Morgunblaðið - 18.04.1998, Síða 46
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ARNI
ÞORKELSSON
+ Árni Þorkelsson
fæddist á Pat-
reksfírði 26. maí
1965. Hann lést í
bílslysi undir Olafs-
víkurenni 13. apríl
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Kolbrún
Guðjónsdóttir og Þor-
kell Árnason sjómað-
ur. Árni ólst upp á
Patreksfirði fram til
fermingaraldurs en
fluttist eftir |>að til
Sandgerðis. Árni á
eina eldri systur sem
er Eygló Anna Þor-
kelsdóttir, hennar maður er Krist-
mundur Einarsson sjómaður. Þau
búa á Hellissandi. Auk þess á hann
hálfbróður, Pavel, samfeðra, sem
dvelur í Póllandi.
Árni hóf sambúð með Lilju
Báru Guðbjartsdóttur, f. 24. ágúst
Kveðja frá mömmu.
Elsku sonur minn, á þessari
óvæntu og ótímabæru kveðjustund
langar mig til að kveðja þig með
litlu ljóði.
^ Legg þinn ungan sleit
' nöpur næðingskylja
nísti’ en enginn veit
enn úr hvaóa áttum
örlagaveðrið dundi.
Sit nú heilum sáttum
sæll, í skýlla lundi.
Græt ég og greiði
gjaldið eina er má
læt ég á leiði
laufln bleik og fá.
Sígræn blöð þér breiði
björk í fegra heimi
^•mildur blær í meiði
minning þína geymi.
(Sigurður Sigurðsson frá Amarholti.)
Á þessari stundu, Árni minn, er
mér tregt tungu að hræra og því vil
ég með þessum orðum skáldsins
kveðja þig og biðja algóðan Guð að
1966, sama ár og
hann fluttist vestur
og eignuðust þau
saman drengina Þor-
kel, f. 17. desember
1986, og Gunnar Þór,
f. l.júlí 1988.
Ámi fór kornung-
ur að vinna fyrir sér
og stunda sjó sem
hann gerði til dánar-
dægurs. Hann settist
að á Hellissandi 1985
og fór að stunda sjó-
róðra úr Rifi. Varð
það hans ævistarf
ásamt landstörfum
tengdum sjávarútvegi. Árni var
áhugamaður um hesta og vann til
fjölmargra verðlauna í hesta-
íþróttum.
títför Áraa verður gerð frá
Ingjaldshólskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
blessa þig í nýjum heimkynnum og
þakka fyrir að hafa átt þig að syni.
Mamma og Valdimar.
Að leiðarlokum, þegar ég minnist
sonar míns Ama, bærast í mér til-
finningar sem erfitt er að koma orð-
um að. Enginn bjóst heldur við að
hann færi svona fljótt. Kannski
hefðum við getað með tímanum sagt
hvor öðrum hversu vænt okkur
þótti hvorum um annan. Við vorum
líka byrjaðir á því og vildum rækta
samband okkar. Nú verður það ekki
gert nema á annan veginn og þess
vegna hripa ég þessar línur til þín,
sonur minn, í kveðjuskyni.
Þú varst góður drengur og minn-
ingar mínar um þig sem lítinn
dreng að alast upp á Patreksfirði
eru mér kærar og verða alltaf. Það
var gott að hafa þig með sér. Seinna
þegar þú stækkaðir og varðst full-
tíða maður varð ég stoltur af því
hversu duglegur þú varst til vinnu
og skaust mér ref fyrir rass í þeim
SIGURÐUR KRISTJÁN
GISS URARSON
+ Sigurður Krist-
ján Gissurarson
fæddist á Byggðar-
horai í Sandvíkur-
- hreppi 21. nóvember
1918. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 4. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Ingibjörg
Sigurðardóttir frá
Langholti í Hruna-
mannahreppi f. 30.
maí 1876, d. 10.
ágúst 1959, og Giss-
ur Gunnarsson frá
Byggðarhorni, f. 6.
nóv. 1872, d. 11. aprfl 1941. Sig-
urður var yngsta bara þeirra
hjóna, en alls urðu bömin 16. Eft-
irlifandi systkini hans eru: Ágúst,
Þórný, Ólafur, Bjarnheiður og
* Geir. Látin eru: Margrét Ingi-
björg, Gunnar, Sigurður, Jón,
Oskar, Margrét, Stefanía, Helga,
Kjartan og Vigdís.
