Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR
Tillögur til úrbóta
í tannlækningum
í LÆKNAVÍSIND-UM hafa orð-
ið miklar framfarir á undanförnum
árum og sífellt eru að skapast nýj-
ar leiðir til að gera
okkur lífið bærilegra
með lækningum. Allt
kostar þetta peninga
og er mikilvægt að
stöðugt sé leitað leiða
v til að tryggja tvennt í
senn: góða þjónustu og
skynsamlega ráðstöfun
fjármuna. I seinni tíð
hafa menn í auknum
mæli bent á forvarnir
sem augljósa og ódýra
leið til að koma í veg
fyrir stórfelldan til-
kostnað síðar meir.
Þetta á ekki síst við á
sviði tannlækninga.
Þar sanna dæmin að
þegar vel hefur tekist til um for-
vamir, lækningar á frumstigi og
síðan vel skipulagt eftirlit, er stór-
lega dregið úr tannskemmdum og
þar með tilkostnaði þjóðfélagsins.
Stuðningur skertur
á þessum áratug
A árunum 1992-93 var dregið
verulega úr stuðningi hins opin-
bera við tannlæknaþjónustu. Sam-
kvæmt skýrslu sem Hagsýsla ríkis-
ins sendi frá sér í júh' á síðasta ári
jukust útgjöld heimilanna sem
hlutfall af heildarútgjöldum til
tannlækninga við þessar breyting-
ar úr 62% í 75%. Ljóst er að breyt-
ingamar höfðu það jafnframt í fór
með sér að samanlögð útgjöld
heimilanna og ríkisins vegna tann-
læknaþjónustu drógust saman. Þar
sem hvorki var um að ræða að verð
á tannlækningum hefði lækkað eða
að tannheilsan hefði batnað má
draga þá ályktun að þessar breyt-
ingar hafi haft það í för með sér að
fólk veigri sér við að leita lækninga
eða fyrirbyggjandi ráðstafana.
Landlæknisembættið hefur stað-
fest að aukin kostnaðarhlutdeild
sjúklinga á síðustu áram hefur
valdið því að efnahtið fólk hefur
ekki lengur tök á því að nýta sér
heilbrigðisþjónustuna og á þetta
sérstaklega við um tannlækningar.
^ Of dýrt fyrir barnafólk
og lífeyrisþega
Fyrrgreindar breytingar á trygg-
ingalöggjöfinni fólust í því að draga
úr stuðningi við böm undir 16 ára
aldri og var hann í áfóngum færður
úr 100% niður í 75%. A sama tíma
var framlag sjúkratrygginga við
tannlæknakostnað elli- og örorkulíf-
eyrisþega sem njóta óskertrar
tekjutryggingar lækkað úr 100% í
75% og hlutur þeirra sem búa við
skerta tekjutryggingu færður niður
í 50%. Aðrir elh- og örorkulífeyris-
þegar, sem áður höfðu fengið
greidd 50% af tannlæknakostnaði
sínum, fengu nú engan
stuðning. Fleiri ráð-
stafanir vora gerðar í
skerðingarátt, einkum
á sviði tannréttinga.
Þessum breytingum
var mótmælt mjög
harðlega á sínum tíma
og nú hefur komið
fram eins og hér hefur
verið rakið að sú gagn-
iýni átti við rök að
styðjast. Brögð era að
því að fólk leiti ekki
lækninga íyrir sig og
böm sín og er full
ástæða til að hafa af
því áhyggjur að tann-
heilsu muni hraka með
tilheyrandi vanhðan íyiir þá sem í
hlut eiga og að sjálfsögðu auknum
kostnaði í framtíðinni.
