Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.01.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR'1998 33 j i j i I ; I j I 1 I I : I s i s AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Við bjóðum Helga Pétursson vel- kominn til starfa Alþýðuflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkur Islands, hefur verið lánsamur að undan- förnu. Flokknum hefur bæst liðsstyrkur margra gegnra ein- stakhnga úr ólíkum og stundum óvæntum kimum samfélagsins. A þessu eru ýmsar skýringar, en einkum þó sú að með auknu streymi upplýsinga hefur þörfin fyrir skynsamlegar og rétt- látar umbætur í þjóð- félaginu orðið fólki mun ljósari, og þá um leið sú staðreynd að á Islandi era jafnaðai-menn einir íslenskra stjórnmálamanna þess megnugir að fá áorkað slíkum breytingum. Aðrir eru bundnir á klafa sérhags- munahyggju. Umbjóðendur sér- hagsmunanna undir forystu Sjálf- stæðisflokksins hafa náð að villa á sér heimildir áram og áratugum saman og þóst vera að gæta hags- muna alls þorra Islendinga þó að raunin hafí verið öll önnur. Þessi staðreynd er nú fyrst að renna upp fyrir stórum hluta almennings í landinu. Fyrir okkur Alþýðuflokksfólk er það sérstakt ánægjuefni að við höfum undanfarið fengið til liðs við okk- ur margt ágætisfólk bæði úr Alþýðubanda- lagi, Þjóðvaka og nú síðast Framsóknar- flokki. Það er mikill fengur að þeim Astu Ragnheiði Jóhannes- dóttur og ekki síður Helga Péturssyni. Þeim skal báðum árn- að heilla og óskað vel- farnaðar í störfum sínum. Innan fárra daga mun hinn nýbakaði Alþýðuflokksmaður Eg hef fylgst með störf- um Helga Péturssonar, segir Jakob Frímann Magnússon, og tel að þar fari mætur drengur sem er treystandi til góðra verka. Helgi Pétursson taka þátt í próf- kjöri Reykjavíkurlistans. Helgi hefur starfað með miklum ágæt- um sem varaborgarfulltrúi undan- Jakob Frímann Magnússon Kolbeinn Proppé - fulltrúi nýrra viðhorfa ÞÓTT umhverfísmál hafi ekki orðið að al- vöramáli í íslenskri stjómmálaumræðu fyrr en tiltölulega ný- lega hafa þau verið í brennidepli allan þann tíma sem yngstu þátt- takendur í próíkjöri Reykjavíkurlistans í Reykjavík hafa gefið sig að henni. Það má einnig fullyrða að fyrir þessari nýju kynslóð íslenskra stjórnmála- manna séu málefni umhverfisins meira al- vöramál en þeim sem Sigþrúður Gunnarsdóttir Ég treysti Kolbeini til þess að standa vörð um umhverfi mitt, segir Sigþrúður Gunnarsdótt- ir, og hvetur stuðnings- menn R-hstans til að fjölmenna í prófkjörið. eldri eru, einfaldlega vegna þess að það er fyrst nú sem þarf að bregð- ast við af alvöru, taka erfiðar ákvarðanir til að vernda umhverfíð, oft á kostnað einhvers sem áður þótti sjálfsagt. Einn þessara ungu frambjóðenda er Kolbeinn Óttars- son Proppé. Hann hefur lýst því yf- ir að hann vilji halda áfram þeirri stefnu sem Reykjavíkurlistinn hef- ur fylgt á yfirstandandi kjörtíma- bili, að gefa umhverfismálum raun- veralegt vægi þegar teknar era ákvarðanir um skipulag borgarinn- ar. Nýlega staðfesti umtiveifisráð- herra nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavíkur- borg, það fyrsta sem unnið er undh' póli- tískri stjóm Reykja- víkurlistans. Þótt það hafi ekki farið hátt markar þetta skipulag tímamót í sögu um- hverfisvemdar í höf- uðborginni. Með því er í fyrsta skipti leitað að raunveralegum lausn- um á þeirri klemmu sem ætíð myndast milli þarfa sívaxandi borgar sem vill bjóða upp á góða þjónustu og þarfa fólksins sem byggir hana fyrir náttúra, kyrrð og heilsusamlegt andrúmsloft. Það gef- m- auga leið að þessi ólíku sjónai’- mið verða aldrei sætt að fullnustu en við undirbúning nýja aðalskipu- lagsins var unnið markvisst að því að finna lausnir sem era viðunandi fyrir umhverfi okkar. Jafnfi-amt var mótuð stefna sem þjónar ekld bara notendum einkabílsins og tryggir að í framtíðinni muni umhverfismál