Morgunblaðið - 08.04.1998, Side 23

Morgunblaðið - 08.04.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 23 AF SÝNINGU Rúríar á Kjarvalsstöðum. í kjölfar stríðsins MYMPLIST Kjarvalsstaðir INNSETNINGAR RÚRÍ Opið 10 til 18 alla daga. Aðgangseyr- ir 300 kr. Stendur til 12. aprfl. Á NYRRI sýningu á Kjarvalsstöð- um sýnir listakonan Rúrí á sér aðra hlið en áhorfendur hennar eiga að venjast. í stað ljóðrænna verka sem oft hafa sterka náttúrutilvísun býður Rúrí nú sýningu sem líkist meira upp- lýsingastofu eða skjalasafni en lista- verld. Viðfangsefni sýningarinnar er hið stríðshrjáða fólk Bosníu-Her- segóvínu og Rúrí hefur að nokkru leyti unnið hana í samvinnu við Am- nesty International. Sýningin er gríðarlega fjölbreytt og áhorfendur hafa tækifæri til að nálgast viðfangsefnið eftir ýmsum leiðum. Þarna er að finna ljósmyndir af flóttamannabúðum og fórnarlömb- um stríðsins, vídeómyndir sem sýna hvemig fólk reynir að draga fram líf- ið í rústunum eftir að stríðandi herir hafa gert heimili þeirra óbyggileg, eftirmyndir af fréttaumfjöllun, frá- sagnir sem óma úr hátölurum og gríðarlega spjaldskrá yfir þá sem hafa horfið eða verið drepnir. I miðju sýningarinnar stendur langt borð með tölvum þar sem nálgast má ýms- ar upplýsingar um efni sýningarinnar eða efni því tengt. I sérstökum myrkvuðum klefa getur áhorfandinn staðið einn meðan varpað er á vegg myndum af fórnarlömbum stríðsins; þennan hluta sýningarinnar kallar Rúrí „Augliti til auglitis". Upplýsingasýningar af þessu tagi eru nýlunda og hér má segja að lista- maðurinn birtist okkur sem skrásetj- ari og vitni, frekar en sem skapandi. Rúrí hefur sjálf ferðast um þær slóðir sem sýningin segir frá og séð eymd- ina sem fylgir í kjölfar stríðsins, hitt fólkið sem nú reynir að skrimta við bág kjör og syrgir fallna og týnda ást- vini. Engu að síður er sýningin furðu ópersónuleg og þar er nær hvergi að sjá tilfinningar listamannsins eða beina persónulega afstöðu eða túlkun. Líklegt er að Rúrí hafi fundist að efn- ið sem hún þurfti að setja fram væri í INNRA ÖRYGGI BMW 3 línan með 2 loftpúðum # Q B&L Suðurlandsbraut 14, simi 575 1210 sjálfu sér svo óhugnanlegt og áhrifa- mikið að hennar eigin tilfinningum væri ofaukið - að þær mundu aðeins trufla beina upplifun áhorfandans. Þessi afstaða getur orkað tvimælis því þótt sýningin láti vissulega engan ósnortinn saknar maður þess að finna ekki beina nærveru Rúríar, hennar eigin upplifun og tilfinningar. Þá er jafnframt hætt við að áhorfandinn fari að velta því fyiir sér hver þáttur hennar sé í raun og veru: Er hún að- eins óháður skrásetjari sem enga af- stöðu tekur? Það er helst í tveimur hlutum sýningarinnar að maður fínn- ur nærveru listamannsins. Það er annars vegar í eins konar dagbók þar sem minnispunktar Rúríar frá undir- búningi sýningarinnar eru birtir við hlið frétta af óhugnaði stríðsins og hins vegar í glerkassa sem stendur nokkuð til hliðar á sýningunni. Þar hefur Rúrí safnað nokkrum hlutum sem hún hefur fundið á ferðum sín- um: Brenndri dúkku og byssukúlum sem fundust í sama húsi, hluta af bænabók og fleiri byssukúlum ... Þarna finnur maður jafnvel betur en í öllum ljósmyndunum og vídeómynd- unum óhugnað stríðsins þegar maður reynir að ímynda sér söguna bakvið þessa fátæklegu hluti og örlög fólkins sem átti þá og notaði. Jón Proppé dansskóla íslands verður haldin í Borgarleikhúsinu í kvöld kl. 20. Yfir 90 nemendur skólans, á aldrinum 9 til 18 ára, koma fram í sýningunni. Fyrir hlé sýna nemendurnir nú- tímalistdans og jassdans sem samd- ir eru af kennurum skólans en eftir hlé verða fluttir