Morgunblaðið - 21.04.1998, Side 8

Morgunblaðið - 21.04.1998, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NEI, nei, ég er ekkert fyrir lax, ég er bara með sunddellu. Rafrænn afsláttur! & (M171ÍZ 'iÁoC/iM j Hverafold 46 * Reykjavík FACE STOCKHOIM Kringlunni 8-12 * Reykjavík Frakkastíg 10 * Reykjavík ÍHÁR HÁRSNYRTISTOFA Crcttisgötu 9 * Reykjavík f Skóvinnustofa Hafþórsl Caráastraeti 134 • Reykjavík Wrn. Stórhöfða 17 við Guliinbrú • Reykjavík EAMMALI8TIIW INNRÖMMUN Hverfisgötu 34 • Reykjavík Þessi fyrirtæki veita öllum sem greiða með VISA kreditkorti rafrænan afslátt Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt FRÍÐINDAKLÚBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is Ljósmyndajtofa • Carðastraeti 17 * Reykjav Áhrif starfs- manna aukin ÁGÚST Einarsson, þingmaður þing- flokks jafnaðarmanna, hefur mælt fyrir frumvarpi til laga um atvinnu- lýðræði. Meðflutningsmenn eru 14 aðrir þingmenn úr þingflokkum jafn- aðarmanna og Alþýðubandalags og óháðra. Frumvarpið miðar að því að auka áhrif starfsmanna innan fyrirtækja og er með því lagt til að starfsmenn hlutafélags, sem hefur að meðaltali haft 35 starfsmenn eða fleiri síðustu þrjú ár, hafi rétt til að kjósa ákveð- inn fjölda stjómarmanna sem svarar til helmings þeÚTa stjórnarmanna sem valdir eru á annan hátt. Skulu stjórnarmenn starfsmanna hafa sama rétt og aðrir stjómarmenn og hafa m.a. það hlutverk að taka þátt í stjómun fyrirtækisins. I greinargerð með frumvarpinu er því m.a. haldið fram að atvinnulýð- ræði bæti starfsanda, veiti stjóm- endum aðhald, bæti kjör, auki lýð- ræðislega stjórnunarhætti og vinni gegn óeðlilegri valdasamþjöppun. Þar kemur einnig fram að verði frumvarpið samþykkt muni um 390 fyrirtæki og stofnanir falla undir ákvæði þess. Meðal þeirra séu flest þau fyrirtæki sem skráð era á Verð- bréfaþingi Islands. ------------ Formanns- skipti á aðal- fundi BÍ Aðalfundur Blaðamannafélags ís- lands verður haldinn í húsakynnum félagsins Síðumúla 23 í kvöld klukk- an 20. Á fundinum lætur Lúðvík Geirs- son af formennsku í félaginu, en því embætti hefur hann gegnt frá árinu 1987. Hjálmar Jónsson, sem verið hefur varaformaður Blaðamannafé- lagsins undanfarin ár, er í kjöri til formennsku á lista stjórnar. Knattspyrnufélagið Víkingur 90 ára Ætlum að ná enn betri árangri Knattspyrnufélag- ið Víkingur er 90 ára í dag, þriðju- daginn 21 apríl. Þór Símon Ragnarsson er formaður aðalstjórnar Víkings. „Félagið vai- stofnað af nokkrum 8-12 ára pollum þennan dag fyrir nítíu árum og aðal markmiðið með stofnun félagsins vai- að safna fyrir bolta til að geta stundað fótbolta. Strák- arnir tóku stofnun fé- lagsins alvarlega, þeir kusu formann, gjald- kera og ritara og tvo meðstjórnendur. Aðal hvatamaðurinn og fyrsti formaðurinn hét Axel Andrésson og félagið var stofnað á Túngötu 12.“ Þór Símon segir þá félaga ekki hafa keppt mikið fyrstu árin nema innbyrðis við félaga sína. Félagið keppti fyrst opinberlega árið 1913 og árið 1920 uðra Vík- ingar Islandsmeistarar og aftur árið 1924. - Hvenær bættust svo aðrar íþróttagreinar við hjá Víkingi? „Það var í kringum árið 1940 og árið 1943 voru stofnaðar deild- ir fyrir handbolta og skíði.“ Þór Símon segir að félagið hafí átt í nokkrum erfíðleikum á þessum áram því það hafði hvorki fast húsnæði né eigið svæði til að æfa á. „Það var síðan árið 1953 að Víkingur fékk úthlutað svæði í Hæðargarði. Það var mikil fram- sýni að rífa sig uppúr miðbænum og fara í Bústaða- og smáíbúða- hverfið sem þá er verið að byggja og koma þar upp aðstöðu. Arið 1991 flytur félagið svo í Víkina þar sem aðstaðan er í dag.