Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 18.04.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 53 I 3 1 3 I J ■ I I 3 i J I 1 í J f annað en merkingarlaust hjóm, og sá kaldi veruleiki rennur upp fyrir manni að þrátt fyrir langa skóla- göngu á maður samt margt eftir ólært. Það er erfitt að skilja hvers vegna ungur maður í blóma lífsins er einfaldlega horfinn. Það er erfitt að skilja hvers vegna maður sem hefur verið órjúfanlegur hluti af til- vei-u manns allt frá barnæsku er einfaldlega brottkvaddur og að maður muni aldrei aftur fá að eiga með honum stund. Nú þegar Sig- urðar nýtur ekki lengur við skilst manni fyrst hversu kær hann var manni í raun. Fráfall hans hefur verið manni þung lexía. Eg minnist Sigurðar sem ungs manns, því það var þá sem ég þekkti hann best. Ég minnist þess þegar ég, þá varla meira en þriggja ára snáði, kom upp á loft á Lang- holtsveginum og varð svo heillaður af flugvélunum sem hann hafði sett saman og héngu ýmist í girni úr loftinu eða var stillt upp inn í gler- skáp. Fyrir barninu var þetta töfr- andi veröld. Mér er einnig sérstak- lega minnisstætt þegar við fóram og hittum þau Kollu á Laugum í Þingeyjarsýslu sumarið 1976. Þá var Siggi skógarvörður þar, og ég man þegar það kviknaði í gamla Skodanum uppi á Fljótsheiði. Mér er einnig ógleymanleg humarveisl- an þegar Siggi frændi kom af sjón- um. Hvorki fyrr né síðar hefur maður fengið jafn mikinn og góðan humar. Siggi vildi ekki heyra á annað minnst en að allir borðuðu eins og þeir gætu í sig látið, og helst aðeins meira. Og þær voru miklu fleiri þessar skemmtilegu stundir sem við áttum saman og eru enn ljóslifandi í endurminning- unni. Þótt nú séu liðnir rúmir tveir áratugir frá því samskipti okkar voru mest eru það þó þessi minn- ingabrot frá því að ég sjálfur var bam og Siggi varia meira en hálf- þrítugur sem mér þykir vænst um og standa mér skýrust fyrir hug- skotssjónum. En minningin um Sigurð frænda er einnig samofin minningunni um aðra tíma. Tíma þegar ungt fólk hafði hugsjónir og var tilbúið að berjast fyrir sannfæringu sinni, grípa til aðgerða. Þá sætti fólk sig ekki við að bíða, fara troðnar slóð- ir, þiggja það möglunarlaust sem að því var rétt, því það ætlaði að uppræta órættlætið og breyta heiminum. Á heimili þeirra Sigga og Kollu skynjaði maður vel þá strauma sem höfðu mótað mann- inn. Núna þegar ég sjálfur er eldri en hann var þegar ég kynntist hon- um sem barn á ég auðveldara með að skilja unga eldhugann sem vildi berjast fyrir betri heimi. Það er erfitt f\TÍr þær kynslóðir sem fylgdu í kjölfar þessarar svoköll- uðu ‘68-kynsióðar að gera sér grein fyrir hversu mikið við höfum hagn- ast á baráttu þessa fólks fyrir manneskjulegra þjóðfélagi, en ég hugsa að það eigi þakkir skildar. Sigurður var beinskeyttur og átti það stundum til að vera dálítið kaldhæðinn en illgimi átti hann ekki til. Hann var umfram allt kunnur að heilindum og hreinlyndi. Hann var næmur og honum var réttlætiskenndin í blóð borin. Hann lét sig menn varða og lá ekki á skoðunum sínum, en ólíkt mörg- um sem eru örlátir á skoðanir sínar var Sigurður ávallt tilbúinn að vinna að framgangi hugsjóna sinna af elju og ósérhlífni. Honum var ekki nóg að sitja og spekúlera um það sem mætti betur fara í þjóðlíf- inu og bíða uns hlutirnir myndu gerast af sjálfu sér. Hann var mað- ur aðgerðanna og ávallt reiðubúinn að leggja sitt af mörkum. Það sem Sigurður tók sér fyrir hendur var gert af alúð og fyrirhyggju. Ævi- starf hans ber skapgerð hans glöggt vitni. Þó svo að Sigurður sé nú látinn lifir minningin um góðan mann. Við sem voram svo heppin að fá að kynnast honum getum verið þakk- lát fyrir þær stundir sem við feng- um þó að eiga með honum. Páll Kolbeins. EWALD BERNDSEN + Ewald Ellert Berndsen fædd- ist á Blönduósi 30. ágúst 1916. