Morgunblaðið - 18.04.1998, Síða 28
LAUGARDAGUR 18. APRIL 1998
UTI AÐ BORÐA MEÐ EDDIE SKQLLER
„Eg er lukk-
unnar pamfíir‘
MORGUNBLAÐIÐ
Eddie Skoller er sér á báti í dönsku
skemmtanalífi. Þótt hann stefni stöðugt að
því að verða betri hefur hann í raun engan
til að keppa við á heimaslóðum, eins og
Sigrún Davíðsdóttir fékk að heyra, þegar
þau fóru út að borða.
EF skemmtikraftar og
frægt fólk er almennt
upptekið af sjálfu sér og
frama sínum þá er Eddie
Skoller algjör undantekning. Hann
tók strax frumkvæðið við matar-
borðið, ekki til að segja írá sér og
sínu, heldur til að forvitnast um ís-
land og íslendinga og svo vildi hann
heyra hvar Vigdís héldi sig, því
hana hefur hann hitt og hrifíst af.
Hann er opinn, vakandi og forvitinn
og hlutverk skemmtikraftsins
geymir hann fyrir sviðið, en frábær
sögumaður er hann. Það var ekki
fyrr en liðið var á máltíðina að
hægt var að koma að spumingum,
sem hann mátti vera að að svara.
Staðurinn sem hann valdi til að
snæða á er veitingastaðurinn Sai-
son á Hellerup Parkhotel úti í Hell-
erup, steinsnar norður af miðborg
Kaupmannahafnar við Strandveg-
inn. Þar ræður Erwin Lauterbach
ríkjum í eldhúsinu, víðfrægur og
margreyndur kokkur, sem
skemmtir sér og öðrum með frá-
bærum uppfinningum sínum. Eddie
Skoller rámaði í að hafa fengið þar
humar á „ketchup" - og nú heldur
vonandi enginn að þar hafi verið á
ferðinni rauða flöskusósan víð-
fræga, því hér erum við á annarri
bylgjulengd. Þjónninn kannaðist
við réttinn, en því miður var engan
humar að fá þennan daginn. Þess í
stað var boðið upp á steinbít á epla-
og tómat“ketchup“ með blönduðu
grænu salati ofan á og sá réttur
varð fyrir valinu, ásamt glasi af
hvítvíni hússins. En til að kitla
bragðlaukana var fyrst boðið upp á
lítinn bita af léttsöltuðum laxi með
bragðgóðri sósu.
Gyðingur af
rússneskum ættum
Eddie Skoller hefur nokkrum
sinnum komið til Islands og hefði
sannarlega ekki á móti því að fara
þangað aftur, gjarnan með konu
sinni, Sissel Kyrkjebo, sem er yngri
þjóðinni að góðu kunn af vinsælda-
lista MTV og víðar. En að íslandi
afgreiddu var hægt að byija að for-
vitnast upp um ætt hans og upp-
runa, því hvorki Skoller-nafnið né
dökkleitt útlit hans og krullað hár
bendir til norrænna ætta og þess
utan er hann fæddur í Bandaríkj-
unum. Faðir hans er fæddur í
Rússlandi 1902, er enn á lífi, 95 ára
gamall, en um 1905 flúði fjölskyld-
an vegna „pogrom", gyðingaof-
sókna. Stefnan var tekin á Banda-
ríkin, en leiðin lá um Danmörku,
þar sem foðurafi hans veiktist. „Til-
viljunin ein réð því að afi og amma
urðu eftir, meðan afgangurinn af
fjölskyldunni fór áfram til Banda-
ríkjanna. Afi fékk heilaæxli, var
skorinn upp við því hér og lifði svo í
mörg ár eftir það, svo ekki er hægt
að segja annað en að árangurinn af
skurðaðgerðinni hafi verið góður.
Pabbi ólst því upp hér, gerðist
skinnakaupmaður og rak verslun í
tuttugu ár með góðum árangri áður
en hann fluttist í lok fjórða áratugs-
ins yfir til Stokkhólms vegna stríðs-
ins og svo þaðan til Bandaríkjanna,
þar sem bróðir minn fæddist 1941
og ég 1943 í Missouri. Við bjuggum
í Bandaríkjunum 1940-1950, en
pabbi var orðinn 38 ára þegar við
fluttum og hafði fest rætur í Dan-
mörku, svo þótt hann kæmi sér vel
fyrir og við eignuðumst vini fluttum
við aftur til Danmerkur."
