Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Þorpsbúar
myrtir í
Litháen
ÁTTA saklausir borgarar
þorpsins Drauchiu í Litháen,
um 50 km norður af höfuðborg-
inni Vilnius, féllu síðdegis á
sunnudag fyrir hendi byssu-
manns sem virtist hafa ætlað að
drepa alla nági'anna sína. Morð-
inginn, Leonard Zavistanovitsj,
var síðan barinn til dauða af
mönnum sem tókst að afvopna
hann. Fórnarlömb mannsins
voru fjórar konur og fjórir karl-
ar, á aldrinum 17-65 ára. „Mér
var mjög brugðið við fréttina af
harmleiknum í Drauchiu,“ sagði
Algirdas Brazauskas, forseti
landsins, í gær. „Þessi hræði-
legi glæpur sti-íðir gegn hefðum
lands vors og grundvallarregl-
um siðmenntaðs samfélags."
Dauðadæmd-
ur á lífsvon
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í
Iran, sem dæmdi þýzkan kaup-
sýslumann fyrir skömmu til
dauða fyrir að hafa átt vingott
við íranska konu, hefur ekki síð-
asta orðið varðandi örlög hins
dæmda. Þetta sagði æðsti yfir-
maður íranska dómskerfisins,
Ayatollah Mohammed Yazdi, á
fréttamannafundi í Teheran í
gær. Þjóðverjinn, Helmut Hofer
frá Hamborg, áfrýjaði dómnum
yfir sér, en samkvæmt honum
átti hann að grýtast til dauða.
Belgar
mótmæla
ÁÆTLAÐ var að um 25.000
manns hafi á sunnudag tekið
þátt í þögulli kröfugöngu fyrir
utan dómhúsið í Brussel, þar
sem Belgar mótmæltu meintu
aðgerðaleysi dómskerfisins við
að upplýsa morð á tugum barna
og unglinga í Belgíu á síðustu
árum. Skipuleggjendur voru
foreldrar og ættingjar bai-na
sem hafa horfið sporlaust og að-
standendur annarra Belga,
hverra morð hafa ekki verið
upplýst.
Vinnuvikan
í 30 stundir
HERBERT Mai, forseti
stærsta verkalýðsfélags Þýzka-
lands, ÖTV, lýsti því yfir í gær
að stefna bæri að því að stytta
vinnuvikuna í 30 stundir, sem lið
í aðgerðum gegn atvinnuleysi.
Gert ráð fyrir falli allt að
fimmtán hundruð Iraka
Washington, Bagdad. Reuters. Daily Telegraph.
HENRY Shelton hershöfðingi, höf-
undur hemaðaráætlunar sem hugs-
anlega verður beitt gegn Irak, hefur
beðið bandaríska ráðamenn að vera
viðbúnir því að hernaðaraðgerðhTiar
gætu leitt til falls 1.500 óbreyttra ír-
askra borgara og hermanna ásamt
„nokkrum fjölda“ bandarískra flug-
manna. Hann sagði að við undirbún-
ing loftárása væri gífurleg áhersla
lögð á að „hitta það sem hæfa bæri“.
Að sögn þingmanna öldungadeildai'
Bandaríkjaþings er það forgangs-
verkefni vamarmálaráðuneytisins að
komast hjá því að atburður á við árás-
ina á A1 Firdos neðanjai-ðarbyrgið í
Bagdad í Persaflóastríðinu endurtaki
sig. Bandai-iska leyniþjónustan (CIA)
hafði réttilega komjst að því að þar
var njósnahreiður Iraka en vissi þó
ekki um að þangað hafði aukinheldur
verið stefnt óbreyttum borgumm í
stríðinu. Fómst a.m.k. 204 manns er
risasprengja hæfði byrgið.
Heimildir í Washington herma að í
upphafi standi væntanlegar loftárás-
ir á Irak í þrjá til fimm daga og að
farnar verði um 300 sprengjufiug-
ferðir á sólarhring. Gera megi ráð
fyrir að lagt verði upp skömmu eftir
miðnætti og að sex torséðar omustu-
þotur, sem nú era í Kúveit, yrðu
undanfarar. Ber hver þeirra nokkrar
þúsund kílóa sprengjur sem beint
yrði að mannvirkjum þai' sem talið
er að stjóm Saddams Hússeins feli
eitur- og lífefnavopn og loftvamar-
stöðvum.
I kjölfar torséðu flugvélanna
kæmu svo EA-6B og FA-18 omustu-
þotur af flugmóðurskipum á
Persaflóa. Þá yrði Harm-flugskeyt-
um skotið á ratsjárstöðvar. Enn-
fremur er ráðgert að senda B-52
sprengjuvélar búnar leysistýrðum
GBU-28 „byrgjakljúfum“ frá herstöð
í Missouri í Bandai'íkjunum. F-15E
þotur geta borið þær einnig en þess-
ar sprengjur leita djúpt í jörð eða
langt inn í viðkomandi mannvh'ki áð-
ur en þær springa. Meðal skotmarka
em 170 svonefndar forsetahallh' og
rafveitukerfi. Einnig herstöðin í Tik-
rit, virki Saddams, og herflugvellirn-
ir í A1 Asad, A1 Taqaddum og Balad.
