Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 24

Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 24
24 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Lettar hvetja Rússa til viðræðna Paula Jones áfrýjar frávísun máls hennar á hendur Bandarik] aforseta Setur réttindi kvenna ofar álaginu á fjölskylduna Faðir Monicu Lewinsky gagnrýnir Starr og biður almenning að veita dóttur sinni fjárstuðning BERNARD Lew- PAULA Jones grét insky biður um fjár- er hún las upp yfir- stuðning. lýsingu sína. Riga. Reuters. GUNTAR Krasts, forsætisráð- herra Lettlands, hvatti í gær Rússa til að ræða deiluna um hlut- skipti rússneska minnihlutans í landinu, eftir að Öryggis- og samvinnustofn- un Evrópu (ÖSE) lýsti stuðningi við stefnu stjómar hans í málinu. Æðsti fulltrúi ÖSE í málefnum minnihlutahópa, Hollendingurinn Max van der Stoel, greindi frá því í gær að tillögur lettlenskra stjórnvalda, er miða að því að gera Rússum í Lettlandi auðveldara um vik að gerast lettneskir ríkis- borgarar, nytu fulls stuðnings stofnunarinnar. Um 700 þúsund Rússar eru bú- settir í Lettlandi og hafa lettnesk stjómvöld sætt gagnrýni á al- þjóðavettvangi fyrir afstöðu sína til þeirra. Flestir fluttust til lands- ins eftir að það var innlimað í Sov- étríkin fyrrverandi 1940, margir nauðugir viljugir. Lettar hafa sett ströng skilyrði fyi'ir því að þeir fái ríkisborgararétt og eru margir í raun ríkisfangslausir. Rússar hafa hótað að beita Letta efnahagsþvingunum vegna málsins. Krasts sagði við Reuters í gær að Lettar teldu að eina leiðin til þess að leysa deiluna væri að aðilar mættu til viðræðna um lausn. Dallas, Washington. Reuters. PAULA Jones sem sakar Bill Clinton Bandaiikjaforseta um að hafa áreitt sig kynferðislega er hann var ríkisstjóri í Arkansas, hefur ákveðið að áfrýja ákvörðun dómara í ríkinu um að vísa máli Jones á hendur forsetanum frá. Jones barðist við grátinn er hún lýsti því yfir að hún teldi málið svo mikilvægt íyrir réttindi kvenna að það væri mikilvægara en álagið sem málsóknin væri sér og fjöl- skyldu sinni. Susan Wright, dómari í Arkansas, vísaði máli Jones frá í síðasta mánuði á þeim forsendum að Jones hefði ekki tekist að leggja fram gögn er sönnuðu að hún hefði borið skaða af meintri kynferðis- legri áreitni forsetans á hóteli í Little Rock í maí 1991. Saka dómarann um rangtúlkun Jones og lögmenn hennar munu áfrýja til áttunda umdæmisáfrýjun- ardómstólsins, sem hefur aðsetur í St. Louis í Missouri og mun byggj- ast á því að Wright hafi túlkað lög um mannréttindi ranglega og að hún hafi ekki tekið til greina að mál- flutningur forsetans hafi byggst á veikum grunni. „Þrátt fyrir stöðugt álag á fjöl- skyldu mína og sjálfa mig... hef ég náð svona langt til þess eins að horfa upp á lögin láta menn sem hafa gert svona hluti komast hjá ábyrgð. Þeir ættu ekki að geta mis- notað valdastöðu sína á kostnað kvenkyns starfsmanna," sagði Jo- nes á blaðamanna- fundi. Donovan Campbell, lögmaður hennar, seg- ir að málið kunni að koma íyrir rétt áður en kjörtímabili Clint- ons Ijúki, en engu máli skipti, hvort forsetinn sé í embætti eður ei. Hins vegar komi dómssátt til greina, ef „skynsamlegt" tilboð berist. Jones hafnaði tilboði Clintons um 700.000 dala greiðslu, um 50 milljónum ísl. kr. þar sem afsökun- arbeiðni íylgdi ekki með. Vissir um að áfrýjun verði hafnað Clinton hefur ekki tjáð sig um ákvörðun Jones, en lögmaður hans, Robert Bennett, sagðist þess fullviss að áfrýjuninni yrði hafnað. „Það er afar óheppilegt að dóms- kerfi okkar geti engu að síður ver- ið misnotað áfram af pólitískum og fjárhagslegum stuðningsmönnum fi-ú Jones, sem vilja skaða forset- ann og sem hunsa hagsmuni bandarísku þjóðarinnar vegna eig- in hagsmuna," sagði Bennett. Bemard, faðir Monicu Lewin- sky, sem sögð hefur hafa átt í ást- arsambandi við Clinton, kom í fyrrakvöld fram í spjallþætti Larry King á CNN-stöðinni, þar sem hann sakaði Kenneth Starr, óháðan saksóknara er rannsakar meint misferli Clintons, um „órétt- láta“ meðferð á dóttur sinni. Hvatti hann almenning til að leggja fram fé í sjóð til að greiða fyrir lögfræðikostnað dóttur sinn- ar. Lewinsky sagði að Monica væri sem fangi á heimili sínu í Was- hington og að hún hefði ekki kom- ist í heimsókn til hans í Los Angel- es um páskana vegna umsáturs fjölmiðla. Þá sagðist hann ekki hafa getað rætt málið af alvöru við dóttur sína þar sem hann væri sannfærður um að yfirvöld létu hlera símalínur beggja. „Mér þyk- ir það brjálæði að fleygja ósköp venjulegu fólki eins og okkur fyrir fjölmiðla og láta þá gleypa okkur,“ sagði Lewinsky. „Líf okkar er gjörbreytt. Nú er það svo óraun- verulegt að ég verð annað slagið að klípa sjálfan mig og spyrja; hvað gengur hér á?