Morgunblaðið - 18.04.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 55
S
Glæsileg verðlaun á
barnaskákmóti í dag
SKAK
Reykjavík
SKÁK í HREINU LOFTI
i
Forseti Islands, herra Olafur
j Ragnar Grímsson, setur í dag
eitt glæsilegasta barnaskákmót
sem haldið hefur verið hér á
landi. Mótið hefst í dag klukkan
12.45.1 verðlaun eru m.a. utan-
landsferðir. Hemmi Gunn verður
kynnir á mótinu. Þátttaka er
ókeypis. 18. apríl 1998.
ALLT að 300 börnum og ung-
lingum verður gefínn kostur á að
j taka þátt í skákmóti sem fram fer
í dag, laugardaginn 18. apríl.
Þátttaka er ókeypis. Þátttökurétt
eiga drengii' og stúlkur fædd
1982-1988. Mótið er haldið í Hell-
isheimilinu, Þönglabakka 1 í
Mjódd, en þar eru einnig
Bridgesamband ísland og Keila í
Mjódd til húsa. Hellisheimilið er
vel staðsett með tilliti til strætis-
vagnaferða, en það er rétt hjá
skiptistöðinni í Mjódd.
| Keppt verður í sex verðlauna-
flokkum og verðlaun í mótinu eru
afar glæsileg, þar á meðal munu
fjórir þátttakendur vinna ferð til
Disneylands í París og keppa á
heimsmeistaramóti þar í nóvem-
ber. í elstu flokkunum eru far-
seðlar (á leiðum Flugleiða) á
skákmót erlendis í verðlaun. Auk
j þessa verður fjöldi aukaverð-
launa. Þá verður einnig efnt til
' happdrættis á milli umferða þar
I sem margvíslegir vinningar verða
í boði. Það sama gildir um happ-
drættið og mótið sjálft, að þátt-
taka er ókeypis. Allir þátttakend-
ur fá séi-merkta boli frá tóbaks-
varnanefnd, SAM bíóin gefa þátt-
takendum bíómiða og Vaka-
Helgafell leggur til blöð og bæk-
ur.
| Mótið hefst klukkan 12:45 eins
og áður segir. Tefldar verða 9
umferðir með 10 mínútna um-
I hugsunartíma og áætlað er að
mótinu ljúki klukkan 18. Góð að-
staða er fyrir foreldra og aðra
sem vilja fylgjast með „sínum
mönnum" meðan mótið stendur
yfír. Þátttakendur þurfa að mæta
tímanlega til að skrá sig á mótið,
en fjöldi keppenda takmarkast við
300.
Það er Skákskóli Islands sem
j stendur fyrir mótinu í samvinnu
við tóbaksvarnanefnd, Vöku-
Helgafell, VISA ísland og SAM
bíóin. Skáksamband Islands, Tafl-
félagið Hellir og fleiri aðilar að-
stoða við framkvæmd mótsins.
Hermann Gunnarsson verður
kynnir á mótinu.
Haraldur Baldursson, alþjóð-
legur skákdómari, fær það erfiða
hlutverk að vera aðaldómari á
mótinu.
Skákþing Norðlendinga: Yngri
flokkar heíjast, í dag
Skákþing Norðlendinga í yngri
flokkum verður haldið í Skák-
heimilinu Þingvallastræti 18,
Akureyri, dagana 18. og 19. apríl
1998 og er dagskráin sem hér
segir:
Laugardagur 18.4 kl. 13
Sunnudagur 19.4 kl. 10
Sunnudagur 19.4 kl. 14 hraðskák
Tefldar verða skákir með 20
mínútna umhugsunartíma fyrir
hvorn keppanda til að ljúka skák.
Teflt verður í þessum flokkum:
Kvennaflokkur
Drengjafl. 10-12 ára
Unglingafl. 13-16 ára
Barnafl. 9 ára og yngri
Stefnt er að 7 umferðum, en það
getur þó breyst eftir þátttöku.
Veitt verða vegleg verðlaun sem
eru bikar og 3 verðlaunapeningar
í hverjum flokki. Þátttökugjald kr.
400 en þó er ekkert þátttökugjald
fyrir hraðskákmótið. Stig ráða ef
keppendur verða jafnir að vinn-
ingum. Verðlaun verða afhent í
mótslok. Tímasetningar umferða
geta breyst. Ski'áningu skal lokið í
síðasta lagi 10 mínútum fyrir mót.
Skákþing Norðlendinga í eldri
flokkum verður síðan haldið á
sama stað 23.-26.apríl.
Atkvöld hjá Helli á mánudag
Taflfélagið Hellh- heldur atkvöld
mánudaginn 20. apríl. Fyrst ei*u
tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor
keppandi hefur 5 mínútur til að
ljúka skákinni og síðan þrjár at-
skákir með tuttugu mínútna um-
hugsunartíma. Mótið hefst kl. 20.
