Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 60
"V
60 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
ÖRN ÁRNASON,
Furubergi 3,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 10. desember kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Systrasjóð St. Jósefsspítala í Hafnarfirði.
Erla Jónsdóttir,
Ámi Arnarson, Borghildur Vigfúsdóttir,
Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir,
Aldís Arnardóttir, Ólafur Þór Jóhannesson,
Sigrtður, Öm,
Þórdis Erla og Eyvindur Hrannar.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and-
lát og útför ástkærrar móður okkar, tengda-
móður og ömmu,
SELMU ÁSMUNDSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Eir.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á 3. hæð, suður-
gangi, á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir góða
umönnun.
Halldór Á. Arnórsson,
Þórarinn Arnórsson,
Sjöfn Arnórsdóttir,
Dúna Haildórsdóttir,
Nína Brá Þórarinsdóttir,
íris Hrund Þórarinsdóttir,
Marion Arnórsson,
Rannveig Þorvarðardóttir,
Kristinn Bergsson,
Úlfur R. Halldórsson,
Styrmir Snær Þórarinsson,
Amór Bergur Kristinsson,
Kristinn Kriistinsson.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður og tengdasonar,
RAGNARS OTTÓS ARINBJARNAR
læknis,
Sunnubraut 26,
Kópavogi.
Gréta Pálsdóttir,
Arnar Arinbjarnar, Arnfríður Tómasdóttir,
Guðrún Arinbjarnar,
Halldór Ottó Arinbjarnar,
Johan Petersen,
Jóhanna Jóhannesdóttir.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tendgdamóður, ömmu og langömmu,
ERLU GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Patreksfírði,
síðast til heimilis
á Kleppsvegi 62, Reykjavik.
Friðrik Vagn Guðjónsson,
Hermann Guðjónsson,
Guðjón J. Guðjónsson,
Björgvin Guðjónsson,
Dýrleif Guðjónsdóttir,
Kristín S. Árnadóttir,
Bertha S. Sigurðardóttir,
Vivienne Iveson,
Hjördís Hjartardóttir,
Óðinn Þórarinsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR MAGNÚSDÓTTUR,
Bolungarvík.
Anna Lára Gísladóttir,
Valdimar L. Gíslason, Kristný Pálmadóttir,
Magnea Hulda Gísladóttir, Einar Helgason,
Kristín Þóra Glsladóttir, Kristján S. Kristjánsson,
Herdís Þuríður Gísladóttir, Heiðar Hermannsson,
Lára Björk Gísladóttir, Jakob Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
ÁLFHEIÐUR
KJARTANSDÓTTIR
+ Álfheiður Kjart-
ansdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 8.
október 1925. Hún
lést 28. nóvember
síðastliðinn. Álf-
heiður var dóttir
Kjartans Ólafssonar
frá Hafnarfirði, lög-
regluþjóns og lengi
bæjarfulltrúa þar, f.
16. maí 1894, d.
1971, og konu hans
Sigrúnar Guð-
mundsdóttur, f. 8.
ágúst 1894, d. 1980.
Eldra barn þeirra
var Magnús, rit-
sljóri og ráðherra, f. 25. febrúar
1919, d. 1981.
Álfheiður lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum i Reykja-
vík 1945 og innritaðist í nor-
rænu þá um haustið. Hún lauk
prófi í forspjallsvísindum um
vorið en hélt þá til náms í Kaup-
mannahöfn. Þar giftist hún 2.
apríl 1947 fyrri manni sínum,
Guðna Guðjónssyni grasafræð-
ingi, f. 18. júlí 1913, d. 1948.
Alfheiður giftist 27. nóvember
1954 eftirlifandi manni sínum
Jóhannesi Jóhannessyni listmál-
ara og gullsmið, f. 27. maí 1921.
, Árið 1977 hóf
Álfheiður nám í
málvisindum og
lauk BS gráðu í
þeim frá Háskóla
Islands 1983. Þegar
í menntaskóla
þýddi hún sína
fyrstu bók, sem gef-
in var út, en þýðing-
ar gerði hún að
ævistarfi, fyrst með
verslunarstörfum,
blaðamennsku og
barnauppeldi, en
síðar alfarið. Hún
var félagi í Rithöf-
undasambandi ís-
lands. Börn hennar eru: 1) Sig-
rún, f. 1948, maki Ingimar Sig-
urðsson, þeirra dætur eru þrjár
og barnabörn þrjú. 2) Kjartan,
f. 1955, maki María Guðmunds-
dóttir, þeirra börn eru þrjú. 3)
Sigurður, f. 1959, maki Sóley
Reynisdóttir, þeirra börn eru
fjögpir. 4) Egill, f. 1961, maki
Elín María Guðjónsdóttir,
þeirra börn eru þrjú. 5) Halla,
f. 1965, maki Andri Lárusson,
þeirra börn eru tvö.
