Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 14

Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 14
14 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Háskólinn Ráðstefna um menntun og mannauð í sjávarútvegsfyrirtækjum Um 30 prósent fækkun starfa á næstu árum Brýnt að háskólamenntuðu fólki fjölgi í sjávarútvegi Morgunblaðið/Kristján MENNTUN og mannauður í sjávarútvegi var yfirskrift ráðstefnu sem haldin var á Akureyri í gær. Fyrirlestur um sveigj- anleika fyrirtækja JAN CH. Karlsson, prófessor við deild atvinnulífsfræða við Háskól- ann í Karlstad í Svíþjóð, flytur op- inn fyrirlestur í sal Háskólans á Akureyri, við Þingvallastræti 23 næstkomandi þriðjudag, 21. apríl, kl. og hefst hann kl. 12.05. Fyrirlesturinn nefnist „Flexible firms and working eonditions og fjallar um aukinn sveigjanleika fyr- irtækja hin síðari ár og hvort vinnubúnaður sé betri í slíkum fyr- irtækjum en í hefðbundnum rekstri. Fyrirlesturinn er á vegum rekstrardeildar og endurmenntun- arnefndar Háskólans á Akureyi'i og verður fluttur á ensku. Aksjóim Laugardagur 18. apríl 17.00 ► Helgarpotturinn Helgarþáttur Bæjarsjón- varpsins í samvinnu við Dag. Sunnudagur 19. apríl 17.00 ► Helgarpotturinn. (e) Mánudagur 20. apríl 21.00 ► Aðalskipulag Akur- eyrar. Umræðuþáttar um skipulagsmál - annar hluti. ÞORSTEINN Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri segir að gera megi ráð fyrir að framundan sé veruleg fækkun í fiskiveiðiflotanum og að ekki sé ólíklegt að hún verði minnst 30% bæði í skipum og mannskap á næstu 5-10 árum. Þá sé einnig líklegt að veruleg fækkun verði á störfum í fiskvinnslu á næstu árum. Þetta kom fram í er- indi Þorsteins á ráðstefnu um menntun og mannauð í sjávarút- vegi sem Háskólinn á Akureyri ásamt sjávarútvegsráðuneyti og fleh’um efndi til á Akureyri í gær. Astæður þessarar fækkunar seg- ir Þorsteinn m.a. vera þær, að sam- dráttur botnfiskvinnslu i landi sé ekki að fullu kominn fram, þá sé líklegt að verulegur samdráttur verði í rækjuvinnslu vegna minnk- andi afla og í þriðja lagi sé vinnsla uppsjávarfiska mjög tæknivædd og útheimti ekki mikið vinnuafl. Erfitt sé að áætla fækkun starfa í fiskvinnslu, en ekki sé ólíklegt að hún verði minnst 30% á næstu fimm árum. Þá gerir Þorsteinn einnig ráð fyrir að samsetning fyr- irtækja í sjávarútvegi muni breyt- ast, þróunin stefni í átt að færri en stærri fyrirtækjum, miðslungstór- um fyrirtækjum muni fækka en litl- um fyrirtækjum mun sennilega ekki fjölga mjög mikið. Alvarlegar afleiðingar „Ef þessi þróun gengur eftir gæti hún haft mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir búsetuþróun og vinnuframboð í landinu. Enn frek- ari byggðaröskun en hefur átt sér stað gæti hreinlega þýtt hrun sjáv- arútvegs á landsbyggðinni með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir efnahagslega afkomu þjóðarinnar í heild,“ sagði Þorsteinn. Ætli sjávarútvegurinn að halda velli í nútíma tæknivæddu þjóðfé- lagi sé nauðsynlegt að hann hafi yf- ir að ráða svipuðu hlutfalli af há- skólamenntuðu fólki og aðrar at- vinnugreinar í landinu, en mennt- unarstig í sjávarútvegi er almennt lægra en í öðrum greinum, aðeins 1-2% starfsmanna í fiskvinnslu og fiskveiðum hafa lokið háskólaprófi, en meðaltal annarra starfsgi’eina sé 13-14%. Sjávarútvegsfyrirtæki skapa nær 1.500 störf „Ég geri ráð fyrir því að á næstu 5-10 árum muni sjávarútvegsfyrir- tæki hér á landi skapa störf yfir a.m.k. 1.000 til 1.500 háskólamennt- aða starfsmenn," sagði rektor og einnig að brýnt væri að efla starfs- og endurmenntun þeirra sem starfa við sjávarútveg en ekki hafa lokið háskólaprófi. Hefðbundin háskóla- menntun væri hins vegar ávísun á frekari byggðaröskun, slík menntun hefði löngum verið að útskrifa opin- bera starfsmenn til starfa og stjórna í höfuðborg landsins, en um 60% háskólmenntaðra íslendinga starfa í opinbera geiranum. Háskól- ar geti haft aðrar áherslur, sagði rektor og benti á Háskólann á Akureyri, en fólk menntað þaðan hefði einkum sest að á landsbyggð- inni. í nýlegi-i könnun sem náði til um 300 brautskráðra kandídata frá há- skólanum kom í ljós að um 67% þeirra búa og starfa á Norðurlandi, rúm 17% annars staðar á lands- byggðinni og um 16% á Reykjavík- ursvæðinu. Nefndi Þorsteinn einnig að um helmingur nemenda við sjáv- arútvegsdeild Háskólans á Akur- eyri kæmi frá suðvesturhorni lands- ins, en um 80% útskrifaðra sjávar- útvegsfræðinga hefði haslað sér völl á landsbyggðinni. Aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla, Dalvík, verður haldinn í Árskógi 29. apríl 1998 kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum sparisjóðsins. Að loknum aðalfundi er boðað til fundar í fulltrúaráði Sparisjóðsins. Dalvík, 17. apríl 1998. Stjórnin. HÁSKÓLINN Á AKUHEYRI Opinn fyrirlestur mánudaginn 20. apríl kl. 17.00. Staður:...Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti 23, stofa 25. Flytjandiu.Manfred Teiner rektor Kennaraháskólans í Vínarborg. Efni:.....Um austurríska menntakerfið. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Heilsugæslustöðin á Akureyri Fékk hiartastuðtæki HJARTA- og æðaverndarfélag Akureyrar og nágrennis færði Heilsugæslustöðinni á Akureyri nýlega hjartastuðtæki og súrefn- ismettunarmæli að gjöf. Þessi tæki vom ekki til á stöðinni en þau veita mikið öryggi og eru nauðsynlegur búnaður í tækja- kosti stöðvarinnar. Á myndinni er Gunnlaugur Fr. Jóhannsson, formaður Hjarta- og æðavernd- arfélagsins, að afhenda Pétri Péturssyni, yfirlækni Heilsu- gæslustöðvarinnar, tækin. Sameinað sveitarfélag Dalvíkur, Árskógs- og Svarfaðardalshrepps Opinn fyrirlestur þriðjudaginn 21. apríl kl. 12.05. Staður:...........Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti 23, salur á 1. hæð. Flytjandi:........Jan Ch. Karlsson, prófessor við deild atvinnulífsfræða við Háskólann í Karlstad í Svíþjóð. Heiti fyrirlestrar:..„Flexible firms and working conditions". Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. HÁSKÖLINN A AKUREYRI Katrín efst á lista Framsóknarflokks KATRÍN Sigurjónsdóttir, Dalvík, leiðir B-lista framsóknarmanna fyr- ir sveitarstjórnakosningamar í sameinuðu sveitarfélagi Dalvíkur, Árskógshrepps og Svarfaðardals- hrepps í vor. í 2. sæti listans er Kristján Ólafs- son, Dalvík, 3. sæti Sveinn Elías Jónsson, Arskógshreppi, 4. sæti Gunnhildur Gylfadóttir, Svarfaðai’- dal, 5. sæti Stefán Svanur Gunnars- son, Dalvík, 6. sæti Jóhanna Gunn- laugsdóttir, Svarfaðardal, 7. sæti Jónas Óskarsson, Árskógssandi, 8. sæti Halla Steingrímsdóttir, Dalvík, 9. sæti Guðmundur Ingvason, Hauganesi, 10. sæti Svana Hall- dórsdóttir, Svarfaðardal, 11. sæti Brynjar Áðalsteinsson, Dalvík, 12. sæti Bjarnveig Ingvadóttir, Dalvík, 13. sæti Gunnlaugur Sigurðsson, Svarfaðardal, 14. sæti Pétur Sig- urðsson, Árskógssandi, 15. sæti Símon Páll Steinsson, Dalvík, 16. sæti Björgvin Smári Jónsson, Hauganesi, 17. sæti Grímlaugur Björnsson, Dalvík, og 18. sæti Bald- vin Magnússon, Dalvík. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimili kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14, séra Guðmundur Guðmundsson héraðs- prestur messar. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld, bæn og íhugun Davíðssálma, umsjónar- maður Guðmundur Guðmundsson. Mömmumorgunn í safnaðarheimili frá kl. 10 til 12 á miðvikudag, Bryndís Ai-nardóttir fjallar um teikningu bama. Skátamessa á sumardaginn fyrsta kl. 11. Ræðu- maður Þorbjörg Ingvadóttir, skát- ar annast söng. Fyiirbænaguðs- þjónusta kl. 17.15 á fimmtudag. Bænarefnum má koma til prest- anna. GLERÁRKIRKJA: Barnastarf kl. 13 í dag, laugardag. Guðsþjón- usta kl. 14 á sunnudag, séra Hann- es Örn Blandon þjónar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, hjálpræðissamkoma kl. 17 og ung- lingasamkoma kl. 20. Heimilasam- bandið kl. 15 á mánudag. Ki’akka- klúbbur kl. 16 á miðvikudag, ath. breyttan tíma. Aifa-námskeið á miðvikudagskvöld kl. 19.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Karlamorgunn í dag, laugardag, kl. 10. Brauðsbrotning kl. 11 á morgun, sunnudag. Yngvi H. Yngvason predikar. Fjölskyldu- samkoma kl. 14, Valdimar Láras Júlíusson predikar. Ki-akkakirkja og barnapössun á meðan. Krakka- klúbbur kl. 17.15 á miðvikudag. Bi- blíukennsla kl. 20.30 á miðviku- dagskvöld í umsjá G. Theódórs Birgissonar. Heimasíða: www.gospel.is. Vonarlínan 462- 1210, símsvari með uppörvunar- orðum úr ritningunni. KFUM og K: Kristniboðssam- komur kl. 20.30 á mánudags- og þriðjudagskvöld, ræðumaður Gunnar Mamnöy. SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun. Almenn samkoma kl. 17 á Sjónarhæð. Efni: Andaverur vonskunnai’ og englar Guðs. Ástjarnarfundur fyrir 6-12 ára börn kl. 18 á mánudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.