Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 45

Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 45 MINNINGAR höndum bar. Er við rifjum upp minningar sem hugurinn geymir, birtist ástúð þín til alls sem lifir og gefur tilverunni gildi sitt. Aldrei heyrðist þú halla á nokkra mann- eskju í orði. Þú dróst fram það besta hjá hverjum og einum. Þótt vegferð þinni sé lokið í þessum heimi, standa verk þín eftir og hin órjúfanlega tryggð, sem varðveitist í minningunni og er það huggun harmi gegn. Við vottum Valda, börnum ykkar, tengdabörnum og afkomendum dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í sorg- inni. W Drottinn, átt það allt, sem öðlumstvér á jörð. Hver gjöf og fóm, sem færum vér, er fátæk þakkargjörð. (Sigurbjöm Einarsson.) Við þökkum þér, elsku systir, mágkona og frænka, fyrir ógleym- anlegar samverustundir. Guð blessi minningu þína. Gísli, Guðbjörg og börn. Með nokkrum fátæklegum orð- um vil ég minnast föðursystur minnar, Sigríðar Guðbrandsdóttur, sem er látin eftir stutta sjúkdóms- legu. Aður er farin einn föðurbróðir og einn móðurbróðir úr stórum hópi fóður- og móðursystkina minna og nú Sigga frænka. Þetta fólk sem maður man frá fyrstu tíð og hefur alltaf verið til staðar og borið okkur börnin sín og síðan barnabörn á höndum sér. AJlmörg síðari ár hafa Sigga og Valdi komið í sumarbyrjun til okkar í Borgar- nes til að fara í kirkjugarðinn og hlúa að þeim leiðum er að okkur standa. Sigga hafði orð á því í fyrra að yngri kynslóðin þyrfti að taka við, þau hin væru farin að lýj- ast. Sigga mín, nú skal ég taka við og reyna að hafa natni þína og alúð að leiðarljósi. Hún Sigga var glæsileg kona og hún var góð frænka. Þannig mun ég minnast hennar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Sigríður Helga. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför, bróður okkar, mágs og fraenda, SIGURFINNS KLEMENZSONAR, Vestri -Skógtjörn, Álftanesi. Fyrir hönd vandamanna, Guðlaug Klemenzdóttir, Sveinn Klemenzson, Sigurður Klemenzson, Sigurrós Grímsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUNNHILDAR JÓNSDÓTTUR, áðurtil heimilis í Háagerði 57, Reykjavík, Guðrún Yrsa Sigurðardóttir, Jón Tómas Erlendsson, Sigurður Jónsson, Rebekka Gylfadóttir, Inga Dröfn Jónsdóttir, Gunnhildur Jónsdóttir, Kristín Dögg og Jón Tómas. Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg íyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem auösýndu okkur samúð og vinarþel vegna andláts og útfarar HREINS STEINGRÍMSSONAR, Holtsgötu 41, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á deild L-1 Landakotsspítala. Þóra Hreinsdóttir og dætur, Steinþór Steingrímsson, Sigurður Örn Steingrímsson, Sigrún Steingrímsdóttir. A TILBOÐI LEMnfinirfl TIL ALLT AÐ 36 MÁNABA LEGSTEINAR Graníl HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 10-30% afsláttur ef pantað er í febrúar. 15% afsláttur af skrauti. ATVINNUAUGLÝSINGAR Matreiðslumaður Okkurvantar vanan matreiðslumann til okkar á veitingahúsið Rána í Keflavík. Þarf að geta byrjað í apríl. Getum útvegað 3ja herb. íbúð. Upplýsingar í síma 421 4601. Bifvélavirkjar Óskum eftir að ráða bifvélavirkja eða menn vana þungavélaviðgerðum. Einnig óskast vanir „trailer"-bílstjórar. JVJ verktakar, sími 555 4016. Laust embætti er dómsmálaráðherra veitir. Embætti varalögreglustjóra i Reykjavík er laust til umsóknar. Embættið verður veitt frá 1. apríl 1998. Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðuneyt- inu, Arnarhváli, fyrir 15. mars 1998. Umsóknir þar sem umsækjandi óskar nafn- leyndar verða ekki teknar gildar. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 13. febrúar 1998. Starfskraftur óskast í bíó Góð manneskja óskast í sælgætis- og miðasölu í bíó í Reykjavík. Umsóknir óskast sendar á afgreiðslu Mbl. merktar: „Bíó — 3511". Lögreglumenn — laus staða Staða lögreglumanns við embættið er laus til umsóknar. Umsækjendurskulu hafa lokið námi við Lögregluskóla ríkisins. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að gegna tollgæslustörfum. Laun fara eftir kjarasamningi fjármálaráðhera f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglu- manna. Umsóknum verði skilað fyrir 1. mars nk. til undirritaðs, Suðurgötu 8, Seyðisfirði, sem gef- ur nánari upplýsingar. Skipað verður í stöðuna frá og með 1. apríl 1998. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 17. febrúar 1998. FJÓHÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Sjúkraþjálfarar Sjúkraþjálfari óskast til starfa við öldrunar- lækningadeild FSA, Kristnesspítala. Um er að ræða stöðu yfirsjúkraþjálfara 4. Laun eru sam- kvæmt kjarasamningi sjúkraþjálfara í ríkisþjón- ustu. Starfshlutfall er 100%. Starfið veitist frá 1. júní eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 15. mars. Umsóknir sendist yfirsjúkraþjálfara, Lucienne ten Hoeve, sem jafnframt veitirfrekari upplýs- ingar í síma 463 0844 eða 463 1387 (heima) Öllum umsóknum um starfið verður svarað. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. — reykiaus vinnustaður — Verðandi hjúkrunar- fræðingar! Okkur á Sjúkrahúsi Akraness vantar hjúkrunar- fræðinga til starfa á • handlækningadeild • lyflækningadeild • öldrunardeild „Starfsþjálfunarár" skipulagt að óskum hvers og eins. Aðlögun með reyndum hjúkrunar- fræðingum. Hringið og kynnið ykkur kjörin! Hjúkrunarfræðinemar! Viljum ráða hjúkrunarfræðinema til starfa á allar deildir sjúkrahússins í sumar. Hjá okkur fáið þið góða reynslu fyrir framtíðina! Hringið og fáið upplýsingar um hvað í boði er. Hjúkrunarfræðingar! Okkurvantar hjúkrunarfræðinga sem allra fyrst á handlækningadeild og lyflækningadeild. • Á Sjúkrahúsi Akraness fer fram mjög fjöl- breytt starfsemi. • í sumar þegar Hvalfjarðargöngin verða tekin í notkun, verðuraðeins30 mín. aksturtil Reykjavíkur. • Þið eruð velkomin að koma og skoða stofn- unina og fá frekari upplýsingar um starfsem- ina. Upplýsingar gefur Steinunn Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri, í sima 431 2311 og 431 2450 (heima).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.