Hinn 23. júm 1944 kvæntist Sig-
urður Önnu Sigrid Magnúsdóttur
í Vestmannaeyjum, f. 24. febrúar
1913, d. 20. apríl 1991. Þeim varð
tveggja baraa auðið.
Þau eru: Þórarinn
Sigurður, f. 14. des.
1945, maki Guðrún
Rannveig Jóhanns-
dóttir, sonur þeirra
er Jóhann Sigurður.
3) Margrét, f. 10. apr-
fl 1947, maki Sigurð-
ur Sigurðsson, böra
þeirra: Sigurður
Krislján og Þórdís.
Einnig ólu Sigurður
og Anna upp syni
Onnu frá fyrra
hjónabandi, þá Pétur
Lúðvik Marteinsson,
f. 24. nóv. 1932, maki Áslaug
Ámadóttir, böra þeirra: Margrét
og Marteinn; og Karl Gunnar
Marteinsson, f. 21. des. 1936, maki
Svandís Unnur Sigurðardóttir,
böra þeirra: Anna Sigrid, Sigurð-
ur Friðrik og Rúnar Þór.
Sigurður var alla tíð sjómaður
og hætti hann til sjós 69 ára gam-
all.
títför Sigurðar Krisljáns fer
fram frá Landakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
„Hann pabbi er dáinn.“ Það er
undarlegt að standa í þessum spor-
um og segja þessi orð án þess að
geta nokkuð gert við þeirri stað-
reynd að fastur liður í lífi okkar er
enginn á vit eilífðarinnar, burt frá
versdagsþrasinu. Og einhvem
veginn eins og af sjálfu sér, þegar
horft er til baka, þjóta fram ótelj-
andi myndir af samvistum okkar við
pabba, af umhverfi okkar, ævintýr-
um, draumum og þrám. Það eru
mikil hlunnindi í sporum sem þess-
um að eiga svo ríkulegar minningar
öllu því jákvæða, góða, heiðar-
lega, öllu því sem fylgdi pabba í
gegnum súrt og sætt. Og af því að
pabbi var sjómaður alla tíð þá mót-
aðist umhverfið í öllum leikjum og
störfum hjá okkur í bemsku eftir
því. Að komast heill í höfn er þekkt
hugtak hjá öllum þeim sem lifa og
hrærast í lífi sjávarplássins. Strax í
bemsku gerðum við systkinin okk-
ur grein fyrir því að í okkar tilvem
var pabbi þessi heila höfn og alla tíð
vom samvistir okkar við pabba
samkvæmt því. Og í gamla daga var
gott að geta stungið lítilli hendi í
stóm höndina hans pabba með sigg-
inu á, traustara hald var ekki hægt
að hugsa sér. Það fór til dæmis ekk-
MINNINGAR
verkum sem við gengum til saman.
Þú varst föðurbetrangur, Ámi
minn, og af því var ég stoltur og
glaður. Þú týndir aldrei góða
drengnum úr sjálfum þér. Alltaf
þegar ég þurfti á þér að halda og
þarfnaðist þín brástu mér ekki,
dæmdir ekki en gladdist yfir því
þegar vel gekk. Það sýndi hvaða
mann þú geymdir. Og nú ertu far-
inn svona óvænt og enginn skilur
hvers vegna í ósköpunum þú. Lífið
var nánast allt fyrir framan þig. En
við ráðum ekki okkar næturstað,
það kennir reynslan. Fyrir bragðið
missti ég af tækifærinu til að fá að
nálgast þig eins og ég þráði eftir að
við báðir fómm núna upp á síðkast-
ið að opna okkur betur hvor fyrir
öðrum. Það er synd að ekki skyldi
verða framhald á því. En við gætum
átt eftir að hittast síðar á öðmm
stað og þá getum við tekið upp
þráðinn að nýju. Eg vil að þú vitir
það, elsku sonur minn, Árni, að ég
er bæði stoltur og glaður yfir því að
hafa átt þig að syni, vona að þínir
góðu kostir muni lifa í sonum þín-
um, Þorkeli og Gunnari Þór. Ég
mun geyma minningu þína í hjarta
mér það sem ég á ólifað.
