Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Oddviti sjálfstæðismanna á Húsavík Vill skoða sameiginlegt framboð B- og D-lista SIGURJÓN Benediktsson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins á Húsavík, telur koma til greina að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur bjóði fram saman í sveitarstjómarkosningunum í vor. Þetta hefur ekkert verið rætt við framsóknar- menn enn sem komið er, en Stefán Haraldsson, oddviti flokksins á Húsavík, segist ekld hafna þessu fyrirfram. „Eg hef sett fram þessa hugmynd. Því er ekki að neita að ýmsar aðstæður hafa ýtt á að menn skoði þetta í fullri alvöru. Minnihlutaflokkamir í bæjarstjórn Húsavíkur em að renna saman í eina fylkingu, að því er virðist. Ef menn em að fara í kosningabaráttu með það að markmiði að ná meirihluta og ætla ekki að starfa með öðram þá er ekki óeðlilegt að keppinautarnir skoði hvemig þeir geti bmgðist við,“ sagði Sigurjón. Siguijón sagðist ekki hafa rætt þetta á form- legum fundi í Sjálfstæðisfélagi Húsavíkur. Hann sagðist hins vegar ætla að gera það og kanna undirtektir. Ef þær yrðu jákvæðar sagðist hann reikna með að leggja fram tillögu um að fram- sóknarmönnum verði sent formlegt erindi um viðræður. Málið hefur ekki verið rætt Sigurjón sagði að sjálfstæðismenn hefðu hafið undirbúning fyrir komandi kosningar og hefðu m.a. gert skoðanakönnun um fylgi við frambjóð- endur. Stefán Haraldsson sagði að engin umræða um sameiginlegt framboð hefði farið fram meðal framsóknarmanna á Húsavík. Hann sagðist hafa heyrt af þessari hugmynd Sigurjóns, en sagðist ekki sjá ástæðu til að bregðast við henni með neinum hætti meðan ekki lægi fyrir hvort einhver alvara lægi að baki. Aðspurður sagðist hann ekki hafna hugmyndinni fyrirfram. Málið væri einfaldlega órætt. Framsóknarmenn em með þrjá bæjarfulltrúa í bæjarstjóm Húsavíkur og mynda meirihluta með tveimur sjálfstæðismönnum. I minnihluta em þrír menn Alþýðubandalagsins og óháðra og einn alþýðuflokksmaður. Myndataka | með aðstoð lögreglu og slökkviliðs i NEMENDUM og kennurum Menntaskólans í Reykjavík var safnað saman fyrir utan skóla- húsið í gærmorgun fyrir mynda- töku fyrir skólablaðið. Hugmyndaríkir ljósmyndarar á vegum ritstjómar skólablaðs- ins fengu lánaðan kranabíl slökkviliðsins í Reykjavík og létu hann hífa sig til lofts til að geta fengið hentugt sjónarhom á myndefnið. Lögreglan í Reykjavík kom einnig til aðstoð- | ar og stöðvaði almenna umferð um Lækjargötu í þágu mynda- tökunnar. Ynrlæknir á Vogi segir skort á rýmum fyrir skyndiþjónustu áfengissjúklinga Allt að 300 sjúkl- mgar á „TIL okkar kemur oft fólk í and- dyrið, örvita af drykkju, sem vill leggjast inn og verðum við yflrleitt að vísa því frá en þó kemur fyrir að við tökum slíka sjúklinga beint inn,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfír- læknir á Vogi, sjúkrahúsi SÁÁ, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að á biðlista á Vogi hafi verið allt að 300 manns en um þessar mundir sé verið að skilgreina hann nánar með tilliti til forgangsröðunar. Allt að tveggja vikna bið í meðferð Þórarinn sagði að Vogur annaði ekki þörf á þeirri skyndiþjónustu sem iðulega væri þörf fyrir á höfuð- borgarsvæðinu og sagði ástandið hafa versnað frá árinu 1995. Fólk á biðlista segir hann hafa verið skil- greint þannig að sumir væm í mjög brýnni þörf, aðrir í brýnni þörf og enn aðrir í þörf. „Biðin getur verið ein til tvær vikur hjá þeim sem em að sækja um meðferð í fyrsta sinn en lengri hjá þeim sem hafa verið áður. Á Vogi em 60 sjúkrarúm og eftir fyrstu meðferð þar era sjúkl- ingar vistaðir ýmist á Staðarfelli, Vík eða á göngudeild. Um tvö þús- und innritanir eru á Vogi á ári hverju. Þórarinn segir að um helm- biðlista ingur sjúklinga komi af sjálfsdáðum eða fyrir brýningar fjölskyldunnar en hluti hópsins kemur frá læknum og enn aðrir koma eftir fyrstu dvöl á öðmm spítala. Sagði Þórarinn hér bæði um að ræða fólk í vanda vegna áfengis og/eða annarra vímuefna. Biðlisti líka á Ríkisspitölum Áfengis- og vímuefnasjúklingar em einnig vistaðir á deildum Ríkis- spítala og heimili Hvítasunnusafn- aðarins, Hlaðgerðarkot, annast og þjónustu við þá. Jóhannes