Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
_______________LISTIR______
Magnaður sönggaldur
Morgunblaðið/Golli
SÖNGUR Magneu, í laginu Morgen, og þó sérstaklega leikur Gerrits,
var magnaður sérkennilegum galdri fegurðar, segir gagnrýnandi m.a.
TCtNLIST
Kirkjuhvoll í Garðabæ
LJÓÐATÓNLEIKAR
Magnea Tómasddttir og Gerrit
Schuil fluttu söngverk eftir Mozart
og Richard Strauss. Laugardagur-
inn 14. febrúar 1998.
LJÓÐATÓNLIST á sér langa
sögu hjá Þjóðverjum, sem rekja má
allt til Minne- og Meistersingers. Á
barokktímanum var undirleikurinn
aðeins gefinn til kynna með tölu-
settri bassalínu (basso continuo), en
það var fyrst við upphaf klassíska
tímans, að þeir alþýðlegu söngvar,
sem báru nafnið „Lied“, voru út-
færðir með sérstöku og oftlega sér-
lega einföldu undirspili. Þessi al-
þýðutónlist var ekki áhugavert við-
fangsefni fyrir stærri tónskáldin og
er til þess tekið, að Haydn útsetti
fjöldann allan af enskum þjóðlög-
um. Mozart hafði ekki mikinn áhuga
á slíkri alþýðutónlist og er ahyglis-
vert, að fram til 25 ára aldurs hafði
hann aðeins samið fimm sönglög og
að flest sönglögin eru samin síðustu
sex árin sem hann lifði, eða frá
1785-91. Þetta er því merkilegra
fyrir þá sök, að hann samdi aragrúa
af alls konar söngtónverkum.
Tónleikarnir hófust á An Cloe
(júní 1787) og þar eftir fylgdi Die
Verschweigung (maí 1787), sem eru
fallegir ástarsöngvar, er voru mjög
vel fluttir. Þriðja lagið, Ridente la
calma, skráð sem K.152, er talið
vera raddsetning eða umritun á
„canzonettu" eftir Myslivecek
(1737-81), tékkneskt óperutónskáld
og því líklegt að lagið sé úr ein-
hverri af mörgum óperum hans,
sem uppfærðar voru bæði í þýskum
og ítölskum óperuhúsum, við miklar
vinsældir. Als Luise (K.520) og Der
Zauberer (K.472) fjalla einnig um
ástina, sviksemi og alls konar freist-
ingar og eru þessi lög ekta Mozart
og rétt, eins og sagt er í efnisskrá,
að rangt sé að flokka sönglögin sem
annars flokks tónsmíðar frá hendi
Mozarts. Þetta eru frábær lög, er
voru mjög áhrifamikil á flutningi
Magneu og Gerrits.
Sama má segja um Abendemp-
findung (K.523), sem var aldeilis
glæsilega flutt, enda fagurlega
samið og þá einnig Das Lied der
Trennung (K.519). Næstu tvö lög
eru aðeins eldri, Komm, liebe
Zither (K.351) og elsta lagið, Dans
un bois solitaire (K.308), sem er
samið í Mannheim og er í raun
skrásett sem „arietta". Síðasta
Mozartlagið var hið sérkennilega
Die Alte, en Mozart gat oft verið
háðskur og var þetta leikræna grín-
lag mjög vel flutt. Það getur verið
erfitt að flytja sönglög Mozarts, því
þau bera bæði einkenni alþýðulags-
ins og óperuaríunnar og að því leyti
til hefur Mozart hugsanlega átt
nokkuð erfitt með að gera upp hug
sinn og setur þetta söngvara vissar
skorður, sem Magnea að mörgu
leyti leysti úr með sérlega fallegum
flutningi og þó röddin væri á köflum
nokkuð hamin, var auðheyrt að hún
naut þess að syngja þessi fallegu
lög með Gerrit Schuil.