Pabbi.
Elsku pabbi. Nú ertu horfinn frá
okkur og við söknum þínum mikið.
Þú varst alltaf góður pabbi og okkur
þótti gott og skemmtilegt að koma
til þín. Við gerðum margt saman en
það var svo margt og mikið sem
okkur langaði til að gera með þér og
við áttum eftir að gera saman. Því
Guð tók þig til sín og nú geymir
hann þig. Við hefðum þurft að fá að
hafa þig lengur. Við hugsum til þín
og vitum að þú verður hjá okkur og
með okkur hvar sem við verðum og
líka þegar við verðum fullorðnir. Við
ætlum aUtaf að muna eftir þér.
Við biðjum Guð að blessa þig nú
þegar þú ert farinn til hans og við
ætlum að reyna að verða góðir og
duglegir drengir og duglegir menn,
eins og þú varst, elsku pabbi, og
hugsa vel um mömmu. Við vitum að
þú hefðir viljað það.
Þorkell og Gunnar Þór.
ert á milli mála þegar maður fékk
að fara á sjó með pabba í einhvern
vertíðarróðurinn, að einmitt þetta
hlýja handtak varð þess valdandi að
maður var öryggið uppmálað, jafn-
vel þó að það eitt að fá að fara á sjó
var í huga barnsins ferð á vit hins
ókunna.
I lífi okkar krakkanna sem alast
upp í sjávarplássi eins og Vest-
mannaeyjum snýst lífið og tilveran
óneitanlega um sjómennsku og allt
sem því tilheyrir. Ég man að ófáa
dagana, þegar veður vom vond, þá
beið maður austur á Skans eftir að
báturinn hans pabba kæmi að, og
svo að sjá bátinn ösla inn leiðina,
hendast til á öldutoppunum, þá var
maður stoltur af pabba, og iðulega í
gleðinni sneri maður sér að næsta
manni og sagði: „Hann pabbi er á
þessum bát.“ Eitt af því sem var svo
spennandi á þessum ámm var þeg-
ar pabbi kom af sjónum, var að fara
um borð til hans og komast í bita-
kassann hans, því hann kom aldrei
tómur að landi. I bitakassanum var
ekki aðeins matur sem hún mamma
hafði útbúið, heldur var um slíkt
lostæti að ræða, að veisluborðin
sem ég hefi kynnst síðar á lífsleið-
inni jafnast ekki á við bitakassann
hans pabba.
Pabbi, Sigurður Gissurarson, var
fæddur á Byggðarhorni í Flóa. Um
tvítugt kom hann til Eyja á vertíð,
þar kynntist hann mömmu, Önnu
Magnúsdóttur. Mamma átti tvo
peyja frá fyrra hjónabandi, Lúlla og
Kalla, og tók pabbi að sér uppeldið
á þeim og síðar bættumst við Mar-
grét í hópinn. Það var ekki alltaf
logn í kringum pabba, það gat
hvesst hressilega hjá honum, jafn-
vel rokið upp án nokkurs fyrirvara
ef honum fannst eitthvað ósann-
gjamt eða yfirgengilegt. Og alltaf
var hann samkvæmur sjálfum sér,
það var ekki gerður greinarmunur á
Jóni og séra Jóni. Það var til að
mynda eins ömggt og maður dreg-
ur andann, að ef honum þótti maður
ekki standa rétt að hlutunum, þá
Það er erfitt að sætta sig við að
Árni bróðir minn skuli vera dáinn.
Fátt hefur slegið mig meira um æv-
ina eins og þegar mér var tilkynnt
um að hann hefði farist í bílslysi
undir Ólafsvíkurenni. Um huga
minn fara minningar frá því að við
vorum börn að alast upp á Patreks-
firði. Við vorum bara tvö systkinin,
lékum okkur mikið saman og vor-
um mjög samrýnd. Það var líka
bara árið á milli okkar og þótt ég
væri eldri systir þurfti hann stund-
um að sýna að hann hefði nú alveg
við mér. Væri skynsamari og betur
til þess fallinn að hafa vit fyrir okk-
ur.
