Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 5Í
I
I
i
€
i
i
Í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
I
i
i
I
i
i
i
i
i
-í
+ Gísli Magnússon
fæddist á
Brekku Hvalfjarð-
arströnd 16. mars
1905. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness. 2. apríl síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Magnús
Gíslason, f. í Stóra-
Botni í Hvalfirði 27.
júlí 1871, d. 2. júní
1957, og Guðrún
Bjarnadóttir, f.16. nóvember
1866, d. 4. desember 1950. Þau
voru ábúendur á Brekku.
Systkini Gísla eru: Bjarni
Magnússon Brekkmann, f. 14.
febrúar 1902, d. 24. mars 1970,
Jórunn Magnúsdóttir, f. 25.
ágúst 1903, d. 7. nóvember
1907, Jón Magnússon, f. 13.
apríl 1906, bóndi á Hávarsstöð-
um, Guðmundur Magnússon, f.
19. nóvember 1907, d. 28. febr-
úar 1908, Jórunn Magnúsdóttir,
f. 29. mars 1911, til heimilis á
Brekku.
Gísli Magnússon kvæntist 4.
nóvember 1938 Guðmundu
Gísladóttur, f. 26. nóvember
1900, d. 3. apríl 1986. Fóstur-
Elsku langafi og góði vinur.
Að fá að umgangast þig og kynn-
ast tilveru þinni voru forréttindi
sem við gleymum aldrei, að sumu
leyti var það eins og að fá að
dóttir þeirra er
Ágústa Kristín
Bass, maki Erlingur
Einarsson og eru
þau núverandi ábú-
endur á Brekku.
Dóttir Guðmundu
frá fyrra hjóna-
bandi og stjúpdóttir
Gísla var Guðrún
Ágústsdóttir, hús-
freyja á Másstöðum,
d. 20. október 1993,
maki Gunnar Niku-
lásson bóndi á Másstöðum. Börn
þeirra eru: Guðmundur Ágúst,
Guðbjörg og Gísli Rúnar Már.
Eldri dætur Guðrúnar og stjúp-
dætur Gunnars eru tvíburarnir
Helga og Margrét Gísladætur
og ólust þær upp á Brekku til
unglingsára.
Gísli Magnússon var bóndi á
Brekku frá 1937 til dánardæg-
urs. Hann vann mikið að félags-
málum, var meðal annars í
sveitarstjórn um tíma. Hann var
söngmaður og einn af stofnend-
um kirkjukórs Hallgrímskirkju
í Saurbæ.
Útför Gísla fer fram frá Hall-
grímskirkju í Saurbæ í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
skyggnast yfir í gamla tíma sem nú
eru horfnir. Þannig kenndir þú okk-
ur að umgangast skepnur á þann
hátt sem þér einum var lagið.
Þú varst viskubrunnur og víða
heima og kunnir ógrynnin öll af
kveðskap sem þú dróst fram úr
hugskoti þínu og fórst með þegar
slíkt átti við og sem innlegg í um-
ræðuna.
Engan mann höfum við hitt jafn
óeigingjarnan og þig. Alltaf varstu
tilbúinn að gefa þér tíma fyrir okk-
ur og margoft gaukaðir þú að okkur
einhverju smáræði, eins og þú kall-
aðir það.
Þegar við lítum til baka og hugs-
um til þín, afi, munum við fyrst eftir
því hversu glaðlegur, hjartahlýr og
yfirlætislaus þú varst. Fyrirmynd-
armaður í alla staði, er einkunn sem
við mundum vilja gefa þér.
En nú er komið að kveðjustund
elsku afi, við kveðjum þig með sökn-
uði en einnig þakklæti fyrir allt hið
góða sem við þáðum af gnægtaborði
þínu.
Guð blessi þig í nýjum heimkynn-
um, við vitum að þar verður tekið
vel á móti þér.
Margs er aó minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hjjóta skalt.
(V. Briem.)
Jóu, Stínu, Ella og öðrum ná-
komnum sendum við okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Jón Gunnar, Guðrún Jóhanna,
Eva Björk og fjölskyldur.
