Morgunblaðið - 18.04.1998, Qupperneq 58
■rf
58 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
''jSérr m þéR, HANN
Sí ngSSSSvÖ?* Servfc®8’lnc'
MÐ EVRONHEMNARMÖfWM^
l---------—----SjNNflK
VA, þú £ftr9s£imK.{
oz£>/n Geöyt/H
Grettir
Ferdinand
Smáfólk
(UJOUJj U)HAt\ 4a projectu^ ll C0L0R THE5E PICTURE5! CUT ANP PA5TE! DRAW TH05E TREE5! MORÉ CUTTINS! MORE PASTIN6/
jyl I íf§t
kT A LEARNIN6
iRIENCEÍ YE5,
AM,YOUVE
E IT A6AIN í
CUHEN 5ME'5 HAPPY,
lue're happy..
Vá! Hvflíkt verkefni! Lita þessar myndir! Klippa og Hvflík lærdóms- Þegar hún er ánægð erum
líma! Teikna þessi tré! Meira reynsla! Já, kennari, við ánægð ...
að klippa! Meira að líma! þér tókst það einu
sinni enn!
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Bréf úr
Mývatnssveit
Frá Kristjáni Þórhallssyni og
Þorláki Jónassyni:
í OKTÓBER 1997 sendu 17 landeig-
endur og ábúendur í Vogum við Mý-
vatn ósk um að umhverfisráðuneytið
gæfí fyrirmæli um að Kísiliðjan
dældi úr botni Vogaflóa sunnan línu
frá Vogum í Dauðanes. Þaðan að
Kransi og Auðnavík. Síðan segir:
„Ljóst er að framangreint svæði er
orðið víða svo grunnt að silungur er
að hverfa. Við teljum þessa dælingu
mjög brýna og vonum að málið fái já-
kvæðar undirtektir. Auk þess mun
Kísiliðjan væntanlega fá þar hrá-
efni.“ Ráðuneytið sendi þessa óks
okkar til stjómar Náttúruverndar
ríkisins og Náttúruverndarráðs til
umsagnar. Þann 26. nóvember 1997
barst okkur bréf frá Árna Einars-
syni forstöðumanni Náttúrurann-
sóknastöðvarinnar við Mývatn. Þar
segir: „Náttúrurannsóknastöðin hef-
ur fengið til umsagnar erindi land-
eigenda í Vogum um kísilgúrdælingu
úr botni Vogaflóa og Kálfstjöm. Að-
ur en umsögn er veitt viljum við
kynna okkur þær forsendur sem
gefnar em fyrir beiðninni. Þess
vegna þætti okkur vænt um að fá
svar við nokkram spurningum."
Svar við þeim sendum við ásamt
greinargerð 8. desember 1997. Þar
segir m.a. „Eins og kunnugt er var
silungur nánast horfinn víða úr Ytra-
Flóa Mývatns áður en dæling hófst,
enda var hann svo grannur að
botngróðurinn var kominn upp úr
vatninu. Ekki batnaði ástandið við
60-70 sm landris í Kröflueldum. Á
árunum milli 1980-90 fór veiði vera-
lega að glæðast þar sem búið var að
dæla, og hefur haldist síðan. Sér-
staklega urriðaveiði síðustu ár og
raunar bleikjuveiði iíka. Sannað er
að dýpkun Ytri-Flóa hefur skilað
mjög góðum árangri. Þvi teljum við
brýnt að hefja dælingu úr Vogaflóa
þar sem hægt er innan tíðar. Þar
hefur veiði mjög þorrið undanfarin
ár. Ekki er sýnileg önnur leið til
bjargar en dæling úr botni flóans.
Á fundi sem haldinn var í Kísiliðj-
unni 25. október 1991 var lögð fram
yfirlýsing undirrituð af 23 félögum í
veiðifélagi Mývatns, eða 2/3 hluta fé-
lagsmanna. Þar segir: „Kísiliðjan
hefur nú dælt hráefni af.botni Ytri-
Flóa Mývatns í yfir 20 ár. Það er álit
okkar að áhrif dælingar hafi verið af
hinu góða fyrir vatnið. Undanfarin
tvö ár höfum við orðið vitni að mik-
illi uppsveiflu í lífríki Mývatns, sem
greinilega hefur komið fram í miklu
rykmýi og mergð fugla á vatninu.