Hækkum aldursmörk og
breytum greiðsluhlutfalli
I framvarpi til laga sem undirrit-
aður hefur lagt fram á Alþingi
ásamt fleiram er gert ráð fyrir að
snúa vörn í sókn á þessu sviði
heilsugæslunnar. Við leggjum til
að aldursmörk fyrir stuðning við
unghnga verði hækkuð í 17 ár en
bendum jafnframt á að æskilegt
væri að fara með þessi mörk í 20 ár
innan fjögurra ára. Þá leggjum við
til að greiðsluhlutfall hins opinbera
við börn og unglinga verði í þess-
um áfanga fært i 90%. Nú era ald-
ursmörkin 16 ár og er stuðningur-
inn 75% upp til 15 ára aldurs en
50% fyrir 16 ára árganginn. Til
fróðleiks má geta þess að á Norð-
urlöndum era aldursmörkin hærri
en hér. Þannig er allur kostnaður
hins opinbera greiddur í Dan-
mörku til 18 ára aldurs, í Finnlandi
og Noregi til til 19 ára aldurs og í
Svíþjóð til 20 ára aldurs.
Lækkum jaðarskatta elli-
og örorkulífeyrisþega
Þá leggjum við til að allir elli- og
örorkuþegar fái 100% stuðning við
almennar viðgerðir og gervitennur.
Samkvæmt útreikningum yfirtann-
læknis Tryggingastofnunar ríkis-
ins myndi þetta hafa í för með sér
um eitt hundrað milljóna króna
kostnaðarauka fyrir ríkissjóð en
með þessu móti yrði tryggt að full-
orðið fólk geti leitað sér lækninga.
Það er ekki sæmandi okkar þjóðfé-
lagi að koma í veg fyrir að eldri
borgarar fái notið eðlilegrar tann-
læknaþjónustu. Samtök eldri borg-
ara hafa ítrekað bent á að einmitt
hér sé að finna eitt dæmi um jaðar-
skatt sem ekki sé viðunandi. Til
í pípum og plötum sem má þrýsta
og sveigja, laust við CFC, í sam-
ræmi við ríkjandi evrópska staðla.
Hentar vel til einangrunar kæli-
kerfa fyrir loftræsti- og hitakerfi,
og fyrir pípulagningar.
Leitið frekari upplýsinga
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
ARMÚLA 29,108 RETKJAVlK,
SlMI 553 8840 / 568 8100.
ÞÞ
&co
Barnaskóútsala
Smáskór
Sérverslun með bamaskó
Sími 568 3919
Astæða er til að hafa
af því áhyggjur, segir
Ogmundur Jónasson,
að tannheilsu muni fara
hrakandi með tilheyr-
andi vanlíðan fyrir þá
sem í hlut eiga.
glöggvunar þýðir þetta að við nú-
verandi fyrirkomulag fær einstak-
hngur sem er með 28.000 kr. á
mánuði eða minna í tekjur 75% af
tannlæknakostnaði endurgreiddan,
sá sem er með tekjur á bilinu
28.000 kr. til 79.000 kr. fær 50% en
sá sem er með tekjur þar fyrir ofan
fær ekkert. Tannlækningar geta
verið kostnaðarsamar og hefur
þetta fyrirkomulag haft það í för
með sér að öryrkjar og aldrað fólk
hefur í mörgum tilvikum ekki efni
á að leita sér lækninga. Öryrkjar
sem búa á stofnunum eða sambýl-
um fá að vísu 90% kostnaðar end-
urgreiddan. En hvers eiga þeir að
gjalda sem búa í heimahúsum?
Fjárfesting til framtíðar
Eins og fram kemur í saman-
burðinum við Norðurlönd er ljóst
að aðrar þjóðir era margar mun
meðvitaðri en við um mikilvægi
tannheilsunnar. Þannig era þeir
fjármunir sem renna til tannheil-
brigðismála lægra hlutfall af út-
gjöldum til heilbrigðisþjónustunn-
ar en víða annars staðar, eða 2% í
samanburði við 4,6% í Svíþjóð og
3,8% í Danmörku. Ekki kann ég
skýringar á þessu, nema ef vera
skyldi að í þessum löndum séu
menn búnir að gera sér grein fyrir
því að tilkostnaður á þessu sviði er
í reynd skynsamleg fjárfesting til
framtíðar. Þær breytingar sem nú
er lagt til að gerðar verði á trygg-
ingalöggjöfinni myndu að mati yf-
irtannlæknis Tryggingastofnunar
ríkisins kosta um 260 milljónir
króna. Ymislegt hefur komið fram
sem bendir til að á móti mætti ná
fram ýmsum sparnaði ef vel væri á
haldið.
