Morgunblaðið - 18.04.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 18.04.1998, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Samstarfsverkefni um athafnaver fyrir unga fólkið í Vestmannaeyjum Vinnubrögð verði sjálfstæðari og frumkvæði aukið Vestmannaeyjum - Athafnaver unga fólksins, öflugt tölvuver, var opnað í Eyjum fyrir skömmu. Athafnaverið er samstarfsverkefni Vestmanna- eyjabæjar, Þróunarfélags Vest- mannaeyja, Háskóla íslands og Framhaldsskólans í Eyjum og er markmið þess að efla og virkja sköp- unargáfu og krafta ungs fólks í Vestmannaeyjum. Athafnaverinu er ætlað að stuðla að eflingu eigin frumkvæðis og sjálf- stæðum vinnubrögðum hjá ungu fólki. Þá er stefnt að því að Athafna- verið aðstoði við að koma á fót vinnuhópum eða smærri fyrirtækj- um til að vinna að ákveðnum verk- efnum. Athafnaverið er mjög vel búið tölvubúnaði en leigusamningur var gerður milli þess og Nýherja hf. um tölvubúnað frá IBM og Tulip til notkunar í Athafnaverinu. Þá var gerður þjónustusamningur við Tölv- un ehf. um Netið og þjónustu við At- hafnaverið. Páll Marvin Jónsson hefur verið ráðinn umsjónannaður Athafna- versins. Hann segir að Athafnaverið sé einstakt framtak hérlendis og engin hliðstæða þess finnist hér. Með því sé í raun verið að gefa ungu fólki í Eyjum tækifæri á að nýta nýj- ustu tölvu- og hugbúnaðartækni við framkvæmd minni verkefna og til náms. Verndarar Athafnaversins Hóp, sem hlotið hefur nafnið Verndarar Athafnaversins og skip- aður er sex fulltrúum, er ætlað að miðla því nýjasta sem er að gerast í menningu, listum, tækni og uppeld- ismálum til Athafnaversins til að tryggja að viðfangsefni þess séu í takt við það sem er að gerast annars staðar á landinu og á alþjóða vett- vangi. Ráðgert er að Verndararnir komi saman einu sinni til tvisvar á ári og fari yfir faglega hlið starfsemi Athafnaversins, ræði nýjungar og kynni hugmyndir að mögulegum verkefnum. Þeir sem þennan hóp skipa eru Örn D. Jónsson frá Háskóla íslands, Ástvaldur Jóhannsson frá Nýherja, Þórður Víkingur Friðgeirsson frá Tæknivali, Magnús Halldórsson frá Háskóla íslands, Salvör Guðmunds- dóttir frá Kennaraháskólanum og Davíð Guðmundsson frá Tölvun. Þróunarfélag Vestmannaeyja keypti húsnæði á Skólavegi 1 í Eyj- um og lagði það til undir starfsemi Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ATHAFNAVER unga fólksins, öflugt tölvuver, var opnað í Eyj- um fyrir skömmu. Athafnaversins. Ráðgert er að rekstrarkostnaður á Athafnaverinu verði fimm til sex milljónir á ári og leggur Vestmannaeyjabær fram tvær og hálfa milljón í reksturinn en það sem upp á vantar á að fást með sjálfsaflafé. Það fé á að fást með styrkjum frá stofnunum og fyrir- tækjum auk sölu á þjónustu. Páll Mai-vin segh- að nú þegar sé farið að vinna að verkefnum fyrir fyrirtæki í Athafnaverinu og nefndi í því sam- bandi uppsetninu á auglýsingabæk- ling og heimasíðugerð. Unglingar sjá um daglegan rekstur Hópur unglinga hefur tekið að sér að sjá um daglegan rekstur At- hafnaversins en ráðgert er að vinna við Athafnaverið gefi einingu til náms við Framhaldsskólann. At- hafnaverið er opið daglega klukkan 16 til 22 og 13 til 17 á laugardögum. Páll Marvin segir að markhópur Athafnaversins sé fólk á aldrinum 15 til 25 ára en það sé þó opið fólki á öllum aldri. Fólk geti komið og unn- ið skólaverkefni eða að eigin verk- efnum í Athafnaverinu en