Morgunblaðið - 18.04.1998, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 18.04.1998, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + María Júlíana Kjartansdóttir fæddist í Stykkis- hólmi 21. maí 1920. Ólst hún þar upp og á Hellissandi til sjö ára aldurs en flutti þá með foreldrum sínum tii Keflavík- ur. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 8. apríl * siðastiiðinn. For- eldrar hennar voru Kjartan Ólason, f. 1890, d. 1979, og Sigríður Jóhanna Jónsdóttir, f. 1894, d. 1972. Systkini Maríu voru Karl, f. 1915, d. 1961; Sig- tryggur, f. 1916, d. 1997; Ragn- ar, f. 1918, dó ungur; Ólafur, f. 1918, d. 1975; Jón Ragnar Ás- berg, f. 1921, d. 1997; Lúðvík, f. 1926, d. 1994; fvana Sóley, f. 1929. Eiginmaður Maríu var Ari Mig langar í örfáum orðum að minnast elskulegrar tengdamóður ^jajninnar sem var mér svo kær. Þegar ég hóf búskap í Igallaran- um hjá tengdaforeldrum mínum fyrir 34 árum, eignaðist ég ekki bara tengdamömmu heldur einnig trausta og góða vinkonu sem reynd- ist mér ávallt vel fram á sitt síðasta. Það er margs að minnast og margt sem ég á eftir að sakna. Eg gat alltaf leitað til þín, þú áttir ráð við öllu. A þínu fallega heimili var oft gestkvæmt og þú kallaðir óvænt fram veisluborð á skammri stundu. Jöú varst stolt af þínu heimili og öll- úm börnunum þínum. Barnaböm og bamabamabörn sóttust eftir að koma í heimsókn til þín, því að þar fundu þau ávallt kærleik þinn og hlýju. Þú varst svo samviskusöm og vandvirk við það sem þú tókst þér íyrir hendur að aðdáun vakti. Ég lærði margt af þér sem á eftir að koma mér til góða í lífinu. Ég er viss um að þú kveður þessa jarðvist sátt við þitt hlutskipti. Tengdamóður mína kveð ég með söknuði og bið góðan guð að geyma hana. Ég þakka þér samfylgd þína. Blessuð sé minning þín. Ágústína. Elsku amma mín. Ég get ekki trúað að þú sért dáin, sama hvað ég reyni. Þú hefur alltaf átt svo stóran hlut í hjarta mínu. Þú varst alltaf svo kát og góð. Aldrei get ég gleymt þegar við frænkumar vomm að halda íyrir þig tískusýningu í fötunum þínum og skemmtum okkur konunglega. Ég á eftir að sakna þess að koma í heimsókn til þín, keyra framhjá húsinu og athuga hvort það væri ljós í íbúðinni þinni, en það var gjarnan merki um að þú varst Skólavöröustíg 12, á horni Bergstíiðastrætis, sími 551 9090 Árnason, f. 1910, d. 1972. Foreldrar hans voru Anna Kristín Daníelsdótt- ir, f. 1888, d. 1981, og Ámi Theodór Pétursson, f. 1871, d. 1963. María og Ari eignuðust þrjú börn sem eru Sig- urður, f. 1944, hans kona er Ágústína Albertsdóttir og eiga þau fjögur börn; Þorgerður, f. 1946, hennar maður er Örn Bergsteins- son og eiga þau tvö börn: Daní- el, f. 1951, hans kona er Ingi- björg Óskarsdóttir og eiga þau þijú börn. Fyrir átti Ari eina dóttur, Önnu Kristínu, f. 1932, hennar maður er Halldór Mar- teinsson og eiga þau þijú börn. títför Maríu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. heima. Þegar ég kom í heimsókn gat ég setið hjá þér tímunum saman og talað við þig því þrátt fyrir háan aldur varst þú svo ung, þú fyigdist með öllu í lífi okkar unga fólksins, þú vissir um böllin og fylgdist með öllum íþróttum, það er að sönnu hægt að segja að þú hafir verið góð- ur stuðningsmaður Keflavíkur í öll- um íþróttadeildum. Aidrei fór ég svöng út frá þér, þú þekktir matarþarfir okkar ungling- anna, alltaf birtist eitthvað gómsætt á borðum þínum þegar við vorum í heimsókn. Sælar minningamar um þig hlaðast upp endalaust, minning- ar meðal annars um hvað þú varst dugleg að hreyfa þig og ættu aliir að taka þig tii íyrirmyndar I þeim efnum. Elsku amma, söknuðurinn er mikill en huggunin er þó sú að ég veit að nú hittir þú afa aftur í nýjum heimkynnum. Far þú í friði, elsku amma, og guð geymi þig. Þín Iris Sig. Það kom eins og reiðarslag yfir okkur hjónin þegar við fréttum