Röksemdir Hagsýslunnar
Niðurstaða í skýrslu Hagsýslu
ríkisins sem áður er vitnað til styð-
ur að það sé hægt. Þar segir:
„Greiðsluhlutdeild ríkisins hefur
sérstöðu í samanburði við önnur
Norðurlönd þar sem greitt er að
fullu fyrir tannlæknaþjónustu fyrir
börn og unglinga. Heppilegt kann
að vera að hlutdeild ríkisins í al-
mennri tannlæknaþjónustu fyrir
þennan aldurshóp verði hækkuð til
að bæta tannheilsu og draga úr út-
gjöldum heimilanna vegna tann-
læknaþjónustu sem hefur aukist sl.
ár. Líkur era á að hægt sé að ná
fram sparnaði á móti með virku
eftirliti með reikningum tannlækna
og með því að skilgreina hvaða
þjónusta skuli greidd.“ Öll rök
hníga á þá átt að úrbóta sé þörf. I
samræmi við það þarf að fram-
kvæma.
Höfundur er alþing-ismaður og
form. BSRB.
1®« flísar
f
k \u SÉ: irL"
Stórhöfða 17, við Gullinhrú,
sími 567 4844
Menntun og1
atvinnuleysi
TILURÐ Hins
hússins er til vitnis um
hvers megnugur
Reykjavíkurlistinn er.
Hitt húsið er heillandi
vettvangur fyrir ungt,
atvinnulaust fólk til að
skapa sín eigin lífsskil-
yrði - finna sér farveg
í lífinu. Lofsvert enda
hefur ríkisstjórn
Tonys Blairs tekið sér
það sem íyrirmynd til
að stemma stigu við
atvinnuleysi ungs
fólks í Bretlandi.
Liður í því að ein-
staklingar finni sér
farveg í lífinu - komist til manns -
er að þeir hafi jafna möguleika til
alhliða þroska sem böm. Reykja-
víkurlistinn hefur á kjörtímabilinu
Allt er mögulegt, segir
Magnea Marinósdóttir,
ef vilji og skilningur er
fyrir hendi.
unnið að stefnumótun sem miðast
að því að skylduskólinn skapi ung-
mennum slík skilyrði. I fyrsta lagi
með einsetningu sem er forsenda
lengri viðvera bama í skólanum en
hvort tveggja er forsenda þess að
mögulegt sé að nútímavæða
skyldunám ungmenna. Nútíma-
væðing skyldunámsins felur í sér
samþættingu hins hefðbundna
náms barna við nám í listgreinum,
tölvufræðum, heimspeki, íþróttum
og verkmenntun. Það er til mikils
að vinna þvi eins og margur veit er
afleiðing þess að finna sér ekki far-
veg í lífinu einatt vonleysi og van-
máttur sem títt tengist auðnuleysi
atvinnuleysi, vímuefnavanda
og/eða ofbeldi. Nútímavæðing
skyldunámsins er einnig mikilvæg
til að koma á móts við aðstæður
nútímaforeldra en þon’i þeirra er
útivinnandi. Foreldrar
hafa því minni mögu-
leika en íyrr til að
koma börnum sínum
milli skóla og þeirra
staða þar sem þau iðka
t.a.m. listnám. Að því
undanskildu er erfið-
ara en fyiT að uppfylla
ftumskyldu sína sem
foreldri - veita barni
sínu aga, aðhald og eft-
irlit. Mergur málsins
er að hlutverk skyldu-
skólans er orðið annað
og viðameira en fyrr-
um í kjölfar breyttra
þjóðfélags- og atvinnu-
Menntun & athafna-
skáld atvinnulífsins
I þeim tilgangi að nútímavæðing
skyldunámsins verði að veraleika
þarf tvennt að koma til: Vilji til
samvinnu og auknir fjármunir.