Eftir hlé voru eingöngu söngverk
eftir Richard Strauss og þar naut
Magnea sín og gat gefið röddinni
lausan tauminn. Fyrstu fjögur lög-
in, sem Magnea og Gerrit fluttu,
samdi Strauss á árunum 1877-78, þá
13 og 14 ára, en fyrsta sönglag sitt
samdi hann aðeins sex ára að aldri.
Auðvitað eru þetta einfaldar tón-
smíðar en vel gerðar og í klassísk-
um anda, enda mun faðir Richards,
Franz Joseph, hafa lagt áherslu á
klassískt uppeldi sonar síns og hald-
ið honum frá tónlist eftir menn eins
Wagner, sem hann fyrirleit, bæði
mann og músík. Flutningurinn var í
heild látlaus, er hæfði vel þessum
einföldu tónsmiðum.
Söngvasafn Strauss er mikið að
vöxtum og þar er að finna einhverja
stórkostlegustu ljóðasöngva allra
tíma. Hér voi'u tekin til meðferðar lög
úr þremur ópusum, 10, nr. 2 (Nichts)
og 4 (Die Georgine), 39, nr. 4 (Befreit)
og öll fjögur meistaraverkin úr op. 27,
Morgen, Heimliche Aufforderung,
Ruhe, meine Seele og Cácilie.
Með þessum tónleikum hefur
Magnea Tómasdóttir staðfest að
hún er góð ljóðasöngkona og er vart
hægt að gera upp á milli söngs
hennar í síðustu viðfangsefnunum,
þó helst megi nefna Heimliche Auf-
forderung og Cácilie fyrir sérlega
áhrifmikinn söng. Þar kemur einnig
til samleikur Gerrits Schuil, sem lék
öll lögin afburða vel. Bæði söngur
Magneu, í laginu Morgen, og þó
sérstaklega leikur Gerrits, var
magnaður sérkennilegum galdri
fegurðar, sem ekki getur oft að
heyra.
Jón Ásgeirsson
Bækur á leið
til lesenda
Þegar fínnsku skáldkonunni Tuu Forsström var
tilkynnt að hún fengi Bókmenntaverðlaun Norð-
urlandaráðs í ár lagði hún áherslu á að hún tæki
við verðlaununum fyrir hönd ljóðlistarinnar.
Jóhann Hjálmarsson hitti Forsström og einnig
rithöfunda sem eru að vinna að því að kynna
Svíum íslenskar bókmenntir.
ekki til úr engu. I öðrum listum en
ljóðlistinni sagði hún að fólk væri
ófeimið við að nefna lærimeistara
sína. Meðal kennara sinna, þeirra
sem hefðu skipt mestu máli fyrir
hana, væru skáld eins og Werner
Aspenström og Gunnar Ekelöf og
vitanlega Edith Södergran.
„Gleymum ekki lærimeisturum okk-
ar,“ sagði Tua Forsström.
Markmið verðlauna
Þetta leiðir hugann að því að
Bókmenntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs hafa ekki síst það markmið að
vekja athygli á bókum og höfundum
á Norðurlöndum og ekki bara þeim
sem hljóta verðlaunin. Hvað varðar
tilnefndar íslenskar bækur hafa
þýðingar þeirra á skandinavísk mál
sem Norðurlandaráð kostar orðið til
að stuðla að útgáfu sumra þeirra.
Nú er unnið að gerð stórs kynn-
ingarblaðs um tilnefnda höfunda
1998 í að minnsta kosti 200.000 ein-
tökum og er ætlunin að dreifa því
um öll Norðurlönd með höfuð-
áherslu á skóla. Hans Keil hjá aug-
lýsingastofunni Blanking í Malmö,
sem hefur verið falið þetta verkefni
í samvinnu við Norðurlandaráð,
sagði mér að nauðsynlegt væri að
kynna bækurnar rækilega, ekki
væri nóg að þeirra væri aðeins getið
í sambandi við verðlaunaveitinguna.