að tengdamóðir mín, María Júlíana Kjartansdóttir, hefði veikst hastar- lega og að batahorfur væru slæmar. Því miður var ekki neinn mannlegur máttur sem gat bjargað á þessari stundu og var hún látin að tveim dögum liðnum. Þeim mun meir var okkur brugð- ið, þar sem við höfðum heyrt í henni örfáum dögum áður og var ekki vit- að annað en allt væri í besta lagi. Það var nú Möllu líkt, eins og hún var ætlð nefnd af ættingjum og vin- um, að hverfa frá okkur án nokkurs íyrirvara og má segja að það sé mikil guðs gjöf að fá að kveðja þennan heim án langvarandi veik- inda og sársauka. Það er auðvitað mjög erfitt fyrir okkur sem eftir stöndum með trega og söknuð í huga og við skiljum ekki vegi guðs þegar hann tekur frá okkur ástvin sem er í fullu fjöri og við góða heilsu. Ég hef aldrei gleymt því hvað Malla tók mér vel þegar ég fór að venja komur mínar á heimili þeirra, eftir að ég kynntist dóttur Ara. Hún var alltaf svo hlý og góð við mig að mér fannst strax eins og ég væri einn af fjölskyldunni. Seinna kom í ijós, eftir að ég kynntist Möllu betur, hvað hún var miklum mannkostum gædd. Hún var mjög dugleg og rösk við öll þau störf sem hún tók sér fyrir hendur og þegar hún missti mann sinn, árið 1972, fór hún að vinna í mötuneyti Bandaríkjahers á Keflavíkurflug- velli. Þar vann hún þar til hún lét af störfum fyrir fáeinum árum fýrir aldurs saldr. Hún hlaut viðurkenn- ingu frá vinnuveitendum sínum fyr- ir vel unnin störf og vinnufélagar hennar mátu hana mikils, enda eignaðist hún þar margar góðar vin- konur sem héldu sambandi við hana eftir að hún hætti störfum. Öll þau ár sem ég hef þekkt hana heyrði ég hana aldrei tala illa til nokkurrar manneskju né hallmæla nokkrum manni, hún sá alltaf það besta í öll- um. Hún var alltaf svo létt í skapi og kvartaði aldrei, enda þótt veik- indi steðjuðu að. Malla ver mikil húsmóðir og alltaf tók hún vel á móti fólki, enda gat hún snarað fram dýrindis veisluborði án nokk- urs fyrirvara. Mannkostir hennar fólust ekki síður í góðmennsku hennar og gjaf- mildi. Hún reyndist skyldfólM sínu og tengdafólki ætíð vel þegar á bját- aði og sýndi mikla ræktarsemi við alla sína vini og kunningja. Það fór aldrei nokkur afmælisdagur innan fjölskyldunnar framhjá henni og það brást aldrei að hún kæmi með gjöf handa litlu börnunum og/eða hringdi í fullorðna fólkið. Hún reyndist börnum okkar og barnabömum ávallt svo vel að við fáum það aldrei fullþakkað og eru þau nú mjög sorgmædd yfir að missa elsku ömmu Möllu. Mér finnst það hafa verið forréttindi mín að hafa verið samferðamaður henn- ar í þessu lífi, því hún gaf ætíð svo mikið af sjálfri sér til annarra. Við sem nú kveðjum og syrgjum þessa góðu konu vitum að ástvinir hennar taka á móti henni á æðri stöðum og minningin um þessa elskulegu konu mun lifa í hugum okkar. Elsku Malla, hafðu þökk íyrir allt og allt. Halldór Marteinsson. Það var svo erfitt að trúa þeim fréttum sem bárust til Kaupmanna- hafnar að hún amma Malla væri dá- in. Það var svo stutt síðan hún hringdi til okkar Þórarins og var svo hress og kát eins og alltaf. Við sem eftir sitjum verðum að reyna að hugsa um allar þær góðu stundir sem við áttum saman og varðveita allar góðu minningarnar. Sumar af mínum bestu æskuminningum eru einmitt tengdar ömmu Möllu. Þegar ég var lítil stelpa fékk ég stundum að sofa hjá ömmu Möllu í Keflavík. Það var svo notaiegt að vakna á morgnana við hlátur mávanna og finna matarilminn úr eldhúsinu hjá henni ömmu. Hún amma Malla var nefnilega heimsins besti kokkur. Enginn fór svangur frá ömmu, hún átti alltaf eitthvað gott í eldhúsinu. I gegnum árin hefur verið mis- langt á milli okkar ömmu Möllu. En við héldum samt alltaf sambandi í gegnum bréfaskriftir og síma. Við amma áttum líka sameiginlegt áhugamál, okkur fannst báðum svo gaman að ferðast. Við gátum