Frumforsenda ' eflingar skyldu-
námsins er formleg og víðtæk
samvinna skólayfirvalda og fagað-
ila á sviði list- og tölvunáms, heim-
speki, íþrótta og verkmenntunar.
En hvað um aukna fjármuni?
Helsti þrándur í götu nútímavæð-
ingar skyldunáms ungmenna er
vöntun á fjármagni og aðstöðu-
leysi. Það er því mikilvægt að
hvetja aðila í atvinnulífinu til að ljá
menntun ungmenna lið. Það væri
t.a.m. hægt að tölvuvæða skólana
mun fyrr ef allir legðust á eitt og
styrktu skólana um tölvukaup en í
dag eru að meðaltali 24 nemendur
um hverja tölvu í skólum borgar-
innar.
Allt er mögulegt ef vilji og skiln-
ingur er fyrir hendi. Góð menntun
er gulls ígildi og ef vel er að mennt-
un ungmenna staðið í hvívetna -
eins og stefnumótun Reykjavíkur-
listans hefur að augnamiði - efla
allir eigin hag.
Höfundur er frambjóðandi Alþýðu-
flokksins í prófkjöri R-listans.
Magnea
Marinósdóttir
hátta.
Samkeppnin er
um unga fólkið
REYKJAVIK á í sí-
vaxandi samkeppni um
ungt og vel menntað
fólk. Reykjavík er orð-
inn hluti af alþjóðleg-
um vinnumarkaði og
við eram svo heppin að
eiga nýjar kynslóðir
sem eru vel menntaðar
og eiga marga kosti á
hinum alþjóðlega
vinnumarkaði. Það er
ekkert sjálfsagt lengur
að Reykvíkingar setj-
ist að í Reykjavík.
Til þess að standast
þessa samkeppni,
halda í unga fólkið og
skapa með aðstoð þess þau lífskjör
sem við viljum njóta, þurfa borgar-
Með markvissum hætti,
segir Helgi Hjörvar,
þarf að efla Reykjavík
sem alþjóðlega
háskólaborg.
yfirvöld að skapa hér eftirsóknar-
verðar aðstæður að búa í. Lausn
dagvistarvandans, uppbygging
skólanna og átak til umhverfis-
vemdar era allt skref í
þessa átt sem stigin
hafa verið á kjörtíma-
bilinu.
En við þurfum
einnig með markviss-
um hætti að efla
Reykjavík sem alþjóð-
lega háskóla-, tækni-
og menningarborg.
Við þurfum að kynna
borgina með skipuleg-
um hætti í alþjóðlegu
samstarfi sem kjör-
lendi fyrir þekkingar-
iðnað og nýsköpun þá
sem verður að vera
svo við getum skapað
áhugaverð atvinnutækifæri fyrir
fólk með mun fjölbreyttari mennt-
un en áður þekktist.
Skipulegt markaðsstarf opin-
berra aðila erlendis hefur tak-
markast við að skapa þá ímynd af
Islandi að hér sé ódýr orka og
vinnuafl. Við Reykvíkingar viljum
skapa okkur aðra ímynd og leita
eftir annarskonar atvinnufyrir-
tækjum og fjölbreyttari tækifær-
um svo sjálfsagt verði fyrir
Reykvíkinga að setjast að í
Reykjavík.
Höfundur er varaborgarfulltrúi og
frambjóðandi í prófkjöri Reykjavfk-
urlistans.
Helgi
Hjörvar