Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 52

Morgunblaðið - 17.02.1998, Síða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson ÞRÖSTUR Ingimarsson og Þórður Björnsson sigruðu í tvímennings- keppninni með miklum yfirburðum. Glæsilegur árangur íslensku paranna BRIDS Hótel Loftleiðir BRIDSHÁTÍÐ - TVÍMENNINGUR 136 þátttökupör - 13.-14. febrúar. Aðgangur 200 kr. , ÞRÖSTUR Ingimarsson og Þórð- ur Bjömsson sigruðu með miklum yfirburðum í tvímenningnum sem lauk á Hótel Loftleiðum sl. laugar- dagskvöld. Guðmundur Páll Arnar- son og Sverrir Kristinsson urðu í öðru sæti og Aðalsteinn Jörgensen og Jakob Kristinsson í því þriðja. Þetta er í 17. sinn, sem hátíðin er haldin og hefir árangur Islendinga aldrei verið betri í tvímenningnum. Ef litið er á feril sigurvegaranna í mótinu er hann afar glæsilegur og merkilegur. Þeir byrjuðu leikinn niðri í kjallara í fyrstu tveimur set- unum en þá fór Monrad-fyrirkomu- lagið að virka og þeir komust upp á 9. borð. Þaðan fóru þeir upp á 1. borð þar sem þeir héldu sig í sömu sætunum nær allan tímann. Til þeirra mættu öll efstu pör keppn- innar og flest urðu að sætta sig við skarðan hlut eða nauman sigur. Eftir íyrri dag keppninnar eða 10 umferðir af 23 voru Þröstur og Þórður með 888 stig eða 66,6% skor en Guðmundur Páll og Sverrir með 777 og 64,5% og þá strax eina parið, sem veitti sigurvegurunum ein- hverja keppni. Norðmennimir Grötheim og Aa voru þá í þriðja sætinu með 500 stig og 59,3%. * Þeir félagar Þröstur og Þórður héldu uppteknum hætti á laugardag- inn, spiluðu sinn brids en þeir spila gulrótarlaufið að undirritaður best veit. Þeir bættu skor sína í 1.300 stig sem þeir héldu síðustu umferðimar og sigruðu með miklum yfirburðum. Lokastaðan í mótinu: Þröstur Ingimarss. - Þórður Bjpmsson 1345 GuðmundurPáIlAmars.-SvaTÍrAmiannss. 974 AðalsteinnJörgensen-JakobKristinsson 778 Glenn Grötheim - Teije Aa 659 Ólafur Lárusson - Hermann Lárusson 645 SabineAuken-JensAuken 642 Haukurlngason-JónÞorvarðarson 603 Öm Amþórss. - Guðlaugur R. Jóhannss. 544 Morten Andersen - Sören Christiansen 537 Roger Bates - Fred Hamilton 537 Ásmundur Pálsson - Sigurður Sverrisson 533 Erik Sælensminde - Boye Brogeland 522 Mikil ferð var á Aðalsteini Jörg- ensen og Jakobi Kristinssyni í síð- ari hluta mótsins, en þeir vom í 30. sæti eftir fyrri daginn. Þeir mættu á efsta borðið til Þrastar og Þórðar í einni af síðustu umferðum mótsins. Spiluð vom 4 spil milli para og í spili 84 setti Þröstur mikla pressu á Aðalstein með útspili sínu. Skoðum spilið nánar: Vestur AKG962 V95 ♦ K7 +8432 Norður + - VKG102 ♦ 1096542 +D65 Austur + KG962 VÁD7 ♦ ÁG3 +ÁG Suður + D54 ¥8643 ♦ D8 +K1092 Jakob Kristinsson sat í austur og keyrði félaga sinn Aðalstein Jörg- ensen í 6 spaða. Nokkuð hörð slemma en Jakob þekkir handbragð Aðalsteins. Þá var komið að því að Þröstur spilaði út. Hjartagosinn flaug á borðið eftir litla umhugsun og Að- alsteinn spurði um útspilsreglur. „Þriðja hæsta eða annað frá brot- inni,“ var svarið. Aðalsteinn drap á hjartaás og lagði síðan niður spaðakónginn. Þar með hafði hann farið rétt í tromplitinn. Hann tók trompin af Þórði, endaði heima, tók tígulkóng og nú þurfti bara að svína tígulgosa til þess að slemm- an væri í húsi eða var það ekki svo? Með hlutlausu