Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 4

Morgunblaðið - 17.02.1998, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg BENÓNÝ Ásgrímsson flugstjóri fór í sitt síðasta þyrluflug hjá Landhelgisgæslunni, um sinn a.m.k., með TF- LÍF í gær. Á myndinni má sjá áhöfn þyrlunnar nýkomna úr fluginu, f.v. Hannes Petersen læknir, Hilmar Þór- arinsson flugvirki, Páll Geirdal stýrimaður, Sigurður Ásgeirsson flugmaður og Benóný Ásgrúnsson flugstjóri. Benóný Ásgrímsson til Atlanta eftir 30 ára starf hjá Landhelgisgæslunni Langar til að takast á við ný verkefni“ Reykja- borg leit- ar enn smygls REYKJABORG RE hélt í gær áfram að kanna hafsvæði út af Garðskaga í leit að hugs- anlegum smyglvarningi. Skip- ið, sem er á vegum embættis sýslumanns í Keflavík, notar dragnót við leitina. Svæðið sem leitað er á nær frá Gerðum í Garði og út á Garðskagaflös og leikur grun- ur á að þar sé að finna vaming sem kastað hafi verið frá skipi sem komið hafi frá erlendri höfn. Jón Eysteinsson sýslu- maður segir fátt að frétta af leitinni enn sem komið er, en ekki viðraði vel íyrir leitina á fóstudagskvöld og laugardag. „Það er verið að rannsaka ákveðinn hlut og það er ótíma- bært að upplýsa nokkuð um málið á þessu stigi. Við getum ekki fullyrt nákvæmlega um hvaða smyglvaming kynni að vera að ræða,“ segir Jón. Hann kveðst telja að Reykjaborg henti vel til leitar- innar, en um er að ræða 29 brúttólesta snurvoðarbát með fimm manna áhöfn. BENÓNÝ Ásgrímsson, þyrluflug- sljóri hjá Landhelgisgæslunni, hefur fengið þriggja ára launa- laust leyfi hjá Landhelgisgæsl- unni og stefnir að því að taka við flugmannsstarfi hjá Atlanta flug- félaginu, „ef mér tekst að ljúka prófum og stend mig í þjálfun- inni,“ segir Benóný hógvær, en hann byijar á bóklegu námskeiði fyrir þotuflugmenn hjá Atlanta í dag. I framhaldi af því tekur svo við verkleg þjálfun utanlands. Benóný var á sinni síðustu vakt hjá Landhelgisgæslunni í gær. Hann sagði að það yrðu að sönnu mikil viðbrigði að söðla um úr þyrlufluginu og heíja störf sem þotuflugmaður eftir 30 ára starf hjá Landhelgisgæslunni. Undanfarin 10-12 ár hefur Ben- óný verið þyrluflugstjóri hjá Gæslunni. Að hrökkva eða stökkva „Mig langar til að takast á við ný verkefni. Ég er á þeim aldri að það er annaðhvort að hrökkva eða stökkva núna,“ segirlíenóný aðspurður um ástæður þess að hann hefur ákveðið að skipta um starf. „Mér er efst í huga þakk- læti til starfsfélaga minna fyrir samstarfið á undanförnum árum. Ég mun sakna þeirra," segir hann. Benóný kveðst ekki geta sagt fyrir um hvort hann muni snúa aftur eftir þijú ár. Hann er ekki fyrsti þyrluflugmaðurinn hjá Landhelgisgæslunni sem heldur til starfa hjá Atlanta flugfélaginu því Bogi Agnarsson hóf þar störf á síðasta ári. Benóný var í hópi tíu manna í áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunn- ar TF-LIF sem fengu afreks- merki íslenska lýðveldisins í maí á síðasta ári. Voru þau veitt vegna björgunar 36 skipveija af þremur skipum, Víkartindi, Dís- arfelli og Þorsteini GK, með nokkurra daga millibili. Benóný var flugsljóri á LÍF við frækilega björgun mannanna af Víkartindi og Dísarfelli. Umhverfísráðuneytið vill aðgerðir vegna hávaða við Miklubraut Krefst úr- bóta án tafar Umhverfisráðuneytið hefur sent borgarstjóranum í Reykjavík bréf þar sem því er beint til borgaryfir- valda að þau hlutist til um „án taf- ar“, eins og komist er að orði, að dregið verði úr óþægindum íbúa við neðanverða Miklubraut sem rekja má til mikillar umferðar um götuna. Aðgerðimar miðist við að draga úr óþægindum íbúa þar til endanlegar úrbætur hafa verið gerðar. Bréf ráðuneytisins er ritað vegna ítrekaðra kvartana sem borist hafa frá íbúum við Miklu- braut. Guðlaugur Lárusson, sem býr við Miklubraut 13 og hefur í u.