Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ _________________ERLENT______________ HILLARY BÝÐUR ANDSTÆÐINGUM BIRGINN BILL Clinton vann í gær að undirbúningi stefnuræðu sinnar, sem hann flutti í nótt, og formlegar vitnaleiðslur vegna rannsóknar sak- sóknarans Kenneths Starrs hófust. Hillary Clinton kom fram í morgunþætti sjónvarps- stöðvarinnar NBC og sagðist telja samsæri hægriafla er vildu tortíma hinum pólitísku áformum Clintons liggja að baki ásökunum síð- ustu daga. Pólitískir andstæðingar Clintons hvöttu forsetafrúna til að draga þetta samsæri fram í dagsljósið. Sögusagnir um að vitni hefði fundist að ástarfundum Clintons og Monicu Lewinsky í Hvíta húsinu voru dregnar til baka. I bandarískum fjölmiðlum fór jafnframt að gæta aukinnar sjálfsgagnrýni. í helstu blöðum Bandaríkjanna mátti finnar greina þar sem sagt var að vegna þess gífurlega hraða er hefði ein- kennt fréttakapphlaupið í málinu hefðu fjömiðl- ar slakað á kröfum sínum varðandi áreiðanleika upplýsinga. Á meðan hélt William Ginsburg, lögmaður Lewinsky, áfram viðræðum sínum við Starr um að hún yrði ekki ákærð fyrir meinsæri gegn því að veita upplýsingar um samband sitt við forsetann. P I HILLARY Á NBC „Höfum verið sökuð um allt, þar með talið morð“ Reuters Forsetafrú til varnar HILLARY Rodham Clinton forsetafrú kom andi sagði „þar sem er reykur...“ tók forseta- manni sínum til varnar í morgunþætti NBC í frúin af honum orðið og lauk setningunni „er gærmorgun. Þegar Matt Lauer þáttasljórn- enginn eldur“. Hillary Rodham Clinton varði mann sinn með oddi og egg í sjónvarpsvið- tali í gærmorgun. Sagði hún sig og mann sinn fórnar- lömb víðtæks hægra-samsæris og að þau biðu þolinmóð eftir því að sannleik- urinn kæmi í ljós. HILLARY Rodham Clint- on hefur undanfarna daga staðfest álit þein-a sem telja hana hörkutól, sem láti sér í engu bregða við ásakanir á borð við þær sem nú eru bornar á eiginmann hennar, _ Bill Clinton Bandaríkjaforseta. I gærmorgun kom hún fram í beinni útsendingu á NBC-sjónvarpsstöðinni, þar sem hún varði mann sinn með oddi og egg. Hún neitaði hins vegar að tjá sig um einstök atriði þeirra ásak- ana sem bornar eru á hann um framhjáhald. Fátt kom á óvart í viðtalinu á NBC. Forsetaírúin ítrekaði ásak- anir sínar um að andstæðingar for- setahjónanna á hægrivængnum stæðu að baki mikilli ófrægingar- herferð á hendur þeim. „Við höfum verið sökuð um allt, þar með talið morð, af nokkrum þeirra sömu og standa að baki þessum ásökunum,“ sagði Hillary og visaði þar til full- yrðinga um að Vincent Foster, lög- fræðingur og vinur forsetahjón- anna, hefði verið myrtur en ekki framið sjálfsmorð eins og niður- staða rannsóknar stjórnvalda varð. Sagði hún aðförina að forsetanum „tilraun til að afmá úrslit tveggja kosninga“ og að þegar öll atriði málsins væru komin upp á yfirborð- ið hefðu „sumir mikið að svara fyr- ir“. „I tilfellum sem þessum er best að vera þolinmóður, draga djúpt að sér andann og sannleikurinn mun koma í ljós. Ég er reiðubúin að bíða þolinmóð þar til sannleikurinn kemur í ljós.