Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristj án
STRARFSFÓLK Flugfélags íslands var í skemmtiferð í Eyjafirði um siðustu helgi og annar hópur frá félag-
inu helgina áður. Oll afþreying var í höndum Sportferða og í Hlíðarfjalli var m.a. sett upp lauflétt vélsleða-
keppni milli karla og kvenna.
Mikill áhugi á vetrarferðum
MIKILL áhugi er á vetrarferðum
til Eyjaijarðar á vegum fyrirtækis-
ins Sportferða. Að sögn Marinós
Sveinssonar hjá Sportferðum hefur
ferðamönnum fjölgað um einhver
hundruð prósenta á milli ára en
töluvert er um að sömu hóparnir
komi ár eftir ár. Eyfirðingar hafa
líka notið góðs af því hversu lítill
snjór er á höfuðborgarsvæðinu og
næsta nágrenni.
Sportferðir eru með gistiþjón-
ustu hjá Ferðaþjónustunni Ytri-Vík
og Kálfsskinni á Árskógsströnd og
stendur auk þess fyrir ýmiss konar
ævintýraferðum á vélsleðum og
jeppum. Einnig gefst ferðalöngum
kostur á að fara í hvalaskoðun á
Eyjafirði, svo og að kynnast svart-
fuglsveiði og dorgveiði í gegnum
ís, svo eitthvað sé nefnt.
Óvissuferðir vinsælar
Marinó sagði að alltaf væri verið
að bæta við ferðum og auka fjöl-
breytni, en mestur væri áhuginn á
vélsleða- og jeppaferðum með
dorgveiði. Einnig væri töluverður
áhugi á svokölluðum óvissuferðum
og það færðist í vöxt að fyrirtæki á
höfuðborgarsvæðinu kæmu í slíkar
ferðir norður með starfsfólk sitt.
Hann nefndi að um aðra helgi væri
t.d. von á tveimur stórum hópum í
óvissuferðir norður.
Erlendir ferðamenn hafa sér-
staklega gaman af því að fara í
jeppaferðir og þá jafnt sumar sem
vetur. f vetur bjóða Sportferðir m.a.
upp á jeppa- og vélsleðaferðir í
Laugafell, þar sem m.a. er hægt að
fara í bað í náttúrulegri laug, svo
og vélsleðaferðir á Vindheimajökul,
sem er í um 1.450 m hæð yfir sjó.
Síðastliðið sumar var hópur af
blindu fólki í skemmtiferð á Norð-
urlandi á vegum Sportferða. Fólkið
fór m.a. í hestaferð og á sjóstöng í
Eyjafirði og í fljótasiglingu í
Skagafirði. Ferðin vakti mikla at-
hygli og fólkið skemmti sér mjög
vel. Sagði Marinó að væntanlega
yrði um að ræða frekari ferðir fyr-
ir blinda og fatlaða nú í vetur.
Markaðsátak Ferðamálamiðstöðvar
Eyjafjarðar og Flugfélags Islands
Akureyri, bær
vetraríþrótta
FE RÐ AMÁL AMIÐSTÖÐ Eyja-
fjarðar og Flugfélag Islands hafa
ákveðið að hafa með sér samstarf
um sérstakt markaðsátak til að
kynna þá fjölbreyttu möguleika
sem Akureyri býður á sviði vetrar-
íþrótta. Astæða þess að ráðist er í
markaðsátakið nú er m.a. sú að
mikið verður um að vera á næst-
unni; Skíðalandsmót Islands fer
fram í Hlíðarfjalli, alþjóðlegt skíða-
mót verður haldið í Hlíðarfjalli, á
Dalvík og í Ólafsfirði, líkt og und-
anfarin ár má búast við að fjöl-
menni sæki bæinn heim um páska
til að stunda skíða- og skauta-
íþróttir auk annarrar útivistar og
þá má nefna að Andrésar andar-
leikarnir verða haldnir í Hlíðar-
fjalli í apríl.
Óvenjugóð aðsókn hefur verið að
skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli miðað
við árstíma að sögn ívars Sig-
mundssonar forstöðumanns og tel-
ur hann að þrír þætti spili þar
einkum inn í; lækkun lyftugjalda,
árangur Kristins Bjömssonar og
snjóleysi á skíðasvæðum víða um
land. Góð færð á landi hefur í för
með sér að mikið er um að að-
komufólk skreppi á skíði til Akur-
eyi’ar.
