Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 40

Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Líflegt hjá • Húnvetn- ingum HESTAMENNSKAN í Húnvatnssýslum er með líflegasta móti um þessar mundir. A Þingeyrum þar sem hjónin Helga Thoroddsen og Gunnar Ríkharðsson reka hesta- miðstöð er boðið upp á fjölbreytta dagskrá af fræðslu og skemmtiefni fyrir hestamenn. Er þar um að ræða ýmiskonar námskeið og kennslu og keppni og sölusýningu. Námskeiðin flest hver eru samvinna Þingeyrarbúsins og Hólaskóla en sölusýn- ingin er í samvinnu við hrossabændur í Austur- Húnavatnssýslu. Dagskráin hófst um síð- ustu mánaðamót með helg- arnámskeiði með Benedikt Þorbjörnssyni sem kallast sýningar og keppnisþjálf- un og spannar þrjár helg- ar. Onnur helgin verður 6. til 8. mars og námskeiðinu lýkur helgina 24. til 26. apríl. Magnús Lárusson byrjaði fyrstu helgina í febrúar með frumtamn- inganámskeið sem kallast „Samspil manns og hests“ og um næstu helgi verður hann á Þingeyrum þar sem mönnum stendur til boða að koma með með hross A sem hann reynir og ráð- leggur varðandi þjálfun og tamningu. Fyrsta mótið af þremur verður svo haldið í reið- skemmunni á Þingeyrum 28. febrúar þar sem keppt verður um farandbikar. Sölusýningin verður á skírdag 9. apríl og úrtaka fyrir reiðhallarsýningu 18. til 19 apríl. Að síðustu verður boðið upp á reið- námskeið fyrir börn og unglinga í A-Hún. Sem sagt í nógu að snúast hjá húnvetnskum hestamönn- um það sem eftir lifir vetr- * ar og fram á vor. Murneyrar- mótið flutt fram í júní MÓTASKRÁ sem nýlega var birt í hestaþætti inni- hélt meinlega villu sem nauðsynlegt er að leiðrétta. Þar segir að hestamót Smára og Sleipnis verði haldið 24. til 25. júlí sem _ ber upp á sömu helgi og Is- landsmótið sem haldið verður í ár að Æðarodda við Akranes. Þetta er ekki rétt, því Murneyrarmót þeirra Sleipnis og Smára- manna verður haldið helg- ina 27. til 28. júní. Samkvæmt heimildum hestaþáttar eru þessir aðil- ar að hugleiða alvarlega að flytja Murneyrarmótin al- farið á þennan tíma því þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslandsmót eru sett of- _. an í Murneyrarhelgina sem löng hefð er fyrir. Það eina sem menn eru hræddir við er að mótssvæðið sem er á bökkum Þjórsár verði ekki alltaf í nothæfu ástandi eft- ir flóð árinnar í vorleysing- um á þessum tíma. Valdiraar Kristinsson Hægri umferð í hesta- mennsk- unni MorgunblaðiðA^ aldimar Kristinsson SIGRÚN Sigurðardóttir reiðkennari hefur getið sér gott orð í reiðkennslu barna og unglinga og hefúr hún ver- ið ráðin til Harðar í vetur og mun fylgja þeim krökkum, sem hyggjast keppa í vor og sumar, fram yfir landsmót. fþrótta- og tómstundaskóli Mosfellsbæjar Hestamennska liður í forvarnarstarfi MIKIÐ líf er í hestamennskunni í Mosfellsbænum þessa dagana. Ekki síst hjá bömum og unglingum. Fyrir skömmu hófust reiðnámskeið fyrir 6-9 ára böm á vegum Iþrótta- og tómstundaskóia Mosfellsbæjar og era þau liður í að kynna bömum í þessum aldursflokki sem flestar íþrótta- og tómstundagreinar. Til- gangurinn með