skipta máli fyrir allar ákvarðanir um skipulag í borginni. Til þess að fylgja eftir þessari metnaðarfullu stefnu þarf fólk sem trúir á hana. Trúir að umhverfið sé raunveralega þess virði að tekið sé tillit til þess. Eg treysti Kolbeini til þess að standa vörð um umhveifi mitt og um leið og ég hvet stuðn- ingsmenn Reykjavíkurhstans til að fjölmenna í prófkjörið laugardag- inn 31. janúar leyfi ég mér að benda á þennan verðuga fulltrúa nýrra tíma. Merktu við Kolbein á kjörseðlinum þínum. Sigþrúður Gunnarsdóttir er fulltrúi Reykjavíkurlistans í Umhverús- málarúði Reykjavfkur. farin fjögur ár. Víðtæk starfs- reynsla hans og yfirsýn hefur reynst og mun áfram reynast Reykjavíkurlistanum heilladrjúgt veganesti. Með fingur á púlsi samfélagsins Hann skilur „túrisma“ betur en flestir og þá geysilegu tekju- og vaxtarmöguleika sem sú atvinnu- gi-ein býður upp á ef rétt er á hald- ið. Aðalstarf hans er enn á þeim vettvangi. Hann skilur „kúltúr“, mikilvægi og margbreytileika þess mála- flokks. Það veitti ekki af fleiri slík- um stjórnmálamönnum á íslandi. Hann skilur líka „bisness" og veit að þeim fjöreggjum sem hér hafa verið nefnd innan gæsalappa ber að halda á lofti, stundum sam- tímis þannig að þau snertist, stundum hverju í sínu lagi, en aldrei að geyma í einni og sömu körfunni. Helgi er fjölskyldumaður með fjögur böm og skynjar því vel mik- ilvægi dagvistar- og fjölskyldu- mála, þöifina á eflingu tengsla milli skóla og heimila, mikilvægi öflugrar fíkniefnafræðslu og for- eldrastarfs. Hann hefur á undan- fornum áram unnið kappsamlega að framgangi þessara veigamiklu mála. Ég hvet alla Alþýðuflokksmenn og -konur til að fjölmenna að kjör- borðinu nk. laugardag. Það er flokknum okkar afar mikilvægt að við beram ekki skarðan hlut frá borði. Ég hef fylgst með störfum Helga Péturssonar og tel að þar fari mætur drengur sem er treystandi til góðra verka. Við skul- um þiggja með þökkum krafta hans í þágu samfélagsins alls og nota jafnframt tækifærið nú á laugar- daginn og bjóða hann velkominn í Alþýðuflokkinn með myndarlegri kosningu. Höfundur rekur margmiðlunarfyrirtæki í London. Það geta allir kos- ið í prðfkjörinu AF HVERJU allt þetta tilstand? Svona er spurt um prófkjörið. Af hverju er prófkjör? Prófkjörið snýst um einstaklinga. Próf- kjörsreglur þurfa að vera þannig að þær séu einfaldar og gagn- sæjar og þær þurfa að vera þannig að sem flestir vilji taka þátt í prófkjörinu. Það er kosturinn við prófkjör Reykjavíkurlistans á laugardaginn. Það geta allir Reykvíkingar tek- ið þátt í prófkjörinu. Prófkjörið snýst um menn til að heyja bar- áttu fyrir málefnum, # + segir Guðrún Agústs- dóttir, og enginn fram- bjóðandi er öruggur. Til hvers er prófkjörið? Próf- kjörið er til þess að velja þá sem ætla má að séu hæfastir til þess að koma málstað þeirra sem standa að Reykjavíkurlistanum á framfæri. Það skiptir líka máli að velja þá sem kunna til verka í bland við þá sem koma nýrri inn. Það þarf að velja konur ekki síður en karla og prófkjör era vel að merkja ekki sérstaklega góð fyrir konur. Reynsla og framtíðarsýn Og um hvað era svo átökin? Þau verða um málefhi. Átökin í kosn- ingabaráttunni era í raun og vera um það allt sem skiptir máli; þau era um upp- byggingu leikskól- anna. Vill einhver hætta henni? Þau eru um að bæta grann- skólann? Vill einhver láta þar staðar numið? Þau snúast um græna stefnu í umferðarmál- um; eða vill einhver snúa aftur til ofdýrk- unar á einkabílnum? Þau snúast um fjármál borgarinnar eða vill einhver hefja skulda- söfnun á ný? Þau snú- ast um málefni aldr- aðra eða vill einhver hafna þeirri stefnu að fjölga vera- lega hjúkranarheimilum fyrir aldr- aða? Með öðrum orðum: Kosning- amar á laugardaginn snúast um að velja þá sem geta staðið fyrir mál- efnin, sem hafa seiglu og dugnað og útsjónarsemi til að halda