Morgunblaðið - 29.01.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 19
NEYTENDUR
Korthafar strandaglópar í útlöndum?
Lokað á kortin ef
úttekt er ógreidd
í tvo mánuði
Ef MÁNAÐARLEG
úttekt korthafa, sem
fallin er í gjalddaga, er
ógreidd við næsta
gjalddaga á eftir eiga
fjármálafyrirtæki að
stöðva notkun kortsins.
Sá fyrirvari er þó á að
ef ósk berst frá kort-
hafa um notkun korts-
ins að nýju sem staðfest
er með skriflegu sam-
þykki ábyrgðarmanns
má heimila frekari
notkun. Þetta kemur
fram í sérákvæði í sam-
komulagi um breyttar vinnureglur í
notkun sjálfsskuldarábyrgða sem
undirritað var í vikunni og tekur
gildi hinn 1. maí næstkomandi.
Þar kemur einnig fram að sjálfs-
skuldarábyrgð sem sett er til trygg-
ingar úttekt með kreditkorti megi
ekki vera hærri en tvöfóld mánaðar-
leg útttektarheimild korthafa þegar
ábyrgðin er veitt.
„Fram til þessa hafa fjármálafyr-
irtæki í lengstu lög ekki lokað á
korthafa ef tryggingarvíxill hefur
legið fyrir,“ segir Þór Gunnarsson
sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Hafn-
arfjarðar.
„I fyrra féll dómur í máli þar sem
ábyrgðarmenn voru ekld skuld-
bundnir nema fyrir tveimur úttekt-
um korthafa og þessar nýju reglur
byggja eflaust á þeim dómi. Sam-
komulagið tekur gildi strax 1. maí
næstkomandi og því verður farið að
vinna eftir þessum reglum strax og
komið er að júní gjalddaga."
Þór bendir á að þessar nýju regl-
ur kunni að koma sér illa fyrir þá
sem fara t.d. í langt ferðalag.
„Fari korthafi til útlanda í byrjun
maí og ætli ekki að borga korta-
reikninginn fyrr en heim er komið í
júní getur hann lent í vandræðum.
Fjármálafyrirtæki geta lokað kort-
inu að korthafa fjarstöddum t.d.
meðan hann er í útlöndum. Það
kann að þýða að viðkomandi verði
strandaglópur, geti ekki borgað hót-
elreikninginn né annað sem hann
þarf að greiða." Þá segir Þór að
margir séu með fastar afborgamir á
kortinu sínu sem lenda þá í vanskil-
um komi til lokunar kortsins.
„Ef bankar og sparisjóðir vilja
halda kortinu opnu eftir að tveir
gjalddagar eru liðnir eru ábyrgðar-
menn lausir allra mála nema þeir
gefi skriflegt samþykki sitt fyrir
áframhaldandi notkun kortsins."
AUÐUR Kristinsdóttir, eigandi
Garnbúðarinnar Tinnu, afhend-
ir Berglindi Ósk gullprjónana.
Gullprjónar
ársins 1997
GARNBÚÐIN Tinna hefur veitt
viðurkenninguna „Guilpijónar árs-
ins 1997“. í fréttatilkynningu frá
versluninni kemur fram að Berg-
lind Ósk Guðjónsdóttir hafi fengið
pijúnana en hún er sextán ára
gömul. Viðurkenninguna hlaut
hún fyrir vandvirkni og góðar út-
færslur á prjónaflíkum. Gullprjón-
arnir eru gefnir af þýska pijóna-
framleiðandanum ADDI.
Reikningar borgaðir um
leið og keypt er inn
Sparisjóður
Hafnarfj ar ðar
opnaður í Fjarð-
arkaupum
FYRIRHUGAÐ er að Sparisjóður
Hafnarfjarðar opni á næstu vikum
afgreiðslu í Fjarðarkaupum. Þetta er
í fyrsta sinn sem banki opnar af-
greiðslu í stórmarkaði en um skeið
hafa hraðbankar verið í slíkum versl-
unum.
Að sögn Þórs Gunnarssonar spari-
sjóðsstjóra hefur hraðbanki á vegum
bankans verið um árabil í verslun-
inni. „Nú stendur til að ganga skrefi
lengra og opna þai- litla afgreiðslu.
Afgreiðslutíminn verður rýmri en
tíðkast og fylgh’ opnunartíma versl-
unarinnar að einhverju leyti. Það má
segja að þetta sé aukin þjónusta við
viðskiptavini okkar og við náum með
þessu móti einnig til fleiri Hafnfirð-
inga en ella.“
Þór bendir á að afgreiðsla spari-
sjóðsins í Fjarðarkaupum verði ein-
fóld, þar verði hægt að stofna til við-
skipta, borga reikninga og greiða af
skuldum, leggja inn og taka út pen-
inga. „Þá geta viðskiptavinir okkar
einnig komið á framfæri flóknari
málum, lagt t.d. inn beiðni um lána-
fyrirgreiðslu sem síðan yrði þá af-
greidd annars staðar."
