Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 26
26 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Forræktun nauð-
synleg vegna
stutts vaxtartíma
„MARGAR tegundir sumarblóma
og grænmetistegunda þarf að for-
rækta vegna þess hve vaxtartíminn
er stuttur. Þá er sáð til plantnanna
inni og þær forræktaðar í 4-6 vikur
við 12-15 gráðu hita á celsíus. Sán-
ingartíminn ræðst af veðurfarsskil-
yrðum á hverjum stað. En plönt-
umar þurfa að vera tilbúnar til
gróðursetningar úti þegar klaki er
farinn úr jörðu og mold tekin að
hlýna,“ segir Garðar.
Hann segir einkum tvær aðferðir
koma til greina þegar sáð er. Að sá
gisið í bakka og dreifsetja plönturn-
ar síðar í potta eða sá beint í upp-
eldisílátið, til dæmis í hólfaða plast-
bakka eða stærri potta og spara
þannig dreifsetningu.
„Þegar sáð er þá er ágætt að
setja tvö fræ í hvert hólf eða pott.
Þar sem bæði fræin spíra er önnur
plantan, sú veiklulegri, fjarlægð.
Hægt er að henda henni eða nota
hana í göt þar sem hvorugt fræið
hefur spírað.
Hægt er að sá í hreinan vikur eða
sand. En þá þarf að íylgjast betur
með vökvun og ræktun en þegar
sáð er í mold. Sáðmold er hægt að
kaupa, einnig er unnt að útbúa
hana sjálfur til dæmis úr innfluttri
mold eða góðri mómold. Agætt er
að blanda hana með fínum vikri eða
sandi í hlutfóllunum fjórir af mó-
mold á móti einum til tveimur af
vikri eða sandi,“ segir Garðar og
tekur fram að ekki eigi að setja
áburð i sáðmoldina. „Ef moldin er
súr, eins og til dæmis fersk mó-
mold, þá þarf að bæta út í hana
svolitlu af kalki.“
Garðar segir að innflutt mómold
sé þuiT þegar hún komi til landsins,
Nú er kominn tími
til að huga að forsán-
ingu sumarblóma og
ýmissa grænmetisteg-
unda. Garðar Arnason,
garðyrkjuráðunautur
hjá Bændasamtökum
Islands, gaf Hildi
Einarsdóttur góð ráð
þar að lútandi.
það þurfi því að bleyta hana upp
fyrir notkun, þó ekki um of. „Miðað
er við að sáðmoldin sé svo rök að
hægt sé að hnoða úr henni bolta í
höndunum án þess að vatn þrýstist
út á milli fingranna.
Ég vil taka það fram að ekki er
skynsamlegt að sá í venjulega garð-
mold því í henni getur verið mikið
af fræjum, til dæmis af illgresi og
garðblómum. Oft er ekki eins auð-
velt og ætla mætti að sjá hvað eru
aðskotaplöntur og hvað eru nytja-
plöntur meðan plöntumar eru á
kímblaðastiginu. Einnig er hætta á
að garðmoldin sé smituð af ýmsum
sveppasjúkdómum.“
Fræ nokkurra tegunda spíra
best í birtu
Garðar víkur að sáningunni: „I
sáðkassana er sett gott lag af sáð-
moldinni og hún er jöfnuð vel út.
Gott er að þjappa henni lítillega
niður með hentugri fjöl. Fræjunum
er ýmist dreifsáð tiltölulega gisið í
bakkana eða, ef um stórt fræ er að
ræða eins og kálfræ, mætti sá einu
og einu fræi með ákveðnu millibili.
Að lokinni sáningu eru flest fræin
hulin með þunnu sandlagi eða
blöndu af sandi og mold sem er
þjappað létt að fræinu.
Hversu mikið fræið er hulið fer
meðal annars eftir stærð þess. Al-
geng þumalfíngursregla er að lagið
skuli vera 2-3 sinnum meira en
þvermál fræsins. Mjög smátt fræ
er ekki hulið heldur er því þrýst
varlega niður í jarðvegsyfírborðið
og rök dagblöð eða plast lagt yfir.
Fræ nokkurra tegunda spíra best í
birtu og eru því ekki hulin; það á til
dæmis við um salat og sellerí.