Berg- sveinsson, yfirlæknir á geðdeild Ríkisspítala, tjáði Morgunblaðinu í gær að meðferð færi fram á nokkmm stöðum: Á deild 33A í geð- deildarbyggingu Landspítala sem væri 15 rúma afeitrunar- og fjöl- kvilladeild, deild 32E sem væri göngudeild, deild 16 eða Teigi þar sem er dag- og kvöldmeðferð auk 10-12 rúma á sjúkrahóteli sem yfir- leitt væm full, og á Gunnarsholti færi fram langtímameðferð þar sem dveldust að jafnaði 27-30 sjúklingar. Yfirlæknirinn sagði reynt að hafa biðlista sem allra stysta, enda væm deildimar ekki stórar. Á ári hverju fara nokkur hundmð manns í gegn á deildunum samanlagt. Morgunblaðið/Kristinn Sjómannasambandið um hærri skiptahlut vegna olíuverðs Lýsir lágkúrulegum málflutningi LÍIJ i i i i I i i i i l i Blaðanefnd lauk ekki störfum BLAÐANEFND þingflokkanna, sem falið var að úthluta útgáfu- styrkjum úr 130 milljóna króna fjárveitingu til þingflokkanna, lauk ekki störfum á fundi í gærkveldi eins og stefnt hafði verið að. Morgunblaðið náði ekki tali af Kjartani Gunnarssyni, formanni nefndarinnar, í gær en Egill Heið- ar Gíslason, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sem er einn nefndarmanna, sagði að ákveðið hefði verið að hittast að nýju á fimmtudag og fara yfir málið. Hann vildi ekki tjá sig um stöðu þess að öðm leyti en því að vonandi fengist niðurstaða á fimmtudag. Eins og fram hefur komið hefur Kvennalistinn gert ágreining um það hvort Kristín Ástgeirsdóttir al- þingismaður, sem sagði sig úr Kvennalistanum, eigi rétt á 1.880 þúsund króna útgáfustyrk. Tilbúinn skíðasvæði ísaQörður. Morgunblaðið. LÍKT og aðrir landsmenn hafa Vestfirðingar lítið orðið varir við snjó það sem af er vetri. Flestir þeirra era ánægðir með tíðarfarið en aðrir, s.s. skíðaáhugamenn, era orðnir þreyttir á ástandinu, enda hafa þeir lítið sem ekkert getað stundað skíðin í vetur. Þrátt fyrir snjóleysið hafa Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson snjór á Isfirðinga starfsmenn skíðasvæðisins á Selja- landsdal ekki gefist upp og hafa í því sambandi fengið til liðs við sig öfluga vél til framleiðslu á snjó. Hefiir vélinni verið beint að þeim stöðum við lyftur svæðisins þar sem þörf er á miklum snjó, með þeim árangri að nú hefur verið hægt að opna svæðið almenningi. SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Islands, segir málflutning LIU um hærri skipta- hlut sjómanna vegna olíuverðs- lækkimar lágkúmlegan. LIU taki sögulegt lágmark skiptahlutar og framreikni það til dagsins í dag. Frá því samningar hafi verið gerð- ir síðast, um mitt ár 1995, hafi skiptahluturinn að jafnaði verið mun lægri. Allt síðasta ár hafi skiptahluturinn t.a.m. verið að meðaltali 74,7%. Sævar segir að þegar samningai- vom undirritaðir 1995 hafi skipta- hluturinn verið 76%. Þess vegna megi allt eins halda því fram að sjómenn hafi sætt um 8% lækkun á launum á ámnum 1996 og 1997 þegar skiptahluturinn var að með- altali 74,3% og 74,7%. Fyrir samn- ingana 1995 komst skiptaverð aldrei upp fyrir 76%. Þá var samið um breytingu á dollaraviðmiðun og segir Sævar það hafa leitt til þess að sjómenn hafi í fjóra mánuði á þriggja ára samningstímabili feng- ið 77% skiptahlut. Engin breyting á kjörum sjómanna „Framsetningin er lágkúraleg. Breytingin á kjöram sjómanna vegna olíuverðs er nefnilega engin frá því síðustu kjarasamningar vom gerðir. Jafnvel þótt tveir fyrstu mánuðir þessa árs séu tekn- ir með þá er fjarri lagi að ætla að sjómenn hafi notið góðs af lækkun olíuverðs. Ég veit ekki hvort sjó- menn njóta nokkurn tíma 77% k skiptahlutar fyrir febrúarmánuð því það getur verið komið verkfall P þá og skiptahluturinn kominn nið- | ur í 72-73% vegna breytinga á olíu- verði þegar um semst,“ sagði Sævar. 1 i \ i L Laugavegur endurnýjaður BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt tillögu Innkaupastofn- unar Reykjavíkurborgar um að taka rúmlega 122,5 millj- óna króna tilboði lægstbjóð- anda, Istaks hf., í endumýjun á Laugavegi milli Frakkastígs og Barónsstígs. Tvö fyrirtæki, ístak hf. og Völur hf., tóku þátt í útboðinu, sem var lokað, og er tilboð ístaks 30,7% ýfir kostnaðar- áætlun en tilboð Valar hf. 7% hærra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.