starfínu er að auð- velda börnunum að velja sér tóm- stundaíþrótt við 10 ára aldur. Gerður var samstarfssamningur við ýmis fé- lög og samtök í bænum, þar á meðal hestamannafélagið Hörð. Að sögn Sigurðar Guðmundssonar íþróttafull- trúa í Mosfellsbæ felst í samningnum viðurkenning á barna- og unglinga- starfi félagsins. Þar segir m.a.: „Samningi þessum er ætlað að efla samstarf milli bæjaryfirvalda í Mos- fellsbæ og hestamannafélagsins Harðar og tryggja öflugt gæðakerfi í íþrótta- og tómstundastarfi fyrir böm og unglinga í Mosfellsbæ sam- kvæmt stefnu bæjaryfirvalda þar um. Er samningnum ætlað að tryggja enn frekar starfsemi félags- ins enda er bæjarstjóm Mosfellsbæj- ar þeirrar skoðunar að það sinni öfl- ugu og viðurkenndu forvarnarstarfi.“ í samningnum er einnig ákvæði um að félagið skili inn skýrslu um starfið og geri það sýnilegt fyrir íbúa Mosfellsbæjar. Gert er að skilyrði að góðir og vanir þjálfarar sjái um starf- ið í öllum íþróttagreinunum og hefur Sigrún Sigurðardóttir reiðkennari verið ráðin til að sjá um námskeið í hestamennsku. Sigurður segir að litið sé á þetta starf sem fyrsta skrefið í forvamar- starfi fyrir börn og unglinga og greiðir bærinn námskeiðin niður. Þannig þai-f hver þátttakandi að greiða 2.500 krónur fyi-ir fjóra mán- uði. Bæjaryfirvöld verja á þessu ári um 1,5 milljónum króna til starfsins. Námskeiðin hófust í byrjun janúar sl., fyrst í skák, fimleikum og bolta- íþróttum og fyrir rúmri viku hófust námskeið í hestamennsku og körfu- bolta. „Stefnan er sú að það verði jafn sjálfsagt að stunda íþrótta- og tóm- stundastarf eins og að ganga í skóla,“ sagði Sigurður. „Sem dæmi má nefna að þau börn sem byrja að kynnast hestamennskunni núna 6 ára geta farið aftur á námskeið á hverju ári til 9 ára aldurs og þegar þau eru 10 ára eiga þau auðveldara með að gera upp við sig hvort þetta sé tómstundagrein sem hentar þeim. Með því að kynnast jafnframt fleiri greinum ætti það að auðvelda þeim valið.“ Guðný Ivarsdóttir formaður hesta- mannafélagsins Harðar sagði að mik- ill áhugi væri á námskeiðum þessa dagana og mikið um að vera. Nám- skeið fyrir börn og unglinga hafa aldrei verið jafn vinsæl og núna. Sig- rún Sigurðardóttir hefur, auk þess að vera með námskeiðin á vegum íþrótta- og tómstundaskólans, verið ráðin til að halda námskeið fyrir ung- linga á vegum félagsins. Milli 50 og 60 vora búnir að skrá sig, en eftir að námskeiðin hófust bættust enn fleiri við. Krökkunum er skipt niður í hópa eftir getu, allt frá byrjendum upp í keppnisfólk og hefur verið ákveðið að Sigrún muni þjálfa keppnisfólkið áfram og fylgja því fram yfir lands- mótið í sumar. „Það er mikil vakning hjá Herði og um 80 nýir félagar hafa bæst við á nokkrum mánuðum, stór hluti þeirra er ungt fólk. Félagar era því að nálg- ast 500,“ sagði Guðný. Aðspurð um skýringu sagðist hún ekki vita með vissu hvað væri á ferðinni, en líklega væri fólk ánægt með það sem verið væri að gera. En félagar í hestamannafélaginu Herði era ekki eingöngu úr Mosfells- bæ, heldur einnig af Kjalarnesi og úr Kjósinni. Félagið