Morgunblaðið - 17.02.1998, Page 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Tommi og Jenni
Ferdinand
Þetta er grein um skóla og Hér stendur að litlir Ef ég væri heima
menntun ... bekkir séu betri... væri bekkurinn okkar
jafnvel minni...
BREF
TIL BLAÐSINS
Ki-inglan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Greiðum Sjöfn
atkvæði okkar
Frá Einari Ólafssyni:
I DAG og á morgun fara fram for-
mannskosningar í Starfsmannafélagi
Reykjavikurborgar. Formaður fé-
lagsins, Sjöfn
Ingólfsdóttir, gef-
ur kost á sér
áfram en Grétar
Jón Magnússon
býður sig fram
gegn henni.
Þegar félagar í
Starfsmannafé-
lagi Reykjavíkur
þurfa nú að velja
milli þessara
tveggja frambjóð-
enda hljóta þeir að spyrja sig: Af
hverju býður Grétar Jón sig fram á
móti Sjöfn? Er ástæða til að lýsa yfír
vantrausti á hana? Er ástæða til að
taka Grétar Jón fram yfir hana?
Tökum fyrst aðra spurninguna.
Það er ljóst að almennt eru félagar í
Starfsmannafélagi Reykjavíkur
heldur illa launaðir. Forystu félags-
ins hefur sem sagt ekki tekist að
semja við Reykjavíkurborg um þau
laun sem allir geta verið ánægðir
með. En ef við lítum í kringum okkur
sjáum við að þetta á almennt við um
opinbera starfsmenn og yfirleitt eru
þeir launataxtar sem stéttarfélögin
hafa samið um alltof lágir. Hér getur
ekki verið við einstaka formenn
stéttarfélaga að sakast. Sjálfur hef
ég verið í samninganefnd Starfs-
mannafélags Reykjavíkur undir for-
ystu Sjafnar við þrjá kjarasamninga.
Ég var ekki fullsáttur þegar ég
skrifaði undir þessa samninga en það
var ekki vegna slakrar framgöngu
og forystu Sjafnar. Hún er jafnháð
ytri aðstæðum og aðrir.
Kannanir hafa vissulega sýnt að
laun félaga í St.Rv. eru að jafnaði
lægri en gerist hjá mörgum öðrum
sveitarfélögum. Þessi launamunur er
arfur frá fyrri tíð og í allri formanns-
tíð Sjafnar hefur verið unnið að því
að fá þetta leiðrétt. Róðurinn hefur
sannarlega verið þungur en borgar-
yfirvöld hafa þó látið í Ijós vilja til að
leiðrétta þennan mun og er nú í
gangi vinna varðandi það.
Kjarasamningar snúast ekki bara
um laun og ýmislegt annað hefur
áunnist. Það ber líklega hæst ákvæði
um starfsmenntunarmál í kjara-
samningi sem gerður var 1995. En
kjarabætur nást ekki bara gegnum
þessa opinberu samninga. Allt samn-
ingstímabilið er verið að vinna að
málum einstaklinga og einstakra
hópa bæði til sóknar og vamar. Það
gengur misjafnlega en þó næst ýmis-
legt fram sem skiptir máli en lítið
ber á. Þar reynir mikið á formanninn
og mér er til efs að aðrir mundu
standa sig betur við það en Sjöfn.
I jafnstóru og fjölbreyttu félagi og
Starfsmannafélagi Reykjavíkur er í
ótal horn að líta og það fer ekki hjá
því að þar megi setja út á eitthvað.
En er það þess eðlis að réttlæti van-
traust á formanninn?
Lítum á aðra spurninguna: Er
ástæða til að taka Grétar Jón fram
yfir Sjöfn? Hann hefur haft sig sára-
lítið í frammi í félaginu að undan-
skildu framboði hans til formanns
fyrir tveimur árum. Hann hefur ver-
ið í fulltrúaráði félagsins en á full-
trúaráðsfundum hefur hann ekki
komið fram með neina bitastæða
gagnrýni á störf formannsins eða
forystu félagsins. Hann hefur ekki
bent á neinar aðrar leiðir eða bar-
áttuaðferðir og ég hef aldrei séð
hann brýna félagsmenn til baráttu.
Það er af hinu góða að tekist sé á um
stefnu og baráttuaðferðir. Það hefur
mótframbjóðandi Sjafnar ekki gert
svo neinu máli skipti. Þeir sem hafa
eitthvað út á störf og stefnu Starfs-
mannafélags Reykjavíkur og for-
manns þess að setja ættu að nota
næsta kjörtímabil til að ræða það
málefnalega.
Fyrsta spurning mín var: Af
hverju býður Grétar Jón sig fram til
formanns? Það er mér alveg hulið.
Ég hvet alla félaga í Starfsmannafé-
lagi Reykjavíkur til að fylkja liði og
greiða Sjöfn Ingólfsdóttur atkvæði
sitt.
EINAR ÓLAFSSON,
bókavörður.
Hversu lágt kemst lágkúran?
Frá Jóhanni Má Hektorssyni:
YFIRLEITT kippir maður sér ekki
upp við karpið í stjórnmálamönnum.
Kannski vegna þess að deilumálin
snerta mann ekki beint. En þegar
stjórnmálamaður á borð við Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur leggur á
borð jafn mikla lágkúru og raunin er
í umferðarmálum Grafarvogs, þá
getur maður ekki orða bundist.
Þessi borgarstjóri Reykjavíkur
frá 1994 hefur nákvæmlega ekkert
gert til að flýta fyrir úrlausn á þeirri
samgöngumartröð sem Grafarvogs-
hverfið er. Samt hefur hún komið á
fjölda funda með íbúunum og sagst
skilja vandamálið.
Síðustu misserin hefur Ingibjörg
Sólrún reynt að klína sökinni á Hall-
dór Blöndal samgönguráðherra. En
hann hefur upplýst að borgin ráði
sjálf hvernig fjármunum er varið til
vegagerðar í þéttbýli. Borgaryfir-
völd hafa hins vegar ekki einu sinni
sett Grafarvoginn á verkefnalistann.
Svo einfalt er það nú.
Það væri nú einu sinni stórmann-
legt af Ingibjörgu Sólrúnu að viður-
kenna að hún hefur enga áherslu
lagt á að liðka fyrir umferðinni í
Grafarvogi. Það er óttalega lágkúru-
legt af henni að þykjast núna gera
„tilboð“ og bjóðast til að lána ríkinu
fjármuni til að gera þetta. Sjálfstæð-
ismenn lögðu þetta til í borgarstjóm
í fyrra, en borgarstjórinn lét fella þá
tillögu.
Þá bendi ég á að samkvæmt „til-
boði“ borgarstjómar til ríkisins
verður framkvæmdum við Gullinbrú
dreift á tvö ár. Þannig verður brúin
sjálf ekki tekin í notkun fyrr en á ár-
inu 1999. Því verðum við Grafar-
vogsbúar að sætta okkur við einn
vetur til viðbótar með samgöngur í
iamasessi.
Alveg er það furðulegt hvað
stjórnmálamenn geta stundum lagst
lágt þegar styttast fer í kosningar.
Em valdastólarnir virkilega þess
virði að fórna sæmdinni fyrir þá?
JÓHANN MÁR HEKTORSSON,
Vesturhúsum 4,
Reykjavik.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt i upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.