Augljós ávinningur
Thor Ólafsson, markaðsstjóri
Flugfélags íslands, sagði sérstöðu
Akureyrar mikla, einungis tæki 5-
10 mínútur að skjótast úr miðbæn-
um og á skíðasvæðið, þar sem væri
góð aðstaða, en í bænum væri fjöl-
breytt afþreying í boði. Hann sagði
félagið hafa augljósan ávinning af
slíku samstarfi, flogið væri fimm
sinnum í viku milli Reykjavíkur og
Akureyrar og oftar suma daga, en
janúar og febrúar væru að jafnaði
rólegustu mánuðirnir í fluginu.
„Það er mikill áhugi fyrir því, t.d.
hjá starfsmannafélögum á höfuð-
borgarsvæðinu, að fara í helgar-
eða árshátíðarferðir til Akureyrar
og mér sýnist að nokkur þúsund
manns muni fari í slíkar ferðir í
vetur,“ sagði Thor.
Þórarinn E. Sveins-
son dregur sig í
hlé úr bæjarstjórn
ÞÓRARINN E. Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar og bæjar-
fulltrúi Framsóknarflokksins síðustu tvö kjörtímabil, hefur ákveðið að
vera ekki með á framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í
vor, nema þá ef til vill neðarlega á listanum.
Grýtubakkahreppur ver 26 milljónum
króna í fjárfestingar á árinu
Bygging sam-
býlis fyrir aldr-
aða tekur mest
Morgunblaðið/Kristján
STARFSMENN Olíufélagsins á fundi á Akureyri í vikunni.
FJÁRHAGSÁÆTLUN Grýtu-
bakkahrepps hefur nýlega verið
samþykkt, en samkvæmt henni er
gert ráð fyrir að tekjur hreppsins
verði 54.968.000 krónur og eru
rekstrargjöld áætluð 40.578.000
krónur, eða 73,8% af skatttekjum.
Áætlað er að verja rúmlega 26
milljónum króna til fjárfestinga á
árinu.
Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri
Grýtubakkahrepps sagði að bróð-
urparturinn af þeirri upphæð sem
ætluð væri til fjárfestinga færi í
byggingu sambýlis fyrir aldraða
sem nú væri unnið við, en í því húsi
yrði einnig heilsugæslustöð. Bygg-
ingin varð fokheld í nóvember síð-
astliðnum og er nú unnið við inn-
réttingar, en áætlað er að húsið
verði tekið í notkun næsta haust.
Alls mun hreppurinn verja
21.650.000 krónum í þetta verkefni
á árinu, eða nánast öllum þeim
fjármunum sem ætluð eru til fram-
kvæmda. I sambýlinu verður pláss
fyrir tíu manns og sagði Guðný að
töluverður áhugi væri á því meðal
eldri borgara í hreppnum að fá inni
í nýja húsinu. Þar verður einnig
heilsugæslustöð og greiðir ríkis-
sjóður 85% af kostnaði vegna
byggingar hennar, en sveitarfélag-
ið afganginn.
„í fjárhagsáætlun Grýtubakka-
hrepps eru ekki nema 10 þúsund
krónur settar undir liðinn óráðstaf-
að. Helst þyrftum við raunar að
nota hverja krónu tvisvar, en við
ætlum að vanda okkur afskaplega
vel þetta árið, enda má ekkert út af
bregða," sagði Guðný.
Styrkja framhaldsskólanema
Gert er ráð fyrir í áætluninni að
500 þúsund krónum verði varið til
að styrkja framhaldsskólanema úr
hreppnum til náms, en á liðnu ári
var samþykkt að styrkja þá íbúa
sveitarfélagsins sem stunduðu nám
í framhaldsskólum um 20 þúsund
krónur hvern. „Við höfum líkt og
aðrir á landsbyggðinni velt því fyr-
ir okkur hvað það væri sem erfið-
ast væri við að búa á svona stað og
niðurstaða okkar varð sú að það
væri dýrt að senda unglinga til
framhaldsnáms. Þó upphæðin sem
við gi’eiðum sé ekki há, teljum við
að viðleitnin sé góð, við viljum
styðja við bakið á okkar fólki í
þessum efnum,“ sagði Guðný.
