Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Yfírmaður Evrópuherafla NATO þakklátur íslenzkum stjórnvöldum Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson FÖRUFÁLKINN settíst um borð í skipi suðvestur af landinu síðastliðið haust og var síðan um tíma í vörslu Náttúrufræðistofnunar þar sem hann var merktur. Honum var sleppt við Ulfarsfell í nóvember og hefur und- anfarið gert sig heimakominn í háhýsi í Heimahverfi. Förufálkar eru sjaldgæfir hér á landi, en í N-Ameríku gera þeir sér oft hreiður í háhýsum. FÖRUFÁLKI hefur frá áramót- um haft bækistöð í þrettán hæða fjölbýlishúsi við Sólheima. Hírist hann aðallega á norðursvölum á elleftu og tólftu hæð hússins en stundum að vestanverðu þegar þannig viðrar og kemur þá að húsinu síðdegis en fyrri hluta dags ver hann til veiða og könn- unarferða. Förufálkinn er aðeins smærri en íslenski fálkinn og öðru vísi á litinn, auk þess sem svartur taumur liggur niður vangann og er það kallað skegg. Talið er víst að þarna sé á ferðinni sami fugl og settíst á skip undan Islands- ströndum í haust, en þessi deili- tegund förufálkans verpir á Grænlandi. Aðeins er vitað um örfáa föru- fálka sem komið hafa hingað til lands og hafa þeir flestir sest fyrst á skip suðvestur af landinu. Fálkinn var um tíma í haust í vörslu fuglafræðinga hjá Nátt- úrufræðistofnun og þar var hann merktur með hring á fæti áður en honum var sleppt við Úlfars- fell í nóvember. I N-Ameríku er algengt að önnur deilitegund förufálka verpi á háhýsum. „fbúar hér hafa ekki amast við honum en þó verður að viður- kennast að fálkanum fylgir endemis sóðaskapur því auk dritsins, sem lendir á svölum og gangstéttum, skilur hann eftir fiður og hálfétin hræ. Maður þarf að taka sig til og skúra eftir hann. Hann slítur hausana af fuglunum og virðist hafa sérstakt dálætí á þröstum, en ef hann missir hins vegar fugl ofan af svölum hirðir hann ekki um að sækja hræið heldur eltist við nýj- an. Hann veiðir á flugi og er eins og tundurskeyti á eftir þrestin- um, auk þess sem í honum heyr- ist mikið ýl og læti þegar hann hremmir bráðina,“ segir Bragi Halldórsson húsvörður í háhýs- inu við Sólheima. íbúar í húsinu hafa margir hverjir fylgst grannt með fuglin- um auk þess sem fuglaáhuga- menn hafa fengið að fara inn í húsið til að berja hann augum í návígi. „Stundum hverfur hann í einn eða tvo daga, einkum þegar veður er mjög slæmt, en oftast situr hann á húsinu seinni hluta dags og fær sér að éta,“ segir Bragi. Vinnslustöðin selur Breka GENGIÐ hefur verið frá samningi um sölu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á togaranum Breka með 1.700 tonna aflaheim- ildum til nýs almenningshlutafé- lags í Vestmannaeyjum, sem verið er að stofna um þessar mundir. Ekki fæst uppgefið að sinni hvert kaupverð skipsins og aflaheimild- anna er, en samkvæmt heimildum blaðsins er það 8-900 milljónir króna. Hlutafélagið hefur ekki verið stofnað formlega, en þegar hafa safnazt um 200 milljónir króna í hlutafé og stefnt er að því að safna allt að 300 milljónum króna. Góðar undirtektir hafa verið í Vest- mannaeyjum við hlutafjársöfnun- inni og eru nánast öll hlutafjárlof- orðin frá heimamönnum. Ekki hef- ur verið gengið frá samningum um kaup á fleiri skipum en ljóst er að reynt verður að halda öllum afla- heimildum sem til sölu eru í Eyjum í bænum. Hið nýja hlutafélag mun gera Brekann og væntanlega fleiri skip út og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður lögð á það áherzla að aflinn komi til vinnslu í Eyjum. Stofnfundur félagsins verður haldinn innan fárra daga. Míllilent í Keflavík komi til aðgerða við Persaflóa WESLEY K. Clark, yfírmaður sameiginlegs herafla Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu og æðsti hershöfðingi hersveita Bandaríkja- hers í álfunni, sagðist, eftir viðræð- ur við íslenzka ráðamenn í Reykja- vík í gær, hafa fengið vilyrði ís- lenzkra stjómvalda fyrir fullum stuðningi við aðgerðir Bandaríkja- manna ef ákvörðun verður tekin um að gera hemaðarárás á írak. Clark sagði of snemmt að full- yrða um það hvemig herstöðin á Keflavíkurflugvelli geti komið að gagni í mögulegum hemaði við Persaflóa, en með tilliti til reynsl- unnar úr Persaflóastríðinu 1991 megi ganga út frá því sem vísu að einhverjar flugvélar sem tengjast slíkum aðgerðum muni þurfa að millilenda hér. „Ég er mjög þakklát- ur íslenzkum stjóm- völdum fyrir að lýsa yf- ir stuðningi sínum hvað þetta varðar," sagði