Morgunblaðið - 08.04.1998, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 25
LISTIR
Lestur
Passíu-
sálmanna
Morg^inblaðið. Höfn.
í HAFNARKIRKJU í Horna-
fírði mun séra Sigurður Kr.
Sigurðsson sóknarprestur lesa
Passíu-
sálma Hall-
gríms Pét-
urssonar á
föstudaginn
langa og
eftir lestur-
inn flytur
kór kirkj-
unnar Lit-
aníu séra Bjarna Þorsteins-
sonar. Séra Sigurður hefur
lesturinn kl. 13 og áætlar að
honum verði lokið milli kl. 18
og 19 um kvöldið.
Kristín Jóhannesdóttir org-
anisti leikur á orgel kirkjunn-
ar á milli sálma.
Þegar séra Sigurður þjón-
aði í Grundarfírði las hann
sálmana eitt sinn á föstudag-
inn langa og kvað það ekki
hafa verið erfítt heldur þvert á
móti veitt sér mikla ánægju.
Vonandi munu sem flestir
Ieggja leið sína í kirkjuna og
hlýða á lesturinn og njóta þess
sem kirkjan hefur upp á að
bjóða á fóstudaginn langa.
Afmælissýn-
ing Mynd-
listarklúbbs
Hvassaleitis
í MYNDLISTARKLÚBBI
Hvassaleitis er hópur áhuga-
fólks um myndlist, sem kemur
saman einu sinni í viku í
Hvassaleitisskóla og málar
undir leiðsögn leiðbeinanda,
sem undanfarin ár hefur verið
Sveinbjörn Þór Einarsson
myndlistarmaður.
Klúbburinn hefur starfað
síðan 1978 og er því 20 ára á
þessu ári. Klúbbfélagar hafa
haldið margar sýningar frá
stofnun og oftast annað hvert
ár. Meðlimir klúbbsins í dag
eru um 27 manns, og í starfs-
stjórn hans eru eftirtaldir,
Einar Gunnlaugsson, Erna
Hartmannsdóttir, Hlíf Leifs-
dóttir og Þórarinn Samúels-
son.
A sýningunni verða sýndar
myndir sem hafa verið málað-
ar með vatnslitum, olíu, akryl
og pastel ásamt blýantsteikn-
ingum.
Sýningin er í Iþróttasal
Hvassaleitisskóla og er opin
almenningi dagana II., 12. og
13. apríl milli kl. 14 og 18.
Klúbbfélagar bjóða alla vel-
komna.
27apríl
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HELGISTUND með fjölbreyttum tónlistarflutningi verður
á annan í páskum í Neskirkju.
Morgunblaðið/Halldór
Á ÆFINGU fyrir hið árlega Páskabarokk sem verður
á laugardaginn í Digraneskirkju.
Tónleikar á annan í páskum
Páskabarokk í Digraneskirkju
Á ANNAN páskadag verður ekki
hefðbundin guðsþjónusta í Nes-
kirkju kl. 14 eins og verið hefur
undanfarin ár. Þess í stað verður
helgistund með fjölbreyttum tón-
listarflutningi kl. 18. Sr. Halldór
Reynisson flytur stutta hugleið-
ingu og bæn.
Fram koma þrír einsöngvarar;
Inga J. Backman, Jóhann Frið-
geir Valdimarsson og Valdimar
Óðinsson. Þá flytur kór Nes-
kirkju ásamt strengjasveit Missa
brevis eftir Joseph Haydn, sem
stundum er nefnd stutt orgel-
messa.
Stjórnandi er Reynir Jónasson,
organisti Guðmundur Sigurðs-
son.
Aðgangur á tónleikana er
ókeypis.
HIÐ ÁRLEGA Páskabarokk verður
laugardaginn 11. aprfl nk. kl. 17.00
og verða tónleikarnir að þessu sinni
í Digraneskirkju.
Á efnisskránni eru verk eftir
Schutz, Froberger, Kapsberger,
Buxtehude, Pachelbel og J.S. Bach.
Þetta er bæði trúarleg tónlist sem
tilheyrir páskum og einnig einleiks-
og kammerverk, eins og t.d. hið
fræga Kanon eftir Pachelbel.
Flytjendur eru: Anna Sigríður
Helgadóttir, söngkona, Amia Mar-
grét Magnúsdóttir, semball og org-
el, Snorri Orn Snorrason, lúta og te-
orba, Ólöf S. Óskarsdóttir, selló,
Guðrún Birgisdóttir, flauta, og
Martial Nardeau, flauta.
Hluti þessarar efnisskrár verður
fluttur á kyrrðardögum í Skálholts-
kirkju á skírdag kr. 18.15.
Verð aðgöngumiða á tónleikana í
Digraneskirkju er kr. 1.000 -. Miðar
verða seldir við inngangiun.
?wmm
OG HEYRT
T]