Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVTKUDAGUR 28. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ásdís
ÁSTA B. Þorsteinsdóttir, fyrsti varaþingraaður Alþýðuflokksins í
Reykjavíkurkjördæmi, tók í gær fast sæti á Alþingi í stað Jóns Bald-
vins Hannibalssonar, sendiherra Islands í Bandaríkjunum.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra á Alþingi í gær
Frumvarp vegna
lækniskostnaðar
kynnt ríkisstjórn
Alþingi kemur
saman að nýju
Ásta B.
tekur
sæti Jóns
Baldvins
ALÞINGI kom saman á ný síðdeg-
is í gær eftir i-úmlega mánaðar hlé.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
las í upphafí þingfundar upp úr for-
setabréfi um að AJþingi skuli koma
saman að nýju til framhaldsfunda.
Bauð hann því næst forseta Al-
þingis og alþingismenn velkomna
til þingstarfa.
Asta B. Þorsteinsdóttir, fyrsti
varaþingmaður Alþýðuflokksins í
Reykjavíkurkjördæmi, tók í gær
fast sæti á Alþingi í stað Jóns
Baldvins Hannibalssonar, sendi-
herra Islands í Bandaríkjunum,
sem afsalaði sér þingmennsku frá
og með síðustu áramótum. Verður
Ásta 15. þingmaður Reykjavíkur-
kjördæmis, en Össur Skarphéð-
insson 9. þingmaður Reykjavíkur-
kjördæmis.
Þá tók Ólafur Öm Haraldsson,
þingmaður Framsóknarflokks,
sæti sitt á Alþingi að nýju í gær.
Auk þess tilkynnti forseti Alþingis
mannaskipti í fastanefndum AI-
þingis. Sighvatur Björgvinsson,
þingflokki jafnaðarmanna, tók
sæti í efnahags- og viðskiptanefnd,
en hættir í sjávarútvegsnefnd og
iðnaðarnefnd. Svanfríður Jónas-
dóttir, þingflokki jafnaðarmanna,
tók sæti í sjávarútvegsnefnd en
hætti sem varamaður í utanríkis-
málanefnd. Gísli S. Einarsson,
þingflokki jafnaðarmanna, tók
sæti í iðnaðarnefnd en hætti í um-
hverfisnefnd og Ásta B. Þorsteins-
dóttir tók sæti í umhverfisnefnd og
verður jafnframt varamaður í ut-
anrikismálanefnd.
INGIBJORG Pálmadóttir heil-
brigðis- og tryggingaráðherra lagði
fram frumvarp til laga um breyt-
ingu á lögum um almannatrygging-
ar á fundi ríkisstjórnar í gærmorg-
un, en í því er lagt til að þeir sjúk-
lingar sem hafi leitað til samnings-
lausra sérfræðilækna vegna kjara-
deilu þeirra fái læknisþjónustuna
endurgreidda frá Tryggingastofn-
un, í sama hlutfalli og áður, þegar
samningar nást. Sjúklingar þeirra
sérfræðilækna sem ekki semja við
Tryggingastofnun fá hins vegar
ekki endurgreitt, samkvæmt frum-
varpinu. Þetta kom fram í máli heil-
brigðis- og tryggingaráðherra við
fyrir- spurn Jóhönnu Sigurðardótt-
ur, þingflokki jafnaðarmanna, á Al-
þingi í gær. Sagðist ráðhen-a gera
ráð fyrir því að frumvarpið yrði
lagt fram á Alþingi á næstu dögum.
Jóhanna taldi hins vegar að með
því að koma ekki
til móts við sjúk-
linga þeirra
lækna sem ekki
myndu semja
væri verið að
bijóta lög um
réttindi sjúk-
linga. Auk þess
væri verið að
brjóta á stjórnar-
skránni þar sem
kveðið væri á um
að öllum skuli tryggður réttur til
aðstoðar vegna sjúkleika. Ennfrem-
ur sagði Jóhanna, að óheimilt væri
að mismuna sjúklingum eftir efna-
hag. „Þess vegna tel ég að ráðherra
þurfi að endurskoða þá afstöðu sína
að sjúklingar sem leita til sérfræð-
inga sem ekki nást samningar við
skuli ekki fá neina endurgreiðslu,“
sagði hún.
Ingibjörg
Pálmadóttir
Alþingi
Oagskrá
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.
13.30 miðdegis. Fyrst eru teknar
fyrir eftirfarandi fyrirspurnir til
ráðherra.
1. Til utanríkisráðherra: Minnis-
raerki um breska sjdmenn á
Vestfjörðum.
2. Til heilbrigðisráðherra: Vasa-
peningagreiðslur til lífeyris-
þega.
3. Til heilbrigðisráðherra: Fjölda-
takmarkanir við Háskdla Is-
lands.
4. Til menntamálaráðherra:
Fjöldatakmarkanir við lækna-
deild Háskdla íslands.