Clark á blaðamanna- fundi í Ráðherrabú- staðnum áður en hann settist að hádegisverði í boði ríkisstjómarinnar. Clark, sem kom hingað í boði Halldórs As- grímssonar utam-íkis- ráðherra, átti auk Hall- dórs viðræður við Da- víð Oddsson forsætis- ráðherra og utanríkis- málanefnd Aiþingis. Hann hélt aftur af landi brott síðdegis í gær. „Eins og allir vita hafa ríkjamenn og banda- menn þeirra verið að safna herstyrk á Persaflóasvæðinu," sagði Clark á blaða- mannafundinum. „Við vonum sannarlega að samningaumleitanir megni að skila árangri og Saddam Hussein muni uppfylla allar kröfur Sameinuðu þjóðanna. En það leik- ur enginn vafi á því að misheppnist samning- ar verður mögulegt að Wesley K. grípa til annarra ráða.“ Clark Auk íraksdeilunnar ræddi Clark hér þróun mála í Bosníu-Herzegovínu, en sem Banda- yfirmaður sameiginlegs herafla NATO í Evrópu er hann æðsti yfir- maður friðargæzlu og þess upp- byggingarstarfs sem NATO sér um framkvæmdina á þar í landi í nafni Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðastofnana. íslenzkir læknar og lögreglumenn Clark þakkaði stuðning íslands við þetta vandasama verkefni, sem hefur falizt í pólitískum stuðningi auk þátttöku íslenzkra lækna og lögreglumanna í uppbyggingar- starfi á vettvangi. í sumar rennur umboð SFOR-sveita NATO í Bosn- íu út og ákvörðun hefur ekki verið tekin enn um framhald á því, sem allar ríkisstjórnir NATO-ríkjanna 16 þurfa að samþykkja á vettvangi N orður-Atlantshafsráðsins. Morgunblaðið/Kristinn VALA Flosadóttír, heimsmethafinn ungi, áritar leikskrár á ÍR-mótinu í vetur. Síðan hefur hún tvívegis bætt heimsmetið í stangarstökki. Ráðherra býður Völu til íslands VALA Flosadóttir, heimsmethafi í stangarstökki kvenna innanhúss, og Stanislav Szczybra, þjálfari hennar, eru væntanleg hingað til lands 3. mars nk. í boði mennta- málaráðuneytisins. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra á Alþingi í gær við fyrirspum Hjálmars Ama- sonar, þingmanns Framsóknar- flokks, um það hvort ráðherra hygðist sýna hinum nýja heims- methafa Islendinga einhvem virð- ingarvott. Ráðherra sagði að Vala og þjálf- ari hennar myndu dvelja hér í eina viku og að á þeim tíma myndi hann sýna henni þann sóma sem völ væri á. Hann sagði jafnframt að afrek Völu hefðu verið mikil og eftirtekt- arverð og tók undir orð Hjálmars um að þau minntu menn á mikil- vægi þess að efla hlut kvenna í íþróttum. Sagði hann að tillögur þess efnis lægju fyrir af hálfu menntamálaráðuneytisins. ■ Aldrei fyrir Svíþjóð/B3 Snjóflóð í Bárðardal SNJÓFLÓÐ féll á útihús við Stóruvelli í Bárðardal aðfara- nótt laugardags. Að sögn Garð- ars Jónssonar bónda var lítill sem enginn snjór í brekkunni fyrir utan hengjuna sem fór af stað á tveggja km kafla. Húsið var byggt sem minka- hús árið 1987 en hefur verið notað sem vélageymsla. Sá hluti hússins sem varð fyrir flóðinu virðist mikið skemmdur en Garðar sagðist í gærkvöldi ekki geta gert sér grein fyrir tjóninu. Þau hjónin hafi verið að fikra sig áfram við nýtingu hússins og m.a. tekið húsvagna og annað slíkt í geymslu og svo vel hafi viljað til að það hafi verið í hinum enda hússins og því sloppið óskemmt. Danir unnu Flugleiðamót í brids DANSKT lið vann Flugleiða- mótið, sveitakeppni Bridshátíð- ar, sem lauk í gærkvöldi. Dan- irnir enduðu með einu stigi meira en sveit skipuð íslensk- um og bandarískum spilurum. Danska liðið fékk 191 stig og var sldpað hjónunum Jens og Sabine Auken, Morten Ander- sen og Sören Christiansen. í 2. sæti með 190 stig var sveit Sam- vinnuferða-Landsýnar sem Guð- mundur PáU Amarson, Þorlákur Jónsson, Helgi Jóhannsson, Guðmundur Sv. Hermannsson, Fred Hamilton og Roger Bates skipuðu. I 3. sæti var sveit Strengs með 186 stig, sem var skipuð Hrannari Erlingssyni, Júlíusi Siguijónssyni, Rúnari Magnússyni og Kristjáni Blön- dal. Alls tóku 92 sveitir þátt. Sex bflar skemmdust SEX bílar skemmdust á Ægi- síðu á sunnudagsmorgun. Tildrög voru þau að um klukkan sex um morguninn var bifreið á leið suður Ægisíðu ek- ið á kyrrstæða bifreið sem stóð í stæði. Við höggið köstuðust bílamir hvor um sig á tvo aðra bíla. AIls vom það því sex öku- tæki sem skemmdust og eigna- tjón var mikið. Ökumaðurinn sem óhappinu olli slasaðist í andliti og á hendi og er grunaður um ölvun sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Förufálki í þrett- án hæða blokk i i > > > > > i > L

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.