Árni bróðir hneigðist strax að
skepnum og sveitastörfum og sótt-
ist í að vera nærri Raknadalsbænd-
um, þar kom bóndinn strax upp í
honum, þótt sjómennska ætti eftir
að verða hans ævistarf. Samt hefði
hann sjálfsagt kosið sér að verða
bóndi ef hann hefði átt kost á því.
Áhugi hans á hestum og hesta-
mennsku vitnuðu líka um þetta, án
hestanna sinna gat hann ekki verið.
Og hann var góður hestamaður,
hafði tilfinningu fyrir hestum, þörf-
um þeirra og líðan. Kunni með þá
að fara. Hann náði líka árangri í
hestaíþróttinni , um það vitna fjöl-
margar viðurkenningar sem hann
hlaut. Og það er gott til þess að
hugsa að laugardaginn áður en
hann dó, vann hann til gullverð-
launa sem vom honum mjög kær-
komin. Það var líka gaman að sjá
hvemig hann reyndi að gera Þorkel
litla son sinn að hestamanni og leyfa
honum að njóta þessarar íþróttar
með sér. Þann dag vann Þorkell litli
líka til verðlauna.
Það átti síðan fyrir Árna bróður
mínum að liggja að stunda sjó og
allir vita sem þekktu til hans að
hann var harðduglegur sjómaður,
ósérhlífinn og laginn. Héma um-
hverfis Snæfellsnesið og á Breiða-
firði var hann orðinn gjörkunnugur
fiskimiðum og sjólagi. A það reyndi
þegar hann réri einn, þá aflaði hann
vel en fór samt alltaf með gát. Hann
var eftirsóttur í skipsrúm enda
vissu allir að þeir voru ekki sviknir
af verkum hans. Fáir menn hafa
sést sneggri við beitningu en Árni
bróðir minn. Það var ýmislegt í ævi
okkar sem tengdi okkur saman og
okkur þótti báðum gott að vita af
hinu í nálægð. Stundum dvaldi hann
á heimilinu mínu og með mér kom
hann vestur í Rif árið 1985. Ég held
að það hafi orðið okkur báðum til
stuðnings í lífinu, ekki síst þegar á
móti blés. Ég leiði hugann að síð-
ustu jólum sem við áttum saman og
hann dvaldi hjá okkur Kristmundi
og börnunum á aðfangadagskvöld.
Það var yndisleg kvöldstund. Árni
var afslappaður og virtist vera að
finna sig á nýjan leik eftir nokkra
erfiða undanfarandi mánuði. Þá
fundum við að við höfðum þörf
hvort fyrir annað og hann vildi fara
að rækta öll sín fjölskyldutengsl og
bönd. Og þannig vom síðustu mán-
uðimir í lífi hans. Hann kom oft til
mín eða hafði samband og við rædd-
um mikið saman. Hann var að
byggja upp áætlun um nýja og
bjarta tilvera sem nú verður því
miður ekki að veruleika vegna
þessa sviplega og óvænta slyss,
a.m.k. ekki í þessu jarðlífi.
Ég á þá trú að Árni bróðir minn
lifi á öðmm stað og þar muni honum
líða vel. Nú þegar ég sjálf og öll fjöl-
skylda mín horfumst í augu við
þennan dapra veraleika af miklum
trega og sársauka að Árni var frá
okkur tekinn, biðjum við Guð að
blessa hann og drengina hans, Þor-
kel og Gunnar Þór. Þeim var hann
góður faðir. Og ef ég get stutt þá
eftir föðurmissinn og lagt þeim lið,
þá skal ég ekki liggja á liði mínu.
Svo minni ég á bænina sem hún
amma okkar kenndi okkur og hún
vil ég að fylgi þér að síðustu.
Vertu Guð faðir faðir minn
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn
svo allri synd ég hafni.
(HP)
Ég þakka svo þessum kæra bróð-
ur mínum fyrir alla samfylgdina og
það er alveg víst að minning hans
mun alltaf lifa í huga mér og minnar
fjölskyldu. Við söknum þín öll, Ámi
minn.
