Morgunblaðið - 08.04.1998, Page 1
80 SÍÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
82. TBL. 86. ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Vilja bætur
vegna heila-
uppskurðar
Stokkhólmi. Reuters.
ÞÚSUNDIR Svía, sem gengust
nauðugir undir hvítuskurð, aðgerð á
heilablaði, á árunum 1943 til 1963,
hyggjast fara í mál við sænska ríkið
og krefjast skaðabóta. Þessi ákvörð-
un er tekin í kjölfar sýningar sjón-
varpsmyndar þar sem fullyrt var að
böm niður í sjö ára hefðu gengist
undh’ aðgerðina.
Um 4.500 manns gengust undir
hvítuskurð á tveimur áratugum,
flestir geðsjúkir. Með hvítuskurði
eru tengsl ennisblaðs við aðra hluta
heilans rofin og lamar það tilfinn-
ingalíf sjúklinga. Hvítuskurður var
aðallega gerður á fólki sem þjáðist
af kvíðaköstum eða var flogaveikt.
Flekkuð ímynd
heilbrigðiskerfísins
Á síðasta ári gerði sænska Þjóð-
arheilbrigðisstofnunin tilraun til
þess að fá þingið til að taka málið
upp en þeirri beiðni var hafnað.
Verður málið lagt fyrir þingið að
nýju á næstu dögum.
Málið er enn einn bletturinn sem
fellur á ímynd sænska heilbrigðis-
kerfísins. I ágúst sl. var upplýst að
yfir 60.000 Svíar hefðu nauðugir
gengist undir ófrjósemisaðgerðir og
skömmu seinna kom í ljós að á
fímmta áratugnum vora tæplega 500
treggáfaðir menn, látnir borða sæt-
ustu efni sem til voru á þeim tíma til
að kanna tannskemmdir.
Tony Blair reynir að bjarga friðarviðræðum á N-írlandi
„Finn hönd sög-
unnar á öxl okkar“
Reuters
Á leið til
helgigöngu
MUNKUR úr reglu heilagrar
Mörtu gengur framhjá mynd af
meynni helgu frá Guadalupe. I
gær fór fram árleg helgiganga
reglubræðra um götur Sevilla
en í kaþólskum löndum eru
gengin hundruð slíkra gangna
fyrir og yfir páskahátíðina.
Belfast. Reuters.
BRESKI forsætisráðherrann, Tony
Blair, kom til Belfast í gærkvöldi til
að reyna að blása nýju lífi í friðarum-
leitanir á Norður-írlandi sem eru í
uppnámi eftir að Sambandsflokkur
Ulster (UUP) hafnaði samnings-
drögum þeim er Bandaríkjamaður-
inn George Mitchell lagði fram í
íyrrinótt. Lýstu flokksmenn tillög-
unum sem „óskalista Sinn Féin“.
Blair hvatti alla hlutaðeigandi til
að gera sitt ýtrasta til að binda með
samkomulagi enda á þrjátíu ára ógn-
aröld á Norður-írlandi. „Eg finn
hvemig hönd sögunnar er á öxl okk-
ar og mér finnst að við verðum að
taka mark á henni.“ Blair ítrekaði
að samkomulag þyrfti að byggjast á
tveimur atriðum: að Norður-írland
yrði áfram hluti af Bretlandi á meðan
meii'ihluti íbúanna óskaði þess og að
borin yrði virðing fyrir réttindum og
sjálfsmynd írskra þjóðemissinna sem
búa norðan landamæranna. „Ef til vill
er okkur ómögulegt að finna leið út
úr ógöngunum, jafnvel þótt hinn besti
vilji sé þar að baki. En mér finnst rétt
að láta reyna á það og hingað er ég
kominn, tii að reyna til þrautar.“
Sinn Féin lýsir vonbrigðum
Sambandsflokkur Ulster haíhaði í
gær samningsdrögum Mitchells, hálf-
um sólarhring eftir að þau voru lögð
fram. Sakaði flokkurinn Bertie Ahem,
forsætisráðherra Irlands, jafnframt
um að vilja ekki láta af sínum ýtrustu
kröfum.
Fulltrúar Sinn Féin og hófsamra
kaþólikka (SDLP) lýstu vonbrigðum
sínum með afstöðu sambandssinna á
Reuters.
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Belfast í gærkvöldi
og kvaðst kominn til að reyna til þrautar að komast að samkomulagi.
sama tíma og Ahern hafnaði því að
hann hefði sýnt óbilgirni í afstöðu,
en hann sagðist í síðustu viku ekki
geta gefið frekar eftir í samkomu-
lagsátt.
Talið er að Sambandsflokkur Ulst-
er hafi átt erfitt með að sætta sig við
hugmyndir í samningsdrögunum
sem lúta að samstarfsráði Norður-
írlands og lýðveldisins íriands en
þar er deilt um hvort írsk stjórnvöld
eigi að fá meira en umsagnarrétt.