einnig verði miðlað verkefnum til þeirra sem þar verða að störfum. Páll segir að fyrirtæki eins og Nýherji og Tæknival sjái mikil tækifæri felast í samstarfi við Athafnaverið. Þeir geti látið það annast verkefni fyrir sig sem þeir hafi hvorki tíma né mann- skap til að sinna. Þar geti til að mynda verið um að ræða hugmyndir sem komið hafa inn á borð hjá þeim og þarf að kanna nánar. Þarna geti því verið um að ræða nokkurs konar tilrauna- og þróunarstarfsemi sem Athafnaverið annaðist fyrir fyrir- tækin. Fjölmenni var viðstatt opnun At- hafnaversins. Þar flutti Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri ávarp þar sem hann rakti hugmyndina að At- hafnaverinu og sagði frá undirbún- ingi starfseminnar áður en hann opnaði Athafnaverið formlega. Þá fluttu ávörp Ástvaldur Jóhannsson frá Nýherja og Salvör Gissurardótt- ir, fullti’úi Verndaranna. Einnig flutti fulltrúi nemenda Framhalds- skólans í Vestmannaeyjum ávai’p. Sigurður Einarsson, framkvæmda- stjóri Isfélagsins, afhenti síðan At- hafnaverinu stafræna myndavél að gjöf frá fyrirtækinu en að því loknu opnaði Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra heimasíðu Athafnaversins formlega. Kosin ljós- myndafyrirsæta Vestfjarða Flateyri - Ung 18 ára yngismær frá Flateyri, Fanney Sigurþórsdóttir, var kosin ljósmyndafyrirsæta Vest- fjarða í undanúrslitum Fegurðar- samkeppni Islands sem haldin var á veitingastaðnum Krúsimii á Isafirði laugardaginn 4. aprfl sl. Fanney, sem er nemandi við Menntaskólann á Isafirði, segir að þetta hafi verið bæði strangur og skemmtilegur tími fram að undan- úrslitunum og að hún væri ekki ennþá komin með „fast land“ undir fæturna eftir úrslitin. Það kæmi ör- ugglega hægt og sígandi þegar skólanámið tæki við. Hvað varðar frekari fyrirsætuferil yrði það bara að koma í ljós með tíð og tíma. Lokafrá- gangur við íþróttahús í Brúarási Vaðbrekku, Jökuldal - Fram- kvæmdir við nýtt íþróttahús í Brúarási eru nú á lokastigi. Þegar fréttaritara bar að garði var verið að leggja gólfefni. Þorgeir Valdimars- son og Hallgrímur Friðgeirsson lögðu húðaðan gúmmídúk á gólfið og unnu það verk á vegum umboðsaðila gólfefnisins, Á. Oskarssonar í Mos- fellsbæ. Nú þegar vinnu við gólfið er lokið er hægt að ljúka alls konar smáfrágangi og húsið verður síðan vígt í framhaldi af því. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal FRÁ undirritun rekstrarsamninganna: Frá vinstri til hægri eru: Haraldur Valbergsson, Siglingafélaginu Knörr, Gunnar Örn Guðmundsson, sunddeild UMFN, Leifur Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar UMFN, Krist- bjöm Albertsson, formaður UMFN, Ragnar Örn Pétursson, formaður íþróttaráðs, Ellert Eiríksson bæjarstjóri, Einar Haraldsson, formaður íþrótta- og ungmennafélags Keflavíkur, Sævar Pétursson frá knattspyrnudeild Keflavíkur, Halldór Þórólfsson frá sunddeild Keflavfltur og Sæmundur Hinriksson frá Golfldúbbi Suðurnesja. Milljóna samningar við íþróttafelögin Keflavík - Nýlega undirritaði Reykjanesbær kaup- og rekstrar- samninga við íþróttafélög og klúbba í bænum fyrir liðlega 43 milljónir króna. Rúmlega helmingur þessarar upphæðar eða 28,9 milljónir eru vegna kaupa bæjarins á hluta íþrótta- og ungmennafélags Kefla- víkur á svokölluðum B-sal. Þá voru gerðir 11 aðrir rekstrarsamningar upp á liðlega 14 milljónir króna. Stærstu samningarnir eru við knatt- spyrnudeild Keflavíkur