Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 37
fræðina í skólanum. „Við helguðum
eina stoíuna stærðfræði og söfnuð-
um tölvunum saman í henni og
ýmsu öðrum sem tilheyrir kennsl-
unni,“ segir hún og að hlutbundin
kennsla fari fram þar.
Búðarhorn er í stofunni og geta
nemendur sett upp tilbúna verslun
og reiknað vörur á ýmsan máta.
Einnig hefur skólinn verið að festa
kaup á sérstökum legókubbum
sem eru hannaðir sem kennslu-
tæki. Kubbamir heita dacta og
fylgja kennsluleiðbeiningar sem
nemendur nota til hliðsjónar.
Nemendur voru við ýmsa iðju í
stofunni þegar Morgunblaðið
heimsótti þá. Nokkrir voru að setja
saman farartæki úr legókubbunum
og að reikna áhrif hjólastærðar á
hraða. Aðrir sátu við tölvuskjái og
gátu valið sér stærðfræðiforrit.
Tvær stúlkur voru í slönguspili,
aðrar tvær í tölvubúðarleik sem
kennir og æfir nemendur í metra-
kerfinu. Tölvukarl vildi kaupa 2 km
af neti og hann fékk það ekki af-
greitt fyrr en nemendur höfðu
reiknað út fjölda metra, þannig
gengur það áfram eftir ýmsum
mælieiningum og alltaf þarf að
breyta í metra.
f stærðfræðistofunni í Álftanes-
skóla voru tíu ára nemendur að
reikna ýmislegt sem hefðbundið er
að kenna eldri krökkum.
Alftanesskóli leggur sérstaka
áherslu á stærðfræði en í skólanum
eru 220 nemendur og 17 kennarar.
í annarri stofu í skólanum voru
12 ára nemendur að glíma við pró-
sentureikning með kennara sínum
Svövu Rós Sveinsdóttur og voru
þau með glænýtt kennsluefni frá
Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar sem
einungis er leyfi til að nota til til-
raunar í Hafnarfirði og nágrenni.
Það er byggt á efni frá Freundent-
halstofnuninni og Wisconsin-há-
skólanum.
Skemmtilegur
prósentureikningur
Hugmyndafræðin á bak við
námsefnið er eins og áður að
tengja dæmin lífi barna, gefa þeim
valmöguleika og láta þau tjá niður-
stöður sínar með orðum, því efast
má um að fólk skilji það sem það
getur ekki útskýrt. „Hvers vegna?“
er nefnilega mikilvæg spuming.
Dæmin gefa þeim einnig færi á að
uppgötva aðferðirnar sjálf og fyrir
vikið verður námið dýpra, að mati
kennara þeirra. „Þau sýna þessu
mikinn áhuga og eru dugleg í tím-
um,“ segir Svava Rós. „Þetta er
gaman, ekki svo erfitt,“ segir Alti
Þór Asgeirsson nemandi hennar.
Þennan fostudag, 13. febrúar,
voru þau að glíma við dæmi um
fjölnotasal í Hólaskóla. Salurinn
rúmar ýmsar uppákomur og eru
sumar vinsælli en aðrar. Þrennt er
nefnt til að byrja með; popptónleik-
ar, sögulegt leikrit og tískusýning.
Myndarammar eru sýndir og svo
stendur: „Merktu inn á myndirnar
hér og sýndu hve mörg prósent
salarins þú heldur að verði upptek-
in á hverri samkomu." Svo heldur
dæmið áfram á næstu síðum og
nemendur eru beðnir um að út-
skýra svör sín líka.
Nýja kennsluefnið virðist vera
laust við að vera leiðinlegt eins og
því staðlaða hættir til að verða.
Stærðfræði og mannkynið
Reiknað er með að ef starf kenn-
ara með breytta stærðfræði-
kennslu heppnast og með nýrri að-
alnámskrá að viðhorfið til stærð-
fræði verði nýtt. í tillögum for-
vinnuhóps að endurskoðaðri
námskrá stendur m.a. um loka-
markmið stærðfræðináms: „Að
nemandi hafi öðlast jákvætt við-
horf til stærðfræðinnar; sér i lagi
að hann geri sér grein fyrir nyt-
semi hennar, bæði fyrir sjálfan sig
og aðra; hafi sjálfstraust til að
takast á við skilning stærðfræði-
legra hugtaka og lausn stærðfræði-
legra verkefna; kunni að meta
skemmtigildi stærðfræðinnar; geri
sér grein fyrir mikilvægi stærð-
fræðinnar fyrir þjóðfélagið og
mannkynið í heild.“
Morgunblaðið/Ásdís
Framhaldsskólanemar þurfa að fylla skólatöskurnar í ágústmánuði.
Kennsla hefst
í ágúst
FRAMHALDSSKÓLAR
verða almennt settir 20.
ágúst í haust og reiknað er
með að kennsla hefjist 24.
sama mánaðar. Þetta er gert
til að jafna haustönn og vor-
önn í skólastarfinu og er í
samræmi við kjarasamninga
framhaldsskólakennara.
Bæði Menntaskólinn í
Kópavogi og Fjölbrautaskól-
inn við Armúla verða settir
20. ágúst og eiga nemendur
að sækja stundatöflur þá, en
kennslan hefst svo í þessum
skólum á mánudeginum.
Bogi Ingimarsson aðstoðar-
skólastjóri FÁ segir að byrj-
að sé að búa nemendur undir
þessa breytingu.
Fyrirhugað er að skóla-
starfínu á vorönn ljúki fyrr
af þessum sökum, en breyt-
inguna þarf að hafa í huga
þegar sumarfrí er skipulagt
og einnig sumarvinna.
PHILIPS
á lágu verði
69.900
PHILIPS
28" sjónvarp
rmura
myndbandstæki a
SÆTUN8 SIMI 569 1500
http.//www.ht.l s
Umboðsmenn um land allt
Philips PT4423 er nýtt
28" gæða sjónvarpstæki
á ótrúlegu verði.
Philips PT4423:
Nicam Stereo
Blackline D myndlampi
Einföld og þægileg
fjarstýring
íslenskur leiðarvísir
Gerðu hörðustu kröfur til
heimilistækja.
Fjárfestu í Philips!
27.900
Tveggja hausa myndbandstæki frá
Philips á sérlega hagstæðu verði.
Einfalt í notkun og áreiðanlegt.
íslenskur leiðarvísir.
PHILIPS
fhrCll -alltaf ódýrast hjá okkur!
Heimilistæki hf
Œ
BHÆGJUflBYRGÐ
Sé kaupandi ekki ánægður
með vöruna má hann skila
[? j hennl Innan 10 dagal