Morgunblaðið - 18.04.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 18.04.1998, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI s Utlit fyrir að bændur nái ekki að framleiða upp í mjólkurkvótann Kvóti fyrir 400 milljón- ir skiptir um hendur NOKKURT jafnvægi virðist vera í framboði og eftirspurn eftir mjólk- urkvóta. Markaðsverðið er 125-130 krónur á lítrann, að sögn Guð- björns Amasonar framkvæmda- stjóra Landssambands kúabænda, en á sama tíma í fyrra var verðið 145-150 krónur en fór hæst í 166 krónur. Utlit er fyrir svipuð kvóta- viðskipti og í fyrra og að kvóti að verðmæti um 400 milljónir kr. skipti um hendur á verðlagsárinu. Kvóti á 130 kr. lítrinn Frestur til að tilkynna sölu á greiðslumarki í mjólk rennur út 20. apríl. Undanfarin ár hefur verðið náð hámarki þegar liðið hefur að lokum tímabilsins. Það virðist ekki gerast nú og segir Guðbjöm að hvorki sé mikið framboð af greiðslumarki né mikil eftirspum þessar vikumar. Þannig hefur hann upplýsingar um að nokkuð hafí verið selt af kvóta á Suður- landi fyiir 130 kr. á lítrann en ekki sé eftirspum eftir kvóta í Eyjafirði á því verði. Þar hafí mest verið selt fyrir 125 kr. á lítra. Þó telur Guð- bjöm að á þessu verðlagsári, það er að segja frá 1. september, hafi verið álíka mikil tilfærsla á greiðslumarki og undanfarin ár, eða nálægt þrem milljónum lítra. Nokkuð stór hluti tilfærslunnar hafi orðið við sameiningu jarða og einnig hafi nokkrir tiltölulega stór- ir framleiðendur hætt rekstri og selt greiðslumarkið. Ef reiknað er með að meðalverð kvótans sé um 130 kr. er verðmæti þess kvóta sem færður hefur verið á milli á verðlagsárinu um 400 milljónir kr. Guðbjöm segir að þeir mjólkur- framleiðendur sem keypt hafa greiðslumark hljóti fyrst og fremst að vera að tryggja stöðu sína til framtíðar því útlit sé fyrir að ekki takist að framleiða upp í heildar- kvótann á þessu verðlagsári og þess því að vænta að bændur fái töluvert greitt fyrir mjólk sem þeir leggja inn umfram sinn eigin kvóta. Fyrstu sjö mánuði verðlagsárs- ins, það er frá septemberbyrjun til Þróun á verði greiðslu- marks mjólkur frá 1995 Krónur lítrinn 200 Á verðlagi hvers árs s S Vor Haust Vor Haust Vor Haust Vor 1995 1996 1997 '98 loka marsmánaðar, hefur mjólkur- framleiðslan dregist saman um hálfa milljón lítra frá árinu á und- an. Samdrátturinn nemur tæpu prósenti. Guðbjörn telur að bænd- ur nái ekki að framleiða þær 102 milljónir lítra sem gert var ráð fyr- ir við úthlutun greiðslumarks árs- ins. Til þess að úr rætist með það þurfi enn betra sumar en í fyrra. Þá telur hann óvíst hvaða áhrif hertar reglur um frumutölu í mjólk hafi á mjólkurframleiðsluna í sum- ar, hætt sé við að bændur selji ekki mjólk úr kúm með háa frumutölu. Hann telur óhætt að hvetja bænd- ur til að framleiða eins mikið og þeir mögulega geta þá mánuði sem eftir eru af verðlagsárinu. 