spjall- að mikið um staði sem við höfðum báðar heimsótt, hér á landi sem er- lendis. Amma Malla var gjaf- mildasta og örlátasta manneskja sem ég hef þekkt. En hún gaf okkur ekki bara jóla- og afmælisgjafir. Hún gaf okkur líka ást og hlýju og athygli. Alltaf mundi hún eftir öllum afmælisdögum. Þegar vinir og ætt- ingjar gleymdu afmælisdegi í önn- um hversdagsins þá gat maður alltaf treyst því að amma Malla kom í heimsókn eða hringdi, sama hvar maður var staddur í heiminum. Það er svo sárt að kveðja elsku ömmu sem gaf mér svo mikið. En ég þakka fyrir að hafa verið svo heppin að eignast jafn góða og ynd- islega ömmu og amma Malla var. Anna Katrín. Elsku amma. Það er svo erfitt að sætta sig við að þú sért dáin, þú sem varst alltaf svo hress, en við vitum það að afi Ari hefur teMð vel á móti þér og þú ert í góðum hönd- um núna. Alltaf fannst okkur við þurfa að segja þér allt, þú varst eins og besta vinkona svo jákvæð og vel inni í öllum málum, þú fylgdist svo vel með og hafðir góð svör við öllu. Það er svo margt sem við eigum eft- ir að sakna frá heimsóknum okkar til þín, allrar hlýjunnar sem þú gafst okkur og svo pönnukökurnar, vöfflumar og lærissneiðarnar sem þú eldaðir svo oft þegar þú bauðst okkur í mat, þær kann enginn að gera eins og þú. Og þegar þú birtist, hrókur alls fagnaðar í veislum, með myndavélina á lofti og með fullan disk af pönnukökum sem kláruðust ávallt. „Börnunum finnst þetta svo gott,“ varstu vön að segja. Elsku amma, þú ert ein sú besta íyrirmynd sem við höfum kynnst, svo dugleg í öllu, svo góð og gjaf- mild við alla. Það er aðdáunarvert hvernig þig gast sinnt börnunum þínum, öllum barnabörnunum og bamabamabömunum svona vel, þú varst í svo góðu sambandi við okkur öll. Þú hafðist líka alltaf eitthvað að. Ef þú varst ekM með gesti, úti í göngutúr eða í heimsóknum þá varstu að prjóna fallega sokka, húf- ur eða peysur á krakkana, þú varst svo vandvirk á allt sem þú gerðir. Elsku amma, við gætum talað endalaust, við eigum svo fallegar og góðar minningar um þig og þú munt ætíð eiga stað í hjarta okkar. Við söknum þín og minnumst þín alltaf. Guð geymi þig. Albert, Sigríður Lilja og Anna María. Okkur langar að kveðja þig, elsku amma, með nokkmm orðum. Við getum ekki trúað því að þú sért far- in, það gerðist svo snöggt. Þú varst alltaf svo lífsglöð og hress. Við eigum svo margar góðar minningar um þig. Allar góðu stundirnar sem við áttum með þér þegar við systumar vorum hjá þér í pössun. Þá fengum við að sofa uppí hjá þér og þú dekraðir við okkur og við spiluðum saman rommí. Þú varst alltaf að prjóna og gafst okkur og öllum börnum sem þú þekktir vettlinga, húfur og sokka. Þú hélst margar veislur og gerðir alltaf svo góðan mat og heimatil- búna ísnum og pönnukökunum gleymir enginn. Síðasta veislan sem þú hélst var fýrir okkur unga fólkið í fjölskyldunni. Þér fannst svo mik- ilvægt að við værum vinir og að við kynntumst öll vel. Þú fylgdist svo vel með öllu sem við gerðum, hvort sem það var fimleikar, tónleikar eða körfubolti, alltaf komst þú og hvattir okkur, varst svo stolt af okkur. Þú varst svo miMll vinur okkar og við gátum talað við þig um alla hluti. Við fórum með þér í mörg ferðalög, og við gleymum aldrei Spánarferðinni sem við fórum sam- an fyrir tveimur árum. Þar áttum við yndislegar stundir saman og þér leið svo vel í sólinni. Þú varst mjög vinamörg og félagslynd, varst alltaf að gleðja aðra og öllum þótti svo vænt um þig. Við munum ekki eftir þér öðru- vísi en glaðri og ánægðri með lífið og þegar þú varst veik í bakinu léstu það ekki á þig fá, varst alltaf jákvæð og bjartsýn, hélst áfram að vera dugleg að ganga og fara í leik- fimi og sund. Amma var alveg einstök kona og engri lík. Allt var svo gott sem tengdist henni. En nú kveðjum við þig, elsku amma, og við vitum að það hefur verið tekið