Óljóst er hvort flugvélunum er
ætlað að varpa nýjum sprengjum
sem eiga að geta kveikt í og brennt
eiturefni. Sömuleiðis hefur banda-
ríski flotinn yfh' að ráða sprengjum
sem einangra byrgi frá umhverfinu
um leið og þau hrynja og leggjast
saman við sprenginguna. Óvíst er að
þess þurfi því sérfræðingar segja að
hylki með bakteríum í næringar-
vökva myndu eyðileggjast sam-
stundis og hefðbundnar sprengjur
eyðilegðu mannvirkin sem þau væru
geymd í.
Komu vopnum undan til
Súdans, Jemens og Líbýu
Yossef Bodansky, formaður
nefndar fulltrúadeildar Bandaríkja-
þings um hryðjuverk og óvenjubund-
inn hernað, skýrði frá því um helgina
að komið hefði í ljós að írakar hefðu
komið hluta gerðeyðingarvopna
sinna undan til arabaríkja sem þeir
njóta samúðar hjá. Hefðu þeir sent
um 400 Seud-flaugar, sem borið geta
eitur- eða sýklavopn, til Súdans og
Jemens eftir innrásina í Kúveit í
ágúst 1990. Sömuleiðis réðu þeir
vegna sérstakra samstarfsverkefna
við Súdani og Jemena yfir þekkingu
og tækni til framleiðslu gerðeyðinga-
vopna af því tagi. Niðurstöður þess-
ar sagði Bodansky byggjast á upp-
lýsingum sem fengist hefðu hjá ar-
abískum andspyrnuhreyfingum og
leyniþjónustum Bretlands, Þýska-
lands og Israels.
í nýjasta hefti bandaríska viku-
ritsins U.S. News and World Report
er því haldið fram að írakar hafi
komið kjarnavopnum undan til
geymslu í Alsír, en utanríkisráðu-
neytið þar í landi sagði þá frétt „hug-
arburð" frá rótum.
Reuters
BANKASTARFSMAÐUR í Jakarta tekur við stafla af rúpíum til inn-
lagnar í ríkisbankann í gær.
Víðtæk andstaða við
umbótaáætlun Suhartos
Singapore, Jakarta. Reuters.
ASÍSKIR gjaldmiðlar urðu í gær
fyrir barðinu á sveiflum á gengi
indónesísku rúpíunnar vegna auk-
innar andstöðu á alþjóðavettvangi
við áætlanir þarlendra stjórnvalda
um að koma á gjaldeyrisbindingu
með svonefndu gjaldeyrisborði.
Rúpían féll í verði gagnvart Banda-
ríkjadollar í gær í kjölfar þess að
bandarískir fjárfestingabankar seldu
dollara.
Þótt stöðugleiki hafi komist á
gengi rúpíunnar áður en yfir lauk í
gær telja fjármálasérfræðingar að
útlitið sé dökkt vegna óróa í þjóðfé-
laginu, væntanlegs kjörs Jusufs
Habibies til embættis varaforseta
og sífelldrar gagnrýni á fyrirætlan-
ir um að binda gengi rúpíunnar við
gengi Bandaríkjadollars. Um helg-
ina bárust fregnir af því að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn (IMF) hefði
hótað að draga til baka fjárhagsað-
stoð við Indónesíu ef gjaldeyris-
borðinu yrði komið á.
Fyrir helgi ræddi Suharto forseti
við bandaríska hagfræðinginn
Steve Hanke, einn helsta hug-
myndasmið gengisborðsins sem
komið hefur verið á í nokkrum
löndum. Hanke sagði Suharto fylgj-
andi hugmynd sinni um fastbind-
ingu rúpíunnar.
Gengisborð er eins konar gang-
virki til að fastbinda gengisskrán-
ingu þannig að gjaldeyrisvarasjóð-
ur ríkis, í þessu tilviki Indónesíu, sé
ætíð jafnmikill og peningar í um-
ferð, í þessu tilviki rúpíur. Frétta-
skýrendur segja líklegt að rúpían
verði bundin Bandaríkjadollar á
genginu fimm til sex þúsund.
Gengi rúpíunnar fór niður fyrir
tíu þúsund gagnvart dollar á mörk-
uðum í gær og voru miðlarar var-
færnir af þeim sökum. „Við viljum
ekki sitja uppi með eitthvað um 10
þúsund ef stjórnvöld festa [gengið]
skyndilega við 5.000,“ hafði Reuters
eftir bankastarfsmanni í Jakarta.
