Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.01.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 1998 19 NEYTENDUR Korthafar strandaglópar í útlöndum? Lokað á kortin ef úttekt er ógreidd í tvo mánuði Ef MANAÐARLEG úttekt korthafa, sem fallin er í gjalddaga, er ógreidd við næsta gjalddaga á eftir eiga fjármálafyrirtæki að stöðva notkun kortsins. Sá fyrirvari er þó á að ef ósk berst frá kort- hafa um notkun korts- ins að nýju sem staðfest er með skriflegu sam- þykki ábyrgðarmanns má heimila frekari notkun. Þetta kemur fram í sérákvæði í sam- komulagi um breyttar vinnureglur í notkun sjálfsskuldarábyrgða sem undirritað var í vikunni og tekur gildi hinn 1. maí næstkomandi. Þar kemur einnig fram að sjálfs- skuldarábyrgð sem sett er til trygg- ingar úttekt með kreditkorti megi ekki vera hærri en tvöfóld mánaðar- leg útttektarheimild korthafa þegar ábyrgðin er veitt. „Fram til þessa hafa fjármálafyr- irtæki í lengstu lög ekki lokað á korthafa ef tryggingarvíxill hefur legið fyrir," segir Þór Gunnarsson sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Hafn- arfjarðar. „I fyrra féll dómur í máli þar sem ábyrgðarmenn voru ekki skuld- bundnir nema fyrir tveimur úttekt- um korthafa og þessar nýju reglur byggja eflaust á þeim dómi. Sam- komulagið tekur gildi strax 1. maí næstkomandi og því verður farið að vinna eftir þessum reglum strax og komið er að júní gjalddaga." Þór bendir á að þessar nýju regl- ur kunni að koma sér illa fyrir þá sem fara t.d. í langt ferðalag. „Fari korthafi til útlanda í byrjun maí og ætli ekki að borga korta- reikninginn fyrr en heim er komið í júní getur hann lent í vandræðum. Fjármálafyrirtæki geta lokað kort- inu að korthafa fjarstöddum t.d. meðan hann er í útlöndum. Það kann að þýða að viðkomandi verði strandaglópur, geti ekki borgað hót- elreikninginn né annað sem hann þarf að greiða." Þá segir Þór að margir séu með fastar afborgarnir á kortinu sínu sem lenda þá í vanskil- um komi til lokunar kortsins. „Ef bankar og sparisjóðir vilja halda kortinu opnu eftir að tveir gjalddagar eru liðnir eru ábyrgðar- menn lausir allra mála nema þeir gefi skriflegt samþykki sitt fyrir áframhaldandi notkun kortsins." AUÐUR Kristinsdóttir, eigandi Garnbúðarinnar Tinnu, afhend- ir Berglindi Ósk gullprjónana. Gullprjonar ársins 1997 GARNBÚÐIN Tinna hefur veitt viðurkenninguna „Gullprjónar árs- ins 1997". í fréttatilkynningu frá versluninni kemur fram að Berg- lind Ósk Guðjónsdóttir hali fengið prjónana en hún er sextán ára gömul. Viðurkenninguna hlaut hún fyrir vandvirkni og góðar út- færslur á prjónaflíkum. Gullprjón- arnir eru gefnir af þýska prjóna- framleiðandanum A 1)1)1. Reikningar borgaðir um leið og keypt er inn Sparisjóður Hafnarfjarðar opnaður í Fjarð- arkaupum FYRIRHUGAÐ er að Sparisjóður Hafnarfjarðar opni á næstu vikum afgreiðslu í Fjarðarkaupum. Þetta er í fyrsta sinn sem banki opnar af- greiðslu í stórmarkaði en um skeið hafa hraðbankar verið í slíkum versl- unum. Að sögn Þórs Gunnarssonar spari- sjóðsstjóra hefur hraðbanki á vegum bankans verið um árabil i verslun- inni. „Nú stendur til að ganga skrefi lengra og opna þar litla afgreiðslu. Afgreiðslutíminn verður rýmri en tíðkast og fylgir opnunartíma versl- unarinnar að einhverju leyti. Það má segja að þetta sé aukin þjónusta við viðskiptavini okkar og við náum með þessu móti einnig til fleiri Hafnfirð- inga en ella." Þór bendir á að afgreiðsla spari- sjóðsins í Fjarðarkaupum verði ein- föld, þar verði hægt að stofna til við- skipta, borga reikninga og greiða af skuldum, leggja inn og taka út pen- inga. „Þá geta viðskiptavinir okkar