Við undirritaðir teljum ekkert því til
fyrirstöðu að Kísiliðjan starfi áfram
í Mývatnssveit í sátt og samlyndi við
umhverfi sitt.“
Hinn 12. mars 1998 barst okkur
bréf frá Náttúruvemd ríkisins. Þar
er vitnað í samþykkt stjórnar Nátt-
úrarannsóknastöðvarinnar við Mý-
vatn. Þar er ósk okkar um dælingu
úr Vogaflóa hafnað á þeim forsend-
um að dæling úr Vogaflóa geti rask-
að riðastöðvum ui’riðans. I öðru lagi
sé óljóst að vinnanlegur gúr sé í fló-
anum. Furðulegt er að stjórnin skuli
hafna dælingu úr Vogaflóa, þrátt
fyi-ir að lífríkið á þeim svæðum sem
búið er að dæla í Ytri-Flóa sé orðið
með því besta bæði fyrir fugl og fisk.
Við höfum leitað til fiskifræðinga
vegna riðastöðva í Vogaflóa. Það er
samdóma álit þeirra að dæling úr
flóanum muni á engan hátt raska
riðastöðvum urriða, enda era þær
allar á grannum næst landi. Mikið
frekað hefði dæling og dýpkun flóans
jákvæð áhrif að þeirra mati. Þá hef-
ur vinnsluhæfur kísilgúr verið kann-
aður í Vogaflóa með mælingum að
hluta til og virðist hann vera vel
vinnsluhæfur.
Óskiljanleg er neitun stjórnar
Náttúrurannsóknastöðvarinnar og
Náttúravemdar rfkisins um dælinu
úr Vogaflóa. Eins og að framan
greinir er hún ekki studd neinum
haldbærum rökum. Full ástæða er til
að kanna lagalegan rétt okkar til að
vemda og viðhalda hefðbundnum
hlunnindum og eignarrétti áður en
Vogaflói er orðinn ónýtanlegur með
öllu. Við útilokum ekki skaðabóta-
kröfúr ef stjóm Náttúrurannsókna-
stöðvarinnar afturkallar ekki fyrri
ákvörðun og óskar samkomulags við
landeigendur.
I þessu sambandi viijum við vitna í
blaðagrein Dagbjarts Sigurðssonar í
Alftagerði frá árinu 1992, til frekari
rökstuðnings málaleitan okkar. Þar
segir meðal annars:
„Eins lengi og elstu menn muna
og sjálfsagt lengur hafa verið sveifl-
ur í lífríki Mývatns. Líffræðingar og
alls konar vísindamenn hafa stundað
hér rannsóknir, en ekki komist að
neinni niðurstöðu. Hinn mikli gróður
sem er í vatninu veldur því að vatnið
grynnkai- mjög ört, svo að eftir fá-
einar aldir, kannski styttri tíma,
verður það ekki til sem stöðuvatn,
aðeins lækjarsprænur frá uppsprett-
um að Laxárósum. Með því að dæla
botnleðjunni upp lengist sá tími sem
Mývatn verður til, það tel ég hik-
laust jákvæð áhrif frá Kísiliðjunni.
Sumir telja að breyting til hins verra
hafi orðið um 1970. Ég get ekki fall-
ist á það að neitt hafi gerst sérstak-
lega er snerti sveiflur í lífríkinu og
veiðinni. Sveiflurnar fara vaxandi
eftir því sem vatnið verður grynnra
og gróðurinn meiri. Nú veiðist meiri
og betri silungur á dælda svæðinu í
Ytri-Flóa en áður þekktist, og kaf-
endur virðast ekki í neinum vand-
ræðum þar. Það er alveg furðulegt
að nokkrir menn geti svo kæraleys-
islega og með litlum rökum lagt það
til að líf fjölda fólks, já heils sveitar-
félags, skuli lagt í rúst. Og ennþá
grynnkar vatnið sunnan Teigasunds
- hvað er hægt að gera því til bjarg-
ar sem fyrst? Ég sé engan annan
möguleika en Kísiliðjuna. Það getur
ekkert fyi-ii-tæki staðið undir þeim
kostnaði nema Kísiliðjan, af því að
hún getur breytt leðjunni í verð-
mæti, auk þess að vera styrkasta
stoðin undir atvinnu og efnahag Mý-
vatnssveitar. Við viljum því skora á
alla þá, sem unna velferð Mývatns
og Mývatnssveitar, að snúa bökum
saman og verjast þessum vanhugs-
uðu og ástæðulausu árásum á Kísil-
iðjuna, og þar með meginþorra Mý-
vetninga."
KRISTJÁN ÞÓRHALLSSON og
ÞORLÁKUR JÓNASSON, landeig-
endui' í Vogum.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.