áfram hvað sem gerist. Þar verða að fara saman reynsla, forystuhæfni og framtíðarsýn. AUt saman. Allt í senn. Það er enginn öruggnr í prófkjöri í því prófkjöri sem fer fram á laugardaginn er enginn öraggur. Ég hef heyrt að margir telja að ég sé það til dæmis en það er enginn öruggur í prófkjöri. Prófkjörið snýst um menn til að heyja baráttu fyrir málefnum. Kosningabaráttan snýst svo um lífið sjálft; um þau málefni sem í heild skapa það sam- félag manna sem heitir Reykjavík. Það þarf að vera gott samfélag. Höfundur er forseti borgarstjómar og tekur þátt í prófkjöri R-listans. Guðrún Ágústsdóttir Ongþveitinu í Þingholtunum verður að linna SKIPULAGSSLYS eiga sér enn stað í elsta hluta Reykjavík- ur. Ekki er að undra þótt svo fari þegar fyr- irhyggja og heildarsýn ráða ekki ferðinni þeg- ar ákvarðanir eru teknar um mann- virkjagerð í gömlum og viðkvæmum byggð- arkjama. Um árabil hafa skipulagsfróðir menn árangurslaust barist fyrir því að gert verði deiliskipulag í Þingholtunum. Slíkt verk er flókið, tíma- frekt og kostnaðar- samt. Um þessar mundir era yfir- vofandi tvö skipulagsslys í gamla bænum í Reykjavík, annað við Laugaveg 53B og hitt við Þórsgötu 2. Við Laugaveginn er sóst eftir því að reisa húsbákn sem mér telst til að sé amk. fjórðungi of stórt, en fyrirhugað fjölbýlishús sem fyllir út í lóðarkríli við Þórsgötuna yrði helmingi of stórt. í báðum tilvikum hafa íbúar í grenndinni farið bón- leiðir til búðar er þeir hafa leitað réttar síns til að reyna að afstýra þessum slysum, þótt enn sé ekki öll nótt úti. Skortur á heildarsýn hefur staðið skipulagi gamla bæjarins fyrir þrifum um áratuga skeið. Þar ægir saman gömlum margvið- byggðum kreppukofum, stílhrein- um gömlum húsum og stórhýsum úr steinsteypu. Stórhýsin eiga það yfirleitt sammerkt að yfírfylla skörð sem myndast þegar göml- um húsum er rutt úr vegi og vera alltof stór miðað við byggðina sem fyrir er. Mörg gömul hús hafa verið gerð upp þannig að þau era nú bæjarprýði sem fáir vildu vera án, en heildaráhrifin eru öngþveiti. Því verðm- að linna. Deiliskipulag er lausnin Jafnt og þétt slær í brýnu milli þess fólks Ég gef kost á mér í prófkjöri R-listans, seg- ir Guðrún Jónsdóttir, gagngert til þess að freista þess að hafa forystu í menningar-, skipulags- og um- hverfismálum. sem lifir lífi sínu í grennd við þau skörð sem myndast eftir gömlu húsin og þeirra sem byggja vilja sem flesta rúmmetra sem gefa af sér sem mestan hagnað. Meinið er bara það að þannig er sérhagsmun- Guðrún Jónsdóttir um fárra þjónað á kostnað hinna mörgu, þ.e. fólksins sem má sæta því að nánasta umhverfi þess sé spillt. Ekki þarf að litast lengi um í elsta hluta Reykjavíkur til að sjá hvaða hagsmunir hafa oftast nær orðið ofan á. Sú heildarsýn sem skortir við mannvirkjagerð í gamla bænum kallast deiliskipulag á fagmáli. Skipulags- og byggingarlöggjöfin kveður afdráttarlaust á um að deiliskipulag skuli gera á grand- velli aðalskipulags. í henni er deiliskipulag skilgreint sem „skipu- lagsáætlun fyrir afmarkaða reiti innan sveitarfélags sem byggð er á aðalskipulagi og kveður nánar á um útfærslu þess“. Sem fulltrái Reykjavíkurlistans í skipulagsnefnd hef ég fylgt sömu stefnu og ég hef fylgt sem skipu- lagsaridtekt um áratuga skeið, þ.e. að móta umhverfi sem veitir ein- staklingum og samfélagi svigrám til athafna og þroska. Þessi sjónarmið hafa ekki alltaf mætt skilningi í nefndinni. Ég gef kost á mér í prófkjöri Reykjavíkurlistans, gagngert til að freista þess að hafa forystu í menn- ingar-, skipulags- og umhverfismál- um. Hljóti ég þann stuðning sem til þarf í prófkjörinu verður það mitt fyrsta verk í nýrri borgarstjóm að hlutast til um gerð vandaðs deiliskipulags í gamla bænum í Reykjavík. Það er ekki seinna vænna. Höfundur er arkitekt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.