Morgunblaðið - 17.02.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 1998 5f
FÓLK í FRÉTTUM
Að kynna sig
o g sína hugmynd
ÆGIR J. Guðmundsson kynnir íslenskum og erlendum dagskrárstjórum hugmynd sína.
FYRIR stuttu var haldið námskeið
fyrir íslenska heimildai-myndagerð-
armenn undir yfirskriftinni „Ap-
proaching the Doc“. Helstu aðstand-
endur þess voru Kvikmyndasjóður
Islands, íslenska útvarpsfélagið,
Ríkisútvarpið-Sjónvarp og Film-
kontakt Nord. Svipað námskeið vai-
haldið fyrir ári og var þetta óbeint
framhald af því.
Fyrirlesarar voru erlendir handrits-
höfundar og framleiðendur heimildar-
mynda sem voru tílbúnir að miðla
íslenskum starfsfélögunum af
reynslu sinni, auk þess sem dag-
skrárstjórum fjölmargra erlendra
sjónvarpsstöðva var boðið til lands-
ins. Þannig fengu íslensku kvik-
myndagerðarmennimir tækifæri til
að kynna þeim hugmyndh- sínar að
nýjum heimildarmyndum og jaftiframt
leita af fjáimagni til framleiðslu þeirra.
Þátttakendur lýstu ánægju sinni
með námskeiðið enda er bráðnauð-
synlegt að kunna að kynna hug-
myndir sínar auk þess sem persónu-
leg kynni við erlenda dagskrárstjóra
eru nauðsynlegur þáttur í mark-
aðsvinnu kvikmyndagerðarmanna.
íslendingar eru frumlegir
Þorfinnur Guðnason, leikstjóri
heimildarmyndanna Húsey og Haga-
mús - með lífið í lúkunum, hefur sótt
álíka fjármögnunarmessur bæði til
Amsterdam og Norðurlanda og notið
góðs af því. „Verkefnin sem er verið
BJÖRN Arvas leggur áherslu á
samstöðu Norðurlandabúa.
NORÐMAÐURINN Tore Tomt-
er gat ímyndað sér að íslensku
hugmyndirnar yrðu að góðum
heimildarmyndum.
kynna núna eru einstaklega góð og ég
finn að áhugi dagskrárstjóranna er
mikill. Það er gott að vita að nýbylgj-
unni hefur loksins skolað á land á Is-
landi, þar sem mikill áhugi er lagður
á persónulega heimildaimyndagerð.
Yfir höfuð er mikill áhugi á íslenskum
verkefnum og hér virðast vera mjög
góðir kvikmyndagerðarmenn og mjög
frumleg hugsun í gangi auk þess sem
ísland er í tísku.“
Að læra á kerfíð
Guðmundur Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri kvikmyndagerðarinn-
ar Nýja-bíó, er öðru sinni á „Ap-
proaching the Doc“.
„Maður er héma jafht til að kynna
sjálfan sig eins og verkefriin, því maður
er að hugsa um markaðinn. Málið er að
koma tvisvar til þrisvar á fjáimögnun-
armessu og kynnast þannig fólkinu á
alþjóðamarkaðinum. Eftir það fer
maður beint til dagskrárstjóra viðkom-
andi sjónvarpsstöðvar. Það er gott að
læra á þetta kerfi hér heima, því þegar
maður er með verkefni fyrir erlendan
markað vefst ekkert fyrir manni að
drífa sig til útlanda á messu þar.“
Frá NRK - Norska ríkissjónvarpinu
var dagskrárstjórinn Tore Tomter
mættur til leiks að nýju því hann var
á námskeiðinu í fyrra og sagðist hafa
haft mjög gaman af.
Betri hugmyndir
„Eg er mjög ánægður að sjá hve
margar af þessum myndum væru
upplagðar fyrir norska sjónvarpið.
Af fjárhagslegum ástæðum get ég
ekki keypt allt sem mér líst á.“
Bjöm Arvas kom frá Sænska ríkis-
sjónvarpinu og honum fannst Islend-
ingum hafa mikið farið fram frá því í
fyrra. „Hugmyndirnar eru betri og
betur framsettar á allan hátt, þannig
að ég held að námskeiðið í fyrra sé að
bera góðan árangur. Það er einstak-
lega skemmtilegt að koma hingað þvi
ég vil endilega kynnast öllum sjálf-
stæðum heimildargerðarmönnum á
Norðurlöndum því við verðum öll að
styðja við bakið hvert á öðru.“
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ÞORFINNUR Guðnason og Guðmundur Kristjánsson voru ánægðir
með undirtektimar sem hugmyndir þeirra fengu.
ATVINNUREKENPUR ATHUCIP:
RAUTT
EÐALGINSENG
Skerpir athygli
- eykur þol.
TAKTU ÞÁTT ÍMR. BEAN
HAPPAfRENNULEIKNUH
Komdu í Snæland og lelgflu Bean
-hrlkalegustu stðrslysamyndlna. og skllaflu Inn Happahrennu
Vinningar í
Happaþrennuleik
UTANLANDSFERÐ
FYRIR2TIL LUNDÚNA
meö Samvinnuferðum-Landsýn.
50 MIÐAR FYRIR 2
Á MYNDINA BORROWERS
sem sýnd veröur í Háskólabíó.
100GULIR M&M
OG M&M BOLUR
nammlð sem Bean elskaiu .itnC
★ ★ ★
SNÆLAND
VIDEO
★ ★ ★
Furugrund • Laugavegi
IhísÍí Hafnarfirði • Mosfellsbæ
30-80% AFSL. Katmundu kuldaúlpur á dömur kr. 4.900,
Barnaúlpui' frá kr 2.900. ^ Katmandu herraúlpur kr. 5.900.
fullorðinsúlpur frá kr skíðajallar, hanskar og húfur.
RISAÚTSALA ÁIÞRÓTTASKÓM
30-70% AFSLÁTTUR!
Adidas íþróttaskór frá kr. 2A50 frá kr. 1.500
L.A. Gear íþróttaskór frá kr. 990
RISAÚTSALA Á SUNDFATNAÐI
Sundbolir 30-80% afsláttur, verð frá kr. 990
Nike, Adidas og Champion íþróttafatnaður 20-30% afsl.
Skíða- og brettapakkar á ffrábæru verði!
Verddæmi: Skíðapakkar (skíði, bindingar og skór), st. 80-110 cm, frá kr. 12.920 stgr.
Skíðapakkar (skíði, bindingar, skór og stafir), st. 120-170 cm frá kr. 15.982 stgr.
UTILIF
NYTT KORTATIMABIL HEFST
A MORGUN 18. FEBRUAR
§j| Opið 9-18 virka daga,
opið 10-16 laugardag vegna útsölunnar.
Alfheimum 74, Glæsibæ ♦ Sími 581 2922