TUA Forsström hlaut að þessu
sinni Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs fyrir ljóðabók sína Eftir
að hafa dvalist næturlangt mcðal
hesta (1997). Svo skemmtilega vildi
til að hún var einmitt stödd í Sví-
þjóð þegar boðum var komið til
hennar um ákvörðun dómnefndar-
innar sem fundaði í þinghúsinu í
Stokkhólmi. Þegar niðurstaðan
hafði verið tilkynnt á blaðamanna-
fundi var Tua á leiðinni í leigubfl og
önnum kafin við að snyrta sig sem
ekki hafði unnist tími til í önn morg-
unsins. Leigubílstjórinn mun hafa
verið eitthvað tortrygginn.
Skáldkonan var glaðleg á svipinn
þegar sænska og finnska pressan
tók á móti henni í þinghúsinu. Hún
var fljótlega komin með stóran
blómvönd og brosti breitt. Tua er
mjög viðkunnanleg kona og góður
fulltrúi finnlandssænskrar ljóðlist-
ar. Hún lagði reyndar áherslu á það
í þakkarræðu sinni að hún teldi að
valið á hennar bók fæli í sér viður-
kenningu til ljóðlistarinnar yfírleitt,
sagðist hafa lesið tilnefndu ljóða-
bækurnar, og hvílíkar bækur! Það
væri sérstakur heiður fyrir sig að
vera í hópi þessara skálda.
í hádegisverðarboði þingsins á
eftir lagði Tua Forsström enn meiri
áherslu á þetta. Hún vakti jafn-
framt athygli á því að skáld verða
TUA
Forsström
Hákan
Boström
Sven O.
Bergkvist
Morgunblaðið/Jóhann Hjálmarsson
GRAFÍKMYND eftir Knut H. Larsen.
Við fengum að skyggnast inn í
gerð ritsins, uppbyggingu þess.
Fjallað verður um alla tilnefndu
höfundana, skrifað um þá og bækur
þeirra og birt viðtöl og sýnishorn úr
bókunum.
Mikill fjöldi fólks mun því að
þessu sinni eiga þess kost að lesa
um tilnefndu bækui-nar og höfunda
þeirra, en þeir voru eins og getið
hefur verið Matthías Johannessen,
tilnefndur fyrir ljóðabókina Vötn
þín og vængur, og Árni Bergmann
fyrir skáldsöguna Porvaldur víð-
förli.
íslenskar bókmenntir í Svíþjóð
Kynning íslenskra bókmennta í
Svíþjóð fer vaxandi. í Eskilstuna
býr rithöfundurin Hákan Boström,
höfundur fjölda skáldsagna og ann-
arra bóka og lengi gagnrýnandi og
blaðamaður. Nýlega hefur birst eftir
hann langur greinaflokkur í dag-
blaðinu Folket í heimabæ hans, und-
ir fyrisögninni Vykort frán Island,
þar sem hann segir frá fundum sín-
um með íslenskum rithöfundum í
fyrrasumar. Greinarnar voru allar
myndski-eyttar af listamanninum
Knut H. Larsen, frá nágrannabæn-
um Flen. Knut, sem er norskur að
uppruna, var með í íslandsfórinni.
Bók eftir þá félaga er væntanleg
bráðlega og er óhætt að segja að í
henni verður mikið efni um íslenska
rithöfunda og viðfangsefni þeirra.
Eftir greinunum í Folket að dæma
er frásögnin lifandi, lýsir áhuga á
efninu og ást á landinu.
Eins og áður hefur verið sagt frá
hér í blaðinu er fyrirhuguð^ sýning
og dagskrár sem tengjast Islands-
förinni og eru það Suðurmanna-
lands-fylki (Sörmland) og norrænar
stofnanir sem styrkt hafa þetta
verkefni.
í Eskilstuna fékk ég að sjá Is-
landsmyndir Knuts H. Larsen og
hitti hann. Myndirnar eru góðar og
um margt athyglisverðar, en frá-
sagnargáfa listamannsins er einstök
og kom vel fram þegar hann rifjaði
upp íslandsförina.