valdir kaflar úr ballettinum Coppelíu. Gestadansari verður Jóhannn Freyr Björgvins- son, dansari í Islenska dansflokkn- um. Fyrsta vorsýning nýs skólastjóra Þessi sýning er fyrsta vorsýning listdansskólans sem Öm Guð- mundsson, nýr skólastjóri, stýrir, en um jólin var haldin nemendasýn- ing í Tjarnarbíói. Fastir kennarar skólans em Nanna Ólafsdóttir, Margrét Gísladóttir, Helena Jó- hannsdóttir, Anna Sigríður Guðna- dóttir, Helena Jónsdóttir, Ástrós Gunnarsdóttir og Guðmundur Helgason. Þá hafa Miehael Popper, Stephen Sheriff og Leonie Leahy verið gestakennarar skólans í vetur. Aðeins verður ein sýning og er miðasala í Borgarleikhúsinu. Miða- verð er kr. 900. -------------------- Sýningu lýkur GLERLISTARSÝNINGU Jónasar Braga í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg sem hann nefnir „Gárar“ lýkur 14. apríl. Opið er daglega kl. 14-18. Listdansskóli Isiands 1 Nemenda- sýning í ■ i p Borgarleik- ■ rrff-íi ^ húsinu í # li kvöld HIN árleea nemendasvnina' List- ■HHHnykn tónlist af ýmsum toga auk frumsaminnar tónlistar á Múlanum i kvöld. Sögur um snjó og lög um vorið LEIKIN verður djasstónlist af ýmsum toga auk fraumsaminnar tónlistar flyljendanna, m.a. við ljóð íslensku og kanadísku skáld- anna P.K. Page, Söndra Nichols, Leonards Cohens, Gyrðis Elías- sonar og Einars Más Guðmuns- sonar á Múlanum í kvöld, mið- vikudagskvöld 8. apríl, kl. 21. Tónlistin var samin og hljóðrituð síðastliðið sumar og kemur út á geisladiski í haust. Hilmar Jensson hefur undan- farin ár verið í fremstu röð ís- lenskra djassleikara og kynnt fyrir löndum sínum nýja mögu- leika rafgítarsins í hefðbundinni sem og óhefðbundinni tónlist. Tena Palmer hefur verið bú- sett á íslandi sl. tvö ár og vakið athygli fyrir óvenjulega víttt söngsvið og breiða skírskotun í tónlist. Pétur Grétarsson hefúr sl. finuntán ár komið að íslensku tónlistarlífi á margan máta, í Ieikhúsum, með sinfóníunni, kammersveitum og fleiru. numenn áSpáni Nú eru öll símanúmer á Spáni níu stafa. Svæðis- og símanúmer hafa runnið saman og tölustafnum verið bætt framan við. Landsnúmer Spánar er 34 eins og verið hefur. Dæmi um breytingar á símanúmerum á Spáni: Hringt til Barcelona ÁÐUH 00 34 3 1234567 númer fyrir val lands- svæðis- síma- tilútlanda númer númer númer Hringt til Torremolinos ádur 00 34 52 123456 númer fyrir val lands- svæðis- síma- tilútlanda númer númer númer NU 00 34 931234567 00 34 952123456 númer fyrir val lands- símanúmer til útlanda númer NU númer fyrir val lands- símanúmer til útlanda númer LANDS SÍMINN Nánari upplýsingar um erlend síma- og faxnúmer fást í 114 allan sólarhringinn. Gunnlaugur Stefán í Hafnarborg GUNNLAUGUR Stefán Gíslason listmálari opnar sýningu á olíu- og vatnslitaverkum í Hafnarborg, Sverrissal, á skírdag, fimmtudaginn 9. apríl, klukkan 14. Á sýningunni verða 15 olíumyndir og 10 vatnslitaverk en Gunnlaugur Stefán hefur ekki áður sýnt olíu- myndir á einkasýningu. Sýningin í Hafnarborg nú er 11. einkasýning hans en auk þess hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga. Síðar í mánuðinum eða laugar- daginn 18. apríl opnar Gunnlaugur Stefán aðra einkasýningu í Gallerí Fold og þar mun hann aðallega sýna nokkuð eldri vatnslitaverk. Þess má geta, að þennan sama dag, 18. apríl, verður opnuð sýning á vegum Nordisk Akvarel Selskab í Djursholm skammt frá Stokkhólmi og þar verður Gunnlaugur Stefán á meðal sýnenda. Rétt er að nefna í sambandi við sýninguna í Hafnarborg, að á annan í páskum mun Tríó Andrésar Gunn- laugs verða með jasstónleika í Sverrissal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.