1,6% aukning mjólkursölu Guðbjörn segir að það valdi sér áhyggjum að bilið milli sölu mjólk- ur umreiknað í prótein annars veg- ar og fitu hins vegar sé að aukast. Sala mjólkur síðustu tólf mánuði er um 103 milljónir lítra og er það um 1,6% aukning frá sama tímabili á síðasta ári. Ef hins vegar er miðað við fitu nam sala mjólkur, umreikn- uð á fitugrunni, 97,7 milljónum lítra og er það um 1,9% samdráttur frá fyrra ári. Stafar þetta væntan- lega af því að neyslan er að breytast úr fitumeiri afurðum í fituminni. Sölu Hús- næðisbréfa í 2. áfanga 1998 lokið SOLU Húsnæðisbréfa Byggingar- sjóðs verkamanna í 2. áfanga 1998, sem hófst hinn 1. apríl sl. hjá Kaup- þingi hf. og Kaupþingi norðurlands hf., er nú lokið. Alls voru seld skuldabréf fyrir um 1.100 milljónir króna að söluverðmæti í þessum áfanga. Seld voru skuldabréf til 24 ára fyr- ir 550 milljónir ki-óna að söluverð- mæti. Ávöxtunarki-afa bréfanna var 25 punktum undir ávöxtunarkröfu húsbréfa í flokki 98/1. Á lokadegi sölu var ávöxtunarki’afa bréfanna því 4,70%. Þá voru seld skuldabréf til 42 ára fyrir 550 milljónir á 4,35% ávöxtunarkröfu á lokadegi sölu, eða 60 punktum undir ávöxtunarkröfu húsbréfa í fiokki 98/1. Að sögn Jónasar Þorvaldssonar, verðbréfamiðlara hjá Kaupþingi, hefur til þessa verið horft til ávöxt- unarkröfu húsnæðisbréfa hvað varð- ar vaxtaþróun á næstu mánuðum. „Það virðist því sem fjárfestar búist við því að vaxtalækkanir undangeng- inna mánaða hafi fest sig í sessi. Þetta endurspeglaðist líka í ávöxtun- arkröfu húsbréfa, sem lækkaði lítil- lega á nýjan leik eftir að útboðinu lauk, en krafan hafði farið hækkandi á meðan á útboðinu stóð,“ segir Jónas. Alþj óðavæðingin hefst á Islandi Enn bankasam- runi í Kanada Toronto. Reuters. Útboð ríkisins í járnblendinu Nálægt 3.000 ein- staklingar skráðu sig RÚMLEGA 2.800 aðilar skráðu sig fyrir hlutabréfum ríkisins í Islenska járnblendifélaginu hf. í útboði meðal almennings og starfsmanna félagsins sem fram fór 1.-8. apríl sl. Um var að ræða bréf að nafnvirði 225 milljónir króna í þessum hluta útboðsins og mátti hver og einn skrá sig fyrir hlut að hámarki 100 þúsund krónur að nafnvirði miðað við gengið 2,5, eða fyrir 250 þúsund krónur að söluvirði. Meðalfjárhæð áskrifta í útboðinu var tæplega 92 þúsund krónur. Vegna góðrar þátttöku almennings í útboðinu þarf að skerða hámarksupphæð um 20 þúsund krónur, eða niður í 80 þúsund krónur að nafnvirði, sem svarar til 200 þúsund króna að söluvirði. Flestir kaupendur suðvestanlands Af heildarfjölda kaupenda voru um 2.600 einstaklingar og 250 félög. Rösklega helmingur kaupenda er í Reykjavík og um 80% þeirra á suðvesturhomi landsins. Greiðsluseðlar verða sendir kaupendum í næstu viku og þarf að greiða þá í síðasta lagi 8. maí. Eins og fram hefur komið voru bréf að nafnvirði 150 milljónir seld með tilboðsfyrirkomulagi til þriggja aðila sem áttu hæstu tilboðin í bréfin. Meðalgengi samþykktra tilboða var 3,02. Stjóm Verðbréfaþings Islands hefur samþykkt að taka hlutabréf íslenska jámblendifélagsins hf. á skrá á þingi í kjölfar útboðsins, enda muni þá félagið uppfylla öll skilyrði skráningar. Þess er vænst að skráningin verði um miðjan maí. EDWARD Christian, forstjóri Saga Communications, segir kaupin í Fínum miðli ehf., vera fyrsta skrefið í alþjóðavæðingu fyrirtækisins og að það sé von manna að sú reynsia sem Saga Comm. hefur öðlast heimafyrir, nýtist í uppbyggingu og rekstri þeirra fimm útvarpsstöðva sem Fínn miðill á og rekur hér á landi. Fyrirtækið sem starfar að- allega í miðvesturríkjum Banda- ríkjanna, rekur 24 FM og 13 AM útvarpsstöðvar auk einnar sjón- varpsstöðvar. Heildarvelta þess á síðasta ári nam rúmlega fjórum og hálfum milljarði króna en nettó hagnaður var um 315 millj- ónir. Eins og kunnugt er keypti tít- varp FM