vel á móti þér. Þú átt alltaf stað í hjarta okkar og við T Lilja Finnsdóttir fæddist á 1 Arnbjargarlæk í Þverárhlíð 17. september 1905. Hún lést 19. mars siðastliðinn og fór út- för hennar fram frá Borgarnes- kirkju 3. apríl. I dag kveð ég góða vinkonu mína með miMum söknuði. Ég var um fimm ára er ég hringdi bjöllunni á Borgarbraut 70 og spurði eftir vini mínum Óskari. Hann var ekM heima en ekM stóð á henni Lilju minni, hún bauð mér inn og upp frá því vorum við perluvinir. Við áttum margar góðar stundir saman ég og Lilja, þó svo að aldursmunurinn væri 68 ár, þá vorum við sem jafningjar í eldhúsinu á Borgarbrautinni. Við spiluðum mikið, töluðum um allt milli himins og jarðar og alltaf lum- aði hún á einhverju góðgæti, kökum og öðru bakkelsi, og svo var þömbuð mjólk með. Og alltaf átti hún ein- söknum þín mikið. Þú varst besta amman í öllum heiminum og við þökkum fýrir að hafa átt þig. Lilja Ösp og Ósk. 0, amma, ó, amma, æ ansaðu mér. Eg er að gráta og leita að þér. Þú fórst út úr bænum, þú fórst út á hlað, þú fórst upp til Jesú á sælunnar stað. (Höf.ók.) Elsku amma Malla, við kveðjum þig núna með sorg í hjarta. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fýrir okkur og kennd- ir okkur. Það er svo erfitt að vera lítill og sMlja ekM af hverju þú ert farin. Við vitum að nú líður þér vel hjá afa og við vitum líka að þú vakir yfir okkur og passar okkur. Elsku amma, við munum alltaf sakna þín og minnast þín sem bestu langömmu í heimi. Bless, bless. Linda Björk, Telma Dís, Marinó Örn og Elísa Eir. í nútímaþjóðfélagi ar sem hrað- inn er mikill og fólk þarf miMnn tíma fyrir sig og sína, er gott að eiga að frænku sem tengir fjöl- skylduna saman. Malla var þannig frænka. Hún gaf sér alltaf tóm til að huga að einstaklingnum innan fjöl- skyldu sinnar og þó víðar væri leit- að. Hún þekkti og mundi alla af- mælisdaga og lagði ýmislegt og ein- stök atvik á minnið sem aðrir gleymdu í tímans rás. Hún var alltaf blíð, góð, jákvæð, atorkusöm og dugleg, allt til síðasta dags. Á vegferð hennar um lífið var manneskjan alltaf í fýrirrúmi og eignaðist hún því marga vini. Hún var góð fyrirmynd. Hún lagði alúð í allt sem hún gerði og lífsverk hennar situr eftir sem minnisvarði um góða konu sem hafði alla þá eiginleika sem prýða fýrirmyndar einstaMing. Börnunum hennar og fjölskyldum þeirra vottum við okkar innilegustu samúð. Elsku Malla. Þú hefur reynst okkur ómetanlega vel bæði í gleði og sorg og ekki síst foreldrum okk- ar sem þú sýndir mikla tryggð og umhyggju. Án efa ert þú núna í samvistum við þau á öðru tilveru- stigi. Við þökkum þér fýrir allt og ekki síst fyrir að vera okkur svona góð fyriimynd. Þín verður sárt saknað. Sælt var að sjá þig og heyra og samfunda njóta, margs er að minnast og þakka mig oft þú gladdir. Yndi þitt var það að veita vinunum gleði. Tryggð þín sem vorgeisli vermdi viðkvæmar sálir. (G.G. frá Melgerði) Guðrún, Hjördís, Heiða, Særún og fjölskyldur. hverja mola í blikkdós sem hún læddi að manni. Eins og vinir gera skiptumst við oftar en ekM á gjöfum, ávallt gaf hún mér eitthvað er hún hafði útbúið sjálf og ég reyndi eftir bestu getu að útbúa gjafir handa henni með mína tíu þumalputta. Þessai- gjafir sem hún gaf mér eru mér miMls virði og miklar minningar tengdar þeim; koddaver með áletruninni góða nótt, handmálað skrautgler, handmálaðir vasar og styttur og margt fleira. Alla þessa muni geymi ég og mun varð- veita um aldur og ævi. Þær fallegu minningar er ég á um Lilju geymi ég sem næst hjartanu. Ég kveð þig nú Lilja mín, ég veit að þér líður vel núna, komin til hans Andrésar þíns. Ég bið Guð að geyma þig og votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð. Þinn vinur, MARÍA JÚLÍANA - KJARTANSDÓTTIR LILJA FINNSDÓTTIR Hjörtur Scheving.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.