útspili hefði Aðalsteinn eflaust unnið sitt spil. Staðan er margþekkt í bridssög- unni. Fyrst em tveir efstu í tígli teknir og ef drottningin kemur ekki er hjarta svínað. Skemmtilegt spil brids. Einvalalið var við keppnisstjóm. Keppnisstjórar vom Sveinn R. Ei- ríksson, Matthías Þorvaldsson og Stefán Jóhannsson. Reiknimeistari var Þórir Magnússon og frú Stefan- ía Skarphéðinsdóttir var móts- stjóri. Arnór Ragnarsson SVIPMYND frá mótinu. Silfurparið í mótinu, Guðmundur Páll Amar- son og Sverrir Ármannsson, spila gegn heimsþekktum Bandaríkja- mönnum, Roger Bates og Fred Hamilton. VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sauðkindin eyðir grððri TIL forna var stórbýli að Skógum undir Eyjafjöll- um. Þá hét þessi staður Fossárskógur. Þá mun Skógaheiðin hafa verið skógi vaxið land, og gróð- urinn sennilega náð upp á Fimmvörðuháls. Éftir meira en 1100 ára beit búfjár er lítið orðið eftir af þessum gróðri. Stór hluti svæðisins er upp- blásnir melar, sem stækka ár frá ári, en gró- ið land minnkar að sama skapi. Síðustu hríslur birkiskóganna hafa fram til þessa verið sjáanlegar í hólma í Skógará, og í klettum þar sem sauð- kindin hefur ekki náð til þeirra. Sauðkindum er ennþá beitt á Skógarheiðina. Þær eru fljótar til að næla sér í nýgræðinginn og kippa þá oft upp með rótum minnstu plöntunum. Þær éta síðan blóm og stöngul, en skyrpa síðan út úr sér rótinni. Þar með er sá gróður eyðilagður. Þetta flokkast undir það sem kallast rányrkja, og hefir því miður átt sér stað á landinu frá upphafi land- náms - og á sér enn stað. Þær eru því margar „Skógarheiðarnar" sem sauðkindin hefur megnað að breyta í gróðurlaus uppblásturssvæði. Friðun Skógaheiðar fyr- ir ágangi búfjár, er að- kallandi verkefni. Þegar því verður komið í fram- kvæmd, er auðvelt að hefja þar skógrækt. Þarna er land í tötrum, sem klæða verður skógi. Úlfhéðinn. Tarotspil í DAGSLJÓSI fimmtu- daginn 12. febrúar kom fram kona með tarotspil og var henni ætlað að spá fyr- ir hvemig fóstudagurinn 13. febrúar yrði. Þessi kona lagði 13 spil en las ekki úr þeim. Tarotspil eru þess eðlis að hún hefði átt að túlka hvert eitt spil fyr- ir sig, og fá svo heildaryfir- lit út frá því. Ur þvi að hún var að þessu átti hún að gera þetta almennilega, t.d. tala um fjármál, heppni o.s.frv. I hennar spá kom ekkert annað fram en að þetta yrði sæmilegur föstudagur fyr- ir fólk. En samkvæmt kenningum á aldrei að vera með tarotspil innan um marga aðila því þau eru svo næm að þau draga neikvæða strauma til sín og er ég hrædd um að hennar spil séu henni ónýt eftir þetta. 250627-7699. Ekki góð þjónusta ÉG FÓR í verslunina Völustein um daginn og ætlaði að versla þar en það sem ég ætlaði að fá var ekki til í versluninni. Spurði ég þá afgreiðslu- stúlkuna hvort ekki væri önnur föndurverslun í ná- grenninu þar sem ég gæti fengið þetta en hún sagði að svo væri ekki. Síðan sá ég í dag að það er önnur föndurveslun þarna nærri og finnst mér þetta ekki góð þjónusta hjá þessari verslun að geta ekki vísað manni á aðra. 090870-2979. Tapað/fundið Rykfrakki í óskilum RYKFRAKKI, grágrænn, með renndu fóðri í, var tekinn í misgripum í Þor- lákskirkju í Þorlákshöfn 7. febrúar. Upplýsingar í síma 487 8217. Frakki týndist í miðbænum DRAPPLITAÐUR frakki týndist í miðbæ Reykja- víkur föstudaginn 6. febrú- ar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 562 5372. Fundarlaun. SKAK Ilmsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á opna mótinu í Ubeda á Spáni um daginn. J. Cuartas (2.275), Kólumbíu, var með hvítt og átti leik, en Daninn K. Pilgaard (2.410) hafði svart. 