Færeyskir
tónlistar-
menn halda
tónleika
TVEIR færeyskir tónlistar-
menn, Össur Bæk fiðluleikari
og Jóhannes Andreasen píanó-
leikari halda tvenna tónleika
hér á landi þriðjudaginn 17.
febrúar kl. 20 í Tónlistarskól-
anum í Keflavík og í Norræna
húsinu miðvikudaginn 18. febr-
úar kl. 20.30.
Á efnisskrá eru verk eftir
Wolfgang A. Mozart, Igor Stra-
vinsky, Johannes Brahms og
Pablo de Sarasate.
Jóhannes Andreasen er tón-
listarkennari í Færeyjum og
einn af þeirra þekktustu píanó-
leikurum. Hann hefur haldið
fjölda tónleika bæði sem ein-
leikari og undirleikari og leikið
inn á geislaplötur.
Össur Bæk býr í Danmörku
en er af færeysku bergi brotinn
og hefur því haldið marga tón-
leika í Færeyjum ; m.a. leikið
með færeysku sinfóníuhljóm-
sveitinni. Hann er fyrsti fiðlu-
leikari í „Kongelige Kapell
Kammerorkester" í Kaup-
mannahöfn, sem hann var einn
af stofnendum að.
Það er Konsertfélagið í
Færeyjum sem stendur fyrir
þessum tónleikum sem eru lið-
ur í tónleikaferð tvímenning-
anna, er hófst í Færeyjum 13.
febrúar og lýkur í Danmörku
21. febrúar.
Gengið á Heklu
Annar sænskur rithöfundur sem
sinnt hefur íslenskum efnum er
skáldsagnahöfundurinn Sven O.
Bergkvist. Fyrir mörgum árum
sendi hann frá sér íslandsbókina Át
Hácklefjáll - lángt senare (1964) og
er titillinn vísun til frægrar bókar
Alberts Engströms sem nefndist Át
Hácklefjáll. Endurskoðuð útgáfa
bókar Svens O. Bergkvists er Pá
vulkanens brant (1975), en þar er
m.a. að finna töluverðan fróðleik um
íslenska rithöfunda.
Ásamt Heimi Pálssyni valdi
Bergkvist síðan í bók með íslensk-
um smásögum, Beráttelser frán Is-
land (1975).
Sven O. Bergkvist hefur nýlega
sent frá sér skáldsöguna Vágar till
himmelrik sem hefur verið mjög vel
tekið og er talin marka þáttaskil hjá
honum, minnir á fyrstu verk hans
eins og Vandring till Ljusbacken
(1950, endurútg. 1992). í bókaher-
berginu hjá honum eru öll verk
Halldórs Laxness sem komið hafa
út á sænsku. Hann segist vera mik-
ill Laxnessaðdáandi; Salka Valka,
Atómstöðin og fleiri bækur Hall-
dórs hafi skipt gífurlegu máli fyrir
sig sem rithöfund. Hann endurtek-
ur það sem ég hef oft heyrt hann
segja áður að Halldór Laxness og
August Strindberg séu mestu rit-
höfundar Norðurlanda. Bergkvist
þekkir líka verk Gunnars Gunnars-
sonar og metur þau mikils. Hann
segist hafa lesið sér til ánægju bók
Stellans Arvidsons um Gunnar.
Nýjung í bókaútgáfu
Nú er Bergkvist að semja stutta
skáldsögu sem á að koma í nýjum
flokki bóka hjá nýju forlagi og verða
ritstjóarar þeir Lennart Högman
og Kurt Salomonsson. Meðal höf-
unda auk Bergkvists eru Jan Myr-
dal, Kerstin Ekman og Lars Gyl-
lensten. Bækurnar eiga að koma út
í stóru upplagi og verða seldar á
mjög vægu verði, en aðeins góðar
bókmenntir koma til greina. Dreif-
ing þeirra verður með nýjum og
óvæntum hætti og verður innan
skamms greint frá þessu útgáfu-
átaki í Svíþjóð og hér í blaðinu.