um rekstur íþróttasvæða og kjallara Sundmið- stöðvarinnar að upphæð 7,9 milljónir króna, við knattspyrnudeild UMFN um rekstur íþróttasvæða í Njarðvík að upphæð 2,6 milljónir. Einnig má nefna samning við Siglingafélagið Knörr um rekstur siglinganám- skeiða en þetta er annað árið sem fé- lagið stendur fyrir sumarnámskeið- um og sagði Haraldur Valbergsson, formaður félagsins, að mikill áhugi væri fyrir þessum námskeiðum. Það voru þeir Ellert Eiríksson bæjarstóri og Ragnar Örn Péturs- son, formaður íþróttaráðs, sem und- irrituðu samningana fyrir hönd bæj- arins. Ellert Eiríksson sagði við þetta tækifæri að Reykjanesbær hefði riðið á vaðið og orðið íyrstur til að gera slíka rekstrarsamninga við íþróttahreyfinguna. Þessi nýbreytni hefði vakið athygli annarra bæja, bæði hérlendis og erlendis. Hann sagði að byrjaði hefði verið smátt, en sú skiptu upphæðirnar tugum millj- óna. * Listi Arborgar samþykktur Á-LISTI Árborgar borinn fram undir merkjum félagshyggju, jafnréttis og kvenfrelsis, hefur verið samþykktur. Listann skipa: 1. Sigríður Ólafsdóttir, skrifstofú- maður og bæjarfullti-úi, Selfossi, 2. Margrét Ingþórsdóttir, bankamaður og varabæjarfulltrúi, Selfossi, 3.1’orii Askelsson, verkstjóri og tónlistarmað- ur, Selfossi, 4. Guðjón Sigutjónsson, lögífæðingur, Selfossi, 5. Jóhann Páll Helgason, fangavörður, Eyrai’bakka, 6. Guðrún Vignisdóttir, hjúkrunar- fræðingur, Selfossi, 7. Guðmundur Lárusson, bóndi, formaður Lands- sambands kúabænda og varaþing- maður, Sandvíkurhreppi, 8. Ásmund- ur Sverrir Pálsson, atvinnuráðgjafi og kennari, Selfossi, 9. Hansína Á. Stef- ánsdóttir, formaður Verslunarmanna- félags Ámessýslu, Selfossi, 10. Ragn- heiður Þórarinsdóttir, vaktmaður, Eyrarbakka, 11. Katrín Bjarnadóttir, hái-greiðslukona og háskólanemi, Sel- fossi, 12. Sigríðm- Matthíasdótdr, kennai-i og bókavörðui-, Selfossi, 13. Vignir Siggeirsson, tamningamaðui- og heimsmeistari í tölti, Stokkseyri, 14. Eiríkur Már Rúnarsson, verka- maður, Eyrarbakka, 15. Inga Lái'a Baldvinsdóttir, sagnfræðingur og hreppsstjóri, Eyrarbakka, 16. Grétar Zóphaníasson, sveitai’stjóri, hrepps- nefndaiTnaður og formaður Verka- lýðs- og sjómannafélagsins BjaiTna, Stokkseyri, 17. Steingrímur Ingvars- son, verkffæðingur og bæjarfulltrúi Selfossi, og 18. Sigríðui- Jensdóttir, tryggingafulltrúi, bæjaríúlltrúi og for- maður Héraðsnefndar Ámesinga. Framboðslisti Framsóknar- félagsins í Stykkishólmi Á FÉLAGSFUNDI í Framsóknarfé- lagi Stykkishólms nýlega var sam- þykktur framboðslisti Framsóknai'- flokks, B-listans, til bæjarstjómar- kosninga þann 23. maí 1998. Einnig vom Þórður S. Magnússon og Jón Pétursson kosnir umboðsmenn flokksins. Frambjóðendur á lista Framsókn- arflokksins í Stykkishólmi, B-listan- um, til bæjarstjómarkosninga verða þessir: 1. Aðalsteinn Þorsteinsson, lögfræðingur, 2. Hilmar Hallvarðsson, rafverktaki, 3. Guðbrandur Björgvins- son, sjómaður, 4. Guðmundur Krist- insson, skipasmíðameistari, 5. Laufey V. Hjaltalín, sjúkraliði, 6. Þorgrímur Vilbergsson, vélstjóri, 7. Gunnsteinn Sigurðsson, þroskaþjálfi, 8. Halldóra Ragnarsdóttir, leiðbeinandi, 9. Jó- hannes H. Smárason, sjómaður, 10. Ragna S. Eyjólfsdóttir, húsmóðir, 11. Sigurþór Þórsson, nemi, 12. Kristín R. Helgadóttir, húsmóðir, 13. Sigurður Páll Jónsson, sjómaður og 14. Elín Sigurðai'dsóttir, ljósmóðir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.