Nafnið á sér sína sögu, því fjöl-
skyldan hét rússnesku nafni, en
þegar til Danmerkur var komið var
það Skoller sem tollaramir heyrðu
og þannig var fjölskyldan skráð. í
Bandaríkjunum er nafnið Skuller
og á síðustu árum hefur Skoller
tekið upp sambandið við banda-
rísku fjölskylduna aftur. „Ég náði
sambandi við fólk af minni kynslóð.
Við skrifumst á í gegnum alnetið og
hittumst örugglega á endanum,“
bætir hann við.
Gyðingar eru þekktir fyrir skop-
skyn og tónlistarhæfileika og sú
lýsing hittir í mark hvað Skoller
varðar. „Pabbi er Gyðingur, en
mamma ekki. Hún var sænsk og til
að vera skilgreindur sem Gyðingur
þarf móðirin að vera Gyðingur, en
við erum tekin sem Gyðingar hér.
Pabbi var ekki alinn upp í rétttrún-
aði og ég ekki heldur. Þótt við borð-
uðum ekki svínakjöt var það frekar
af því okkur þótti það ekki gott en
af trúarástæðum." En það er margt
í tengslum við gyðinglegt ættemi
sem heillar Eddie Skoller. „Ég finn
sterklega til menningarlegra
tengsla í gegnum tónlistina, skop-
skynið, list og skáldskap og dái
marga listamenn af Gyðingaættum
eins og Chagall, en líka skemmti-
krafta eins og Danny Kaye, Peter
Ustinov, Victor Borge, Woody Al-
len, Mel Brooks og Marx-bræð-
uma.“
Gítarleikni og
leikaradraumar
Nú birtist fiskrétturinn í allri
sinni dýrð, epla- og tómatsósan
neðst, ögn sætsúr, fallegur biti af
steinbítsflaki ofan á, næstum hulið í
salatblöðum sem er lítillega velt
upp úr olíu og balsamicoediki. Rétt-
urinn er frábær, en Skoller saknar
eðlilega humarsins - og hver getur
mótmælt því að humar sé betri en
steinbítur?
En Gyðingar eru ekki aðeins
Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir
EDDIE SKOLLER: „“Hugmyndirnar kvikna af að horfa á fólk, lesa
blöðin, horfa á sjónvarpið, hlusta á útvarp, ferðast..."
listamenn, heldur hagkvæmt þenkj-
andi og þó Eddie Skoller hneigðist
snemma til lista fannst móður hans
klókara að hafa hagnýta menntun í
farteskinu, svo leiðin lá fyrst í
verslunarskóla. „Og svo þegar ég
var búinn þar hafði ég kynnst
fyrstu konunni minni og við áttum
von á barni, svo það var ekki annað
að gera en að taka fyrstu bestu
vinnunni, sem var hjá Danfoss í
smábæ úti á Suður-Jótlandi. Mér
fannst ég hafa lent á gauðröngum
stað og ákvað að bæta við menntun-
ina, svo ég gæti sótt um vinnu í
Kaupmannahöfn. Eina sem þarna
stóð til boða var bókhald, sem ég
stundaði í kvöldskóla, svo eftir
fjórtán mánaði hjá Danfoss og hafið
nám tókst mér að fá góða vinnu við
tölvur með helmingi hærra kaup og
sveigjanlegum vinnutíma í Kaup-
mannahöfn. Þar með gafst mér
tækifæri til að sinna því að skrifa
söngva og æfa mig á gítar, sem ég
var byrjaður á.“
Gítarkunnáttuna pikkaði Skoller
upp á heimavistinni í menntaskól-
anum. „Skólafélagi minn spilaði á
gítar og mér fannst það býsna flott,
svo ég fékk lánaðan gítar hjá bróð-
ur mínum, sem aldrei spilaði, og
tókst með talsverðri fyrirhöfn að
læra á gítar. Öll byrjun er erfið og
þá einnig gítarspil, en galdurinn er
að hætta ekki þótt það sé sárt að
spila, því með tímanum þykknar
húðin á fingurgómunum og þá finn-
ur maður ekki lengur fyrir strengj-
unum.“ Eddie Skoller tekur undir
að það sé annað að koma fram og
spila - og - skemmta. „Það er nauð-
synlegt að ná svo góðu taki á gítar-
leiknum að maður þurfi ekki að
hika á erfiðu gripunum. Það dugir
ekki að þurfa að draga seiminn við
sönginn svo puttarnir geti fylgt eft-
ir,“ segir hann um leið og hann leik-
PERSÓNUR draumsins eru á
margan hátt líkar persónum rithöf-
undar um eðli og byggingu. Skáld
sem eitthvert mark er á takandi
koma sér upp galleríi af persónum
sem birtast aftur og aftur í skáld-
verkum þeirra en í ólíkum gervum,
það eru manngerðir sem eru líkar
að geðslagi og innræti þótt þær fari
hamskiptum milli skáldsagna.
