Morgunblaðið - 18.04.1998, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.04.1998, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Miðstjórn UUP fundar um friðarsamkomulagið á N-Irlandi Afdrif samningsins gætu Dublin, Belfast. Reuters. ÖLL spjót stóðu á David Trimble, leiðtoga Sambandsflokks Ulster (UUP), á fundi sambandssinna í gær þegar margir viðstaddra sök- uðu hann um að hafa svikið N-ír- land í hendur andstæðingsins. Á meðan hvatti Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, almenning á N- írlandi til að íhuga vel hvort ekki væri rétt að veita friðarsamkomu- laginu stuðning í þjóðaratkvæða- greiðslunni 22. maí næstkomandi. Jafnframt hældi hann Mo Mowlam, N-írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, mjög fyrir hennar framlag undanfarna mánuði. „Mo hefur staðið sig álveg eins og hetja.“ Framtíð friðarsamkomulagsins á N-írlandi gæti ráðist í dag þegar miðstjórn UUP, stærsta flokks sambandssinna, mótar afstöðu sína. Niðurstöður fundarins ættu að gefa skýrari mynd af því hvort líklegt sé að mótmælendur á N-Irlandi sam- þykki samninginn í komandi þjóðar- atkvæðagreiðslu. Hins vegar virðist sem flokksþing Sinn Fein, sem einnig kemur saman í dag, muni ekki móta endanlega af- stöðu eins og talið var. Á blaða- mannafundi í gær sagði Mitchel ráðist MeLaughlin, flokksformaður Sinn Fein, að forystan hefði fengið mis- jöfn viðbrögð frá meðlimum sam- takanna og átti því von á líflegri umræðu um helgina. Hann sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvenær afstaða ætti að liggja fyrir. Miðstjómarfundur UUP í dag gæti ekki einungis grafíð undan frið- arsamkomulaginu heldur einnig markað endalokin fyrir David Trimble, leiðtoga flokksins, ef illa fer, enda hefur hann beitt sér mjög fyrir samningnum og væri illfært að sitja áfram í leiðtogasætinu ef mikilli andstöðu væri lýst við stefnu hans. Tony Blair hefur reynt að blása vindi í segl Trimbles með því að lofa að lögreglulið Ulsters (RUC) verði ekki lagt niður í núverandi mynd, og jafn- framt að engir hryðjuverkamenn fengju lausn úr fangelsi fyrr en þeir hefðu afsagt sig frá öllu ofbeldi. Fáir sambandssinna eru beinlínis ánægðir með samninginn. Spurn- ingin er eiginlega frekar hvort meirihluti þeirra ákveði að „um- bera“ hann eða hvort þeir fylgja frumkvæði Ians Paisley, og flokks hans DUP, og hafna samningnum í dag algerlega. Skoðanakönnun The Irish Times og The Guardian í fyrradag, sem sýndi yfirgnæfandi stuðning við samkomulagið meðal almennings, eða 73%, styrkti stöðu Trimbles nokkuð en áhyggjuefni er að ungliðar innan UUP hafa hafnað samningnum, rétt eins og forysta Óraníureglunnar, sem tengd er UUP tryggðaböndum. Stjórnmála- skýrandi The Irísh Timessagði í gær ómögulegt að spá fyrir um hvernig atkvæði myndu falla á mið- stjórnarfundinum en benti á að Trimble hefði sjálfur sagst verða að hljóta 70% stuðning flokksfélaga sinna til að geta haldið baráttunni áfram fyrir samþykkt samningsins. Gert er ráð fyrir að um 700 mið- stjómarmenn mæti til fundarins í Belfast í dag og menn horfa vonar- augum til þess að Trimble hefur stuðning bæði Kens Maginnis, þungaviktarmanns í flokknum, og varaformannsins Johns Taylor, en þeir Taylor og Trimble áttust við í formannskjöri UUP árið 1995. Einn heimildarmanna The Irish Times sagði að spilið hefði örugglega verið tapað ef Taylor hefði ekki ákveðið að styðja samninginn. Borgaði ekki 150 sinnum London. Reuters. BRETINN John Turner hefur ver- ið