Morgunblaðið - 12.11.1997, Page 17

Morgunblaðið - 12.11.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 17 VIÐSKIPTI * Armannsfell og Völur hf. sameinast í alhliða verktakafyrirtæki Áætluð ársvelta um 2,3 milljarðar TVÖ verktakafyrirtæki, Ármanns- fell hf. og Völur hf., munu samein- ast frá og með næstu áramótum. Hið nýja fyrirtæki mun hafa um 200 starfsmenn í vinnu og er gert ráð fyrir að velta þess á næsta ári verði vel yfír 2 milljarðar króna. Sam- komulagið var handsalað síðastliðinn laugardag og undirritað af forsvars- mönnum beggja fyrirtækja í gær. Samruni fyrirtækjanna á sér stað Dreifing Baby-Benz stöðvuð Stuttgart. Reuters. DAIMLER-BENZ AG hefur stöðvað afhendingu A-gerðar Mercedes bif- reiða (,,Baby-Benz“) vegna nauðsyn- legra breytinga til að auka öryggi. Talsmaður Daimler-Benz sagði að kostnaður vegna breytinganna mundi minnka rekstrarhagnað um hér um bil 100 milljónir marka á þessu ári og um 200 milljónir marka á því næsta. Hins vegar muni vandamálið ekki hafa áhrif á sölu- hagnað. Þegar sænskt bifreiðatímarit próf- aði bíl af A-gerð í síðasta mánuði valt bíllinn og einn farþeganna slas- aðist. með þeim hætti að Ármannsfell kaup- ir Völ að fullu og greiðir eigendum fyrirtækisins kaupverðið með 48 millj- óna króna hlut í Ármannsfelli að nafn- virði. Viðmiðunargengi bréfanna í þessum viðskiptum verður 1,25. Vegna kaupanna verður hlutafé Ármannsfells aukið um 50 milljónir króna að nafnvirði og hafa nokkrir stærri hluthafar í félaginu þegar af- salað sér forkaupsrétti til að tryggja að eigendur Valar geti eignast hlut í hinu sameinaða félagi. Verði minna en 48 milljónir eftir að afloknum for- kaupsrétti verður það sem eftir stend- ur af kaupverði greitt út. Mynda nýtt og öflugt alhliða verktakafyrirtæki Framkvæmdastjórar fyrirtækj- anna tveggja sögðu að lokinni und- irskrift að hagræði af þessari sam- einingu væri talsvert. Þar væri bæði hægt að samnýta fjárfestingar svo sem húsnæði, auk þess sem nokkurt hagræði gæti náðst í yfirstjóm og almennu mannahaldi. Ármann Öm Armannsson, fram- kvæmdastjóri Ármannsfells, segir þessi fyrirtæki hafa starfað á ólíkum sviðum innan verktakageirans. Ár- mannsfell hafi fyrst og fremst starfað í byggingariðnaði en Völur væri aftur á móti jarðvinnufyrirtæki. Það væri því ljóst að sameining kæmi báðum fyrirtækjum til góða og skapaði sterkt alhliða fyrirtæki á sviði verktöku. „Það hefur aukist að boðin séu út blönduð verkefni og nánast í öllum verkefnum sem við höfum unnið að undanfomu þá höfum við verið með byggingarverktaka með okkur. Það er því fyrst og fremst þessi j)róun sem menn hafa í huga,“ segir Olafur Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Valar. Ármann Örn bætir því við að þó menn séu ekki að líta til fortíðar þá sé það mjög sennilegt að fyrirtækið hefði t.d. fengið verkefni við Sultart- angavirkjun í vor hefði sameiningin verið komin til sögunnar. „Þetta styrkir því samkeppnisstöðu okkar verulega." Ármann segir að þegar hafí tekist að tryggja hinu nýja fyrirtæki verk- efni fyrir um 2,3 milljarða króna á næsta ári. Verkefnastaða þess sé því mjög góð. Á Verðbréfaþing á næsta ári Ármannsfell hefur að undan- förnu unnið að gæðastjómun fyrir- tækisins og er stefnt að því að hið nýja félag fái vottun samkvæmt ISO 9001 staðli á næsta ári. Þá hefur verið ákveðið að stefna að skráningu félagsins á Verðbréfa- þingi íslands _svo fljótt sem auðið er og segir Ármann að það gæti jafnvel orðið á fyrri hluta næsta árs. Ármannsfell hefur undanfarin sjö ár haft auðkenni á Opna tilboðs- markaðnum og eru hluthafar nú vel á annað hundrað talsins. BTfær 7 millj- arða dala fyrir liliit í MCI London. Reuters. BREZKI fjarskiptarisinn British Telecommunications Plc kveðst hafa samþykkt að selja 20% hlut sinn í bandaríska samstarfsaðilan- um MCI Communications Corp fyr- ir 7 milljarða dollaran - sem er 2,25 milljarða dollara hagnaður miðað við upphaflega fjárfestingu. BT sagði einnig í yfírlýsingu, sem kom sérfræðingum á óvart, að fyrir- tækið fengi 465 milljóna dollara greiðslu, meðal annars vegna kostn- aðar, þar sem hætt hefði verið við árs gamalt samkomulag við MCI um samruna - sem BT hafði lagt til grundvallar áætlun um útþenslu í heiminum. MCI hafði áður samþykkt 37 milljarða dollara samruna fyrirtæk- isins og WorldCom Inc, fjórða stærsta símafélags Bandaríkjanna. WorldCom olli BT fyrst erfíðleik- um í síðasta mánuði með óumbeðnu 30 milljarða dollara tilboði í verð- bréfum. Því boði svaraði bandaríski risinn GTE tveimur vikum síðar með 28 milljarða dollara tilboði í reiðufé. Sérfræðingar höfðu búizt við að WorldCom hækkaði tilboð sitt. Aðr- ir töldu að GTE mundi einnig bjóða betur til að ná yfírráðum yfír MCI. Eftir viðræður við yfirmenn GTE, WorldCom og MCI sagði BT aðeins að margir aðrir möguleikar væru á samvinnu á hinum 200 milljarða dollara fjarskiptamarkaði í Banda- ríkjunum. BT mun halda yfírráðum yfír sameigarfyrirtæki BT og MCI - Concert Communications Services - og hefur forkaupsrétt á 24,9% hlut MCI í því. Breytingar hjá Apple Cupertino, Kaliforniu. APPLE tölvufyrirtækið í Cupert- ino í Kaliforníu hefur kynnt veru- legar breytjngar á hönnun, smíði og sölu á tölvum, sem fyrirtækið framleiðir. Apple sagði jafnframt keppinaut- inu Dell Computer Corp stríð á hendur um leið og bein sala til við- skiptavina hefst. Jafnframt kynnti Apple næstu kynslóð Power Macs, sem kallast Power Macintosh G3 og er byggð á hraðvirkustu PowerPC örgjörv- um, sem fáanlegir eru. Breytingamar voru kynntar á blaðamannafundi á sama tíma og andrúmlsoft vakningarsamkomu ríki í nálægum háskóla. Glœtilegc ei d kminfn réttingar! DANICA Eigum mikið úrval af fallegum og vönduðum eldhúsinnréttingum. Bjóðum glæsilegar fulningainnréttingar á sérstöku tilboðsverði. Innanhússarkitektinn okkar veitir faglega ráðgjöf. I T7L*'36 MÁNADA RADGREIOSLUR TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA HARÐVIÐARVAL EHF. Krókhálsi4 llOReykjavík Sími:567 1010 Opið laugardag frá kl. 10 -16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.