þ.b. sjö ár barist fyrir rétti íbú- anna, krafðist þess að ráðuneytið léti málið til sín taka eftir að Holl- ustuvernd ríkisins hafði kannað áhrif hávaða og mengunar á íbúa við götuna. Niðurstaða Hollustu- vemdar var að hávaðamengun við Miklubraut 13 væri yfir viðmiðun- armörkum sem kveðið er á um í mengunarreglugerð og að ástandið við íbúð Guðlaugs „sé óviðunandi ogjþað þurfi að bæta“. I bréfi umhverfisráðuneytisins til borgarstjórans segir að um- ræður um mál þetta og nauðsyn lagfæringar hafi ekki leitt til þess að ástandið batnaði. Ráðuneytið vill að strax verði gripið til ein- hverra aðgerða meðan unnið er að endanlegum úrbótum á vandamál- inu. „Ráðuneytinu er kunnugt um að Reykjavíkurborg hefur gert áætl- un til úrbóta á hávaðamálum á næstu áram. Ráðuneytið óskar upplýsinga um hvar í þeirri áætlun neðanverð Miklabraut lendir, hvaða árangri sé ætlað að ná og tímasetningu framkvæmda. Jafn- framt beinir ráðuneytið þeim til- lögum til Reykjavíkurborgar að borgaryfirvöld hlutist til um án taf- ar, að dregið verði úr óþægindum íbúa við neðanverða Miklubraut eins og frekast er unnt þar til end- anlegar úrbætur ná fram að ganga,“ segir í bréfi ráðuneytisins. Morgunblaðið/Þorkell HÓLMGEIR Jónsson og Sævar Gunnarsson frá Sjómannasambandinu komu til fundar við kvótanefndina í gær, en hana skipa Jóhann Sigur- jónsson, Árni Kolbeinsson og Ólafur Davíðsson. Deiluaðilar hitta kvótanefndina NEFND sem vinnur að tillögum um breytingar á verðmyndun á fiski og viðskiptum með veiðiheimildir er farin að ræða við fulltrúa sjómanna og útvegsmanna. í gær gengu full- trúar Sjómannasambandsins á fund nefndarinnar og kynntu henni af- stöðu sína til ágreiningsefna. Nefndin stefnir að því að ljúka störfum á sem skemmstum tíma, en henni ber að skila tillögum eigi síðar en 10. mars. Á meðan nefndin vinn- ur að tillögum halda fundir áfram hjá ríkissáttasemjara. í gær rædd- ust fulltrúar vélstjóra og útvegs- manna við. Fjallað var um endur- menntunarmál, hlutaskipti og hækk- un kauptryggingar. í dag koma full- trúar annarra sjómanna til fundar við útvegsmenn. Kristján Ragnars- son, formaður LÍÚ, hefur ekki setið þá tvo fundi með vélstjórum sem haldnir hafa verið frá því verkfalli var frestað. Lögfræðingarnir Jónas Haraldsson og Jón H. Magnússon eru fulltrúar LÍÚ í viðræðunum. Þriggja maaaa tal * tt R Þarftu að ná sambandi við tvo í einu? Með einfaldri aðgerð get- urðu komið á símafundi með þremur þátttakendum sem geta verið staddir hvar sem er á landinu eða erlendis. Nánari upplýsingar um verð og sérwónustu Landssímans færðu í síma 800 7000 eða SÍMASKRÁNNI. LANDS SfMINN Samtökin „Frelsið Willy Keiko“ í Bandaríkjunum Umsókn um flutning í mars Newport, Oregon. Morgunblaðið. STJÓRNENDUR stofnunarinnar Free Willy Keiko Foundation hyggjast sækja formlega um leyfi til að flytja háhyminginn Keiko til íslands í mars og vonast til að geta komið með hann til landsins í haust. „Best væri að koma með hann til íslands í ágúst,“ sagði Dave Phillips, stofnandi Free Willy Keiko samtakanna, í gær. „En flutningur- inn mætti ekki eiga sér stað síðar en í október.“ Keiko er nú í sædýrasafni í Newport i Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna. Hann hefur verið undir reglulegu eftirliti og líffræð- ingar eru þeirrar hyggju að nú þegar væri hægt að ílytja hann. Phillips kom til íslands í lok lið- ins árs til að ræða hugmyndir um flutning Keikos til Eskifjarðar með það fyrir augum að hvalnum verði sleppt þar sem hann var fangaður árið 1979. Hann hyggst snúa aftur í mars til að sækja um leyfi til að koma með hvalinn til íslands. Fáist leyfið er ætlunin að hafa Keiko í kví í Eskifirði sem yrði á stærð við háifan fótboltavöll. Phillips kvaðst vonast til þess að hægt yrði að hleypa Keiko úr kvínni tæpu ári __ eftir að komið yrði með hann til ís- lands, en ósennilegt væri að hann gæti bjargað sér á eigin spýtur fyrr en síðar. Náið hefur verið fylgst með Keiko í sædýrasafninu í Newport og hefur hvalurinn meðal annars þyngst um tonn frá því hann kom frá skemmtigarði í Mexíkóborg í Mexíkó. Keiko, sem merkir „sá heppni", vakti heimsathygli eftir að hann var notaður í myndinni „Frelsið Willy“. Myndin fjallar um lítinn dreng, sem bjargar hval úr skemmtigarði í eigu óprúttinna glæframanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.