Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.11.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. NÓVEMBER 1997 17 VIÐSKIPTI * Armannsfell og Völur hf. sameinast í alhliða verktakafyrirtæki Áætluð ársvelta um 2,3 milljarðar TVÖ verktakafyrirtæki, Ármanns- fell hf. og Völur hf., munu samein- ast frá og með næstu áramótum. Hið nýja fyrirtæki mun hafa um 200 starfsmenn í vinnu og er gert ráð fyrir að velta þess á næsta ári verði vel yfír 2 milljarðar króna. Sam- komulagið var handsalað síðastliðinn laugardag og undirritað af forsvars- mönnum beggja fyrirtækja í gær. Samruni fyrirtækjanna á sér stað Dreifing Baby-Benz stöðvuð Stuttgart. Reuters. DAIMLER-BENZ AG hefur stöðvað afhendingu A-gerðar Mercedes bif- reiða (,,Baby-Benz“) vegna nauðsyn- legra breytinga til að auka öryggi. Talsmaður Daimler-Benz sagði að kostnaður vegna breytinganna mundi minnka rekstrarhagnað um hér um bil 100 milljónir marka á þessu ári og um 200 milljónir marka á því næsta. Hins vegar muni vandamálið ekki hafa áhrif á sölu- hagnað. Þegar sænskt bifreiðatímarit próf- aði bíl af A-gerð í síðasta mánuði valt bíllinn og einn farþeganna slas- aðist. með þeim hætti að Ármannsfell kaup- ir Völ að fullu og greiðir eigendum fyrirtækisins kaupverðið með 48 millj- óna króna hlut í Ármannsfelli að nafn- virði. Viðmiðunargengi bréfanna í þessum viðskiptum verður 1,25. Vegna kaupanna verður hlutafé Ármannsfells aukið um 50 milljónir króna að nafnvirði og hafa nokkrir stærri hluthafar í félaginu þegar af- salað sér forkaupsrétti til að tryggja að eigendur Valar geti eignast hlut í hinu sameinaða félagi. Verði minna en 48 milljónir eftir að afloknum for- kaupsrétti verður það sem eftir stend- ur af kaupverði greitt út. Mynda nýtt og öflugt alhliða verktakafyrirtæki Framkvæmdastjórar fyrirtækj- anna tveggja sögðu að lokinni und- irskrift að hagræði af þessari sam- einingu væri talsvert. Þar væri bæði hægt að samnýta fjárfestingar svo sem húsnæði, auk þess sem nokkurt hagræði gæti náðst í yfirstjóm og almennu mannahaldi. Ármann Öm Armannsson, fram- kvæmdastjóri Ármannsfells, segir þessi fyrirtæki hafa starfað á ólíkum sviðum innan verktakageirans. Ár- mannsfell hafi fyrst og fremst starfað í byggingariðnaði en Völur væri aftur á móti jarðvinnufyrirtæki. Það væri því ljóst að sameining kæmi báðum fyrirtækjum til góða og skapaði sterkt alhliða fyrirtæki á sviði verktöku. „Það hefur aukist að boðin séu út blönduð verkefni og nánast í öllum verkefnum sem við höfum unnið að undanfomu þá höfum við verið með byggingarverktaka með okkur. Það er því fyrst og fremst þessi j)róun sem menn hafa í huga,“ segir Olafur Þor- steinsson, framkvæmdastjóri Valar. Ármann Örn bætir því við að þó menn séu ekki að líta til fortíðar þá sé það mjög sennilegt að fyrirtækið hefði t.d. fengið verkefni við Sultart- angavirkjun í vor hefði sameiningin verið komin til sögunnar. „Þetta styrkir því samkeppnisstöðu okkar verulega." Ármann segir að þegar hafí tekist að tryggja hinu nýja fyrirtæki verk- efni fyrir um 2,3 milljarða króna á næsta ári. Verkefnastaða þess sé því mjög góð. Á Verðbréfaþing á næsta ári Ármannsfell hefur að undan- förnu unnið að gæðastjómun fyrir- tækisins og er stefnt að því að hið nýja félag fái vottun samkvæmt ISO 9001 staðli á næsta ári. Þá hefur verið ákveðið að stefna að skráningu félagsins á Verðbréfa- þingi íslands _svo fljótt sem auðið er og segir Ármann að það gæti jafnvel orðið á fyrri hluta næsta árs. Ármannsfell hefur undanfarin sjö ár haft auðkenni á Opna tilboðs- markaðnum og eru hluthafar nú vel á annað hundrað talsins. BTfær 7 millj- arða dala fyrir liliit í MCI London. Reuters. BREZKI fjarskiptarisinn British Telecommunications Plc kveðst hafa samþykkt að selja 20% hlut sinn í bandaríska samstarfsaðilan- um MCI Communications Corp fyr- ir 7 milljarða dollaran - sem er 2,25 milljarða dollara hagnaður miðað við upphaflega fjárfestingu. BT sagði einnig í yfírlýsingu, sem kom sérfræðingum á óvart, að fyrir- tækið fengi 465 milljóna dollara greiðslu, meðal annars vegna kostn- aðar, þar sem hætt hefði verið við árs gamalt samkomulag við MCI um samruna - sem BT hafði lagt til grundvallar áætlun um útþenslu í heiminum. MCI hafði áður samþykkt 37 milljarða dollara samruna fyrirtæk- isins og WorldCom Inc, fjórða stærsta símafélags Bandaríkjanna. WorldCom olli BT fyrst erfíðleik- um í síðasta mánuði með óumbeðnu 30 milljarða dollara tilboði í verð- bréfum. Því boði svaraði bandaríski risinn GTE tveimur vikum síðar með 28 milljarða dollara tilboði í reiðufé. Sérfræðingar höfðu búizt við að WorldCom hækkaði tilboð sitt. Aðr- ir töldu að GTE mundi einnig bjóða betur til að ná yfírráðum yfír MCI. Eftir viðræður við yfirmenn GTE, WorldCom og MCI sagði BT aðeins að margir aðrir möguleikar væru á samvinnu á hinum 200 milljarða dollara fjarskiptamarkaði í Banda- ríkjunum. BT mun halda yfírráðum yfír sameigarfyrirtæki BT og MCI - Concert Communications Services - og hefur forkaupsrétt á 24,9% hlut MCI í því. Breytingar hjá Apple Cupertino, Kaliforniu. APPLE tölvufyrirtækið í Cupert- ino í Kaliforníu hefur kynnt veru- legar breytjngar á hönnun, smíði og sölu á tölvum, sem fyrirtækið framleiðir. Apple sagði jafnframt keppinaut- inu Dell Computer Corp stríð á hendur um leið og bein sala til við- skiptavina hefst. Jafnframt kynnti Apple næstu kynslóð Power Macs, sem kallast Power Macintosh G3 og er byggð á hraðvirkustu PowerPC örgjörv- um, sem fáanlegir eru. Breytingamar voru kynntar á blaðamannafundi á sama tíma og andrúmlsoft vakningarsamkomu ríki í nálægum háskóla. Glœtilegc ei d kminfn réttingar! DANICA Eigum mikið úrval af fallegum og vönduðum eldhúsinnréttingum. Bjóðum glæsilegar fulningainnréttingar á sérstöku tilboðsverði. Innanhússarkitektinn okkar veitir faglega ráðgjöf. I T7L*'36 MÁNADA RADGREIOSLUR TIL ALLT AÐ 36 MÁNAÐA HARÐVIÐARVAL EHF. Krókhálsi4 llOReykjavík Sími:567 1010 Opið laugardag frá kl. 10 -16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.