“ - Er ekki þegar orðið þröngt um ykkur í Víkinni? „Það má segja það. Við höfum töluverðar áhyggjur af því að landssvæðið sé ekki nægjanlegt og eram að vinna að því að fá það stækkað um 8.000 fermetra inn í Kópavog. Þar er meiningin að reisa malarvöll ef heimild fæst . Þá myndi nýr grasvöllur rísa þar sem malarvöllurinn er núna. Þessi mál þurfa alltaf að vera í skoðun. Fjárveiting liggur fyrh’ frá Reykjavíkurborg en enn er ekki búið að ganga formlega frá mál- um við Kópavogsbæ.“ - Nú hefur ekki gengið mjög vel í boltagreinunum að undan- förnu? „Ef talað er um meistaraflokka í knattspyrnu og handbolta karla er það rétt að árangurinn sam- ræmist ekki metnaði Víkings um þessar mundir. Kvennahandboltinn stendur hinsvegar mjög vel. Mjög gott starf er unnið í þess- um deildum og yfir- leitt í öllu íþróttastarfi hjá Vík- ingi. Við eigum hins vegar eftir að styrkjast í karlaflokkunum á næstu misseram. Við höfum farið varlega á und- anförnum árum peningalega og eram að reyna að byggja okkur upp innan frá og ætlum að ná betri árangri á næstu áram. Hins vegar ætlum við ekki að efna til stórskulda til að gera það.“ Þór Símon segir að skíðadeild Víkings hafi gengið mjög vel und- anfarið og sömuleiðis einoki borð- tennisdeild Víkings flesta titla. Þór Símon Ragnarsson ►Þór Si'mon Ragnarsson er fæddur á Akureyri árið 1939. Hann starfaði um árabil hjá Samvinnubankanum og er nú útibússtjóri hjá Landsbanka Is- lands í Árbæ. Hann hefur starf- að hjá Vfldngi frá árinu 1973 og var í stjóra knattspyrau- deildar Vfldngs til árins 1982 ýmist sem gjaldkeri eða for- maður. Hann sat í stjórn KSÍ frá ár- inu 1981-1991. Þór Símon varð formaður aðalstjórnar Víkings árið 1996. Eiginkona hans er Hólmfríð- ur Þorsteinsdóttir og hann á tvær dætur. Stefnum að betri árangri f boltagreinum „Kvennadeildin í blaki hefur sí- fellt verið að sækja í sig veðrið og nú er svo komið að þær urðu Is- landsmeistarar í ár og það er óhætt að segja að þær hafa staðið sig feiknalega vel.“ - Er lögð of mikil áhersla á keppni hjá yngstu flokkunum? „Það má til sanns vegar færa að of mikil áhersla hefur verið lögð á keppni í yngstu aldurs- flokkunum. Það mætti gjarnan draga úr því.“ - Þú minntist• á að kröfur til íþróttafélaga hefðu breyst? „Þær era gjörbreyttar frá því sem var. Nú orðið er meiri krafa um fagmennsku í allri þjálfun og allri meðferð og framgangi fé- lagsins hvað snertir fjármál og mannvirki. Ef félög eiga að geta staðið undir þessum kröfum þarf fleira starfsfólk, aukið fjármagn og síðast en ekki síst þá þarf að sjá til þess að áhugafólki í stjórn- um og ráðum sem og þjálfurum sé sköpuð góð aðstaða til að sinna sínum störfum." - Aað gera eitthvað í tilefni af- mælisins? „I kvöld, þriðju- dagskvöld verður haldin afmælishátíð og _____ þar á að afhenda nýj- an félagsfána sem full- trúaráð félagsins mun gefa. Við ætlum að heiðra nokkrar félaga fyrir vel unnin störf og njóta góðra veitinga. Þar fyrir utan hafa deildir fél- gsins verið með áætlun áætlun um að vera með afmælismót í yngri flokkum. Skíðadeildin hef- ur þegar haldið slíkt afmælismót og hinar deildirnar munu gera það innan skamms. Á sumardaginn fyrsta er árviss viðburður að efna til skemmtunar í Víkinni og að þessu sinni verður hún viðameiri en venjulega.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.