hefur boðið ungu fólki þaðan að sækja hestana þess á hestaflutningabíl og flytja þá í Mos- fellsbæinn til að komast á námskeið og njóta aðstöðunnar sem er mjög góð svo sem reiðvellir og reiðhöll auk skemmtilegra reiðleiða. Þetta er gert einu sinni í viku og hafa 15-16 börn notfært sér þessa þjónustu. Guðný sagði að félagið ætti lóð undir félagshús og til tals hefur kom- ið að byggja hús m.a. til að bjóða bömum, unglingum og ellilífeyris- þegum aðstöðu til að hafa hesta sína þar. Enn hefur þó ekkert verið ákveðið í þeim efnum. AÐ GEFNU tilefni þykir full ástæða til að taka undir ábend- ingar sem hestaþættinum hafa borist um að hestamönnum beri að fylgja almennum umferðar- reglum. I bréfi sem barst segir: „Það gerist alltof oft að einn og einn knapi komi á þeysireið á vinstri helmingi reiðvega og splundri allt að 10 manna (hesta) höpi sem virðir lög og reglur og ríða á hægri helmingi reiðvegar. Þessir vinstri sinn- uðu knapar eiga það svo til að bölsótast og formæla þeim sem ekki víkja undan yfirgangi þeirra.“ I framhaldinu má vitna hér í nokkrar greinar gildandi um- ferðarlaga. í 3. gr. segir meðal annars: „Ákvæði um umferð ökutækja gilda, eftir því sem við á, einnig um reiðmenn." og áfram í íjórðu grein: „Vegfar- andi skal sýna tillitssemi og varúð svo eigi leiði til hættu eða valdi tjóni eða óþarfa óþægindum og þannig að eigi trufli eða tefji umferð að óþörfu. Að síðustu segir í 14. gr. „Ökumaður skal vera með ökutæki sitt eins langt til hægri og unnt er með tilliti til annarr- ar umferðar og aðstæðna að öðru Ieiti.“ og rétt er að minna á að þetta gildir einnig um reiðmenn og reiðskjóta þeirra. Einnig má minna á að það eru rúmir þrír áratugir síðan breytt var yfir í hægri umferð á Islandi en ætla má að í hug- um alltof margra hestamanna hafi þessi breyting ekki náð fram að ganga. Valdimar Kristinsson MorgunblaðiðA^aldimar Kristinsson TAMNINGMAÐURINN kunni Elías Þórhallsson réðst á haustdögum í byggingu á nýju tuttugu hesta húsi á Varmárbökkum og tók inn um miðjan janúar. Húsið er hið glæsilegasta að allri gerð. Eins og tveggja hesta stíur, flugrúmar og eikarklæddar eins og vinsælt er um þessar mundir og mun fara vel um hrossin í þessu. Að vísu mun rétt vera að Elías byggði heila lengju og var gert ráð fyrir tólf hesta húsi í endanum sem hann hyggst jafnvel selja. Elías og kona hans Kolbrún Haraldsdóttir eru að vonum ánægð með húsið sem að vísu er ekki fullfrágengið að innan og eru þau hér ásamt syni sínum Sigurði sem situr gæðinginn Vála frá Nýjabæ. NÝ OG ENDURBÆTT hesthús hafa verið vígð eða tekin í notkun með við- höfn á undanförnum mánuðum. Eysteinn Leifsson og faðir hans Leifur Jóhannesson skiptu úr átta hesta húsi í ríflega tuttugu hesta hús á Varmár- bökkum í Mosfellsbæ. Með þeim á mynd- inni er eiginkona Leifs og móðir Ey- steins, María S. Gísladóttir og unnusta hans, Guðleif B. Leifsdóttir, en myndin var að sjálfsögðu tekin í vígsluteiti sem þau héldu vinum og velunnurum í til- efni vistaskiptanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.