einnig komið á framfæri flóknari málum, lagt t.d. inn beiðfli um lána- fyrirgreiðslu sem síðan yrði þá af- greidd annars staðar." UR VERINU AUÐBJÖRG SH á Breiðafirði. Skipverjar hafa ekki sinnt tilkynningarskyldunni í meira en þrjú ár. Hafa ekki sinnt tilkynn- ingarskyldu í rúm 2 ár VERULEGUR misbrestur er á því að stjórnendur skipa og báta fari að lögum um tilkynningarskyldu fs- lenzkra skipa. Dæmi erum það að skip sem stunda reglulega róðra hafi ekki tilkynnt um ferðir sínar í um tvö og hálft ár. Heimilt er að beita sektum komi það í ljós að skipstiórnarmenn sinni ekki þessari skyldu sinni, en því ákvæði hefur ekki verið beitt samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins. Jafnframt virðist vera óljóst hver eigi að fram- fylgja því að lögin séu virt. Landhelgisgæzlan fór um borð í tvo báta á Breiðafirði nú í vikunni, Auðbjörgu SH og Friðrik Berg- mann SH. Við athugun kom í Ijós að Auðbjörg hafði ekki sinnt tilkynn- ingarskyldu síðan 16. ágúst 1995 og Friðrik Bergmann tilkynnti sig síð- ast 21. júlí 1996. Samkvæmt upplýs- ingum frá Tilkynningarskyldunni eru þetta ekki einsdæmi. Öllum ber að tilkynna sig Samkvæmt lögum um tilkynning- arskyldu íslenzkra skipa ber að til- kynna brottför skips úr höfn til Til- kynningarskyldunnar, staðsetningu skips að minnsta kosti einu sinni á sólarhring og komu skips til hafnar. Landssími Islands skal sjá um að Ákvæðum laga um sektir virðist ekki beitt strandstöðvar séu til móttöku þess- ara tilkynninga og áframhaldandi sendingar þeirra til eftirlitsstöðvar. Slysavarnafélag íslands fer með yfirstjórn Tilkynningarskyldunnar og eftirlitsstöðvarinnar í Reykjavík. Brot gegn lögum þessum varða sektum sem fara hækkandi við ít- rekuð brot. Sektarfé skal renna til ríkissjóðs. Óvissa um eftirlit? Ekki er að sjá í lögunum hver skuli fara með eftirlit með því að til- kynningarskylda sér virt og fylgja eftir brotum með kærum og sekt- um. Hjá Landhelgisgæzlunni feng- ust þær upplýsingar að það væri hvorki í verkahring hennar að hafa eftirlit með því að skyldan væri virt, né beita sektum fyrir brot á lögun- um. Hjá Tilkynningarskyldunni feng- ust þær upplýsingar að þar á bæ væri reynt að fylgjast með því að tilkynningarskyldan væri virt og oft væri auglýst eftir bátum, sem ekki hefðu sinnt henni. Dæmi væru einnig um það að mönnum hefði verið veitt tiltal fyrir trassaskap og að lögreglu á viðkomandi stöðum hefði verið skýrt frá brotum af þessu tagi. Frekara vald til afskipta eða aðgerða hefðu starfsmenn Til- kynningarskyldunnar ekki. Öryggismál Lögin um tilkynningarskyldu ís- lenzkra skipa eru eingöngu hugsuð til öryggis fyrir sjófarendur. Þannig sé ekki aðeins hægt að fylgjast með því hvort viðkomandi skip eru á sjó, heldur einnig hvar þau eru að veið- um á kveðnum tíma sólarhrings. Verði eitthvert óhapp um borð, eða skipið skili sér ekki til hafnar í slæmu veðri, er hægt að beina leit að því til þess staðar, sem það til- kynnti sig á síðast. Þannig er hægt að afmarka leitarsvæðið verulega og flýta fyrir mögulegri björgun, sé hennar þörf. 36.000 íslendingar hafa leigt sölubás og selt í Kolaportinu. Samkvœmt könnun Gallup er meðalsala á dag kr. 20.000,- Það kostar kr. 3100 ó dag að leigja sölubás fyrir kompudót. KOLAPORTIÐ Tekið er ó móti pöntunum á sölubásum í síma 562 5030 alla virkadagakl. 10-16 Hagkvcemt og skemmtilegt orgarfulitrúi ^^^3—^— „HAGKAUP CIILYFJABUÐ U Mncfpllchæ Nicorette nikótíntyggjó á heildsöluverði 15 stk. af 2 mg myntutyggiói fylgja fritt með. Tílboðið gildir til 1. febrúar ri HAGKAIJP ElþLYFJABUÐ *-T Skeifunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.