Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Háskólinn Ráðstefna um menntun og mannauð í sjávarútvegsfyrirtækjum Um 30 prósent fækkun starfa á næstu árum Brýnt að háskólamenntuðu fólki fjölgi í sjávarútvegi Morgunblaðið/Kristján MENNTUN og mannauður í sjávarútvegi var yfirskrift ráðstefnu sem haldin var á Akureyri í gær. Fyrirlestur um sveigj- anleika fyrirtækja JAN CH. Karlsson, prófessor við deild atvinnulífsfræða við Háskól- ann í Karlstad í Svíþjóð, flytur op- inn fyrirlestur í sal Háskólans á Akureyri, við Þingvallastræti 23 næstkomandi þriðjudag, 21. apríl, kl. og hefst hann kl. 12.05. Fyrirlesturinn nefnist „Flexible firms and working eonditions og fjallar um aukinn sveigjanleika fyr- irtækja hin síðari ár og hvort vinnubúnaður sé betri í slíkum fyr- irtækjum en í hefðbundnum rekstri. Fyrirlesturinn er á vegum rekstrardeildar og endurmenntun- arnefndar Háskólans á Akureyi'i og verður fluttur á ensku. Aksjóim Laugardagur 18. apríl 17.00 ► Helgarpotturinn Helgarþáttur Bæjarsjón- varpsins í samvinnu við Dag. Sunnudagur 19. apríl 17.00 ► Helgarpotturinn. (e) Mánudagur 20. apríl 21.00 ► Aðalskipulag Akur- eyrar. Umræðuþáttar um skipulagsmál - annar hluti. ÞORSTEINN Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri segir að gera megi ráð fyrir að framundan sé veruleg fækkun í fiskiveiðiflotanum og að ekki sé ólíklegt að hún verði minnst 30% bæði í skipum og mannskap á næstu 5-10 árum. Þá sé einnig líklegt að veruleg fækkun verði á störfum í fiskvinnslu á næstu árum. Þetta kom fram í er- indi Þorsteins á ráðstefnu um menntun og mannauð í sjávarút- vegi sem Háskólinn á Akureyri ásamt sjávarútvegsráðuneyti og fleh’um efndi til á Akureyri í gær. Astæður þessarar fækkunar seg- ir Þorsteinn m.a. vera þær, að sam- dráttur botnfiskvinnslu i landi sé ekki að fullu kominn fram, þá sé líklegt að verulegur samdráttur verði í rækjuvinnslu vegna minnk- andi afla og í þriðja lagi sé vinnsla uppsjávarfiska mjög tæknivædd og útheimti ekki mikið vinnuafl. Erfitt sé að áætla fækkun starfa í fiskvinnslu, en ekki sé ólíklegt að hún verði minnst 30% á næstu fimm árum. Þá gerir Þorsteinn einnig ráð fyrir að samsetning fyr- irtækja í sjávarútvegi muni breyt- ast, þróunin stefni í átt að færri en stærri fyrirtækjum, miðslungstór- um fyrirtækjum muni fækka en litl- um fyrirtækjum mun sennilega ekki fjölga mjög mikið. Alvarlegar afleiðingar „Ef þessi þróun gengur eftir gæti hún haft mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir búsetuþróun og vinnuframboð í landinu. Enn frek- ari byggðaröskun en hefur átt sér stað gæti hreinlega þýtt hrun sjáv- arútvegs á landsbyggðinni með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir efnahagslega afkomu þjóðarinnar í heild,“ sagði Þorsteinn. Ætli sjávarútvegurinn að halda velli í nútíma tæknivæddu þjóðfé- lagi sé nauðsynlegt að hann hafi yf- ir að ráða svipuðu hlutfalli af há- skólamenntuðu fólki og aðrar at- vinnugreinar í landinu, en mennt- unarstig í sjávarútvegi er almennt lægra en í öðrum greinum, aðeins 1-2% starfsmanna í fiskvinnslu og fiskveiðum hafa lokið háskólaprófi, en meðaltal annarra starfsgi’eina sé 13-14%. Sjávarútvegsfyrirtæki skapa nær 1.500 störf „Ég geri ráð fyrir því að á næstu 5-10 árum muni sjávarútvegsfyrir- tæki hér á landi skapa störf yfir a.m.k. 1.000 til 1.500 háskólamennt- aða starfsmenn," sagði rektor og einnig að brýnt væri að efla starfs- og endurmenntun þeirra sem starfa við sjávarútveg en ekki hafa lokið háskólaprófi. Hefðbundin háskóla- menntun væri hins vegar ávísun á frekari byggðaröskun, slík menntun hefði löngum verið að útskrifa opin- bera starfsmenn til starfa og stjórna í höfuðborg landsins, en um 60% háskólmenntaðra íslendinga starfa í opinbera geiranum. Háskól- ar geti haft aðrar áherslur, sagði rektor og benti á Háskólann á Akureyri, en fólk menntað þaðan hefði einkum sest að á landsbyggð- inni. í nýlegi-i könnun sem náði til um 300 brautskráðra kandídata frá há- skólanum kom í ljós að um 67% þeirra búa og starfa á Norðurlandi, rúm 17% annars staðar á lands- byggðinni og um 16% á Reykjavík- ursvæðinu. Nefndi Þorsteinn einnig að um helmingur nemenda við sjáv- arútvegsdeild Háskólans á Akur- eyri kæmi frá suðvesturhorni lands- ins, en um 80% útskrifaðra sjávar- útvegsfræðinga hefði haslað sér völl á landsbyggðinni. Aðalfundur Sparisjóðs Svarfdæla, Dalvík, verður haldinn í Árskógi 29. apríl 1998 kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum sparisjóðsins. Að loknum aðalfundi er boðað til fundar í fulltrúaráði Sparisjóðsins. Dalvík, 17. apríl 1998. Stjórnin. HÁSKÓLINN Á AKUHEYRI Opinn fyrirlestur mánudaginn 20. apríl kl. 17.00. Staður:...Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti 23, stofa 25. Flytjandiu.Manfred Teiner rektor Kennaraháskólans í Vínarborg. Efni:.....Um austurríska menntakerfið. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Heilsugæslustöðin á Akureyri Fékk hiartastuðtæki HJARTA- og æðaverndarfélag Akureyrar og nágrennis færði Heilsugæslustöðinni á Akureyri nýlega hjartastuðtæki og súrefn- ismettunarmæli að gjöf. Þessi tæki vom ekki til á stöðinni en þau veita mikið öryggi og eru nauðsynlegur búnaður í tækja- kosti stöðvarinnar. Á myndinni er Gunnlaugur Fr. Jóhannsson, formaður Hjarta- og æðavernd- arfélagsins, að afhenda Pétri Péturssyni, yfirlækni Heilsu- gæslustöðvarinnar, tækin. Sameinað sveitarfélag Dalvíkur, Árskógs- og Svarfaðardalshrepps Opinn fyrirlestur þriðjudaginn 21. apríl kl. 12.05. Staður:...........Háskólinn á Akureyri, Þingvallastræti 23, salur á 1. hæð. Flytjandi:........Jan Ch. Karlsson, prófessor við deild atvinnulífsfræða við Háskólann í Karlstad í Svíþjóð. Heiti fyrirlestrar:..„Flexible firms and working conditions". Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. HÁSKÖLINN A AKUREYRI Katrín efst á lista Framsóknarflokks KATRÍN Sigurjónsdóttir, Dalvík, leiðir B-lista framsóknarmanna fyr- ir sveitarstjórnakosningamar í sameinuðu sveitarfélagi Dalvíkur, Árskógshrepps og Svarfaðardals- hrepps í vor. í 2. sæti listans er Kristján Ólafs- son, Dalvík, 3. sæti Sveinn Elías Jónsson, Arskógshreppi, 4. sæti Gunnhildur Gylfadóttir, Svarfaðai’- dal, 5. sæti Stefán Svanur Gunnars- son, Dalvík, 6. sæti Jóhanna Gunn- laugsdóttir, Svarfaðardal, 7. sæti Jónas Óskarsson, Árskógssandi, 8. sæti Halla Steingrímsdóttir, Dalvík, 9. sæti Guðmundur Ingvason, Hauganesi, 10. sæti Svana Hall- dórsdóttir, Svarfaðardal, 11. sæti Brynjar Áðalsteinsson, Dalvík, 12. sæti Bjarnveig Ingvadóttir, Dalvík, 13. sæti Gunnlaugur Sigurðsson, Svarfaðardal, 14. sæti Pétur Sig- urðsson, Árskógssandi, 15. sæti Símon Páll Steinsson, Dalvík, 16. sæti Björgvin Smári Jónsson, Hauganesi, 17. sæti Grímlaugur Björnsson, Dalvík, og 18. sæti Bald- vin Magnússon, Dalvík. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimili kl. 11 á morgun. Guðsþjónusta kl. 14, séra Guðmundur Guðmundsson héraðs- prestur messar. Biblíulestur kl. 20.30 á mánudagskvöld, bæn og íhugun Davíðssálma, umsjónar- maður Guðmundur Guðmundsson. Mömmumorgunn í safnaðarheimili frá kl. 10 til 12 á miðvikudag, Bryndís Ai-nardóttir fjallar um teikningu bama. Skátamessa á sumardaginn fyrsta kl. 11. Ræðu- maður Þorbjörg Ingvadóttir, skát- ar annast söng. Fyiirbænaguðs- þjónusta kl. 17.15 á fimmtudag. Bænarefnum má koma til prest- anna. GLERÁRKIRKJA: Barnastarf kl. 13 í dag, laugardag. Guðsþjón- usta kl. 14 á sunnudag, séra Hann- es Örn Blandon þjónar. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, hjálpræðissamkoma kl. 17 og ung- lingasamkoma kl. 20. Heimilasam- bandið kl. 15 á mánudag. Ki’akka- klúbbur kl. 16 á miðvikudag, ath. breyttan tíma. Aifa-námskeið á miðvikudagskvöld kl. 19.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Karlamorgunn í dag, laugardag, kl. 10. Brauðsbrotning kl. 11 á morgun, sunnudag. Yngvi H. Yngvason predikar. Fjölskyldu- samkoma kl. 14, Valdimar Láras Júlíusson predikar. Ki-akkakirkja og barnapössun á meðan. Krakka- klúbbur kl. 17.15 á miðvikudag. Bi- blíukennsla kl. 20.30 á miðviku- dagskvöld í umsjá G. Theódórs Birgissonar. Heimasíða: www.gospel.is. Vonarlínan 462- 1210, símsvari með uppörvunar- orðum úr ritningunni. KFUM og K: Kristniboðssam- komur kl. 20.30 á mánudags- og þriðjudagskvöld, ræðumaður Gunnar Mamnöy. SJÓNARHÆÐ: Sunnudaga- skóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun. Almenn samkoma kl. 17 á Sjónarhæð. Efni: Andaverur vonskunnai’ og englar Guðs. Ástjarnarfundur fyrir 6-12 ára börn kl. 18 á mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.