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 8. apríl sfðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík 16. apríl. Kveðja frá Félags- málastofnun Reykja- víkurborgar Við andlát Ewalds Berndsen verðum við samverkafólk hans á Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar þess áþreifanlega vör að nú er skarð fyrir skildi. Þótt réttilega sé sagt að ávallt komi mað- ur í manns stað verður það skarð, sem myndast hefur við lát Ewalds, vandfyllt. Við sem áttum því láni að fagna að kynnast honum og starfa með honum munum í senn syrgja hann og sakna þess hugsjónastarfs sem hann stóð fyrir. Ewald eða Lilli Berndsen eins og okkur var tamt að kalla hann í dag- legu tali hafði síðastliðna tvo ára- tugi, ásamt konu sinni Huldu, rekið áfangaheimilið á Ránargötu 6, Reykjavík. Áfangaheimilið hefur verið rekið í nafni Líknarfélagsins Skjaldar en í samvinnu við Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar og í raun í umboði Reykjavíkurborgar. Þó var öllum ljóst að starfið og heimilið var á ábyrgð Lilla og stóð og féll með honum og þeim hjónum. Það var eng- inn annar en Lilli sem átti andvökunætur ef endar náðu ekki saman eða einhver heimilis- maðurinn missti fót- anna í baráttunni við Bakkus. Við hin gátum að mestu sofið áhyggjulaust vegna starfseminnar á Ránar- götu, enda í þeirri full- vissu að Lilli stóð við stjómvölinn, öhaggan- legur með Huldu sína sér við hlið. Hann var stór í sniðum hann Lilli Bemdsen. Þéttur á velli og þéttur í lund, og glæsimenni svo af bar. Hann minnti mig alltaf fremur á stórhöfðingja utan úr heimi en ís- lending sem hafði legið kylliflatur fyrir Bakkusi og átt sér næturstað á götum Reykjavíkur. Ég kynntist honum reyndar ekki fyrr en því tímabili í lífi hans lauk og hef fyrst og fremst af því fregnir frá honum sjálfum. En fyiár vikið vissi Lilli manna best hvar skórinn kreppti og hvað gera þurfti þegar hann kom heim frá Ameríku um árið, þangað sem hann sótti þekkingu og styrk til að hafa betur í glímunni við áfengis- sýkina. Hann hafði þá eins og ávallt síðar líka þann sannfæringarkraft og leiðtogahæfileika, að hann fékk aðra til að fylgja sér. Upp komst því fyrsta áfangaheimilið fyrir karla sem voru að feta sig út í lífið á nýjan leik að lokinni áfengismeðferð. Áfangaheimilið Skjöldur hefur síð- an borið nafn með rentu og veitt ár hvert tugum manna skjól og vöm um iengri eða skemmri tíma. Öll eigum við Lilla skuld að gjalda, samstarfsfólk, Félagsmála- stofnun, Reykjavíkurborg og jafn- vel þjóðfélagið allt en mesta þó þeir sem notið hafa alúðar hans og mannúðar. Þótt Lilli þyrfti, eðli málsins samkvæmt, að vera fastur fyrir í starfi sínu, fannst mér þó mildi og mannúð fyrst og fremst einkenna starf hans og lífssýn. Hann vissi hvemig koma átti fram við fólk sem hefur tapað miklu ef ekki öllu nema kannski lífinu. Blessuð veri minning Lilla Bernd- sen. Hún mun lifa lengi í hjörtum okkar sem þekktum hann. Eiginkonu Ewalds, Huldu Matth- íasdóttur, sonum hans og fjölskyld- um þeirra eru sendar hugheilar samúðarkveðjur. Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri. Með söknuði þakka ég þér, vinur, fyrir góð kynni og aðstoð í lífsbar- áttunni. Ég veit að þú varst bæði listrænn og vinur vina þinna. Þér var annt um hverskonar listir, hvort sem þær voru í formi íþrótta eða á andlega sviðinu. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Ekki veit ég hvar Drottinn skipar þér í vistarverur sínar eftir gengin spor hér á jörðu, eða hvert hugur þinn stefndi í trúmálum, nema þá til góðs. Ég kveð þig, minn hugprúði vin- ur, með þessum ljóðlínum um leið og ég votta aðstandendum dýpstu samúð. Þótt aðrir komi í aldarfar og akra nýja yrki. Kemur seint í annars stað er sigrar sama virki. Skelfur nú húsið eins og skum í vindi Skaparinn sjálfur hyggur núna að. Pað virðist líkt og allt hér lögmál bindi lofthjúpinn jörðu og það sem Drottinn gaf. Eg horfi út í geiminn, á marga stjörnu stim- ir, stefnan er óljós um hið mikla haf. Guð veri með þér. Þinn hjartkæri vinur, Gunnar Ólafur Jónsson. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist gi-ein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, AÐALBJÖRG GUÐBRANDSDÓTTIR THORODDSEN, Álfheimum 15, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 17. apríl. Ólafur Thoroddsen, Guðmundur Björn Thoroddsen, Kristín Ingvarsdóttir, Ragnhildur Thoroddsen, Svanberg Árnason, Ólafur Thoroddsen, Jónína Sigurgeirsdóttir, Ragnheiður Thoroddsen, Haukur Óskarsson og barnabörn. + Alúðarþakkir til allra þeirra sem heiðruðu minningu LILJU FINNSDÓTTUR frá Saurum, sem lést fimmtudaginn 19. mars sl. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi fyrir góða umönnun síðasta æviskeiðið. Lifið heil. Hulda Brynjólfsdóttir, Hervald Andrésson, Óskar Andrésson, Unnur Andrésdóttir, Jóhann Ó. Sigurðsson, Árni Guðmundsson, Þorsteinn A. Andrésson, Friðbjörg Óskarsdóttir, Guðbjörg Andrésdóttir, Jón H. Einarsson, Ragnhildur Andrésdóttir, Ölver Benjamínsson, Bragi Andrésson, + Ástkær móðir okkar, KARÍTAS MAGNÚSDÓTTIR, Sörlaskjóli 5, er látin. Börnin. + Bróðir okkar og mágur, INGÓLFUR INGVARSSON, Hofsstöðum, Stafholtstungum, lést á heimili sínu miðvikudaginn 8. apríl. Útför hans fer fram frá Stafholtskirkju í dag, laugardaginn 18. apríl, kl. 14.00. Jarðsett verður í Gilsbakkakirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsam- legast bent á björgunarsveitina Heiðar. Ingunn Ingvarsdóttir, Gréta K. Lárusdóttir, Helga Ingvarsdóttir, Þorvaldur Helgason. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN ÁSMUNDSDÓTTIR, Skagabraut 9, Akranesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 14. apríl, verður jarðsungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 21. april kl. 14.00 + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fáskrúðskirkju mánu- daginn 20. apríl kl. 13.30. Einar Jón Ólafsson, Erna Guðnadóttir, Einar Gunnar Einarsson, Guðni Kristinn Einarsson. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát móður okkar og fóstur- föður, ÖNNU O. SIGURÐARDÓTTUR OG ÓSKARS EYJÓLFSSONAR, Guðrún Ólafía Sigurgeirsdóttir, Guðjón Viðar Sigurgeirsson, Sigrún H. Jóhannesdóttir, Sigmundur Sigurgeirsson, Guðný Guðnadóttir, Helga Sigurgeirsdóttir, Jón Berg Halldórsson, barnabörn og barnabarnabörn. Óskar Eyjólfsson, Berglind Grétarsdóttir, Ólafur Ingimundarsson, Guðlaug Hanna Friðjónsdóttir, Ásta Tarver, William G. Tarver, Steina Suckley, Paul Suckley, börn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.