GISLI
MAGNÚSSON
PALL ARI
PÁLSSON
+ Páll Ari Pálsson fæddist í
Reykjavík 24. febrúar 1963.
Hann lést á heimili foreldra
sinna 7. apríl síðastliðinn og fór
útför hans fram frá Kópavogs-
kirkju 16. apríl.
Hann Palli okkar er dáinn. Fréttin
um andlát hans kom eins og reiðar-
slag yfir okkur vinnufélagana. Palli
hafði verið hress og kátur með okkur
í vinnunni undanfarið, þegar allt í
einu barst okkur sú harmafregn að
hann hefði veikst skyndilega og látist.
Við vorum öll mjög slegin og það
er undarlegt að hugsa til þess að
Palli komi ekki til með að vinna með
okkur meir, hann var með afbrigðum
duglegur starfsmaður og góður og
skemmtilegur vinnufélagi, sem við
eigum öll eftir að sakna mikið. Það
verður erfitt að fylla upp í það skarð
sem myndast hefur meðal starfs-
fólksins á stöðinni því við höfum
bæði misst fyrirmyndar starfskraft
og skemmtiiegan félaga.
Við sendum foreldrum Palla og
systkinum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Starfsfólk OLÍS, Gullinbrú.
Við félagarnir fylltumst sárum
söknuði á skírdag þegar okkur bár-
ust þau sorglegu tíðindi að Palli vin-
ur okkar hefði látist eftir mjög bráð
og óvænt veikindi. Það er ekki bara
erfitt að sætta sig við að góður vinur
sé farinn, heldur einnig að hann sé
tekinn frá okkur í blóma lífsins að-
eins 35 ára gamall.
Kynni okkar af Palla ná alveg aft-
ur til þess tíma þegar við vorum ung-
lingar og ótal minningar streyma um
hugann þegar við hugsum aftur til
þess tíma þegar ekki leið sá dagur
sem við vinirnir ekki hittumst og
brölluðum eitthvað saman. Það er
sárt að kveðja vin sem var miðpunkt-
ur þess skemmtilega tímabils sem
unglingsárin voni hjá okkur. „Dadd-
amir“ hans Palla, sem vinahópurinn
var kenndur við, voru oftar en ekki
miðstöð ýmissa skemmtilegra uppá-
tækja og ófáar voru næturnar semn
rúntað var fram undir rauðan morg-
un. Ferðalögin innanlands og utan
þar sem Palli var hrókur alls fagnað-
ar, svo ekki sé minnst á knatt-
spymuleikina á „Litla Wembley",
em einnig stundir sem við munum
aldrei gleyma.
Það var alltaf gaman að heim-
sækja Palla, hann var ávallt hress og
kátur þegar við sátum saman í litla
herberginu hans, þar sem við rædd-
um saman um heima og geima,
hlustuðum á góða tónlist og nutum
félagsskapar hver annars.
Eins og svo oft vill verða þegar full-
orðinsárin taka við lágu leiðir okkar í
hinar ýmsu áttir og samverustundim-
ar urðu færri, en þó var ávallt glatt á
hjalla þegar við hittumst.
Kæru Sólveig, Páll, Gunnar
Steinn, Jóna, Þómnn og fjölskyldur,
við vottum ykkur innilegustu samúð
og biðjum Guð að styrkja ykkur í
sorginni.
Arnar, Hreiðar og Sighvatur.
HEIÐBJORT
GUÐLAUG
PÉTURSDÓTTIR
+ Heiðbjört Guðlaug Péturs-
dóttir fæddist á Gautastöð-
um í Holtshreppi (nú Fljóta-
hreppi) 12. mars 1910. Hún lést
á Landspítalanum 24. mars síð-
astliðinn og fór útför hennar
fram frá Bústaðakirkju 3. apríl.
Þegar ég sest niður nú eftir að
amma Heiðbjört hefur lagst til
hinstu hvílu er fjölmargt sem kemur
upp í hugann. Mínar fyrstu minning-
ar em frá þvi að ég var u.þ.b. sex ára
pg þá vorum við stödd í Sædýrasafn-
inu í Hafnarfirði. Það er merkilegt
að það skyldi hafa verið á þeim stað
því amma var ætíð mikill dýravinur.
