Morgunblaðið - 01.03.1998, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 B 9
Skiptar
skoðanir um
vorveiði
NÚ STYTTIST óðum í sjóbirtings-
veiðitímann, en hann hefst 1. apríl í
ýmsum ám á Suðurlandi. Samt eru
þessar vorveiðar víða litnar hom-
auga og bannaðar. Þykir mönnum
sem hlynntir eru banninu að ekki sé
sæmandi að veiða slæptan og slapp-
an hrygningarfisk frá síðasta hausti
á leið til sjávar og því síður eigi að
drepa geldfiskinn sem gekk síðla
hausts og snemma vetrar í fyrra og
er einnig á leið til sjávar í apríl og
maí. Er það skoðun margra að þess-
ar veiðar skaði viðkvæma stofna sjó-
birtings og miklu nær sé að veiða
fiskinn feitan og fallegan síðsumars
og á haustin er hann gengur aftur í
árnar.
Ekki eru þó allir á sama máli, m.a.
fiskifræðingar sem hafa til þessa
haldið fram að ekkert bendi til þess
að vorveiðarnar hafi afgerandi áhrif
á stofnana til hins verra. Jóhannes
Sturlaugsson og Magnús Jóhanns-
son hjá Veiðimálastofnun hafa í
þessu skyni m.a. unnið að miklum
rannsóknum á sjóbirtingsstofnum
syðra með það fyrir augum að kort-
leggja með hvaða hætti birtingurinn
verði best nýttur og hvað stofnarnir
þoli.
Það er eflaust að ýmsu að hyggja
og þeir félagar Magnús og Jóhannes
hafa bent á að sjóbirtingsstofnar
hafa verið í uppsveiflu síðustu ár eft-
ir mikla lægð. Hefur sú þróun ekki
síður verið í ám þar sem vorveiði er
leyfð en öðrum þar sem hún er
GÖNGUSEIÐUM sleppt í Ytri-
Rangá.
bönnuð. Þá hlýtur árferði hverju
sinni að ráða hversu rækilega veiði-
menn geta barið á birtingnum. A
köldum vorum er veiði lítil sam-
kvæmt því. Á móti því kemur þó, að
veiðiálag hefur farið sívaxandi 1 sjó-
birtingsám, bæði vor og haust.
Benda ótal lausir þræðir í þessu
máli til þess að grannt verði að
skoða það á næstu árum.
I nýútkomnu félagsblaði Stanga-
veiðifélags Keflavíkur eru mörg við-
töl við bændur í Skaftafellssýslum
sem þekkja líf og háttu sjóbirtinga
betur en flestir.
Keflvíkingar hafa löngum verið
mestu sjóbirtingsveiðimenn landsins
og félag þeirra hefur nú á leigu
Vatnamót, Geirlandsá, Hörgsá ofan
brúar og Fossála á Síðu. Sigmar
Ingason og Sigurður Pálsson eru
skrifaðir fyrir viðtölunum og eru
þeir mætu menn, sem rætt er við, á
einu máli um að vorveiðin geti varla
haft þau slæmu áhrif sem margur
heldur fram. Samanlögð vorveiði í
sýslunum skipti aldrei meira en fá-
einum hundruðum fiska þegar best
lætur og það jafnist á við eina ferð í
Vatnamótin með net hér á árum áð-
ur. Ef stofnarnir hafi þolað að dreg-
ið væri á þvers og kruss á árum áður
ættu þeir að ráða við að stangaveiði-
menn veiði nokkur hundruð fiska.
Hvað sem því líður væri til bóta ef
menn hættu að rekast á heilu plast-
pokana fulla af dauðum sjóbirtingi í
ruslagámum austur á Klaustri.
Mörg dæmi eru um það, enda eru
gömlu hrygningarslápamir lítt
kræsilegt hráefni til manneldis. Því
væri nær að sleppa þeim að leik
loknum í stað þess að drepa þá til
einskis.
Full djúpt
í árinni tekið ...
Þröstur Elliðason leigutaki Ytri-
Rangár sagði í samtali við blaðið í
vikunni, að það væri fulldjúpt í ár-
inni tekið hjá kunningja hans, Sandy
Leventon, sem ritaði nýlega grein í
breska blaðið „Trout and Salmon"
um árangur Þrastar með göngu-
seiðasleppingar í Ytri-Rangá og
hugmyndir um sams konar aðgerðir
við Breiðdalsá, að hann væri ein-
hvers konar kraftaverka- og upp-
finningamaður í þessum efnum.
„Ég get auðvitað ekki stjómað því
hvað menn skrifa í útlöndum, en það
má lesa úr texta Leventons að ég
standi einn á bak við t.d. sleppingar
í Rangámar og ég sé einhver
galdramaður sem fer um allt með
töfrasprota. Það er rétt að ég byrj-
aði með þessar sleppingar í Ytri-
Rangá og þær hafa í aðalatriðum
gengið vel. Ég fann hins vegar ekki
upp gönguseiðasleppingar og síð-
ustu eitt til tvö árin hafa veiðifélögin
í vaxandi mæli komið myndarlega
inn í þessi ræktunarmál. Til dæmis í
Rangánum. Varðandi Breiðdalsá þá
er þar verið að gera tilraun og eftir
er að sjá hvaða útfærslur henta á
þeim slóðum," sagði Þröstur.
Af því að Breiðdalsá bar enn á
góma, þá bætti Þröstur því við að í
vor íyki smíði viðbyggingar við
Hótel Bláfell á Breiðdalsvík sem
eingöngu væri ætluð veiðimönnum
við Breiðdalsá.
Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
fíokksins auk frambjóðenda sjálfstæðismanna í
borgarstjórnarkosningunum verða
með viðtalstíma í hverfum
borgarinnar næstu mánudaga.
Á morgtxn verða
Pétur Blöndal
alþingismaður
Jóna Gróa Sigurðardóttir
borgarfulltrúi
°g
Júlíus Vífill Ingvarsson
frambjóðandi
í Álfabakka I4a, Mjódd, kl. 17-19.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir alla
Reykvíkinga
til að ræða málin og skiptast á skoðunum
við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Hafðu áhrif og láttu þínar skoðanir heyrast.
VÖRÐUR - FULLTRÚARÁÐ
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA í REYKJAVÍK.
Ösló - aðeins 28.000 kr.
Stokkhólmur - aðeins 26.720 kr.
Ferðir skulu famar á tímabilinu 1. mars til 8. maí (síðasti brottfarardagur.)
Lágmarksdvöl er aðfaranótt sunnudags og hámarksdvöl er 1 mánuður.
Böm 2ja -1 lára greiða 67%. Böm yngri en 2ja ára greiða 10%.
Haflð samband við söluskrifstofur okkar,
ferðaskrifstofumar eða símsöludeild Flugleiða í síma 50 50 100
(svarað mánud. - föstud. kl. 8 -19 og á laugard. kl. 8 -16.)
Vefur Flugleiða á Intemetinu: www.icelandair.is -S jj ^
Netfang fyrir almennar upplýsingar: info@icelandair.is
’ Innifalið: flug og flugvallarskattar
FLUGLEIDIR
Traustur islenskurferðafélagi
Til Norðurlanda
á frábæru verði