■ Samningsdrögum/32
Vill skoðun á Boeing-747
JIM Hall, forstöðumaður Öryggis-
stofnunar samgöngumála í Banda-
ríkjunum, hvatti til þess í gærkvöldi,
að raflagnir í mælitækjum elds-
neytistanka Boeing-747-breiðþotna
yrðu rannsakaðar sérstaklega.
Hall leggur til að Flugmálastjórn
Bandaríkjanna krefjist skoðunar á
mælitækjum í tönkum 747-flugvéla af
undirtegundunum -100, -200 og -300.
Gerir Hall þessa tillögu í framhaldi af
því að skemmdir hafa fundist í braki
Boeing-747-breiðþotu bandaríska
flugfélagsins TWA, sem splundraðist
skömmu eftir flugtak í New York í
júlí 1996.
Hringborðsumræður um skipan rússnesku stjórnarinnar
„Enginn sagði nei“
Moskvu. Reuters.
ENGIN niðurstaða varð af hring-
borðsumræðum sem Borís Jeltsín
Rússlandsforseti hélt með um tutt-
ugu fulltrúum rússneska þingsins
og verkalýðsfélaga um myndun
nýrrar ríkisstjórnar. ítrekaði
Jeltsín andstöðu sína við myndun
samsteypustjómar um leið og hann
lagði áherslu á að stjómarkreppan,
sem staðið hefur í hálfan mánuð,
yrði leyst. Andstæðingar hans á
þingi virðast hins vegar ekkert hafa
slakað á andstöðu sinni við skipaðan
forsætisráðherra, Sergej Kírijenko.
Nafni hans Jastrzhembskí, talsmað-
ur Jeltsíns, var hóflega bjartsýnn að
viðræðum loknum, „enginn sagði
nei opinberlega," sagði hann.
Kíríjenko mun ávarpa dúmuna,
neðri deild þingsins, á föstudag og
kynna henni stefnuskrá sína. í gær
sýndi embættismaður í þinginu
skjal sem hann sagði vera uppkast
að væntanlegri ræðu Kíríjenkos.
í ræðunni er komið til móts við
stjómarandstöðuna, þinginu boðinn
tillöguréttur um stjórnarstefnuna
auk þess sem Kíríjenko játar að for-
veri hans hafi gert „mistök", þar á
meðal lagt fram „óraunhæf fjárlög
og dregið launagreiðslur til opin-
berra starfsmanna.
Við upphaf umræðnanna kvaðst
Jeltsín vilja „árekstralaust ár - ég
beiti ekki neitunarvaldi, þið hafnið
ekki,“ sagði hann. Að þeim loknum
sögðu Grígorí Javlinskí, leiðtogi Ja-
bloko, fiokks frjálslyndra, og
Gennadí Zjúganov, leiðtogi komm-
únista, að flokksmenn þeirra myndu
greiða atkvæði gegn Kírijenko.
Engu að síður hafa þingmenn stjórn-
arandstöðunnar gefið til kynna að
þeim kunni að snúast hugur.
Berezovskí styður
Tsjernomyrdín
Viktor Tsjemomyrdln, fyrrver-
andi forsætisráðherra, sem lýst hef-
ur yfir frámboði sínu í forsetakosn-
ingunum árið 2000, bættist í gær
óvæntur liðsauki. Lýsti auðkýfing-
urinn Borís Berezovskí, sem talinn
er hafa mikil áhrif á bak við tjöldin í
Rússlandi, yfir stuðningi við
Tsjernomyrdín og hvatti kaupsýslu-
menn til að gera slíkt hið sama.
Ástarþrí-
hyrningur
fremur en
einkvæni?
London. The Daily Telegraph.
GIFTAR konur ættu að gæta
þess að vera aðlaðandi í aug-
um annarra karla en eigin-
mannsins vilji þær treysta
sambandið við hann, segir í
rannsókn sem dýrafræðing-
ar við Stokkhólmsháskóla
birtu í Proceedings of The
Royal Society. Segja fræð-
ingarnir að niðurstaða rann-
sóknarinnar veki efasemdir
um hversu algengt það sé að
fólk sé trútt maka sínum.
I niðurstöðum rannsókn-
arinnar kemur fram að gift-
ar konur hafi sig til og
daðri jafnvel stöku sinnum
við karla til að koma í veg
fyrir að eiginmennirnir
missi áhugann á þeim. Þetta
eigi ekki aðeins við um
mannfólkið, heldur flestar
dýrategundir.
Hafi dýrafræðingamir
rétt fyrir sér, bendir niður-
staða þeirra til þess að „ást-
arþríhyrningur" sé mörgum
tegundum eðlilegri en ein-
kvæni. Leggja dýrafræðing-
arnir ennfremur áherslu á
að ekki sé nóg fyrir konuna
að daðra, hún verði stöku
sinnum að gera alvöru úr
hótun sinni um framhjáhald,
annars telji eiginmaðurinn
sér ekki ógnað. Eiginkonan
megi þó ekki ganga of
langt, því þá hreki hún eig-
inmanninn frá sér, sem sé
þveröfugt við það sem hún
ætli sér.