Atkvöldið er haldið í Hellis-
heimilinu í Þönglabakka 1 í
Mjódd, efstu hæð. Sami inngang-
ur og hjá Bridgesambandinu og
Keilu í Mjódd.
Þátttökugjald er kr. 300 fyrir
félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára
og yngri), en kr. 500 fyrir aðra
(kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Sigurvegarinn fær máltíð fyrir
tvo hjá Pizzahúsinu. Þá verður
annar keppandi dreginn út af
handahófi, en hann fær einnig
máltíð fyrii' tvo hjá Pizzahúsinu.
Þar eiga allir jafna möguleika, án
tillits til árangurs á mótinu.
Síðasta atkvöld Hellis var hald-
ið í mars og þá sigraði Andri Ass
Grétarsson, en þátttakendur voru
QO
Klúbbakeppni Hellis
Skákiðkun íslendinga er síður
en svo bundin við opinber skák-
mót, því mikill fjöldi skákmanna
teflir einungis í heimahúsum.
Fjöldinn allur af óformlegum
skákklúbbum er starfræktur og
menn hittast reglulega yflr vetr-
artímann til að tefla.
Klúbbakeppni Hellis var hleypt af
stokkunum í þeim tilgangi að gefa
þessum klúbbum tækifæri til að
eiga saman skemmtilegt kvöld,
tefla og ekki síður til að hittast og
ræða málin.
Klúbbakeppni Hellis verður nú
haldin í annað sinn föstudaginn
24. apríl klukkan 20. Keppt verð-
ur í fjögurra manna sveitum.
Tefldar verða 9 umferðir með 7
mínútna umhugsunartíma.
Klúbbakeppnin var haldin í
fyrsta sinn í fyrra og fór þátttak-
an þá fram úr björtustu vonum,
en 23 klúbbar með yfir 100
manns innanborðs tóku þátt í
keppninni. Var þetta fjölmenn-
asta mót sem Hellir hefur haldið
fyrir utan barna- og unglinga-
mót.
Tekið er á móti skráningum í
mótið í símum 581-2552 (Gunnar)
og 557-7805 (Daði). Einnig er
hægt að skrá sig með tölvupósti:
hellirEvks.is. Þátttökugjald er kr.
1.000 fyrir hverja sveit.
Davíð Kjartansson sigraði
á Páskaeggjamóti
Davíð Kjartansson sigraði á
fjölmennu Páskaeggjamóti Hell-
is, sem fram fór fyrir páskana.
Hann hlaut 6(4 vinning í 7 skák-
um. I öðru sæti varð Birkir Orn
Hreinsson með 6 v. og Guðni
Stefán Pétursson varð í þriðja
sæti með 5(4 v. Röð efstu manna
varð þessi:
1. Davíð Kjartansson 6(4 v.
2. Birkir Orn Hreinsson 6 v.
3. Guðni Stefán Pétursson 5(4 v.
4. -8. Jóhannes Ingi Arnason,
Guðmundur Kjartansson, Ólafur
Kjartansson, Eiríkur Garðar Ein-
arsson og Valtýr Njáll Birgisson
5 v.
9.-10. Hilmar Þorsteinsson og
Kristján Freyr Kristjánsson 4(4
v.
11.-18. Sigurjón Kjærnested,
Ómar Þór Ómarsson, Sævar
Ólafsson, Ingibjörg Edda Birgis-
dóttir, Gústaf Smári Björnsson,
Hafliði Hafliðason, Stefán Ingi
Arnarson og Gunnar Freyr Þóris-
son 4 v.
Þátttakendur voru töluvert
fleiri en á síðasta ári, eða 40.
Tefldar voru sjö umferðir og um-
hugsunartíminn var sjö mínútur á
skák. Vigfús Óðinn Vigfússon var
skákstjóri á mótinu.
Daði Örn Jónsson
Margeir Pétursson
Fjarðar-
listinn frá-
genginn
(
( STOFNFUNDUR Fjarðarlistans í
| Valhöll á Eskifírði var haldinn 17.
mars sl. og segir í fréttatilkynn-
ingu að um sé að ræða samtök fé-
lagshyggjufólks sem hyggst bjóða
fram til sveitarstjórnarkosninga í
hinu nýja sveitarfélagi á Mið-Aust-
urlandi.
Að Fjarðarlistanum standa fé-
lagar úr Alþýðubandalagi og Al-
| þýðuflokki í Neskaupstað, Eski-
firði og Reyðarfirði auk þess sem
' fjölmargt óiflokksbundið fólk hefur
( gengið til liðs við samtökin, segir
ennfremur.