“ Sagði forsetafrúin að hún og eiginmaður hennar hefðu verið fómarlömb „víðtæks hægra- samsæris". „Getum ekkert gert til að beij- ast gegn þessu fárviðri" Forsetafrúin sagði að ásakanirn- ar á hendur forsetanum hefðu kom- ið sér og eiginmanni sínum mjög á óvart. „Hann vakti mig á miðviku- dagsmorgun og sagði“. þú munt ekki trúa þessu, en „ - og þá sagði ég: „Hvað er þetta?“ Svo þetta kom mjög á óvart.“ Hún sagði að hún og maður hennar hefðu rætt ásakanirnar í þaula og að ýmislegt ætti eftir að koma í ljós. Nú gengi miffið æði yf- ir, fólk léti ýmis orð falla, sögusagn- ir og aðdróttanir, og að löng reynsla hennar hefði kennt henni að best væri að bíða þess þolinmóð að sannleikurinn kæmi í Ijós. „En við getum ekkert gert til að berjast gegn þessu fárviðri sem geisar þarna úti. . . Nú er mikilvægast að vera eins örugg og ég get, segja að forsetinn hafi neitað þessum ásök- unum, öllum þeirra, fortakslaust, og bíða átekta og sjá hvernig hlut- h-nir þróast." Hillary kvaðst oft hafa verið spurð að því hvernig hún gæti verið svona róleg. „Ég geri ráð fyrir að ég hafi gengið svo oft í gegnum þetta . . . Það er ekki svo að ég sé ónæm heldur miklu fremur það að ég hef mikla reynslu í hinu óheppi- lega, illgirnislega baktjaldamakki í bandarískum stjórnmálum." „Fólk ætti að staldra við og hugsa um hvað við erum að gera... Ég hef miklar áhyggjur af þeim að- ferðum sem beitt er og hinni ofsa- legu pólitísku dagskrá sem hér um ræðir.“ Starr í bandalagi við andstæðinga forsetans Kenneth Starr saksóknari, sem rannsakar málið gegn forsetanum, fékk kaldar kveðjur frá forseta- frúnni. „Þetta hófst sem rannsókn á misheppnuðum lóðaviðskiptum. Ég sagði öllum árið 1992 að við hefðum tapað peningum . . . það var satt. Við fáum saksóknara sem er knú- inn áfram af pólitískum skoðunum sínum og er í bandalagi við and- stæðinga eiginmanns míns á hægri- vængnum en þeir hafa bókstaflega eytt fjórum árum í að kanna hvert einasta símtal sem við höfum átt, hverja ávísun sem við höfum skrif- að, krafsað í leit að skít, ógnað vitn- um, gert allt sem hægt er til að reyna að draga fram einhverjar ásakanir á hendur eiginmanni mín- um.“ Sagði forsetafrúin það „afar óheppilega röð atvika" sem hefði leitt til þess að réttarkerfið væri notað til að ná fram pólitískum markmiðum. Sá þriggja manna dómstóll, sem veitt hefði Starr um- boð til að láta rannsókn sína ná til Lewinsky, „er undir forsæti manns sem var skipaður af Jesse Helms og Laueh Faircloth [sem báðir eru repúblíkanar].“ Aðspurð um það að Janet Reno dómsmálaráðherra hefði samþykkt breytt starfssvið Starrs, sagði Hillary að hún hefði samþykkt það vegna þess að hún vildi ekki að svo liti út sem hún hefði afskipti af rannsókninni. Forsetinn „einstaklega örlátur“ Hillary kvaðst ekki vita til þess að hún hefði hitt Monicu Lewinsky, sem fullyrt hefur í samtölum við vinkonu sína að hún hafí átt í kyn- ferðissambandi við forsetann. Þá sagði Hillary að Clinton hefði aldrei minnsta á Lewinsky áður en málið hefði komið upp. Aðspurð um hvort hún teldi að forsetinn hefði fært Lewinsky gjafír, sagði Hillary mann sinn félagslyndan og afar gjafmildan. „Ég tel að það sé mögulegt. Auð- vitað. Allir sem þekkja eiginmann minn vita að hann er einstaklega örlátur maður, við þá sem hann þekkir, við ókunnuga, við alla í kringum hann. Ég hef séð hann taka af sér bindið og rétta það ein- hverjum.