hnepptur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að borga ekki reikn- ing á veitingahúsi í 150. skipti. Hann hefur farið víða um Bretland og pantað mat en aldrei ætlað sér að borga. Hann átti jafnvel til að segja vertum að hringja á lögregluna svo að hann gæti fengið ókeypis gistingu og snætt morgunverð á kostnað skattborgaranna. Paul Green, saksóknari í Exeter, sagði að Turner, sem er 55 ára, hefði verið látinn laus úr fangelsi í Hull áður en hann kom til Exeter og hafði þá verið dæmdur 149 sinnum fyrir að hlaupast á brott frá ógreiddum reikningi. í Exeter fór hann inn á veitinga- hús Mad Meg og pantaði reykta ýsu, steik og bjór. Svo neitaði hann að borga reikninginn, er hljóðaði upp á 21 pund, og hefur játað það á sig. Veijandi hans, Lucy Phillips, sagði að Turner hefði vonast til að geta hafið nýtt líf í Exeter og fá vinnu þegar ferðamannatíminn hæfist með sumrinu. Eigur hans væru alls metnar á eitt pund. Lækkar verðið í NEYSLA áfengis hefur lítið sem ekkert breyst í Svíþjóð sl. tíu til fímmtán ár en hins vegar hefur hlut- ur heimabruggs og smyglaðs áfengis aukist. Til að vinna gegn þessu hafa meðal annars verið settar fram hug- myndir um að lækka álögur á áfengi, sem eru mjög miklar. Þegar Svíar gengu í Evrópusam- bandið, ESB, var talið, að áfengis- drykkja myndi aukast en það hefur ekki gerst. Opinbera salan hefur hins vegar minnkað en viðskipti með brugg og smygl aukist að sama áfengis- Svíþjóð? skapi. Svara þessi viðskipti nú til 25% af neyslunni. Sænsk yfírvöld hafa miklai' áhyggjur af þessari þróun enda þrífst alls konar glæpastarfsemi í kringum bruggið og smyglið. Kaup- endur að því eru líka yfirleitt ungt fólk og unglingar. Hafa komið fram hugmyndir um að lækka tolla á áfenginu og til stendur að hefja áróð- ursherferð gegn neyslu ólöglegs áfengis í sjónvarpi. Bai’ sams konar herferð í Noregi góðan árangur fyrir nokkrum ái’um. Sprunga í suður- skauts- ísinn VÍSINDAMENN á Suðurskauts- landinu rannsaka mikla sprungu sem komin er í Larson B-íshelI- una á Weddenhafi. Fimm km breið og 40 km löng ísspöng hef- ur brotnað frá meginísnum og vekur það ótta um að hellan, sem er alls um 12 þúsund ferkíló- metrar, muni öll brotna upp. Vís- indamenn telja að hækkandi hitastig í heiminum hafi þynnt íshellur Suðurskautslandsins, en meðalhiti er nú 2,5 gráðum hærri en hann var á fimmta ára- tugnum. Reuters Skýstrokkar valda dauða og mikilli eyðilegg'ing’u OFVIÐRI geisaði víða í Suðurríkj- um Bandaríkjanna í gær en í fyrradag fór skýstrokkur í gegn- um miðborg Nashville í Tenn- essee. Vitað var um 11 látna að minnsta kosti í þremur ríkjum og eyðileggingin var mikil að því er fram kom í Keuters-fréttum. Sex manns týndu lífí í Tennessee en þó enginn í Nashville þar sem veðrið olli verulegum skemmdum á bygg- ingum. Á annað hundrað manna slasaðist. Ásthildur Helgadóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem stundar verkfræðinám við Vander- bilt-háskólann í Nashville, sagði í samtali við Morgunblaðið, að mikið hefði gengið á þegar skýstrokkur- inn fór yfír en háskólahverfið hefði þó sloppið. Þrír týndu lífí í Kentucky og þar var lýst yfir neyðarástandi í þrem- ur sýslum vegna flóða. Tvö börn fórust í Arkansas í sama stormin- um og gekk yfír Georgíu og Ala- bama í gærmorgun og víða urðu miklar skemmdir á hjólhýsahverf- um. í þessum ríkjum var þó ekki um að ræða eiginlega skýstrokka eins og þá, sem ollu dauða meira en 40 manna í sfðustu viku. Ófært um götur í Nashville var