Eftirtalin framboðslisti var sam-
þykktur í vikunni á félagsfundi til
sveitarstjórnarkosninga: 1. Smári
Geirsson, framhaldsskólakennari,
Neskaupstað, 2. Elísabet Bene-
diktsdóttirj forstöðumaður, Reyð-
arfirði, 3. Ásbjöm Guðjónsson, bif-
vélavirki, Eskifirði, 4. Guðmundur
R. Gíslason, veitingamaður, Nes-
kaupstað, 5. Guðrún M. Óladóttir,
deildarstjóri, Eskifirði, 6. Þorvald-
ur Jónsson, verkstjóri, Reyðarfirði,
7. Petrún Bj. Jónsdóttir, íþrótta-
kennari, Neskaupstað, 8. R. Ásta
Einarsdóttir, sjúkraþjálfari, Reyð-
arfirði, 9. Áðalsteinn Valdimars-
son, fv. skipstjóri, Eskifirði, 10.
Heiðrún Helga Snæbjörnsdóttir,
sjúkraþjálfari, Neskaupstað, 11.
Gísli Ái'nar Gíslason, afgreiðslu-
maður, Eskifirði, 12. Guðjón B.
Magnússon, blikksmiður, Nes-
kaupstað, 13. Anna Jenný Vil-
helmsdóttir, skrifstofumaður,
Reyðarfirði, 14. Jóna Katrín Ara-
dóttir, húsmóðir, Neskaupstað, 15.
Grétar Rögnvarsson, skipstjóri,
Eskifirði, 16. Jón Hilmar Kárason,
tónlistarkennari, Neskaupstað, 17.
Katrín Ingvadóttir, starfsstúlka,
Neskaupstað, 18. Sindri Svavars-
son, iðnnemi, Eskifirði, 19. Árni
Ragnarsson, rafeindavirki, Reyð-
arfirði, 20. Jóhanna Armanns,
verkakona, Neskaupstað, 21.
Steinn Jónsson fv. skipstjóri, Eski-
firði, 22. Steinunn Lilja Áðalsteins-
dóttir, sérkennari, Neskaupstað.
Bæjarstjóraefni listans er Guð-
mundur Bjarnason, bæjarstjóri í
Neskaupstað.
Grænlands-
ferð Óháða
safnaðarins
HIN fyiárhugaða ferð Óháða safn-
aðarins til Grænlands verður farin
23. apríl nk. Flogið verðm- til
Kulusuk og gist í tvær nætur.
Farastjóri verður Jóhann
Brandsson og mun hann kynna
menningu og siði innfæddra. Nán-
ari upplýsingar um ferðina veitir
safnaðarstjóri.
KIRKJUSTARF
Safnaðarstarf
Æðruleysis-
messa í Dóm-
kirkjunni
ÆÐRULEYSISMESSA tileinkuð
fólki í leit að bata eftir tólfspora-
kerfinu verður í Dómkirkjunni
sunnudaginn 19. apríl kl. 21. Kirkj-
an opnuð kl. 20 fyrir spjall og kaffi-
tár.
Guðsþjónustan verður með frjáls-
legu formi, léttur söngur við hljóð-
færaleik Sigurðar Ingimarssonar,
Harðar og Birgis Bragasona. Fólk
segir af reynslu sinni og sr. Anna
Sigríður Pálsdóttir leiðir fyrirbæn.
Sr. Jakob Hjálmarsson flytur
hugleiðingu og sr. Karl V. Matthías-
son leiðir samkomuna.
Margir sem feta sporin tólf sjá
þann æðri mátt sem megnar að
breyta sorg í von birtast í Jesú
Kristi og þeim til trúarstyrkingar
og eflingar í baráttunni er þessi
guðsþjónusta haldin.
Kvennakirkjan á
Selfossi
KVENNAKIRKJAN heldur messu í
Selfosskirkju sunnudaginn 19. aprfl
kl. 20. Séra Auður Eir Vilhjálmsdótt-
ir prédikar. Kór Kvennakirkjunnar
leiðir almennan söng við undirleik
Önnu Magnúsdóttur. Kl. 16 flytur
Hildur Hákonai'dóttir vefari erindi
um kristna miðaldakonu, Hildegaard
von Bingen, í Listasafni Árnesinga,
Ti-yggvagötu 23. Konur af Suður-
landi eru velkomnar. Einnig geta
konur úr Reykjavík tekið þátt í
vorferð Kvennakirkjunnar en lagt
verður af stað frá Umferðarmiðstöð-
inni kl. 10.
Námskeið í
Krossinum
NÁMSKEIÐ um Ljóðaljóð Biblí-
unnar verður í Krossinum, Hlíðar-
smára 5-7 í Kópavogi.