Sama sagan gildir um þær persón-
ur sem gista drauminn, þær eru
eins og manngerðir skáldsins að því
leyti að þær fylgja dreymandanum
gegnum þykkt og þunnt en breyta
ytra útliti frá draumi til draums.
Þessar verur eru sumar nokkrar af
meginstoðum draumsins og fylgja
manninum alla tíð, flestar eru þær
af góðum toga en til eru illskeyttar
fylgjur er kallast mörur. Af göfug-
um hamskiptingum draumsins er
einn, ekki áberandi en ábúðarmikill
og nefnist Skuggi draumsins. Hann
birtist í nær sérhverjum draumi
manns og er þar eins konar leið-
Skuggi draumsins
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
beinandi eða gæðastjóri sem leiðir
framvindu draumsins til sem bestra
lykta. Skugginn er þögull, til hlés
og dreymendum ímynd frekar en
ákveðin persóna, þótt flestum fínn-
ist þeir kannist við viðkomandi, þá
geta þeir ekki svarið fyrir hver
hann/hún er. Yfirleitt er hann af
sama kyni og dreymandinn sem
finnur í nálægð Skuggans traust til
að halda óhindrað áfram gegnum
drauminn og ná tökum á því ferli
sem draumurinn speglar af innri
aðstæðum dreymandans.
Draumur „Gerplu“
Mig dreyindi að maður sem ég
þekki kemur til mín og réttir mér
epli, ég tek eplið sem er svo stórt
að ég þurfti að halda á því með báð-
um höndum. Ég segi: „Ofboðslega
er þetta stórt epli, ég hef aldrei séð
svona stórt og fallegt epli“. Hann
segir þá: „Fáðu þér bita og smakk-
aðu á því.“ Ég bít í eplið og safinn
spýtist úr því og rennur út um
munnvikin á mér.
„Mikið rosalega er
þetta gott epli, ég hef
aldrei smakkað svona
gott epli því ég er ekki
eplamanneskja (ekki
heldur í raunveruleik-
anum),“ segi_ ég. Þá
segir hann: „Ég er bú-
inn að fá 436 svona epli
af tré sem ég á, og ætla
að gefa þér grein (af-
leggjara) ef þú vilt, þá
getur þú alltaf fengið
þér epli þegar þú vilt.“
Ég segist mundi vilja
þiggja það, og vakna
síðan. En þessi draum-
ur var svo raunveruleg-
ur að ég fann eplalykt-
ina eftir að ég vaknaði.
Ráðning
Epli hefur margræð-
Mynd/Knstján Kristjánsson ar merkingar, bæði sem
DRAUMORÐUM hvíslað í draumi draums. andlegt og veraldlegt
tákn. Það er tákn ástar, gleði,
þekkingar, visku og spádómsgáfu.
Það speglar lúxus og gnótt verald-
legra hluta. Og það vísar til svik-
semi og dauða. Éplið er hinn for-
boðni ávöxtur kristninnar en í
heiðni merkir það ódauðleika. Epla-
tré með fallegum ávöxtum táknar
hjá flestum þjóðum, fornum sem
nýjum, guðlegan kraft, góða heilsu
og gæfu. Draumurinn vísar á tákn-
rænan hátt á samband þitt við fyrr-
nefndan mann og þá miklu gleði,
þær stóru tilfinningar og þá sterku
nautn sem fylgir þessu sambandi
en seinni hluti draumsins gefur í
skyn að þetta samband endist ekki
en skilji margt gott eftir sig. Mér
sýnist draumurinn vera að tjá þá
löngun sína/þína að njóta þess góða
meðan það gefst.
„Arna-Dís“ skrifar
Ég var stödd einhvers staðar á
ókunnum stað með mörgu fólki og
mér fannst ég sjá móður minni