveitar- stjórnakosningar næsta vor herði heldur á undirbúningi sameiningar. „Menn vilja samþykki íbúanna núna til þess að hægt verði að kjósa sveit- arstjóm í sameinuðu sveitarfélagi á næsta ári,“ segir hann. í flestum til- fellum er gert ráð íyrir að samein- . ing öðlist gildi um leið og kosningar til sveitarstjórna fara fram næsta vor. Á einum stað er sameining þó áætluð frá og með næstu áramót- um, verði hún samþykkt. Á laugardag greiða íbúar Gríms- nes- og Grafningshreppa í Ames- sýslu atkvæði um sameiningu hrepp- anna tveggja. Þá verður kosið um sameiningu á Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði 15. nóvember. Kosið á þremur stöðum 29. nóvember 29. nóvember verður kosið um sameiningu á þremur stöðum. I Austur-Skaftafellssýslu verða greidd atkvæði um sameiningu allra sveitarfélaga í sýslunni; Hofs- hrepps, Borgarhafnarhrepps, Bæj- arhrepps og Hornafjarðarbæjar, en Höfn, Mýrahreppur og Nesjahrepp- ur sameinuðust 1994 í eitt sveitarfé- lag, Hornafjarðarbæ. í Vestur-Húnavatnssýslu verður kosið um sameiningu allra hreppa sýslunnar; þ.e. Staðarhrepps, Ytri Torfustaðahrepps, Fremri Torfu- staðahrepps, Hvammstangahrepps, Kirkjuhvammshrepps, Þverár- hrepps og Þorkelshólshrepps. Þá verða greidd atkvæði um sameiningu sveitarfélaganna ellefu í Skagafjarðarsýslu, að Akrahreppi undanskildum. Þar er um að ræða Sauðárkrókskaupstað, Skefils- staðahrepp, Skarðshrepp, Staðar- hrepp, Seyluhrepp, Lýtingsstaða- hrepp, Rípurhrepp, Viðvíkurhrepp, Hólahrepp, Hofshrepp og Fljóta- hrepp. Auk þessara atkvæðagreiðslna er víða verið að ræða og undirbúa sameiningu, að sögn Unnars. í Ár- nessýslu er t.d. rætt um sameiningu Selfossbæjar, Eyrarbakka, Stokks- eyrar og Sandvíkurhrepps. LITIÐ varð úr loðnutúr skipverja á bátnum Gullbergi VE í fyrrnótt eftir að tveir hvalir komu í nót hans með þeim afleiðingum að hún eyðilagðist og sigla varð til hafnar á Siglufirði. Báturinn var við veiðar um 50 mflur vestur af Kolbeinsey um klukkan tvö í fyrrinótt þegar skyndilega voru tveir hvalir í nótinni. „Þetta voru tveir hnúfubak- ar og það var sama hvað við gerðum, þeir hreyfðu sig ekki neitt,“ sagði Eyjólfur Guðjóns- son, skipstjóri á Gullbergi VE. „Þeir voru líka í góðri torfu og höfðu nóg að borða.“ Hann sagði að það kæmi nokk- uð oft fyrir að hvalir kæmu í nætur, en yfirleitt styngju þeir sér út þegar farið væri að draga nótina og skildu eftir sig misjafn- lega stór göt. f júlí hefðu komið hvalir í nótina hjá Gullbergi og fyrir nokkru hefðu komið há- hyrningar í sfldarnót bátsins. „En þessir veltu sér bara og flæktust í garninu," sagði skip- stjórinn. „Það endaði með því að þegar við vorum farnir að lyfta þeim upp úr sjónum þá rifn- aði hjá okkur og við urðum að sturta þeim út.“ Það hefði hins vegar ekki gengið þrautalaust að losa hval- ina. Annar liefði verið fastur á bægsli og kominn upp í blökk. Þegar loks tókst að losna við þá var nótin ónýt og þurfti að sigla í land til að láta laga veiðarfær- in. Eyjólfur sagði að sennilega hefðu skipveijar misst tvö hundr- uð tonna kast og heill túr hefði farið forgörðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.