Bandaríska dagblaðið Washington
Post greindi frá því í gær að fram-
kvæmdastjóri IMF, Michel Cam-
dessus, hefði ritað Suharto bréf og
látið í Ijósi eindræga andstöðu við
áætlanir stjórnvalda, og að ef gjald-
eyrisborðinu yrði komið á „við nú-
verandi kringumstæður" yrði ekki
hægt að halda núverandi áætlun í
samskiptum IMF og Indónesíu.
Gjaldmiðlar annarra Suðaustur-
Asíuríkja féllu einnig nokkuð í verði í
gær, en þó lítið í samanburði við rúp-
íuna. Sögðu kaupmenn öðram gjald-
miðlum vera að aukast þanþol gagn-
vart gegni rúpíunnar.
SPD reynir að
kveða niður orð-
róm um klofning
TALSMENN þýzka jafnaðar-
mannaflokksins, SPD, reyndu í
gær að kveða niður orðróm um að
innan flokksins sé djúpstæður
ágreiningur um hver skuli fara fyr-
ir kosningabaráttu flokksins fyrir
kosningar í haust og etja kappi við
Helmut Kohl um kanzlaraembætt-
ið.
Innanflokksdeilur jafnaðar-
manna um kanzlaraefni þeirra,
tveimur vikum fyrir þýðingarmikl-
ar kosningar til þings Neðra-
Saxlands, hafa glatt menn í her-
búðum Kohls, en hann hyggst
sækjast eftir endurkjöri til setu í
kanzlarastólnum fimmta kjörtíma-
bilið í röð.
Imyndarsmiðir hans og aðstoð-
armenn reyndu að takmarka skað-
ann sem ný skoðanakönnun olli um
helgina, en samkvæmt niðurstöð-
um hennar eru mun fleiri af flokks-
mönnum hans meðal Kristilegra
demókrata (CDU) þeirrar skoðun-
ar að þingflokksformaðurinn Wolf-
gang Schauble væri heppilegra
kanzlaraefni fyrir flokkinn en
Kohl.
Könnunin sýndi að 49% stuðn-
ingsmanna CDU töldu Schauble,
sem er bundinn við hjólastól eftir
banatilræði sem honum var sýnt
1990, betri frambjóðanda en Kohl,
sem 44% sögðu enn vera sinn
mann. I síðustu sambærilegu könn-
un í desember töldu 56% Kohl
bezta kanzlaraefni flokksins en
38% Schauble. Talsmenn CDU
sögðu þessa niðurstöðu ekki breyta
neinu.
Hver verður keppinautur Kohls
um embættið fyrir hönd stærsta
flokks stjómarandstöðunnar, SPD,
er hins vegar ekki enn ljóst, en sú
spurning heldur jafnaðarmönnum
mjög uppteknum þessa dagana.
Áróðursslagur milli fylkinga
Áskoranir um einingu í flokknum
voru áberandi í ljósvakamiðlum
Þýzkalands í gær, þegar stuðnings-
menn þeiira Gerhards Schröders,
forsætisráðherra Neðra-Saxlands,
og flokksformannsins Oskars
Lafontaines héldu áfram áróðurs-
slag sem staðið hefur í nokkra
mánuði.
SPD hefur verið í uppnámi frá
Reuters
GERHARD Schröder, forsætis-
ráðherra Neðra-Saxlands, hlýð-
ir þungur á svip á Oskar
Lafontaine, formann SPD og
keppinaut sinn um útnefningu
til kanzlaraefnis flokksins.
því fyrir helgi, eftir að hópur
manna á vinstri væng flokksins
spillti „vopnahléi“ sem verið hafði í
gildi milli þeirra Schröders og
Lafontaines er stefnumarkandi
vinnuplagg vinstrimanna, þar sem
efasemdum er lýst yfir því að gott
gengi Schröders í skoðanakönnun-
um muni skila sér í atkvæðum í
haust, komst í hendur fjölmiðla.
Að skýrsla vinstrivængsmanna
skyldi komast í hámæli opnaði aft-
ur fyrir deilur milli vinstri- og
hægrivængs flokksins. Stjórnmála-
skýrendur telja að stuðningsmenn
Lafontaines hafi lekið skýrslunni í
því skyni að grafa undan Schröder,
sem vill færa stefnu SPD nær
miðjunni og meira í átt til vinsam-
legs samstarfs við athafnalífið.
Skoðanakannanir hafa ítrekað sýnt
að SPD sé líklegri til að vinna sigur
yfir CDU ef Schröder er kanzlara-
efni flokksins frekar en Lafontaine.
Hvor þeirra það verður kann að
ráðast í kosningunum í Neðra-
Saxlandi 1. marz, en Schröder hef-
ur lýsti því yfir að tapi hann meira
en tveimur prósentustigum frá síð-
ustu kosningum sé hann úr leik í
keppninni um útnefningu til kanzl-
ai’aefnis. Um miðjan marz hyggst
svo SPD loks taka af skarið um út-
nefninguna.