5. Til menntamálaráðherra: Um-
sdkn Friðar 2000 um leigu á
skdlahúsnæði.
Þá verða eftirfarandi mál á
dagskrá:
1. Leiklistarlög. Frh. 1. umr. (At-
kvgr.)
2. Framlialdsskölar. Frh. 1. umr.
(Atkvgr.)
3. Nýbygging fyrir Framhalds-
skdlann í Austur-Skaftafell-
sýslu. Fj’h. fyri'i umr. (Atkvgr.)
4. Agi í skdlum landsins. Frh.
fyrri umr. (Atkvgr.)
5. Styrktarsjöður námsmanna.
Frh. fyrri umr. (Atkvgr.)
6. Miðstöð háskdla- og endur-
menntunar á Austurlandi. Frh.
fyrri umrJAtkvgr.)
7. Almannatryggingar. Frh. 1.
umr. (Atkvgr.)
8. Þjönustugjöld í heilsugæslu.
Frh. 1. umr. (Atkvgr.)
9. Almannatryggingar. Frh. 1.
umr. (Atkvgr.)
10. Textun íslensks sjdnvarpsefnis.
Fyrri umr.
11. Almannatryggingar 1. umr.
12. Fæðingarorlof. 1. umr.
uiaumi stutt
Lögbrot við gjaldþrot til
kynnt lögreglustjóra
LAGT hefur verið fyrir Alþingi
frumvarp sem gerir ráð fyrir þeirri
breytingu á lögum um gjaldþrota-
skipti að skiptastjdra beri að til-
kynna lögreglustjdra en ekki rfkis-
saksdknara um atvik sem hann tel-
ur geta gefið tilefni til rökstudds,
gruns um að þrotamaður eða aðrir
kunni að hafa gerst sekir um refsi-
vert athæfi.
í greinargerð með frumvarpinu
segir að eðlilegt þyki að þeirri
meginstefnu sé fylgt að kærum
vegna refsiverðra brota sd beint til
lögreglu og að skráning þeirra sd
sem mest á einni hendi. „Sú skipan
horfir til skilvirkari meðferðar
mála þessarar tegundar," segir í
greinargerðinni.
Morgunblaðið/Ásdís
Hugmyndir um fæðisgjald á spítölum gagnrýndar
Ætla að ná 92 milljónum
króna með gjaldinu
Olafur
• •
Orn kom-
inn heim
MARGIR þurftu að ræða við
Ólaf Örn Haraldsson, alþingis-
mann Framsóknarflokksins, við
upphaf þingfundar í gær, en
OÍafur Orn er nýkominn af suð-
urpdlnum ásamt félögum sinum
Haraldi Ólafssyni og Ingþdri
Bjamasyni. Ólafur G. Einarsson,
forseti Álþingis, bauð Ólaf sér-
staklega velkominn og minnti á
að íslenskir ajþingismenn færu
víða. Félagi Ólafs í Framsóknar-
fiokknum, Jdn Kristjánsson for-
maður fjárlaganefndar, var
einnig ánægður með hvað vel
Ólafi gekk á Suðurskautslandinu.
ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þingflokki
jafnaðarmanna, gagnrýndi á Alþingi
í gær, áform sem hún sagði nú vera
uppi innan stjórna ríkisspítalanna
um að leggja á svokallað fæðisgjald á
sjúklinga spítalanna. Samkvæmt
þeim hugmyndum ætti að leggja
þúsund króna gjald á hvern sjúkling
fyrstu tíu dagana sem hann lægi á
sjúkrahúsinu. Sagði hún að sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem hún
hefði undir höndum gerðu menn ráð
fyrir því að fá um 92 milljónir króna í
tekjur af þessu gjaldi. Forsætisráð-
herra sagði í svari að málið hefði ekki
verið rætt innan ríkisstjómarinnar
og kvaðst ekki ætla að taka afstöðu
til tillagna sem hann hefði ekki séð.
Ásta hóf máls á þessum hugmynd-
um í fyrirspurnartíma á Alþingi og
spurði hvort þessar tillögur væru
með vitund og vilja forsætisráð-
herra. „Er það samþykkt stefna rík-
isstjómarinnar að rukka sjúklinga
um þúsund krónur á dag fyrir fæði
sitt og það jafnvel þótt þeir séu
fastandi," spurði hún meðal annars.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
svaraði því til að þessi áform hefðu
ekki verið rædd í ríkisstjórn.
Þá spurði Ásta hvort forsætisráð-
herra myndi beita sér fyrir því að
koma í veg fyrir að „slíkur skattur
yrði lagður á sjúklinga". Svaraði ráð-
herra því til að það hefði aldrei gerst
svo hann vissi tÖ að forsætisráðherra
hefði haft afskipti af málum sem
væru á undirbúningsstigi í stjórnar-
nefnd ríkisspítalanna. Ásta fullyrti
hins vegar að umrædd áform væru
nánast komin á „afgreiðsiustig" í
stjómarnefndinni.