lýst yfir neyðar- ástandi eftir að skýstrokkurinn fór þar um í fyrrakvöld og fyrrinótt og í miðborginni var varla fært um götur fyrir brotnu gleri og slitnum rafmagnslínum. Þar urðu þrjú hundruð byggingar fyrir veruleg- um skemmdum og er tjónið metið á meira en sjö milljarða ísl. kr. Þeir, sem slösuðust, urðu flestir fyrir fljúgandi rúðugleri. Skýstrokkurinn náði sér fyrst niður í Centennial-garðinum vest- ur af miðborginni þar sem hann skemmdi heilsugæslustöð og fór síðan yfir aðalverslunarhverfið. Reif hann bui’t hluta af þaki þing- húss Tennessee-ríkis og þök og jafnvel efstu hlutar annarra bygg- inga fuku út í veður og vind. Miðborgin girt af Rafmagn var komið á í miðborg- inni að mestu í gær en skólar, skrifstofur og verslanir voru lokuð. Kom lögreglan fyrir vegatálmum umhverfis miðborgina og var eng- um hleypt þangað nema björgun- armönnum og þeim, sem áttu þangað löglegt erindi. í Dyersburg í Tennessee fórust ein hjón þegar skýstrokkurinn reif þau út úr hjólhýsi og kastaði þeim síðan til jarðar í 150 metra fjarlægð. „Það var mjög hvasst og gekk á með þrumum og eldingum þegar ég var á leið á æfingu í skólanum um klukkan 16.00 en klukkustund síðar fór skýstrokkurinn yfir mið- borgina. Þjálfarinn safnaði okkur saman í einu herbergi en annars urðum við ekki mikið varar við veðurhaminn. Nokkur tré brotn- uðu þó og einhverjir bflar skemmdust en að öðru leyti slapp háskólahverfið," sagði Ásthildur Helgadóttir. Sagði hún, að þó væri ekki nema kannski kortersgangur frá skólanum niður í miðborgina. Ásthildur sagði, að hún hefði ekki gert sér grein fyrir skemmdunum, sem skýstrokkurinn olli, fyrr en hún hefði séð myndir af þeim í sjón- varpinu. I gær var veðrið gengið niður en miðborgin var enn lokuð. Bálför Pol Pots Ekkert bendir til óeðlilegs dauðdaga Phnom Penh, Sa-Ngaam-skarði íKambódíu. Reuters. ÁÆTLAÐ var að bálför Pol Pots, fyrrverandi leiðtoga Rauðu khmer- anna í Kambódíu, færi fram klukk- an eitt síðastliðna nótt að íslenskum tíma. Tælensk hermálayfirvöld sögðu í gær að rannsókn á líki hans hefði ekki leitt í ljós neitt sem benti til að andlát hans hefði borið að með óeðlilegum hætti. Pol Pot lést á miðvikudag í norð- urhluta Kambódíu af völdum hjarta- bilunar, að því er liðsmenn háns greindu frá. Hann var 73 ára. I valdatíð hans frá 1975 til 1979, er kennd hefur verið við blóðvelli létust um 1,7 milljónir manna úr hungri, þrælkun eða voru teknar af lífi. Liðsmenn Rauðu khmeranna sýndu fréttamönnum lík Pots á fóstudag, og til sönnunar því að þetta væri Pot bentu þeir á ör á kvið hans eftir aðgerð sém hann gekkst undir í Kína á miðjum síð- asta áratug. Fyrir skömmu tilkyrmtu banda- rísk stjórnvöld að þau vildu hafa frumkvæðið að alþjóðlegu átaki til að Pot yrði dreginn fyrir dómstóla sem einn versti harðstjóri sem uppi hefur verið á öldinni. Litaði á sér hárið Kambódísk stjómvöld sögðu í gær að myndirnar, sem birst hefðu og væru sagðar af líki Pots, væru ekki næg sönnun þess að hann væri lát- inn. Nauðsynlegt væri að h'kið yrði afhent stjómvöldum til kmfningar. Tælensk stjómvöld hafa boðist til að sjá um krufninguna fari Kambódíu- menn fram á það. Eitt af því sem vakti gmnsemdir var að hárið á lík- inu var kolsvart, en vitað var að Pot væri orðinn gráhærður. Frétta- skýrendur segja hann hafa litað á sér hárið daginn áður en hann dó til þess að þekkjast síður ef ske kynni að hann yrði að leggja á flótta. I I 1 I’ I > >
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.