ÚR VERINU
AUÐBJÖRG SH á Breiðafirði. Skipveijar hafa ekki sinnt tilkynningarskyldunni í meira en þijú ár.
Hafa ekki sinnt tilkynn-
ingarskyldu í rúm 2 ár
VERULEGUR misbrestur er á því
að stjómendur skipa og báta fari að
lögum um tilkynningarskyldu ís-
lenzkra skipa. Dæmi erum það að
skip sem stunda reglulega róðra
hafi ekki tilkynnt um ferðir sínar í
um tvö og hálft ár. Heimilt er að
beita sektum komi það í ljós að
skipstjómarmenn sinni ekki þessari
skyldu sinni, en því ákvæði hefur
ekki verið beitt samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins. Jafnframt
virðist vera óljóst hver eigi að fram-
fylgja því að lögin séu virt.
Landhelgisgæzlan fór um borð í
tvo báta á Breiðafirði nú í vikunni,
Auðbjörgu SH og Friðrik Berg-
mann SH. Við athugun kom í ljós að
Auðbjörg hafði ekki sinnt tilkynn-
ingarskyldu síðan 16. ágúst 1995 og
Friðrik Bergmann tilkynnti sig síð-
ast 21. júlí 1996. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Tilkynningarskyldunni
em þetta ekki einsdæmi.
Öllum ber að tilkynna sig
Samkvæmt lögum um tilkynning-
arskyldu íslenzkra skipa ber að til-
kynna brottför skips úr höfn til Til-
kynningarskyldunnar, staðsetningu
skips að minnsta kosti einu sinni á
sólarhring og komu skips til hafnar.
Landssími Islands skal sjá um að
A
Akvæðum laga
um sektir virðist
ekki beitt
strandstöðvar séu til móttöku þess-
ara tilkynninga og áframhaldandi
sendingar þeirra til eftirlitsstöðvar.
Slysavamafélag íslands fer með
yfirstjóm Tilkynningarskyldunnar
og eftirlitsstöðvarinnar í Reykjavík.
Brot gegn lögum þessum varða
sektum sem fara hækkandi við ít-
rekuð brot. Sektarfé skal renna til
ríkissjóðs.
Óvissa um eftirlit?
Ekki er að sjá í lögunum hver
skuli fara með eftirlit með því að til-
kynningarskylda sér virt og fylgja
eftir brotum með kærum og sekt-
um. Hjá Landhelgisgæzlunni feng-
ust þær upplýsingar að það væri
hvorki í verkahring hennar að hafa
eftirlit með því að skyldan væri virt,
né beita sektum fyrir brot á lögun-
um.
Hjá Tilkynningarskyldunni feng-
ust þær upplýsingar að þar á bæ
væri reynt að fylgjast með því að
tilkynningarskyldan væri virt og oft
36.000 íslendingar hafa leigt sölubós og selt í Kolaportinu.
Samkvœmt könnun Gallup er meðalsala á dag kr. 20.000,-
Það kostar kr. 3100 á dag að leigja sölubás fyrir kompudót.
Teklð er á móti
pöntunum á sölubásum
f síma 562 5030 alla
KOLAPORTIÐ
virka daga kl. 10-16
Hctgkvœmt og skemmtilegt
væri auglýst eftir bátum, sem ekki
hefðu sinnt henni. Dæmi væru
einnig um það að mönnum hefði
verið veitt tiltal fyrir trassaskap og
að lögreglu á viðkomandi stöðum
hefði verið skýrt frá brotum af
þessu tagi. Frekara vald til afskipta
eða aðgerða hefðu starfsmenn Til-
kynningarskyldunnar ekki.
Öryggismál
Lögin um tilkynningarskyldu ís-
lenzkra skipa eru eingöngu hugsuð
til öryggis fyrir sjófarendur. Þannig
sé ekki aðeins hægt að fylgjast með
því hvort viðkomandi skip eru á sjó,
heldur einnig hvar þau eru að veið-
um á kveðnum tíma sólarhrings.
Verði eitthvert óhapp um borð, eða
skipið skili sér ekki til hafnar í
slæmu veðri, er hægt að beina leit
að því til þess staðar, sem það til-
kynnti sig á síðast. Þannig er hægt
að afmarka leitarsvæðið verulega
og flýta fyrir mögulegri björgun, sé
hennar þörf.
Sterkur í oröi og verki
Árríi Þór
fremstu
n HAGKAUP
cTþ LYFIABDÐ
Mosfellsbæ
Nicorette nikótín
á heildsöluver
9fflo
15 stk. af 2 mg myntutyggjói fylgja fritt meö.
Tilboðið gildir til 1. febrúar
r, HAGKAUP
E PLYFIABÚD
i-l ^kírifnnni