“ „Fyrirlitlegt" að taka upp samtöl Þá fór Lewinsky hörðum orðum um Lindu Tripp, sem tók upp sam- töl sín við Monicu, þar sem sú síð- arnefnda talar um samband sitt við forsetann. Kvaðst Lewinsky telja það „fyrirlitlegt“ að taka upp samtöl við vini. „Mér finnst það óeðlilegt að 48 ára gömul kona skuli vingast við 24 ára konu, nema henni gangi eitthvað til.“ Lewinsky sagði hins vegar að sér hefði ekki komið á óvart að jafn miklir áhrifamenn og vinur Clintons, lögmaðurinn Vernon Jordan, og Bill Richardson, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum, hefðu aðstoðað dóttur hans við að fá vinnu. „Þeir sem þekkja Monicu vita að hún verður mönnum hjartfólgin. Hún er svo félagslynd." Minnum á að auglýsingapantanir fyrir sérblaðið Heimili/fasteignir, sem kemur út 28. apríl, þurfa að berast fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 22. apríl. pltrpmMíjMtí AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 » Bréfasími: 569 1110» Netfang: augl@mbl.is Bók um Díönu sögð sverta minningu hennar London. The Daily Telegraph. STJÓRNMÁLAMENN og líknarfé- lög sem tengd eru nafni Díönu prinsessu hafa brugðist hart við nýútkominni bók, sem þau segja sverta minningu hennar. I bókinni er prinsessunni lýst sem ruglaðri konu og sjálfhverfri sem hafi skað- að konungsdæmið og höfðað á lág- kúrulegan hátt. til tilfinningasemi almennings. Bókin nefnist „Uppgerð - Til- finningavæðing nútíma samfélags" en höfundur hennar er Anthony O’Hear, prófessor í heimspeki við Bradfordháskóla. Segir hann Díönu hafa verið dæmi um „gervi- Bretland" þar sem skynsemi og rök eru látin víkja fyrir „tilfinn- ingalegri rétthugsun". Telur O’Hear að jarðarför prinsessunnar í september sl. hafi markað þátta- skil í umbreytingu bresku þjóðar- innar að þessu leyti. O’Hear segir að Díana sé tákn „upphafningar tilfinninga, ímynd- ar og sjálfkrafa viðbragða yfir skynsemi, raunveruleika og still- ingu. I sögu Díönu er skyldutil- fiuningin ekki fyrir hendi.“ „Fordómafull vitleysa" Fullyrðingar O’Hears hafa fall- ið í grýttan jarðveg og hafa stjórn- málamenn og talsmenn líknarsam- taka fordæmt bók hans. John af Fa wsley lávarður og fyrrverandi ráð- herra Verkamannaflokksins seg- ir bókina „hrærigraut af fordóma- fullri vitleysu" og Pet- er Luff, þingmaður íhaldsflokks- ins, telur að flest- um muni þykja ummæli prófess- orsins um prinsessuna ósmekk- leg og óviðeigandi. „Rétt hefði ver ið að ráðlegga hon- um að halda þeim fyrir sjálf- an sig svo skömmu eftir lát henn- ar.“ Þá taka talsmenn líknarfé- laga í sama streng, segja prinsess- una hvorki hafa verið yfirborðs- kennda né falska, fólk hafi heill- ast af Díönu vegna þess að það haf i fundið að henni hafi ekki stað- ið á sama um það. O’Hear ver bók sína og seg- ist ekki hafa ætlað að gera lít- ið úr minningu Díönu held- ur að rannsaka „atburð sem er lík- lega sá merkasti og óvænt- asti sem ég hef upplifað. Tilgang- ur minn var að reyna að skilja hva ð var að gerast á þess- um tíma. Ég er ekki að segja að til finningar fólks vegna dauða Díönu hafi ekki ver- ið ekta en ég tel hins veg- ar að það hafi upphafið tilfinning- arnar á kostnað skynseminn- ar og ég tel það vera hluta af al- mennara fyrirbæri." Annar útgefenda bókarinn- ar, Peter Mullen hefur kom- ið O’Hear til varnar og seg- ist telja að prinsessan hafi ver- ið sjálfþægin og barnaleg. „Hvernig ber annars að útskýra hegðun manneskju sem fer í hungurverkfall og fleygir sér nið- ur stiga? Ef hún [Dfana] hefði ver- ið barnið þitt hefðir þú gefið henni kinnhest.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.