Eygló Anna.
var maður tekinn í gegn, ekki að-
eins í bernsku heldur alla tíð og
staðreyndin er að þetta er sú eftir-
litsstofnun sem mér hefur líkað
hvað best við, og það er víst að ég á
eftir að sakna þessa aðhalds og ráð-
anna góðu þó maður hafi ekki alltaf
haft vit á því að fara eftir þeim.
I þeim söknuði sem nú stendur
eftir er fyrst og fremst ástæða til að
þakka hlýjuna, alúðina, hvatning-
una, ástina, og hollráðin í lífsins
leik. Megi góður Guð og gæfan
ganga með honum áfram á vegum
eilífðarinnar. „Nú er hann pabbi dá-
inn, nú er hann kominn til mömmu.“
Þórarinn Sigurðsson.
Langt er síðan leiðir mínar,
ljúfi faðir, steftidu brautu
þaðan, sem ég saklaus felldi
sorgartár í gróðralautu.
Horfnu árin - eg þó gráti -
aldrei fram í tímann snúa,
en ég skal til æviloka
yndisvonum þínum trúa.
Faðir, þó mér fjarlægð hylji
friðargeislaaugnaþinna,
ertu samt um allar stundir
engill kærleiksdrauma minna.
(Hulda)
Hjailans þakkir fyrir allt, elsku
pabbi minn. Guð geymi þig.
Þín dóttir
Margrét.
Dagurinn kveður, mánans bjarta brá
blikar í skýjasundi.
Lokkar í blænum, leiftur augum frá,
loforð um endurfúndi.
Góða nótt, góða nótt, gamanið líður fljótt,
brosin þín bíða mín er birtan úr austri skín.
Dreymi þig sólslrin og sumarfrið,
syngjandi fugla og lækjamið.
Allt er hljótt, allt er hjótt,
ástin mín góða nótt.
(Ámi úr Eyjum og Ási í Bæ)
Afi minn hefur lokið sinni jarð-
vist, að mér finnst, alltof fljótt.
Minningamar streyma fram, margs
er að minnast og margt er að
þakka. Ég var svo lánsamur að al-
ast upp fyrstu árin í kjallaranum
hjá ömmu og afa og var alla tíð
mildð hjá þeim.
Hann afi minn var yngstur 16
systkina, sem öll náðu fullorðins
aldri. Alvara lífsins tók snemma við.
Skólagangan varð ekki löng. Það
þurfti að vinna og hjálpa til. Liðlega
tvítugur kom afi til Vestmannaeyja
á vertíð. Þar kynntist hann ömmu
minni, henni Onnu sinni. Saman
eignuðust þau tvö börn, Þórarin
Sigurð og Margréti. Afi eyddi ekki
tímanum í það að slappa af. Hann
skdldi ekki það hugtak og vann alla
tíð mikið. Afi var sjómaður til 69 ára
aldurs.
Áhugamál afa var aðeins eitt,
knattspyrna, og átti hún hug hans
allan. Auðvitað vom það liðsmenn
IBV, sem vora bestir hvemig sem
fór. Hann mætti alltaf á völlinn í
Eyjum.
Afi kom til dyranna eins og hann
var klæddur, hvort sem mönnum
líkaði það betur eða verr. Hann
sagði hlutina umbúðalaust og átti
það til að tvinna hressilega ef svo
bar undir. Afi hafði stórt og gott
hjarta, sem ég og mín fjölskylda
fengum að kynnast.
Afi minn, ég á svo margar góðar
minningar um þig og hana ömmu.
Þær geymi ég með sjálfum mér því
þær tekur enginn frá mér. Það
verður tómlegt að fá ekki þínar dag-
legu hringingar og spjall um fót-
boltann. Nú er komið að kveðju-
stund. Ég og Dísa systir mín kveðj-
um þig með söknuði og þökkum þér
af alhug allt, sem að þú hefur fyrir
okkur gert. Mamma og pabbi
kveðja þig einnig og þakka þér fyrir
allt.
Afi minn, far þú í friði. Friður
Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir
allt.
Þinn dóttursonur,
Sigurður Kristján.