Að sáningu lokinni er vökvað
varlega með volgu vatni og pappír
eða hvítt plast breitt yfir sáðkass-
ana svo fræið þorni ekki. Ekki má
gleyma að taka pappírinn eða plast-
ið af um leið og plönturnai' koma
upp.“
Spírunarhitinn í
samræmi við birtuna
„Fræ flestra grænmetistegunda
og blómategunda spíra einna best
við 18-20 gráðu hita á celsíus,“ seg-
ir Garðar. „Einstaka tegundir eins
og salat, blaðlaukur og sellerí spíra
illa þegar hitinn fer yfir 22-25 gráð-
ur. Hitakærar tegundir eins og
tómatar, gúrkur og paprika kjósa
hæiTi spírunarhita en útitegundim-
ar eða 22-25 gráður."
Garðar segir að mjög mikilvægt
sé að hitinn sé ætíð í samræmi við
birtuna meðan á forræktun stend-
ur. Því verði að lækka hitann að
lokinni spírun. „Fari saman lítil
I daglegu lífi verður fólk fyrir ýmsum
áreitum sem hafa skaðleg áhrif á
heilsuna. Þetta eru þættir eins og
vinnuálag, streita, mengun og svefn-
leysi. Afleiðingarnar geta verið veikara
ónæmiskerfi og ójafnvægi í meltingu.
LGG+ er unnið úr fitulausri mjólk
og inniheldur LGG-gerla. Plúsinn
stendur fyrir aðra æskilega gerla,
svo sem a- og b-gerla sem
neytendur þekkja af góðri reynslu
auk oligófrúktósa sem er trefjaefni
sem m.a. örvar vöxt heilnæmra
gerla í meltingarveginum.
LGG-gerlar búa
yfir einna mestu
mótstöðuafli allra
þekktra mjólkursýru-
gerla og hafa fjölþætta
varnarverkun, bæta
meltinguna og stuðla að vellíðan.
Ein flaska af LGG+ er styrkjandi
dagskammtur fyrir heilbrigt fólk á
öllum aldri, börn jafnt sem fullorðna.
Einnig er mælt með drykknum fyrir
fólk sem býr við ójafnvægi í meltingu
af völdum ytri þátta eins og streitu,
kaffidrykkju, inntöku fúkkalyfja,
geislameðferða o.fl. Það tekur LGG+
einn mánuð að byggja gerlaflóruna
upp á ný og til að viðhalda áhrifunum
til fulls er æskilegt að neyta þess
daglega. Fjölgun LGG-gerlanna í
sjálfum meltingarveginum er fremur
hæg og þvi tryggir stöðug neysla virkni
þeirra best.
Morgunblaðið/Þorkell
NU ER runninn upp rétti tíminn til forsáningar sumarblóma og ýmissa
grænmetistegunda.
birta og hár hiti frá og með þeim
tíma er kímstöngullinn gægist upp
úr moldinni verða plönturnar
grannar, teygðar og ljósar á litinn
og veiklulegar. Ennfremur er
hætta á að rótarkerfi plantnanna
verði of veikbyggt ef hita er haldið
of háum í forræktun. Hins vegar
má hitinn ekki vera of lágur því
slíkt getur valdið ótímabærri
blómgun í mörgum tegundum.
Þannig að hæfilegur hiti við for-
ræktun flestra grænmetistegunda
sem ætlaðar eru til gróðursetning-
ar utan dyra er 10-15 gráður á
celsíus. Þó þarf kínakál 18-20
gráðu hita rétt eins og hitakærar
tegundir í gróðurhúsum."
Síðar mun Garðar segja frá því
hvernig best er að standa að því að
dreifsetja plönturnar þegar þær
hafa náð ákveðinni stærð.
Nýtt
Nýjar súkkulaði-
bitakökur
KEXVE RKSMIÐJAN Frón hefur
hafið sölu og dreifingu á hollensku
súkkulaðibitakökunum Chocolate
Cookies. í fréttatilkynningu kemur
fram að 37% af hverri köku séu
súkkulaðibitar. Sælkerum ætti því
að líka vel við kökumar.
Hver pakki vegur 225 g og inni-
heldur 12 stórar kökur. Chocolate
Cookies verða til sölu í öllum
helstu matvömverslunum á land-
inu innan tíðar.
veitir öllum sem CCBT Sf^eiða með
VISA kreditkorti ^0 /O rafrænan afslátt
Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt
FRÍÐINDAKLÚBBURINN
www.fridindi.is • www.visa.is
styrkjíaindii d.a<g sk.a mimt:uir