24. Hxe5! _ fxe5 25. Bg6! _ Hf7 26. Bxf7? (Rétt var 26. Hxe6! Dxe6 27. Dh8+ _ Ke7 28. Bg5+ Hf6 29. Dxg7+ Kd6 30. Bxf6 og hvítur hefur gjörunnið tafl. staðinn snýst leikurinn við) 26. _ Dxf7 27. Hxe6? _ Dxe6 28. Dh8+ _ Dg8 og hvítur gafst upp. Það er afar ergilegt vera kominn með unnið tafl, en tapa svona klaufalega. Lánið lék heldur betur við Danann, sem var hreinlega þvingaður til að notfæra sér mistök andstæðingsins. Þurfti ekki mikla snilld til þess. HÖGNI HREKKVÍSI nicð furunáJxUcjkt ■" Víkverji skrifar... HVAÐ á það að þýða að gera Valentínusardag að ein- hverju fyrirbæri á íslandi? Það er amerískur siður að halda upp á þennan dag, sem hefur aldrei átt neitt erindi til Islands. I Morgun- blaðinu á laugardag mátti sjá hvorki meira né minna en þrjár auglýsingar, þar sem Valentínus- ardegi var hampað. Við áttum að kaupa amerískar dýnur af því að það var Valentínusardagur. Við áttum að fara í Háskólabíó af sömu ástæðu og loks áttum við að kaupa pitsu í tilefni af Valent- ínusardegi. Og Morgunblaðið sjálft sá ástæðu til að fjalla um Valentínusarsælgæti af þessu merka tilefni. Hvað á þetta að þýða? Skortir seljendur vöru og þjónustu allt hugmyndaflug? Geta þeir ekki fundið upp aðrar söluaðferðir en éta upp ameríska siði, sem eiga ekkert erindi hingað? Hefur þetta fólk enga sjálfsvirðingu? Er það reiðubúið til að leggjast hundflatt fyrir útlendum siðum, sem okkur koma ekki við? Hvílík lágkúra! xxx ÍKVERJI hafði orð á því við danskan mann, sem hann hitti á fömum vegi, að unga kynslóðin í Danmörku talaði slíkt hrognamál og alla vega svo hratt, að ómögu- legt væri fyrir útlendinga að skilja það. Daninn huggaði Víkverja með því að hann skildi unga fólkið ekki heldur. Þeir sem eiga leið um Dan- mörku ættu að veita þessu eftir- tekt. En Danir eru ekki einir um að skilja ekki talinál sinnar ungu kyn- slóðar. Fyrir einu ári heyrði Vík- verji unga afgreiðslustúlku segja við stöllu sína, að einhver hefði ver- ið að „bögga“ sig út af einhverju. Nú heyrir Víkverji þetta nýyrði í hverri einustu viku. Allir eru að „bögga“ alla. Fyrir 100 árum talaði fína fólkið í Reykjavík og á Akureyri einhvers konar danska mállýzku. Nú talar unga fólkið eitthvert engilsaxneskt hrognamál. Er ekki tímabært að íslenzkufræðingar fylki liði og hefji sókn gegn þessum ósóma? XXX RÆÐA séra Gunnars Kristjáns- sonar í útfór Halldórs Kiljans Laxness var frábær. Hún mun lengi í minnum höfð og sr. Gunnar hefur áunnið sér sérstakan sess í huga þjóðarinnar með því að orða svo vel tilfinningar hennar á útfar- ardegi eins merkasta íslendings allra tíma. Ræða kaþólska prestsins sr. Jakobs Rollands var merkileg. Það er sérstakt fagnaðarefni, að hinu látna Nóbelsskáldi var sýnd sú virðing að fjalla á opinskáan hátt og af hreinskilni um afstöðu hans til trúarlegra málefna. Það er alltof sjaldgæft að talað sé með þessum hætti í kirkjum landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.