Atvinna
á Norður-
löndum
UNGU fólki á aldrinum 18 til
26 ára gefst nú tækifæri til að
sækja um atvinnu á Norður-
löndunum, svokallað „Nor-
djobb“. Það er samvinnuverk-
efni Norðurlandanna og að
margra dómi eitt merkilegasta
framlag norrænu félaganna til
gagnkvæmra kynna ungs fólks
á Norðurlöndun.
Umsóknareyðublöð og nán-
ari upplýsingar liggja frammi
á Norrænu upplýsingaskrif-
stofunni að Glerárgötu 26 á
Akureyri. Umsóknarfrestur er
til 1. maí næstkomandi en því
fyrr sem sótt er um, því meiri
möguleikar.
Starfsfólk
ESSOá
námskeiði
STARFSMENN Olíufélagsins hf.,
Esso, á svæðinu frá Vopnafirði til
Varmahlíðar, alls um 50 manns,
komu saman á námskeiði á Foss-
hóteli KEA í vikunni. Þar var m.a.
farið yfir það helsta sem snýr að
starfinu og að gagni má koma. Alls
voru haldnir átta fyrirlestrar um
hin ýmsu mál og var gerður góður
rómur að. Áður hafa slík námskeið
verið haldin á Suðurlandi og í
Borgarnesi fyrir Vesturland og
næst liggur fyrir að lióa umboðs-
mönnum á höfuðborgarsvæðinu
saman að sögn Sigurðar Sigfús-
sonar svæðisstjóra. Síðar verður
efnt til samskonar námskeiða fyrir
starfsmenn á Austfjörðum og
Vestfjörðum.
Þórarinn var í þriðja sæti listans
fyrir síðustu kosningar og í öðru sæti
við kosningarnar þar á undan. Hann
hefur setið í ýmsum nefndum og ráð-
um á vegum flokksins, en hann hóf
afskipti af bæjarmálum fyrir 14 ár-
um og var um tíma formaður Fram-
sóknarfélags Akureyrar. „Það má
segja að nánast allur minn frítími
síðustu 14 ár hafi farið í bæjarmálin
og honum hefur að mörgu leyti verið
vel varið," sagði Þórarinn, en hann
vill nú rýma til á listanum fyrir nýju
fólki.
Hann er einn umsækjenda um
starf forstjóra Osta- og smjörsölunn-
ar en á sjöunda tug umsókna bárust
um starfið. Umsóknarfrestur rann út
um miðjan janúar en ekki hefur ver-
ið ráðið í stöðuna. Þórarinn sagði að
burtséð frá því hvort hann eða ein-
hver annar hlyti stöðuna hefði hann
nú ákveðið að draga sig í hlé. „Eg
ætla ekki að lýsa því yfir að ég sé
hættur öllum afskiptum af pólitík, ég
held maður hætti aldrei í pólitíkinni,
hún er lífið sjálft og á meðan maður
er þátttakandi í því er ég til í allt,“
sagði Þórarinn.
Að horfa á aðra
stunda íþróttir
Hann sagði aldrei að vita nema
hann tæki á ný þátt í bæjarmálum og
hann væri til í að vinna í nefndum
væri til þess vilji innan flokksforyst-
unnar. „Ég er sannfærður um að að
því kemur að Eyjafjörður sameinist í
eitt sveitarfélag og þá væri vissulega
freistandi að taka þátt í stjórnmálun-
um afta’,“ sagði Þórarinn.
Framundan sagði hann að auk sinna
aðalstarfa sem samlagsstjóri hjá
Mjólkursamlagi KEA væri að sinna
fjölskyldu og áhugamálum. Fyrir ut-
an veiðistöng, hnakk og golfsett sem
að mestu hefði legið óhreyft í bfl-
skúrnum sagði Þórarinn að sitt aðalá-
hugamál væri að horfa á aðra stunda
íþróttir í sjónvarpi. „Og ég get vel
hugsað mér að stunda það áhugamál í
ríkari mæli en verið hefur.“