Við amma urðum strax góðir vinir og
hélst sá vinskapur traustur fram að
andláti hennar. Amma var mikill
náttúrudýrkandi og vai' hún alsæl
þegar hún var við veiðar eða tíndi
fjallagrös í sveitinni. Aldrei mun ég
gleyma þeim fjölmörgu veiðiferðum
sem við fórum saman í.
Þá var amma mikil íþróttakona og
á sínum yngi-i árum æfði hún ýmsar
greinar, s.s. sund, frjálsar íþróttir og
fimleika. Þótt komin væri á efri ár þá
minnkaði aldrei áhugi hennar á að
vera úti í náttúunni, sama hvernig
viðraði. Á heimili ömmu var alltaf
gott að koma og var hún ætíð til
staðar ef ég þurfti á vini að halda.
Amma var mikil fjölskyldumann-
eskja og leið henni aldrei betur en
þegar synfr hennar og fjölskyldur
þeirra komu í heimsókn. Þá var hún
góð við barna- og barnabarnabörnin
sín og er ég þakklátur fyrir það að
dóttir mín, Katrín Isbjörg, skyldi fá
að kynnast langömmu sinni, hlýju
hennai- og glaðværð. Ég veit að
ömmu líður núna vel hjá afa Ara og
að það verða fagnaðarfundir þegar
við hittumst öll síðar.
Guð veri með þér, amma mín.
I harmanna helgilundum
hugur minn unir sér.
Eg sit þar á hverju kvöldi
í kyrrðinni og bíð eftir þér.
(Tómas G.)
Ari.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
DAGBJÖRT HANNESDÓTTIR,
Dalbraut 15,
Bíldudal,
sem lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar miðvikudaginn 8. apríl, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. apríl kl. 15.00.
Aðstaiidendur hins látna.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JAMES E. CAHILL jr.,
24 Buttonwood Lane,
Cohassett, Mass.,
USA,
andaðist þriðjudaginn 14. apríl síðastliðinn.
Sonja María Jóhannsdóttir Cahill,
James E. Cahill III,
Gerða María Sullivan, Michael Sullivan,
Kristín Murphy Bret Murphy,
María Jórunn Cahill
og barnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
JÓN ÁRNASON,
Bala,
Þykkvabæ,
lést að morgni föstudagsins langa, 10. apríl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Svava Þuríður Árnadóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
+
Bróðir okkar,
SIGMAR JÓNSSON,
Suðurbyggð 19,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 16. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Stefán Þór Jónsson,
Arnheiður Jónsdóttir,
Jón Eyþór Jónsson,
Þorgerður Jónsdóttir,
Þóra Hildur Jónsdóttir.
+
Minningarathöfn um eiginkonu mína, móður
og systur,
SVÖLU ÞÓRISDÓTTUR SALMAN
listmálara,
4301 Mass Ave NW;
Wash. DC 20016,
fer fram í Neskirkju þriðjudaginn 21. apríl
kl. 16.00.
Melhem Salman, Daoud Salman,
Hrafn Þórisson, Bera Þórisdóttir
og fjölskyldur.
+
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda-
faðir og afi,
HERMANN SAMÚELSSON,
Hraunbæ 78,
Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 15. apríl.
Sigrún Garðarsdóttir,
Helga Magnúsdóttir,
Helga Björg Hermannsdóttir, Guðmundur Þ. Guðmundsson,
Páll Þórir Hermannsson, Ásta Mósesdóttir,
Samúel Hermannsson
og barnabörn.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, teng-
damóðir og amma,
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR,
Neðstaleiti 1,
er látin.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfóiki
Heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og
öðru hjúkrunarfólki, sem studdi hana í veikindum hennar.
Jakob Tryggvason,
Hallfríður Jakobsdóttir, Herbert Haraldsson,
Birgir Jakobsson, Ásta Arnþórsdóttir,
Valgerður Jakobsdóttir, Marinó Einarsson,
og barnabörn.