hf. sem er í eigu feðganna Árna Samúelssonar og Björns Árnasonar, nýlega 50% eignarhlut Alfvakans hf. í Fínum miðli og framseldi hlutann sam- stundins til Saga Commun- ications. Meðfylgjandi mynd sýnir Ed- ward Christian sem er reyndar ekki alveg ókunnur staðháttum hér á landi. Hann á ættir að rekja hingað til lands auk þess að vera starfandi konsúll fyrir Is- land í Michigan, Ohio og Indiana. KANADISKU bankarnir Canadian Imperial Bank of Commerce og Toronto-Dominion Bank hafa ákveðið að fara að dæmi annarra banka í Norður-Ameríku með því að sameinast og verður samruninn sá annar mesti í sögu fyrirtækja í sögu Kanada. Hér er um að ræða annan banka- samrunann í Kanada á nokkrum vikum og talið er að hann muni vekja reiði Kanadastjórnar. Stjórn- in hefur neitað að samþykkja sam- einingaráformin þar til þingið hefur rannsakað þau. CIBC segir að samruninn sé 45,8 milljarða (kanadískra) dollara virði. Með samrunanum verðui' komið á fót banka með eigið fé upp á 460 milljarða kanadadollara og verður hann 10. stærsti banki Norður-Am- eríku að markaðsverðgildi. „Við teljum að þessi samningur muni gera okkur kleift að keppa við keppinauta okkar innanlands og hvar sem er í heiminum," sagði að- albankastjóri TD Bank, Charles Baillie. Baillie verður aðalbanka- ÁRNI Ólafur Lárusson, forstöðu- maður fjármálasviðs Skeljungs hf., hefur látið af störfum hjá félaginu. Gerist það með samkomulagi hans og Skeljungs og er liður í breyt- ingum á skipulagi rekstrarins, að sögn Kristins Bjömssonar for- stjóra. Ámi Ólafur hefur starfað hjá Skeljungi í 24 ár, fyrst sem for- stöðumaður hagdeildar og síðan framkvæmdastjóri og forstöðu- maður fjármálasviðs. „Starfslok Árna tengjast skipu- lagsbreytingum sem undanfarið hafa staðið yfir og sem taka til margra þátta í starfsemi Skelj- ungs hf. Þar sem fyrir lá ósk Árna stjóri nýja bankans. CIBC er nú annar stærsti banki Kanada að markaðsverðgildi. TD Bank er sá fimmti stærsti. Starfsmenn nýja bankans verða 74.000 og viðskipta- vinir hans í heiminum 10 milljónir. Annar mesti samruninn Samruni CIBC og TD Bank kem- ur í kjölfar risasamruna BankA- merica Corp. og NationsBank og Banc One Corp. og First Chicago og NBD Corp.í Bandaríkjunum. Hinn nýi banki verður sá næst- stærsti í Kanada á eftir ónefndum banka, sem verður komið á fót með samruna Royal Bank of Canada og Bank of Montreal sem stungið var upp á í janúar. Fyrirhugaður samruni BMO- Royal verður sá mesti í sögu kanadískra fyrirtækja og verður 50 milljarða (kanadískra) dollara virði. Báðir samningamir eiga eftir að fá samþykki Pauls Martis fjármála- ráðherra, sem hefur síðasta orðið í málum sem þessum. um að skipta um starfsvettvang varð að samkomulagi, að hann léti af störfum nú, áður en þær breyt- ingar yrðu til lykta leiddar," segir í tilkynningu frá Skeljungi. Kristinn Björnsson tekur fram að starfslok Árna séu ákveðin í sátt og sam- komulagi. Fjármálasviði Skeljungs verður nú skipt upp og taka Gunnar Karl Guðmundsson, forstöðumaður inn- kaupa og áhættustýringar, og Árni Armann Árnason, forstöðumaður eignaumsýslu, við stjórn þess. Gunnar Karl hefur með höndum stjórn hagdeildar en Arni Ármann stjórnar innheimtu- og fjárreiðu- deildum. Skipulagsbreytingar hjá Skeljungi Forstöðumaður fjármálasviðs hættir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.