Námskeiðið stendur yfir í sex vik-
ur og hefst í dag, laugardaginn 18.
aprfl, kl. 14. Kennt verður í tvær
kennslustundir með kaffihléi á milli.
Ljóðaljóðin flytja mönnum boð-
skap sem allir þurfa að kunna ski) á.
Námskeiðið er öllum opið.
Aprílvaka
KFUM & K
KFUM og KFUM í Reykjavík
halda aprflvöku, samveru með lof-
gjörð, hugleiðingu og fyrirbæn,
sunnudaginn 19. aprfl kl. 20. Þor-
valdur Halldórsson leiðir söng og
lofgjörð.
Boðið er upp á fyrirbæn fyrir þá
sem þess óska í loka samkomunnar.
Allir eru hjartanlega velkomnir í
hús KFUM og K á sunnudagskvöld-
ið kl. 20.
Seljakirkja. Vorferð barnastarfsins
kl. 11. Barnaguðsþjónusta verður í
Bessastaðakirkju.
KEFAS, Dalvegi 24. Almenn sam-
koma í dag kl. 14. Gestaprédikari
Helena Leifsdóttir. Allir velkomnir.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
iffó SAMBAND ISŒNZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58.
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Gunnar Hamnöy talar.
Hörður Geirlaugsson syngur ein-
söng. Allir velkomnir.
KRISTIÐ SAMFÉLAG
Dalvegi 24, Kópavogi
Almenn samkoma í dag kl. 14.
Gestapredikari Helena Leifsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagsferðir:
Sunnudaginn 19. aprfl Grón-
ar götur. Fyrsti áfangi í þriggja
áfanga göngu frá Rauðamel í
Kapelluhauni og suður í Krýsu-
vík. Fyrsti áfangi er frá Rauðamel
að Höskuldarvöllum. Komið við í
Óttarstaðaseli. Verð 1.000/1.200.
Brottför frá BSÍ kl. 10.30.
Næstu ferðir:
30.—3. maí Esjufjöll. Gengið
upp Breiðamerkurjökul í Esju-
fjöll. Gengið verður m.a. í Foss-
dal og að Snók. Skíðagönguferð.
Fararstjóri verður Sylvía Kristj-
ánsdóttir. Gist í skálum.
8.—10. maí Fimmvörðuháls —
Eyjafjallajökull — Seljavalla-
laug. Gengið á skíðum á Fimm-
vörðuháls og farið yfir Eyjafjalla-
jökul i Seljavallalaug. Ferðin end-
ar í Básum.
8.—10. maí. Básar Ferð fyrir
alla. Gönguferðir og kvöldvökur.
Spennandi jeppaferðir:
25. apríl Dagsferð með jeppa-
deildum Reykjaness. Þátttaka til-
kynnist á skrifstofu.
1.—3. maí Langjökull — Hvera-
vellir. Ekið yfir Langjökul og
endað á Hveravöllum og gist þar.
Fararstjóri verður Kristján Helga-
son. Sjáumst.
Heimasíða: centrum.is/utivist
FERÐAFELAG
% ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Sunnudagur 19. apríl kl. 13.00
Stórhöfðastígur, gömul þjóð-
leið, nágrenni Straumvíkur-
svæðisins.
Ferðafélagið og Umhverfis- og
útivistarfélag Hafnarfjarðar
kynna nágrenni Straumsvíkur-
svæðisins í nokkrum ferðum í
vor og sumar og er önnur ferðin
um hluta Stórhöfðastígs, sem er
gömul og skemmtileg þjóðleið
upp frá Hafnarfirði. Gengið verð-
ur frá Ási við Ástjörn yfir að nýja
Bláfjailaveginum. Um 2—3 klst.
létt ganga undir leiðsögn.
Tilvalin fjölskylduganga.
Brottför með rútu frá BSÍ,
austanmegin og Mörkinni 6
kl. 13.00, verð 500 kr. Hægt
að koma á eigin vegum á bíla-
stæðið við Ástjörn við Hafn-
arfjörð kl. 13.20, verð 200 kr.
Frítt f. börn 15 ára og yngri
með fullorðnum.
Engin skíðaganga.
Eignist nýútkomna árbók
Ferðafélagsins: Fjallajarðir og
Framafréttur Biskupstungna.
Innifalin í árgjaldi 1998.
KENNSLA
Lestrarkennsla ungbarna
Námskeið fyrir for-
eldra í Norræna
húsinu iaugardaga
kl. 15.00. Aðeins 2
námskeið eftir.
Leiðbenandi Kol-
brún Sveinsdóttir.
Upplýsingar í síma
561 6076.
— Leiklistarstúdíó —
Eddu Björgvins og Gisla Rúnars.
Vornámskeið fyrir fullorðna.
Skráningar i sima 581 2535.