Útför Alfheiðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Undanfarin 15 ár hefur fyrsta
jólakortið alltaf borist snemma hing-
að á Brekkugötuna, þó nokkru fyrr
en næstu kort þar á eftir og tals-
vert áður en heimilismenn hér á bæ
fóru að huga að sínum. Á umslaginu
gaf að líta nafnið mitt og þar fram-
an við fleiri og merkilegri lærdóms-
og stöðutitla en ég mun nokkurn
tíma vinna til eða fá risið_ undir.
Þetta var kortið frá henni Álfheiði
og titlamir flestir orðnir til í hennar
frjóa huga. Þessi ár sem við þekkt-
umst töluðum við afar sjaldan sam-
an í síma - aldrei nema nauðsyn
bæri til - skrifuðumst frekar á þeg-
ar mikið lá við. Titlatogið var okkar
einkaskemmtun og Iþrótt sem við
iðkuðum þegar færi gáfust. Þetta
árið er útlit fyrir að ég þurfi að
bíða ögn lengur eftir fyrsta jólakort-
inu en áður; Álfheiður vínkona mín
kvaddi rétt áður en aðventan gekk
í garð. Brottförin var svolltið I stíl
við persónuleika hennar; hér var
ekki frekar en áður neitt verið að
tvínóna við hlutina. Hún bara fór.
Kýnrii okkar Álfheiðar hófust I
málvísindadeild Háskóla Islands
haustið 1981. Þar vorum við báðar
I námi og náðum fljótlega vel sam-
an. Þótt það hafí aldrei hvarflað að
okkur á þeim árum höfum við áreið-
anlega verið svolftið skondið vinkon-
upar I hópí bráðungra stúdenta; ég
farin að nálgast fertugt og Álfheið-
ur 20 árum eldri. Aldurinn kom þó
ekki I veg fyrir að við kynntumst
skólasystkinum okkar vel og mætt-
um I málvísundapartý og á rann:
sóknaræfmgar rétt eins og þau. í
mörg ár eftir að námi lauk töltum
við Álfheiður saman á jólarann-
sóknaræfingar og fannst alltaf jafn-
gaman.
Það er I rauninni sama hvar er
boríð niður' I minningasjóðnum; allt
sem tengist Álfheiði er bjart og
skemmtilegt. Ýmislegt mætti þar
tína ti! og úr ólíkum áttum. Eftir-
minnilegir eru sanskrítartfmamir
hjá Jóni Gunnarssyni þar sem orð-
heppni Álfheiðar og hæfíleiki til
skjótra og hnyttinna andsvara áttu
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfidrykkjur
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
u Sími S62 0200
rTiiiiiiiiixl
sinn þátt I því að gera kennslustund-
ir á dimmum vetrarmorgnum til-
hlökkunarefni. Stundum var mest
gaman I frímínútum, ekki síst þegar
Alfheiður lýsti fyrir okkur þeim
furðuheimum sem hún ferðaðist um
I þýðingum sínum; hún var ýmist
sérfræðingur I meðferð skotvopna
eða stofuplantna, sálarlífí kvenna
eða frönskum súpum. Aldrei þreytt-
umst við heldur á því að rifja upp
veisluna góðu á Brekkugötunni þeg-
ar við stöllur héldum upp á sam-
anlagt 100 ára afmæli okkar. Þeirri
veislu lauk ekki fyrr en sólin gægð-
ist jnn um stofugluggann.
Á þessum tímamótum er mér þó
eftirminnilegust stUnd sem ég átti
á heimili Álfheiðar og Jóhannesar
fyrir nokkrum árum, Ég kom á
Háteigsveginn rétt um hádegisbilið,
fékk mér bita með þeim hjónum og
var síðan boðið til stofu þar sem
sest var að kaffídrykkju og spjalli.
Jóhannes var á leið á vinnustofuna,
Álfheiður rneð hálfþýdda; bók inni í
vinnuþerbergi og það stóð hreint
ekki til að staldra lengi við; Þegáf
við höfðum spjallað um hríð fannst
mér kominn tími til að kveðja, ég
leit á klukkuna og trúðjekki mínum
eigin augum; hún var að verða 6!
Okkur þótti þetta gjörningum líkast
- það þykir mér reyndæ* ennþá -
en er líklega til marks um að stund-
in fljúgi hratf þegar félagsskapurinn
er góður. Og vissulega var mapur
í góðum félagsskap með þeim Álf-
heiði og Jóhannesi, hann gerist ekki
betri.
Nú skilja leiðir okkar Álfheiðar.
Ég vil með þessum orðum kveðja
kæra vinkonu og þakka fyrir að
hafa fengið að ganga með henni
um stund. Jóhannesi sendum við
hjónin hlýjar kveðjur svo og skyldu-
liði öllu.
Þórunn Blöndal.
Við fráfall Álfheiðar Kjartans-
dóttur er okkur sem áttum samleið
með henni á skólaárunum þakklæti
I hug fyrir góð kynni og ævilanga
vináttu.