“ Sagði forsetafrúin að hegðun forsetans, hvernig hann kæmi fram við fólk, myndi „án efa útskýra þetta allt“. Þegar þáttastjórnandinn sagði „þar sem er reykur...“ tók forseta- frúin af honum orðið og lauk setn- ingunni „er enginn eldur“. Bætti hún því við að forsetahjónin hefðu verið gift í 22 ár „og á þeim tíma hef ég lært að einu manneskjumar sem skipta máli í hjónabandi eru þær tvær, sem eru í því ... Við vitum allt sem vert er að vita um hvort annað og við sMljum og sættum okkur við og elskum hvort annað ... Ég þekki hann betur en nokkur annar sem er á lífí nú, svo ég vona að ég sé hans besti verjandi." Hillary kvaðst hins vegar alls ekki stýra eða sMpuleggja vörn for- setans eða vera aðalverjandi hans. „Hann hefur á að skipa mjög hæf- um lögmönnum og hæfu fólki 1 Hvíta húsinu og á marga góða vini utan Hvíta hússins." „Veit ekki hvað kallar á þennan fjandskap" Forsetafrúin kvaðst ekki vita hvað það væri í fari eiginmanni síns sem kallaði á svo mikinn fjandskap, en hún hefði orðið vitni að slíku í 25 ár. „Ég tel þetta vera orrustu. Ég meina, horfðu á fólMð sem er flækt í þetta. Það hefur stungið upp koll- inum í öðrum málurn." Er Hillary var spurð um líðan dóttur þeirra hjóna, Chelsea, sagði hún að henni liði vel og kvaðst vera þakklát þeim sem hefðu gert henni Meift að halda áfram að vera ný- nemi. „Við tölum miMð saman. Bill og ég höfum talað miMð við hana ... Ég sagði Chelsea þegar hún var barn að þetta myndi gerast. . . . Hún hefur orðið vitni að mörgum dæmum um þetta á sinni stuttu ævi. Svo það er ekki ánægjuleg lífs- reynsla, en hún hefur veitt henni þann grunn sem er nauðsynlegur til að geta séð um hvað þetta snýst og komast í gegnum það.“ „Hefur verið þess virði“ Þegar Hillary Clinton var spurð hvort að almenningur ætti að krefj- ast afsagnar forseta, hefði hann gerst sekur um framhjáhald og að ljúga til um það, svaraði hún: „Hann [almenningur] ætti að sjálfsögðu að hafa af því áhyggjur." Er spurning- in var ítrekuð, sagði Hillary. „Eg held það - ef allt reyndist vera satt, þá teldi ég það mjög alvarlegt af- brot. Það verður ekM sannað. Ég held að við munum komast að öðru. Og ég held að þegar allt þetta verð- ur sett í samhengi, og við lítum á þá sem tengjast málinu, lítum á hvað rekur þá áfram og bakgrunn þeirra, skoðum fyrri hegðun þeirra, muni sumir þurfa að svara fyrir margt.“ Forsetafí-úin sagði atburði síð- ustu daga hafa verið „óhugnanlega þolraun og hún hefur krafist alls þess trúarstyrks og andlegrar getu sem við Bill búum yfir. Þetta hefur verið ótrúlega persónuleg áskorun." Hún lagði áherslu á þann árang- ur sem forsetinn hefði náð í efna- hagsmálum, félagsmálum, skóla- málum og baráttunni gegn glæp- um. „Þegar ég ber saman hverju hann hefur áorkað, vonina sem hann hefur gefíð fólM og hvernig efnahag- urinn hefur skapað tæMfæri íyi'ir fólk, saman við það sem við höfum gengið persónulega í gegnum, tel ég það vera þess vii-ði... Hvort ég óski þess að við værum ekM uppi á þeim tímum sem fólk er svo vont og ill- gjarnt? Auðvitað. En veistu, það er mannlegt eðli, svo maður tekur það góða með hinu illa og það góða hef- ur algerlega vinninginn." ! \ i i \ i \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.