Hún ólst upp I Hafnarfírði en
bættist I hóp okkar sem sátum I 3.
bekk Menntaskólans I Reykjavík
árið 1941 og bar með sér ferskan
og hressandi blæ I skólalífíð. Létt
3lóinabiáðim
öa^ðsKom
v/ Possvogsla^kjwgeuA
Sími, 554 0500
lund hennar, gott skopskyn og já-
kvætt hugarfar einkenndi fas henn-
ar, enda átti hún strax vinsældum
að fagna meðal skólafélaga.
En hún var ekki síður eftirlæti
kennaranna fyrir frábæra náms-
hæfileika. Þau fjögur ár sem eftir
voru af menntaskólaárunum skipaði
hún dúx-sætið I okkar árgangi af
reisn og virtist fara létt með það.
Ég held að Álfheiður hafí I raun
verið jafnfær I öllum námsgreinum
en bókmenntir voru henni hugstæð-
astar. Hún var gerkunnug öllu sem
markaði spor á þeim vettvangi hér-
lendis og gerði sér jafnframt far um
að kynnast fagurbókmenntum ann-
arra þjóða. Góð þekking á grund-
vallaratriðum íslenskrar tungu og
smekkvísi I málfari gerði henni auð-
velt að fást við þýðingar sem urðu
hennar ævistarf hin síðari ár.
En jafnframt þeirri vinnu sótti
hún sér frekari menntun I Háskóla
íslands þegar tækifæri gafst og
hafði sínar prófgráður að lokum.
Ég held að um Alfheiði megi segja
að hún virtist aldrei fá fullnægt
menntunarþrá sinni og sótti fast
þann róður allt fram á síðustu ár
öðrum jafnöldrum til fyrirmyndar.
Hefðbundin skólaár okkar voru
miklir umbrotatímar hér á landi sem
annars staðar I Evrópu. Heimsstyij-
öldin setti á þau sinn svip með
mörgum válegum atburðum. En
þegar litið er til baka um rúm 50
ár, er eins og eftir sitji fyrst og
fremst minningar um mikla sam-
heldni skólasystkina, sanna vináttu
og bjartar stundir sem gott er að
minnast.
Við sem kynntumst Álfheiði
Kjartansdóttur á skólaárunum átt-
um hana að góðum vini alla tíð síð-
an. Með þakklæti I huga vil ég fyr-
ir hönd bekkjafélaga úr MR senda
fólkinu hennar öllu einlægar sam-
úðarkveðjur.
Hulda Valtýsdóttir.
Elsku amma.
Það er komið kvöld, sólin er að:
setjast, það eru að koma jól. Ég'
heyri ekki I neinum fuglum. En ég:
veit þó að einhveijir eru hérna enn-
þá, þeir eru einhvers staðar úti í
kalda hausloftinu skrapandi I jarð- .
veginn í leit að mat. Þeim er kalt,-
rétt eins og mér.
Þegar ég skrifa þessar línur er
rúmur sólarhringur síðan þú yfír-
gáfst þennan heim. Síðan þú flaugst
á vit betri og hlýrri staða eins og
fuglarnir, Margt hefur breyst og þó
syo lítið.'.Sólin mun halda áfram að
koma upp, dagarnjr munu koma og
fara á víxl við riæturnar. Trén munu
blómgast og fella laufin og vatnið
mun streyma sína venjulegu hrin-
grás, en þig mun vanta. Innan I
mér bærast minningarnar um þig.
Þær eru ekki eins margar og ég
hefði viljað hafa þær-en þær eru
góðar, fallegar og hreinar og ég
vona að ég glati þeim aldrei.
Min besta og dýrmætasta minn-
ing um samveru okkar var daginn
sem ég hélt ræðuna í ráðhúsi borg-
arinnar. Það hafði tekið mig margar
vikur að semja hana og þú hafðir
hjálpað mér við að leggja lokahönd
á verkið. Þú hafðir alltaf svo gott
lag á svona hlutum, mér fannst allt-
af eins og þú værir alvitur. Þú komst
með mér þegar ég hélt hana og þú
varst svo stolt af mér. Sagðir öllum
að þú værir amma mín. Og ég var
svo hamingjusöm, ekki af því að ég
hefði staðið mig vel heldur af því
að þennan dag fannst mér þú virki-
lega vera amma mín. Ekki bara
móðir stjúpföður míns heldur alvöru
amma mín. Þennan dag fannst mér
þú viðurkenna mig sem barnabarnið
þitt. Þennán dag mynduðust á milli
okkar tengsl sem aldrei verða rofin
sama hversu langt bilið á milli okk-
ar mun verða.
Elsku amma á Hátó, það er kom-
ið að kveðjustund. Þakka þér fyrir
að hafa leyft mér að kynnast þér,
þakka þér fyrir öll kvöldin sem við
áttum saman I faðmi fjöldskyldunn-
ar. Þangað til við hittumst á ný.
„Jafnvel þótt ég fari um dimman
dal, óttast ég ekkert illt, því að þú
ert hjá mér, sproti þinn og stafur
hugga mig.“ (Sálmarnir 23:4)
Halldóra Jónsdótt.ir.